Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.08.1990, Blaðsíða 16
BÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/TfYggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS J \ ii • NORÐ- AUSTURLAND Á AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sfml 91-674000 výO HOGG- > DEYFAR Verslió hjá fagmönnum varahlutir Hamarshöfða 1 - s. 67-6744 | Tilmæli HIK bera árangur: MH 0G MS FRESTA SETNINGU SKÓLA Nokkrir framhaldsskólar hafa ákveðið að hefja ekki skólastarf fyrr en eftir mánaðamótin vegna tiimæla Hins íslenska kennarafélags til kennara um að mæta ekki til vinnu fyrr en eftir 1. septem- ber. Kemur þetta til með að fresta fyrirhugaðri byrjun á kennslu um nokkra daga. Skólarnir, sem þegar eru búnir að ákveða þetta, eru Menntaskól- inn við Hamrahlíð, Menntaskólinn við Sund, Flensborgarskóli í Hafnarfirði og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Steingrímur Þórðarson, áfanga- stjóri í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sagði að HIK hefði beint þeim tilmælum til félags- manna sinna að mæta ekki til vinnu fyrr en 1. september og því hafi yfirstjóm skólans talið það óklókt að stilla til nokkurs ófriðar við kennara, nóg er nú samt sem á þá er lagt, og þar af leiðandi hafi það verið ákveðið að byija ekki skólastarf fyrr en eftir mánaðamót. Skólastarfið átti að hefjast í gær með fundi kennara og í dag átti að vera skólasetning og afhending stundataflna og kennsla átti að hefjast mánudaginn 3. september. Þessu hefur nú öllu verið frestað vegna tilmælanna ffá HÍK og hefst kennsla þvi ekki fyrr en 6. septem- ber. í Menntaskólanum við Sund var skólasetningu, sem vera átti á morgun, ffestað ffam á mánudag vegna tilmæla sem komu ffá kenn- umm á kennarafundi sem haldinn var 20. ágúst s.l. Kennsla, sem átti að hefjast4. september, hefst því 5. september. Á fundinum var sam- þykkt ályktun ffá kennurum þess efnis að það væri vilji þeirra að þær aðgerðir, sem gripið yrði til á haustönn til að mótmæla meðferð- inni á samningnum, myndu ekki bitna á nemendum. I ályktun ffá sambandsstjóm Iðn- nemasambands íslands lýsir stjómin áhyggjum sinum yfir þeim aðgerðum sem kennarar í HÍK hafa boðað nú í haust til að mót- mæla bráðbirgðalögunum. í álykt- uninni segir að „hversu ósanngjöm sem kennurum í HÍK kunna að finnast bráðabirgðalögin þá skorar sambandsstjóm Iðnnemasam- bandsins á þá að láta ekki reiði sína bitna á námi og námsframvindu námsmanna með einhveijum þeim aðgerðum sem eingöngu munu valda truflun á skólastarfi." í iðnskólanum fengust þær upp- lýsingar að ekkert hefði heyrst um aðgerðir kennara i HÍK en þeir hefðu ekki miklar áhyggjur af því að kennsla raskaðist vegna þess að rúmlega 60% kennara við skólann em í Kennarasambandi Islands og þeirra kjarasamningar væm í fullu gildi. Búast má við ffekari aðgerðum hjá kennumm þegar skólastarf hefst í haust en engar upplýsingar fengust um það á skrifstofu HIK hvað væri á döfinni. —SE Mikil umskipti í rekstri Eimskips: Kvartmilljarös gróði á 6 mán. Breyttar aöstæöur hafa valdiö gífurlegum umskiptum á fjár- magnskostnaði í rekstrarreikn- ingi Eimskips. Fjármunatekjur félagsins voru 148 m.kr. um- fram fjármagnsgjöld á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tíma í fyrra var þessu öfugt far- iö, þegar fjármagnsgjöldin voru 71 m.kr. umfram tekjurnar. Að sögn forstjóra félagsins, Harð- ar Sigurgestssonar, stafar þessi 219 milljóna bati einkum af því gengishagnaði sem nú varö af langtímaskuldum fé- lagsins í stað gengistaps á síð- asta ári. Rekstramiðurstaða hefur sömuleið- is breyst stómm. Hagnaður af reglu- legri starfsemi Eimskips og dótturfé- laga þess var 328 m.kr. á fyrri helm- ingi þessa árs. En þegar tekið hefur verið tillit til annars vegar 220 m.kr. söluhagnaðar eigna og hins vegar 291 m.kr. skatta er hagnaður félags- ins samtals 257 m.kr. á tímabilinu, eða sem nemur 7% af rekstrartekjum á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra sýndi reksturinn 67 m.kr.tap. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Eimskip boðaði til í gær. Rekstrartekjur Eimskips vom 3.720 m.kr. á fyrri helmingi ársins, sem var 22% hækkun ffá sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld hækkuðu hins vegar miklu minna, eða um 15,5% á sama tímabili, m.a. vegna stómm minni fjármagnskostnaðar sem áður greinir. Sömuleiðis hefur starfs- mönnum félagsins verið fækkað úr 765 fyrir ári niður í 675 að jafnaði á fyrri helmingi þessa árs. Eigið fé Eimskips var 3.247 m.kr. í lok júní og eignarfjárhlutfall 43%. Heildarflutningar Eimskips vom 566.000 tonn á tímabilinu janúar/júní í ár, eða jafn miklir og á sama tíma- bili í fyrra. - HEI Hörður Sigurgestsson greinir frá afkomu Eimskips á blaðamanna- fundi í gær. Timamynd; Pjetur Arnarflug á í verulegum Ijárhagserfiðleikum: Skuldir 5-600 m.kr Skuldir Arnarflugs eru nú á bil- inu 500 tfl 600 milljónir, eftir að samningur við rfldð var gerður ekki alls fyrir löngu. Þetta kom fram hjá Geir Gunnarssyni, stjórnarformanni Arnarflugs í viðtali við Sjónvarpið í gær- kviildi. Staða féiagsins er þess vegna mjög erfið um þessar niundir, ekki síst vegna þess að nú haustar og háferðamannatím- inn er að baki. Þá fengu starfs- menn ekki greidd vangoidin laun í gær eins og lofað hafði verið. Rekstur Arnarflugs í ár mun hafa verið erflður og verulegt tap á starfseminni. í viðtali Sjón- varpsins við Gelr kom einnig fram, að unniö væri markvisst að því að fínna lausnir fyrir félagið, en staðan værí mjög erflð. „Við teljum að við getum fundið við- unandi lausn fyrir afla aðila, okk- ur i stjórninni, hluthafa og fyrir þjóðfélagsþegna okkar“, sagði Geir t sjónvarpsviðtalinu. Hann sagði að ríkið myndi ekki bjarga félaginu, rikið væri engin töfra- lausn í rekstri fyrirtækja. Hann sagði að félagið gæfi sér ekki langan tima tii að flnna lausnir á vandanum. Frestur Arnarflugs til að gera upp ögreidd laun rann út i gær. Forráðamenn fyrirtækisins boð- uðu starfsfólk á fund um miðjan dag í gær þar sem þvi var til- kynnt að fyrirtækið gæti ekki staðið við gefin loforð um að greiða launin, enda hafði ekki fengist lausn á ijárhagsvanda - hs. Tímiiin MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST1990 Ummæli formanns Landssamtaka sauðfjár- bænda í fjölmiðlum um veika stöðu sauðfjár- bænda í upphafi samn- inga um nýjan búvöru- samning hefur vakið reiði stjórnar Búnaðar- sambands V.-Hún.: Veikja samnings- stöðu bænda Stjóm Búnaðarsambands V- Húna- vatnssýslu hefur sent frá sér ályktun þar sem yfirlýsingar og ummæli Jó- hannesar Kristjánssonar formanns Landssamtaka sauðfjárbænda í fjöl- miðlum um vanda sauðfjárbænda eru harðlega átalin. Er þar m.a. átt við þau ummæli formannsins, í viðtali við Morgunblaðið 23. ágúst s.l. að staða sauðfjárbænda í viðræðum um nýjan búvömsamning sé allt að því vonlaus. „Ummæli þessi em fráleit af hálfu þess manns sem telur sig í for- svari fyrir sauðfjárbændur og era til þess eins fallin að skaða stéttina“, segir ennfremur í ályktuninni. „Maður gæti hugsað sér það, hvað myndi gerast hjá verkalýðshreyftng- unni ef einhver forsvarsmaður þar léti þau ummæli falla, að staðan væri vonlaus við upphaf samninga og nú yrðu þeir bara að taka því sem að þeim væri rétt.“ Þetta sagði Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu og formaður Búnaðarsambands V.- Húnavatnssýslu í samtali við Tímann í gær. Hann sagði einnig að bændur væm búnir að taka á sig á undanfom- um ámm skerðingu eftir skerðingu og því væri erfitt að átta sig á þvi hvað Jóhannes væri að fara. Gunnar sagðist ætla að taka þetta mál fyrir á fundi Stéttarsambands bænda sem hefst í Reykjaskóla í Hrútafirði í dag. Þar ætlar Gunnar einnig að leggja fram ályktun frá stjóm Búnaðarsambands V.-Hún. í nokkmm liðum. „Þar er meðal ann- ars óskað við eftir því við Stéttarsam- bandið, að það athugi bakgmnn ein- stakra búgreinasambanda eins og Landssamtaka sauðfjárbænda, og hvert umboð slík samtök geti haft fyrir stéttina þegar fyrir liggur að fiindir hafa ekki verið haldnir í æði mörgum héruðum. Virðist það sér- staklega eiga við hémð þar sem sauð- fjárbúskapur er nánast eina búgrein- in.“ Gunnar sagði t.d. að enginn full- trúi úr Strandasýslu hafi verið á fundi Landssamtakanna í vikunni. I dag hefst þing Stéttarsambands bænda eins og áður sagði og em full- trúar á því um 60. Haukur Halldórs- son formaður Stéttarsambandsins sagði að ályktun stjómar Búnaðar- sambands V.- Húnavatnssýslu fengi fundarlega meðferð. Hann vildi ekki tjá sig um ummæli formanns sauð- fjárbænda. „Mér finnst út af fyrir sig aldrei skynsamlegt í samninganefnd, og meðan menn eru að vinna að samningum, að vera of yfirlýsinga- glaðir“, sagði Haukur. Ekki náðist í Jóhannes Kristjánsson í gær. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.