Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 6
(5 Tíminn Laugardagur 29. 'desember 199Ó Tíminn MÁLSVARi FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrlfstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samhengi viðburða Við lok ársins 1990 og upphaf ársins 1991 verða ekki aðeins vanaleg áramót, heldur áratugaskipti. Níundi áratugur aldarinnar er að líða, tíundi áratug- urinn er að hefjast. Við slík tímamót er aldrei nema eðlilegt að litið sé lengra aftur og horft lengra fram en á venjulegum áramótum. Þá gefst tilefni til þess að virða fyrir sér lengra tímabil hins liðna en annars er venja og leitast við að sjá nokkuð langt fram á veginn. Vafalaust mun margur nota þetta tækifæri til að skyggnast fram og aftur um svið samtímasög- unnar. Allt má það verða til gagns, ef slíkri rýni fylg- ir skynsamleg umræða um innlend landsmál og þróun heimsviðburða. Þess er ekki kostur hér að leggja dóm á liðinn ára- tug með þeim rökstuðningi sem slíku hæfir. Hitt er jafnvíst að níundi áratugurinn var viðburðaríkt söguskeið og atburðir hans munu hafa áhrif langt fram í tímann. Reyndar er það svo að á atburðaþræði níunda áratugarins sést hvorki hnútur né snurða, þótt nú verði áratugamót samkvæmt almanaki, því að sýnilegt er að þessir tveir síðustu áratugir aldar- innar eru tengdir viðburðarás sem nær yfir þá báða og líklegt er að sagan muni telja sem órofna heild. Sú þróun alþjóðamála sem heimurinn lifir um þessi ára- og áratugamót almanaksins á rætur sínar í atburðum síðustu ára, allt eftir því hversu langt þeir eru raktir. Ef sett eru tímamörk við valdatöku Gorbatsjovs og umbótastjórnar hans í Sovétríkjun- um í mars 1985 má með fullum rétti rekja þróunar- ferilinn til þeirrar stundar. Sá ferill er órofinn í eðli sínu, þótt á honum sjáist litbrigði frá ári til árs og reyndar nokkuð glögg um þessar mundir vegna síð- ustu stjórnmálaviðburða í Sovétríkjunum. Pólitísk atvik þar upp á síðkastið gefa óneitanlega tilefni til kvíða um framhald lýðræðisumbótanna og hvaða stefnu efnahagsumbætur Sovétmanna ætla að taka. En jafnvel þótt rof verði á þeim ferli, verða önnur áhrif umbótastefnu Gorbatsjovs ekki þurrkuð út, þ.e.a.s. fall alþýðulýðveldanna og ný stjórnmálaþró- un í Mið- og Austur-Evrópu. Ef litið er til íslenskra mála og tilveru íslendinga í landi sínu orkar varla tvímælis að meginatburðarás áratuganna tveggja sýnist munu verða nátengd og óaðskilin. Mönnum er gjarnt að ræða sérhagsmuna- mál stétta og atvinnugreina með þeim samanburði sem best þykir gegna í kjarabaráttu og kröfugerð. En hvað sem því líður mætti það verða talið til merkisatburða líðandi áratugar að á síðustu árum hans tók að gæta heildarhyggju í þróun efnahags- og kjaramála, sem einmitt setti mestan svip sinn á allra síðasta ár áratugarins með augljósum áhrifum til skynsamlegrar verðlagsþróunar. Þótt að mörgu sé að hyggja í íslenskri stjórnmálaþróun á næsta áratug, ætti þjóðin og áhrifamenn hennar að sam- einast um að halda verðbólgu í skefjum og segja að því leyti til skilið við vonda fortíðarhætti. Tíminn óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum heilla á nýju ári og þakkar samskiptin á liðna árinu. Steingrfmur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins: Við áramót Góðir íslendingar, Árið sem er að líða hefur um margt verið viðburðaríkt og verður lengi í minnum haft. Á alþjóðlegum vettvangi hafa stórir atburðir gerst. Vindar frelsis hafa biásið um alla Austur- og Mið-Evrópu, þar sem einraeði réð áður ríkjum. Helst bar ófrið- arblikan yfir Persaflóa skugga á árið og hann að vfsu stóran. Innanlands hefur árið einnig verið viðburðaríkt. Loksins hefur tekist að koma verðbólgudraugnum undir. Ekki þori ég þó að fullyrða að hann sé grafinn og gleymdur. Það fer eftir framhaldinu. Árið hefur einnig verið gjöfult, verðlag gott á afurðum okkar erlendis og veður- farið milt. Við íslendingar höfum tekið virkan þátt í samningum um víðtæka samvinnu Evrópuþjóða, einkum á sviði efnahags- og atvinnumála. Um þetta og fleira mun ég fjalla um þessi áramót, fyrst það sem innlent er. Efnahagsmálin Á ársfundi fiskvinnslustöðva haustið 1988 var nánast samhljóða ályktað, að fiskvinnslunni yrði ekki kleift að hefja starfsemi eftir þau áramót án mikilla lag- færinga á rekstrargrundvelli. Ég efa að þetta hafi verið ofmælt, svo nærri var ís- lenskt atvinnulíf stöðvun eftir 14 mán- aða setu ríkisstjórnar Þorsteins Pálsson- ar. Ég hafði þá nokkrum mánuðum áð- ur sagt á fjölmennum fundi á Hótel Sögu, að Róm brynni. Það hneykslaði frjálshyggjumenn Sjálfstæðisflokksins mjög, en reyndist hverju oröi sannara. Sumarið 1988 gerðu Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur harða tilraun til að fá stjórnarstefnunni breytt, en án árangurs. Það verður að segjast eins og er, að frjálshyggjumenn stóðu fastir fyrir í hugsjón sinni. „Markaðurinn" átti að fá að hreinsa til í íslensku atvinnulífi án af- skipta stjómvalda. Engum þarf að blandast hugur um það ástand, sem hér hefði skapast um land allt, ef sjálfstæðismenn hefðu feng- ið að ráða. Við það gátu samstarfsflokk- arnir ekki sætt sig. Stjórnarslit urðu því óhjákvæmileg og hefðu líklega þurft að verða fyrr. Til stöðvunar fiskvinnslunnar kom ekki í upphafi ársins 1989. Með mark- vissum aðgerðum tókst smám saman að lagfæra rekstrargrundvöllinn án þess að ný kollsteypa verðbólgu hæfist. Það var gert með hægfara leiðréttingu gengis, víðtækum skuldbreytingum og fjárhags- aðstoð í gegnum Verðjöfnunarsjóð sjáv- arútvegsins. Sjálfstæðismenn andmæla enn þessum aðgerðum, sem þeir telja að gangi gegn lögmálum markaðarins. Þeir sætta sig ekki við, að stjórnvöld sýni kjark og kraft og grípi inn í, þegar til stórra vandræða stefnir. Á árinu 1989 var markvisst áfram haldið aðgerðum stjórnvalda til þess að endurreisa íslenskt atvinnulíf. Það tókst vonum framar þótt vissulega kostaði það ýmsar fórnir. Kaupmáttur hlaut að lækka. Það skyldu launþegar, en kusu það réttilega, fremur en víðtækt atvinnuleysi um land allL Þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda var því spáð að atvinnuleysi yrði um fjórir til fimm af hundraði á árinu 1989. Þaö varð mest um tveir af hundraði. Enginn hefur treyst sér til að spá hvað það hefði orðið, ef frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins hefði áfram ráðið. Þrátt fyrir breytingar á gengi tókst að halda verðbólgunni nokkurn veginn í skefjum, í kringum 25 af hundraði. Markveröara er þó jafnvel, að vöruskipta- halla var snúið í afgang í fyrsta sinn í mörg ár. Þannig tókst að skapa stöðugleika í atvinnulífinu og grundvöll fyrir þá samninga sem gerðir voru í febrúar 1990. Þeir samningar hafa verið nefndir þjóðarsátt. Þjóðarsáttin Þjóðarsáttin byggði á þeim grunni, sem stjórnvöldum hafði tekist að leggja. Án þess hefðu engir samningar getað orðið. Vinnuveitendur, launþegar og bændur sýndu hins vegar óvenju mikla framsýni og mikinn vilja til að komast út úr Hrunadansi verðbólgunnar og skapa stöðugleika í hinu íslenska efnahagslífi. Með samningunum var viðurkennt að kaupmátturinn, sem tapaðist á árinu áð- ur, varð ekki endurheimtur á þessu ári án þess að stefna atvinnulífi og atvinnu- öryggi í voða á ný. Staðan er hins vegar varin og mælikvarðar settir til leiðbein- ingar. Eitt hið merkasta við þjóðarsáttina er að bændur taka beinan og afgerandi þátt í gerð hennar. Líklega leggja þeir meira af mörkum en flestir aðrir með því að halda verðlagi í skefjum allt árið 1989. Stjórnvöld lögðu einnig mikið til samninganna. Einkum var það gert með því að bæta kaupmátt almennings með auknum niðurgreiðslum og sem minnst- um hækkunum á opinberri þjónustu. Samningarnir í febrúar voru því afar víðtækir og með réttu nefndir þjóðarsátt. Bandalag háskóla- menntaðra manna Háskólamenntaðir menn í þjónustu hins opinbera hafa lengi haldið því fram, að þeim væru greidd langtum lægri laun en félögum þeirra á hinum almenna vinnumarkaði. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að bera þetta saman, en ætíð án árangurs. í mars 1989, eftir mánaðarverkfali, var enn samþykkt að ráðast í slíkan sam- anburð og ieiðrétta kjör háskólamennt- aðra manna hjá hinu opinbera, ef saman- buröurinn leiddi mismun í ljós. Sá samningur var gerður í góðri trú. Annað eru hrein ósannindi. Mönnum var hins vegar fullkomlega Ijóst, að það gæti vald- ið vandræðum á hinum almenna launa- markaði, ef leiðréttingarþörfin reyndist mikil. Því var samið um þann varnagla, að þannig skyldi staðið að leiðrétting- unni, að ekki raskaði hinu almenna launakerfi. Stjórnarandstæðingar hafa haldið því fram, að þetta ákvæði sýni að aldrei hafi verið ætlunin að standa við samn- inginn. Það er að sjálfsögðu uppspuni einn. Á bak við þetta ákvæði lá sú hugs- un, að e.t.v. kynni að verða nauðsynlegt að dreifa leiðréttingunni yfir lengri tíma en samningurinn gerði ráð fyrir, eða m.ö.o. að taka smærri skref. Einnig lá þar að baki, að mönnum var ljóst að vinna þyrfti þennan samanburð mjög vel og leggja hann á borðið svo allir mættu sannfærast um réttmæti leiðréttingar. Því miður lögðust aðilar hins al- menna vinnumarkaðar þegar í upphafi, og áður en nokkur athugun á kjörum há- skólamenntaðra manna hafði farið fram, mjög hart gegn samningnum. Heldur er það óeðlilegt af hálfu vinnuveitenda að leggjast gegn því að háskólamenntaðir menn í þjónustu hins opinbera njóti sömu kjara og þeir sjálfir veita. Því miður tókst ekki að ljúka um- ræddum samanburði á tilskildum tíma. Ég skai að vísu ekkert um það fullyrða, hvort það hefði breytt afstöðu hins al- menna vinnumarkaðar, en þá hefði a.m.k. verið unnt að ræða máiin á tölu- iegum grundvelli. Ekki skal ég lengja mál mitt með því að rekja atburði þá, sem loks leiddu til þess, að stjórnvöldum varð ekki önnur leið fær, en að ógilda hin umdeildu atriði samningsins með bráðabirgðalögum. Það voru erfið skref. En stundum er það svo, að miklir hagsmunir verða að víkja fyrir öðrum sem enn stærri eru. Eftir að atvinnurekendur höfðu samþykkt að þeim bæri skylda til að hækka iaun við- semjenda sinna til jafns við háskóla- menntaða menn, mátti öllum vera ljóst, að þjóðarsáttin hlyti að bresta og full- komin óvissa taka við, eða óðaverðbólga, ef háskólamenntaðir menn fengju 4,5 af hundraði hækkun launa. Ég harma það mest, að ekki tókst að fá háskólamenntaða menn til að sam- þykkja þá tillögu mína að Ijúka öllum samanburði og fresta leiðréttingu þar til tekist hefði að vinna henni skilning. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins Mánuðum saman þagði forysta Sjálfstæðisflokksins þunnu hljóði um þjóðarsáttina. Það var ekki lyrr en bráða- birgðaiögin komu til afgreiðslu í Alþingi, að blaðran sprakk. Þá sýndi forysta flokksins sína réttu afstöðu. Varaformað- ur flokksins lýsti þá þjóðarsáttinni sem gervilausn og í máli lögfræðinganna á Alþingi, fræðimanna flokksins, kom greiniiega fram að þjóðarsáttin stríddi gegn hinu heilaga markaðslögmáli, frjálshyggjunni. Þegar þeir töldu sig hafa færi á að losna við þjóðarsáttina með því að fella bráðabirgðalögin, stóðust þeir ekki mátið. Líklega er þetta eitt mesta pólitíska glappaskot, sem gert hefur verið á síð- ustu áratugum. Forysta Sjálfstæðiflokks- ins stóð berstrípuð fyrir framan alþjóð, þannig vaxin að öllum má vera Ijóst að hún er langt frá því að vera nægilega ábyrg til að takast á hendur stjórn lands- ins. Eins og alþjóð veit, hafði ég ákveðið að rjúfa þing og ganga til kosninga áður en það skemmdarverk yrði unnið, sem sjálfstæðismenn höfðu í huga. Því var forðað á síðustu stundu, m.a. af nokkr- um úr röðum sjálfstæðismanna, sem höfðu eitthvað meiri víðsýni tii að bera en forystan. Ábyrgðarleysi forystunnar mun hins vegar ekki gleymast í bráð. Hvað er framundan í efnahagsmálum? Svo lengi sem þessi ríkisstjóm situr, mun hún styðja þjóðarsáttina með ráð- um og dáð. Hún hefur gert það á þessu ári, m.a. með því að halda öllum opinber- um hækkunum í lágmarki og með því að leggja hátt í milljarð króna fram til við- bótar í ágúst til þess að halda niðri verð- lagi og koma í veg fyrir að farið yrði fram úr rauðu strikunum í september. Þótt ekki sé að vænta stórra fjárhæða úr ríkis- sjóði á árinu 1991, mun ríkisstjórnin halda áfram þeirri viðleitni að halda verðlagi í skefjum. Dregið mun verða úr hækkunum á opinberri þjónustu eins og frekast er kostur. Ríkisstjórnin hefur m.a. þegar beitt sér fyrir því að hækkun á raforkuverði frá Landsvirkjun verður nú um áramótin aðeins brot af því sem þar hafði verið lagt til. Verðbólga frá upphafi til loka þess árs, sem nú er að líða, verður innan við 8 af hundraði. Það er lægsta verðbólga sem mælst hefur frá 1972 og reyndar heldur lægri en spáð var í upphafi ársins. Gert hafði verið ráð fyrir því að verðbólga á ár- inu 1991 yrði enn lægri, en vegna Persa- flóadeilunnar og verðhækkunar á olíu, er nú talið að verðbólga á árinu 1991 verði svipuð og á þessu ári. Þetta er vissulega stórkostlegur árangur. Hann þarf þó enn að bæta. Á árinu sem er að líða náðum við botni í falli þjóðarframleiðslunnar. Hún lækkaði um 3,4 af hundraði á árinu 1989, en hélst óbreytt á þessu ári. Gert er ráð fýrir því að þjóðarframleiðslan vaxi um u.þ.b. 1,5 af hundraði á næsta ári. Hrun loðnustofnsins getur þó sett strik í reikninginn. Gert er ráð fyrir, að þessi aukning þjóðarframleiðslunnar renni fyrst og fremst tii þess að bæta nokkuð kaupmátt. í hnotskurn er lítil aukning þjóðar- framleiðslunnar aðaláhyggjuefnið á nýju ári, ekki síst ef loðnan bregst. Því verður að leita nýrra vaxtarmöguleika, eins og ég mun koma að síðar. Samkvæmt spám verður verðbólga á næsta ári heldur meiri en í öðrum lönd- um Efnahags- og framfarastofnunar Evr- ópu. Af því leiðir að raungengið hækkar lítillega. Vegna hækkandi verðlags á af- urðum okkar erlendis hefur það hins vegar lækkað á yfirstandandi ári. Ekki virðist því nein ástæða til að breyta gengi. Það er mikils virði. Stöðugt gengi stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Sú ríkisstjórn sem nú situr mun leggja áherslu á að staðfesta og treysta þann mikla árangur sem náðst hefur. Festa og stöðugleiki í efnahagsmálum er markmið þessarar ríkisstjórnar. Frá því mun Framsóknarflokkurinn ekki hvika. Vextir Vextirnir eru sá þáttur efnahags- mála, sem erfiðast hefur reynst að hemja. Að nefnaslíkt hefur reyndar verið eins og að koma við kvikuna hjá frjáls- hyggjumönnum. Vextirnir virðast að þeirra mati vera náttúrulögmál, sem ekki má hrófla við, einhvers konar skurðgoð frjálshyggjunnar. Vextir voru lengi neikvæðir hér á landi eins og reyndar víða um heim. Þá streymdi fjármagn frá sparifjáreigendum til atvinnuveganna og annarra sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.