Tíminn - 06.04.1991, Side 6

Tíminn - 06.04.1991, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 6. apríl 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 ísland á uppleið íslenskur þjóðarbúskapur er á uppleið. Um þetta er m.a. rætt í Tímabréfinu í dag og leidd athygli að far- sælli efnahagsstjórn hér á landi síðustu ár. Ný þjóðhagsspá gerir ráð fyrir að verðbólguþróun geti haldist á hagstæðri braut allt þetta ár og fram- vegis, ef andi þjóðarsáttar nær að móta stefnu í efnahags- og kjaramálum. Það sem segja má að sé nýtt í þjóðhagsspánni er sú upplýsing að nokkur raunverulegur hagvöxtur verði á þessu ári, sem bendi til þess að íslenska hagkerfið sé að jafna sig að þessu leyti eftir hagvaxtarsamdrátt síðustu ára. Öll- um má ljóst vera hversu mikilvægt þetta atriði er, því að samdráttur í framleiðslu og þjóðartekjum til langs tíma er ótvírætt efnahagslegt vandamál hér sem annars staðar. Þetta sýnir okkur enn einu sinni hversu þróttmikið íslenskt atvinnulíf er í raun og veru, þegar vel er að því búið. Þetta sýnir fyrst og fremst framleiðslumátt sjávarútvegsins, sem efna- hagsráðstafanir hafa stutt til endurreisnar og al- menn fiskveiðistefna treystir undirstöður að. í þessu sambandi er fróðlegt að virða fyrir sér efna- hagsástand hinn voldugu iðnrfkja. Ekki stendur á því að hátt sé talað um yfirburði framleiðslu- og við- skiptakerfa hinna auðugu stórþjóða austan hafs og vestan. Hér verður á engan hátt gert lítið úr sann- leiksgildi þess að vestræn iðnaðar- og viðskiptaþjóð- félög búi við afkastamikla framleiðsluhætti sem verður þeim mun augljósara sem þeir eru bornir saman við stirðbusalegt framleiðslu-, viðskipta- og samgönguskipulag stalinískra þjóðfélaga eins og þau höfðu þróast og hrundu loks undan sínum eig- in vanskapnaði. Hins vegar er óþarfi fyrir íslendinga að ofgera svo fullkomleika markaðshyggjunnar að á kapitaliskum þjóðfélögum finnist hvorki blettur né hrukka. Hin óhefta markaðshyggja felur auðvitað ekki í sér „hina endanlegu lausn“ þjóðfélagsmeina, síst af öllu hinna efnahagslegu og fjárhagslegu annmarka. Iðnveldi heimsins, ekki síst Bandarfkin og Bret- land, raunar öll auðugustu lönd heims nema ef vera skyldi Japan, eiga í stórfelldum efnahagsvanda sem skapast aðallega af hagvaxtarsamdrætti, enda gert ráð fyrir að hagvöxtur í Bretlandi og Bandaríkjun- um verði ekki yfir 0,5-1% með vaxandi atvinnuleysi og fátækt almennings. Þótt Þýskaland hafi til þessa verið talið í hópi þeirra ríkja þar sem hagvöxtur ætti að geta haldist í sæmilegu horfi, er hitt jafnvíst að með sameiningu þýsku ríkjanna, þar sem aðlaga þarf stalinískt hagkerfi Austur- Þýskalands að mark- aðsbúskap Vestur- Þýskalands hefur myndast efna- hags- og fjárhagslegt úrlausnarefni sem getur orðið þýskum stjórnvöldum erfitt viðfangs. íslendingar ættu ekki að ganga með glýju í augum af efnahagsdýrðinni hjá þessum þjóðum. Þeirra vandi er síst minni en okkar. ísland er á uppleið. ótt kosningabaráttan sé hafin fyrir nokkru og sæki í sig veðrið með hverjum degi sem líður, eru enn tvær vikur til kjördags, sem í skilningi kosn- ingabaráttu er langur tími, en umfram allt mikilvægur vegna þess að stór hluti kjósenda fer ekki að hugsa til ákvarðanatöku um hvernig kjósa skuli fyrr en nær líður kosningum. Vonlaus framboð Um úrslit kosninganna verður að sjálfsögðu ekkert séð fyrir með vissu eða nákvæmni að svo komnu, þótt þegar séu fyrir hendi ýmis megineinkenni um horfur sem ástæða er til að veita athygli. Áytra borði minna kom- andi kosningar að ýmsu leyti á alþingiskosningar 1987. Það á fyrst og fremst við um fram- boðafjöldann, því að enn ber á alls kyns smáframboðum sem flest bendir þó til að hafi lítinn hljómgrunn og vafasamt að fái neitt umtalsvert fylgi þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Það kemur svo á móti að þessi smáframboð núna eru með allt öðrum hætti en var 1987 og Iítil tengsl þar á milli að öðru leyti en því að sjá má í nokkrum tilfell- um sömu nöfn á listum nú og gat að líta á nýjum framboðslist- um fyrir fjórum árum, en yfir- leitt undir öðrum framboðsheit- um og í annars konar samfloti. Framboðin frá 1987 hafa því ekki orðið langlíf. Jafnvel þau framboðssamtök sem mest bar á í síðustu kosningum og nefnd- ust Borgaraflokkur, eru ekki lengur til í því formi. Flokkur- inn hlaut eigi að síður sjö þing- sæti og barst á byigju kjósenda- fylgis, sem reis eins og holskefla af óskiljanlegu tilefni, sem ekki á sinn líka í íslenskri stjórnmála- sögu. Sem skipulagsbundinn landsmálaflokkur var Borgara- flokkurinn raunar aldrei neitt, varla að hann ætti fundargerðar- bók, hins vegar var hann þing- flokkur sem gat haft úrskerandi áhrif um stjórnarmyndun og framgang þingmála og kom vissulega við þá sögu á kjörtíma- bilinu. Hins vegar reyndist ekki meiri samstaða í þessum þing- flokki en svo að hann klofnaði um afstöðu til stjórnarmyndun- ar. Meirihluti þingmanna Borg- araflokksins kom til liðs við rík- isstjórn Steingríms Hermanns- sonar og skildi því eftir sig já- kvætt framlag sem því nam. Eigi að síður verður Borgaraflokkur- inn ávallt tekinn sem dæmi um framboðssamtök sem litla fram- tíð gátu átt fyrir sér. Hið sama má segja um önnur skyndiframboð nú og í síðustu kosningum. Þau virðast hvorki hafa tímabundið aðdráttarafl né mikla framtíðarmöguleika. Kvennaframboðið er eini fram- •boðsflokkurinn á síðustu árum sem segja má að hafi skotið nýj- um rótum í gamalgróinn jarð- veg fjórflokkakerfisins, hversu lengi sem það varir. A.m.k. er engin ástæða til að afskrifa Kvennaframboðið, þótt skoðana- kannanir bendi ekki til þess að því hafi aukist fylgi frá því sem var í síðustu kosningum. Miklu fremur hljóta hinir grónu stjórnmálaflokkar að gera ráð fyrir framhaldslífi kvennaflokks- ins og engan veginn útilokað að flokkurinn geti haft áhrif á stjórnarmyndun eftir kosningar. Verður fróðlegt að fylgjast með hvar Kvennalistinn leggst á sveifina þegar þar að kemur. Þungavigtarflokkar Þrátt fyrir þessa skírskotun til stjórnarmyndunar eftir kosning- ar er á hinn bóginn ekki tíma- bært að fullyrða ne'itt um hvern- ig það mál fer, enda munu kosn- ingaúrslitin ráða í því efni og að- stæður sem skapast í kjölfar þeirra. Ekki er annað vitað en að allir flokkar gangi óbundnir til kosninga, enda naumast annarra kosta völ. Hvað sem slíku líður má ljóst vera að höfuðbaráttan hlýtur að standa milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Keppnin mun standa um það hvor flokkurinn verður í stjórnarforystu næsta kjörtíma- bil. Þrátt fyrir framboðsmergð- ina — sem í raun er yfirborðsleg — og tilveru Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista, getur engum dulist að Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur eru þungavigtarflokkar í íslenskum stjórnmálum og burðarstoðir flokkskerfisins. Sú staðreynd hefur sjaldan verið bersýnilegri en í þessum kosn- ingum. Þróun stjórnmála, stjórnarsamstarfs og stjórnar- andstöðu síðustu ár hefur orðið með þeim hætti að pólitísk víg- lína þessara kosninga liggur milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þessi víg- lína markast af því að Framsókn- arflokkurinn hefur verið forystu- flokkur fýrir ríkisstjórn sem staðið hefur fyrir endurreisn at- vinnu- og efnahagslífs með ágætum árangri, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið í stjórn- arandstöðu síðan hann dæmdi sjálfan sig úr leik á fyrsta þingi kjörtímabilsins um að taka þátt í nauðsynlegu endurreisnarstarfi. r Arangursrík endurreisn___________ Þess verður mjög vart að kjós- endur bera saman hina jákvæðu forystu Framsóknarflokksins um endurreisn efnahagslífsins haustið 1988 og hið neikvæða hik Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma, sem leiddi til slita á þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks sem setið hafði eitt ár við völd undir forsæti Þorsteins Pálssonar. í því sambandi bera menn saman hinn mikla þing- meirihluta ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar og veikan form- legan þingstyrk fyrri ríkisstjórn- ar Steingríms Hermannssonar. Þrátt fyrir skort á formlegum meirihluta í neðri deild Alþingis veturinn 1988-1989 urðu engar alvarlegar tafir á meðferð þing- mála né að hindrun væri lögð í götu endurreisnaraðgerða ríkis- stjórnarinnar. Sú staðreynd ber það með sér að þessar endur- reisnaraðgerðir voru vel undir- búnar af hálfu ríkisstjórnarinn- ar, þær voru nauðsynlegar, tíma- bærar og fullkomlega réttlætan- legar að efni til. Reynt var að ala á andúð gegn endurreisnaraðgerðunum með því að kalla þær millifærslukerfi sem engin launung var að þær voru að hluta til. Hins vegar voru þessar ráðstafanir tíma- bundnar, en með þeim tókst að gerbreyta rekstrarstöðu útflutn- ingsframleiðslunnar og fyrir- tækja í samkeppnisiðnaði sem fóru að sýna batnandi afkomu á árinu 1989. Komið var í veg fyrir stóratvinnuleysið sem spámenn Verslunarráðs fslands boðuðu. Með því var afkoma verkafólks stórbætt, atvinnuöryggið í und- irstöðugreinunum vara tryggt, ekki síst að þess sæi stað úti um landsbyggðina, enda var sá höf- uðvandi sem við var glímt mest áberandi á landsbyggðinni. Rekstrarstöðvunin í sjávarút- vegsgreinum, umfram allt í fisk- vinnslunni, snerti með mestum þunga hagsmuni vinnandi fólks á útgerðarstöðunum og afkomu sveitarfélaganna. Þessi skjóti og góði árangur efnahagsráðstafana ríkisstjórn- arinnar átti sinn stóra þátt í því að forysta verkafólks og annarra launþega ákvað að leggja sitt af mörkum til þess að tryggja framhaldið. Þegar líða tók á árið 1989 var ljóst að aðilar vinnu- markaðarins voru farnir að ræð- ast við með heildarsýn um þró- un efnahags- og kjaramála fyrir augum. Þau viðhorf leiddu til niðurstöðu í kjaraviðræðum, sem nefnd hefur verið þjóðarsátt og nú hefur staðið 14 mánuði og skilað athyglisverðum árangri. Þennan árangur þjóðarsáttar og endurreisnarstarfs í atvinnu- og efnahagsmálum má sjá í mörgu. í stuttu máli má lýsa ár- angrinum með því að benda á þann stöðugleika sem ríkt hefur í efnahagsmálunum. Þessi stöð- ugleiki sýnir sig í eðlilegri geng- isskráningu og hagstæðri verð- bólguþróun. Sá árangur sem náðst hefur í viðureigninni við verðbólguna er einstæður. Verð- bólga er nú á svipuðu stigi hér á landi og í helstu viðskiptalönd- um okkar. Frá því að vera 20- 30% áárunum 1984- 1989 hefur vísitala framfærslukostnaðar síðustu tólf mánuði mælst 4,6%. Þessi litli verðbólguvöxtur gefur vonir um að verðbólgan á þessu ári þurfi ekki að fara mikið yfir 6%, ef vel tekst til um framhald þjóðarsáttar. Þegar horft er til afkomu at- vinnuveganna hefur hagur fyrir- tækja í mörgum greinum stór- batnað, t.d. í ýmsum iðnaði, enda munu iðnrekendur ekki kvarta um sinn hag, Þvert á móti. Iðnrekendur safna margir gróða. Því miður eru þó ýmsar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.