Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 26

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 26
26 Tíminn Laugardagur 29. desember 1990 Jóhannes Jónsson Fæddur 24. júní 1895 Dáinn 21. desember 1990 Á aðventunni eru sungnir söngvar Drottni til dýrðar og á þessum tíma býr mannskepnan sig undir komu heilagrar hátíðar. Síðla á nýliðinni aðventu veittist öldruðum frænda mínum sú líkn og lausn að fá að kveðja þetta jarðneska líf og ganga á fund skapara síns í friði, eins og hann var lengi búinn að þrá. Við sem eftir erum getum vissulega glaðst með honum, en jafnframt fyllumst við söknuði og eftirsjá, því við erum svo eigingjörn að vilja allt- af hafa vini okkar hjá okkur. Þá er svo erfitt að kveðja fyrir fullt og allt. Jóhannes afabróðir minn var Jóns- messubarn. Hann var fæddur 24. júní 1895 í Hundadal í Miðdölum og var því á 96. aldursári er hann lést í Dvalarheimili aldraðra í borgarnesi 21. desember sl. Hann kvæntist 11. júlí 1925 Ingibjörgu Sveinsdóttur frá Kolsstöðum í Miðdölum, frænku sinni og jafnöldru. Þau bjuggu frá 1925-37 í Stapaseli, einu af fjallabýl- unum í vestustu Stafholtstungunni, þar sem nú eru aðeins tvö býli í byggð, en áður voru nær 20. Þarna var lífið harðsótt ungu barnafólki, því í Stapaseli fæddust þeim 7 börn, þar af einir tvíburar. Framtíðar- möguleikar þeirra byggðust á því að eignast sfna eigin jörð og það varð 1937 er þau Jóhannes og Ingibjörg keyptu Flóðatanga í sömu sveit þar sem þau bjuggu síðan fram til 1970 er Sveinn sonur þeirra tók þar við búi. Auk bama sinna 7 ólu þau upp frá Flóðatanga einn fósturson. Gömlu hjónin flutt- ust nú til Reykjavíkur og áttu þar heimili með dætrum sínum, uns þau gerðust vistmenn á Dvalarheim- ilinu í Borgarnesi og áttu þar sitt ævikvöld. Ingibjörg lést fyrir rúmu ári, og nú er Jói blessaður líka far- inn, eins og hann margoft óskaði sér eftir andlát hennar. Segja má að ég hafi fyrst kynnst þeim hjónum að ráði eftir að þau komu í Borgarnes. Þrátt fyrir skyld- leikatengsl var samgangur ekki svo mikill við frændfólkið í Flóðatanga. Helst man ég eftir Jóa í rétta- og sauðfjárstússi þegar ég var ung, auk stöku kynnisferða þegar hann kom að finna bróður sinn, Klemens afa minn á Dýrastöðum. Það var alltaf hressandi og gaman að fá hann í heimsókn, gamanyrði flugu og spaugsögur voru sagðar. Gaman- semin fylgdi honum alla tíð, allt fram á síðustu vikur sem hann lifði. Einnig fylgdist Jói ákaflega vel með því sem var að gerast og minnið var ótrúlegt. Honum — og þeim hjón- um báðum — þótti gaman að fá gesti á Dvalarheimilið og alltaf var eitthvað gott til að stinga upp í lítil frændsystkini sem ósjaldan voru með í för. Oft hafði Jói samt við þau orð „að það hitnaði svo seint á könn- unni“. Þá var hann að sakna þess að vera ekki lengur húsbóndi á sínu eigin heimili og bjóða gestum sitt eigið kaffi. Konu sinni og börnum unni hann hugástum og barnabörnin voru hans lífsyndi, enda var oft gest- kvæmt hjá gömlu Flóðatangahjón- unuum, bæði af skyldum og óskyld- um. Honum var þá gjarnt að rifja upp gamla daga, mundi endaafarvel langt aftur í tímann, og fegin vildi ég núna muna allt það fróðlega og skemmtilega er hann veitti mér svo örlátlega. Auk bústarfa sinna hafði Jói frændi tíma aflögu til annarra starfa. M.a. var hann um langan ald- ur organisti og meðhjálpari Staf- holtskirkju, þaðan sem útför hans verður gerð í dag og hann lagður til hinstu hvfiu við hlið Ingibjargar sinnar. Megi þau hvfia í friði og minning þeirra lifa meðal okkar sem bárum gæfu til að kynnast þeim og njóta vináttu þeirra og elskusemi. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég börnum þeirra, öllum afkomend- um og öðrum ástvinum samúðar- kveðjur og bið þeim blessunar Guðs. Ég lifi í Jesú nafni í Jesú nafni ég dey þótt heilsa og líf mér hafhi hræðist ég dauðann ei. Dauði — ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt í Kristí nafni ég segi Kom þú sæll, þegarþú vilt. (H. Pétursson) Kristín Birna Hann var fæddur í Neðri-Hundadal í Dalasýslu og ólst þar upp og dvald- ist þar til þrítugsaldurs. Hann kvæntist Ingibjörgu Sveinsdóttur frá Kolsstöðum og hófu þau búskap í Stapaseli í Stafholtstungum. Bjuggu þau þar í tólf ár og eignuð- ust sjö börn og ólu upp fósturson. Árið 1937 fluttust þau að Flóðatanga í sömu sveit og bjuggu þar allt til 1970 er þau hættu búskap. Þá er það búið, afi minn, hvað það er sem er búið er óljóst í huga mín- um, sú hugsun, að ég horfði á hann fyrir stundu og nú er hann farinn kemur þessari tilfinningu inn hjá mér. Samt fór hann á þann fallegasta hátt sem ég get hugsað mér, leið út- af í draumi á vit nýrra heima, hafði lokið hlutverki sínu hér á jörð. í rauninni samgleðst ég honum yf- ir því að nú hittir hann loksins ömmu, en við andlát hennar var eins og lífsorka hans hefði þorrið og það varð öllum ljóst að hann var að- eins hálfur maður án hennar. Þó að ég viti að hans tími var kom- inn á ég eftir að sakna hans og með honum hverfur hluti bernsku minn- ar. Ég á honum svo mikið að þakka fyrir allar hlýju minningarnar sem lítið afabarn á um afa sinn. Allar stundirnar sem ég kúrði fyrir ofan hann í gamla breiða rúminu með ullarteppinu og hann kenndi mér kvæði og ævintýr með söng og lestri. Oft gengum við einnig saman um úti og hann leiddi mig. Seinna fór þó svo að ég las fyrir hann og leiddi hann. Þegar ég hugsa til þess- ara stunda opnast viss partur af mér sem aðeins hann á. Jafnvel eftir að við fjarlægðumst með aldrinum þurfti hann aðeins að kalla á lóuna sína til að mér yrði það ljóst. Og þó enginn kalli nú á lóu framar þá verð ég það alltaf í huga mínum er ég hugsa til hans og minnist hvernig við leiddum hvort annað og sungum. Lóan þín, Imma. Helgadóttir frá Fremsta-Gili % Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi Eyþór Erlendsson frá HeigastöAum í Biskupstungum verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 15.00. Eria Eyþórsdóttir bamaböm og bamabamaböm BrynjóKur Ámundason Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vél- ritaðar. VINNINGSNUMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ------Dfaglð 24. nwibtr 1990 - VOLVO 460 GLE: 8739 165878 185171 DAIHATSU CHARADE SEDAN SGI: 30301 70090 157044 VINNINGAR A KR. 120.000: Vörur eöa þjónusta frá BYKO, Hagkaupum, Húsgagnahöllinni, Radíóbúöinni, Úrvali-Útsýn eöa Úlilíli. 7411 33065 50767 87274 109142 123073 142126 152232 186133 13629 35412 63670 99802 110065 123152 142564 161911 186905 13907 39910 70776 100370 110259 124224 142594 162524 20427 41343 72061 101720 115646 129091 142912 165670 24809 44506 72732 102517 119099 133933 143476 177151 32227 47713 77457 108606 122958 138792 146666 181745 VINNINGAR ÁKR. 60.000: Vðrur eða þjðnusta frá sðmu aðilum. 3496 17881 30594 55895 82203 104231 136545 157663 179596 4915 18377 30979 73847 85548 107953 137348 162314 186251 5286 24636 33078 76363 86215 111272 138772 170507 10753 25112 33553 77541 93992 113106 141747 177090 12364 27980 36136 79588 95602 122314 146010 177260 13159 30126 53878 80110 98863 132591 151802 179455 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrítstofu Krabbamelnsfálagsins að Skðgarhlfð 8, slml 621414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmðnnum vektan stuðning. . Krabbameinsfélagið Sœlir eru hógvœrir því að þeir munu landið erfa. Matt. 5.5. Það er ekki að ástæðulausu að þessi orð hafa leitað á hugann eftir að við fengum að vita að hún Birna á Fremsta-Gili hefði sofnað svefnin- um langa þ. 21. des., eða í lok jóla- föstu. Við áttum því láni að fagna að kynnast henni 5-6 síðustu æviár hennar, eða þann tíma sem við höf- um verið búsett á Blönduósi. Yngsta dóttir okkar var aðeins á fyrsta ári þegar við fórum í fyrstu heimsókn- irnar á Fremsta-Gil, og þar sem við búum fjarri nánasta skyldfólki og öf- um og ömmum var hjartahlýjan frá Birnu vel þegin, og fór Laufey Fríða okkar ekki varhluta af henni. Þrátt fyrir mikið barnalán og fjölda barna- barna og barnabarnabarna hafði Birna rúm í hjarta sínu fyrir lítinn telpuhnokka sem hafði ekki tæki- færi til að heimsækja ömmur sínar í önn hversdagsins. Þegar við hjónin höfum þurft að bregða okkur frá, hvort sem um lengri eða skemmri tíma var að ræða, var ávallt jafn auð- sótt að Laufey Fríða fengi að dvelja á Fremsta-Gili, þar sem hún fann sig örugga og velkomna. Fyrir það lang- ar okkur að færa þakkir. Birna var hljóðlát kona í marg- menni og bar ekki tilfinningar sínar eða skoðanir á torg, en í samræðum þar sem fáir voru saman komnir duldist okkur ekki að hún var greind kona og vitur. Hún átti lifandi trú, sem hún kappkostaði að lifa í sam- ræmi við. Störf sín vann hún af ein- stakri natni og alúð, og hvenær sem okkur bar að garði streymdi þessi hlýja frá henni sem mun ylja okkur áfram. Án þess að ætlast til þess ávann hún sér virðingu í hugum okkar. Um kýrnar sínar talaði Birna með sömu hlýjunni og væri ekki að undra þótt þær söknuðu handtak- anna hennar. Birna kveið ekki ferðalaginu langa. Hún vissi að hún átti örugga heim- komu í nýju föðurlandi. Hún fékk að starfa fram á síðustu stund. Kallið kom óvænt og söknuður ástvina hennar er sár. En um leið hljómar í eyrum okkar fagnaðarboðskapurinn um frelsara mannanna og fyrirheit um nýtt föðurland sem við öll meg- um erfa. Við þökkum Guði fyrir Birnu Helgadóttur og megi bænir hennar blessa alla ástvini hennar. Elín, Guftm. Ingi og dætur. DAGBÓK Tónleikar í Norræna húsinu Hallfríður Ólafsdóttir flautulcikarí og David Knowlcs píanólcikarí halda tón- lcika í Norræna húsinu i kvöld kl. 20.30. Hallfriður lauk cinlcikaraprófi frá Tón- listarskólanum I Rcykjavík vorið 1988 og var kcnnarí hcnnar þar Bcmharður Wilk- inson. Hún hclt þá utan til frckara náms, fyrst í Royal Northem Collcge of Music í Manchcstcr þar hún naut Iciðsagnar Tre- vor Wye á ftamhaldsbraut. Siðan hcfúr hún vcrið við Royal Acadcmy of Music í London og stundar þar nám hjá William Bcnnet og mun Ijúka þvi næstkomandi sumar mcð Diploma of Advanccd Stu- dics. David Knowlcs cr Englcndingur að upp- rana og hlaut mcnntun sína í Royal Nort- hem Collcgc of Music I Manchcster hjá Una Bradbury og síðar í undirlciksdeild hjá John Wilson og David Francis. Hann hcfur vcríð búscttur hér á landi í hcilan áratug og cr löngu orðinn kunnur fyrir Icik sinn mcð fjölda cinsöngvara og hljóðfæralcikara. Á cfnisskránni verða vcrk eflir C.Ph.E. Bach, Faurc, Frank Martin, Hindcmith og Franz Dopplcr. Aðgöngumiðar vcrða scldir við innganginn. Óháöi söfnuðurinn Bamaskemmtun í Kirkjubæ í dag, 29. des- ember, klukkan 15. Seljakirkja Jólaskemmtun safnaðarfélaganna I dag, laugardag, klukkan 14. Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Dregið var I símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þann 24. desember sið- astliðinn. og komu vinningar á eftirtalin númer: 1. vinningur: Bifreið Ford Explorer á nr. 91-32071. 2. vinningur: Bifreið Saab 9000 CDI á nr. 91-688417. 3. -11. vinningur: Bifreiðar Ford Fiesta ClOOOá nr. 91-680493 nr. 91-626666 nr. 91-670221 nr. 91-685777 nr. 91-612484 nr. 91-50801 nr. 93-66725 nr. 97-88827 nr. 98-75104 Félag eldri borgara 29. dcscmber nk. kemur gönguhópurinn Hana nú í heimsókn. Munum við leggja af stað frá Kjarvalsstöðum kl. 10. Gengið þaðan að Hvcrfisgötu 105 og þar drukkið kaffi. Tónleikar í Hafnarborg Átmann Hclgason klaríncttulcikari og David Knowles píanóleikari halda tón- leika í Hafnarborg sunnudaginn 30. des- ember nk. kl. 20.30. Ármann lauk cinlcikarapróft frá Tónlist- arskólanum í Reykjavik vorið 1988 og vora kennarar hans þar Sigurður I. Snorrason og Einar Jóhanncsson. Þá hélt hann utan til náms í Royal Northcm Coll- cge of Music í Manchester þar scm hann var undir handlciðslu Alan Hacker. Hann lauk þaðan Post Graduatc Diploma in Musical Performance and Advanced Stu- dies árið 1989. Nú er Ármann við nám hjá John McCaw í London auk þess að vera klarinettulcikarí kammcrhljómsveitarinn- ar Salomon Ensemble. David Knowles er Englendingur að upp- runa og hlaut menntun sina í Royal Nort- hem College of Music í Manchester hjá Una Bradbury og siðar í undirlciksdeild hjá John Wilson og David Francis. Hann hefur verið búsettur hér á landi í heilan áratug og er löngu orðinn kunnur fyrir lcik sinn mcð fjölda einsöngvara og hljóðfæraleikara. Á cfnisskrá tónleikanna verðaverk eflir Schumann, Poulenc, Saint- Saens, Mess- iacn, Lutoslawski og Carl Niclsén. /■ . i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.