Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 11
INNLENDUR ANNÁLL 1990 Janúar íslandsbankinn opnar fslandsbanki opnaði með pompi og prakt í janúar. Samanlagður fjöldi afgreiðslustaða þeirra fjög- urra banka sem sameinuðust í ís- landsbanka voru 38 við opnun, þar af 18 í Reykjavík. En þeir fjór- ir bankar sem sameinuðust voru Útvegsbanki, Verslunarbanki, Iðnaðarbanki og Alþýðubanki. Samvinnu- bankinn seldur Meirihluti í Samvinnubankanum var seldur til Landsbankans í janúar. Þá ákvað stjórnarfundur Sambands íslenskra samvinnufé- laga að ganga að tilboði Lands- banka íslands um kaup á hluta- bréfum Sambandsins í Samvinnu- bankanum. Landsbankinn eign- aðist þar 52% í Samvinnubankanum og greiddi 605 millj. króna fýrir. Krossanes- verksmiðjan brennur Árið 1990 byrjaði með fréttum af brunanum í Krossanesverksmiðj- unni sem átti sér stað aðfaranótt gamlársdags. Bruninn olli gífur- legu tjóni, verksmiðjuhúsið stór- skemmdist og öll klæðning eyði- lagðist. Mikið af tækjum eyði- lagðist einnig, þar á meðal töívu- kerfi verksmiðjunnar. Geir Zoega, framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar, sagði að þessi bruni væri ekki dauðadómur yfir verk- smiðjunni. Þjóðarþotan seld Ríkisþotan, eða öðru nafni þjóð- arþotan, var seld fyrir 440 millj- ónir króna í janúar. Fyrirtækið sem keypti þotuna var Atlanta hf. Ríkisábyrgðarsjóður hafði inn- leyst ferþegaþotuna til sín tæpu ári áður frá Arnarflugi, sökum þess að ekki var staðið við kaup- skilmála vegna hennar sem ríkið gekkst í ábyrgð fyrir. Tvö önnur kauptilboð bárust í þotuna, frá Arnarflugi og frönsku flugfélagi, en boð Atlanta hf. var hæst og því var því tekið. Buddan er hagfræðingur almennings Sagt var frá könnun Félagsvís- MIKIL LEIT fór fram að ungum Breta sem hélt einn og illa búlnn af stað í þeim tiigangi að klífa Hvannadalshnjúk. Hér sjást leitarmenn úr Björg- unarsveitinni Ingólfur í Reykjavík við leitina sem stóð yfir í um 5 daga áður en lík Bretans fannst um 700 metra frá bænum Hofi í Öræfum, en hann hafði lagt upp þaðan um 8 dögum áður. Heimafólkið að Hofi í Öræfum hafði mikið reynt til að fá hann ofan af ætlun sinni, en hann ætlaði að nær- ast á berjum á leiðinni. Mynd: Matthias Slgurðsson OFSAVEÐUR gekk yfirsuðurströnd landsins að morgni 9. janúar. Tjón varð einna mestá Stokkseyrí og Eyrarbakka og nam tugum milljóna. Hús á Eyrarbakka stórskemmdust af völdum veðurofsans eins og sjá má á þessari mynd. Tímamynd Ámi Bjama indastofnunar þar sem fram kem- ur að fjármálahugtök samtímans virðast latína fyrir flestum íslend- ingum. í könnuninni kemur í ljós að innan við þriðjungur þjóðar- innar kann skil á hugtökum á borð við verðtryggingu, raunvext- ir og nafnvextir. Tíminn ræddi við nokkra þjóðkunna menn um þessa staðreynd, sem flestum kom þetta mjög á óvart. Rætt var m.a. við Einar Odd Kristjánsson form. VSÍ sem sagði „ég hreinlega trúi þessu ekki.“ Guðmund J. Guð- mundsson sagði þó að þetta kæmi sér ekki á óvart Því „stjórnmála- menn og svokallaðir efnahagsráð- gjafar hafa tamið sér sérstakt mál- far sem er almenningi ákaflega fjarlægt." Stöö 2 skiptir um eigendur Salan á Stöð 2 var ofarlega á baugi í janúar, en þá seldi Eignar- haldsfélag Verslunarbankans hf. hópi einstaklinga, Fjölmiðlun hf., 100 milljón króna hlut í stöðinni. En Fjölmiðlun hf. hafði áður keypt 150 milljón króna hlut af Verslunarbankanum. Þar með urðu Jón Óttar og fleiri stofnend- ur í minnihluta í stjórn stöðvar- innar og áhrifalausir. Því skipti Stöð 2 um stjórnendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.