Tíminn - 06.04.1991, Page 19
Laugardagur 6. apríl 1991
Tíminn 31
ÍÞRÓTTIR
(þróttir helgarinnar:
Urslitakeppni bæði í
körfu og handbolta
— auk bikarúrslitaleiks kvenna í handbolta um helgina
Mikið verður um að vera í iþróttalífí
landsmanna um helgina. Senn verða
krýndir íslandsmeistarar í þeim
tveim greinum sem mest áberandi
eru yfir veturinn, körfubolta og
handbolta. Auk þess verða um helg-
ina krýndir meistarar kvenna í þess-
um greinum kvenna, þ.e.a.s. ís-
landsmeistarar kvenna í körfubolta
og bikarmeistarar kvenna í hand-
bolta.
Körfubolti
Þriðji úrslitaleikur Njarðvíkinga og
Keflvíkinga um íslandsmeistaratitil-
inn í körfubolta verður í Njarðvík í
dag kl. 16.00. Fyrir þá sem ekki fá
miða á leikinn, má geta þess að sjón-
varpað verður beint frá leiknum í
Ríkissjónvarpinu. Fjórði leikur lið-
anna verður í Keflavík á mánudags-
kvöld kl. 20.00. Staðan nú í vinning-
um er jöfn 1-1. Það lið, sem fyrr
sigrar í þremur leikjum, verður
meistari.
Mjög þýðingarmikill leikur verður í
1. deild kvenna í dag. ÍBK og Hauk-
ar leika í Keflavík kl. 18.00. Sigri
Haukar verður félagið meistari, en
sigri ÍBK verður ÍS meistari.
Handbolti
Úrslitaleikur bikarkeppni kvenna
verður á morgun í Laugardalshöll
og hefst hann kl. 15.00. Til úrslita
leika Fram og Stjarnan. Leikurinn
verður sýndur beint í Ríkissjónvarp-
inu.
Úrslitakeppni í 1. deild karla verður
framhaldið um helgina. í dag mæt-
ast Stjarnan og FH í Garðabæ og
Grótta og ÍR á Seltjarnarnesi kl.
16.30. Á morgun leika Fram og KA í
Laugardalshöll kl. 20.00. Umferð-
inni lýkur með leik KR og Selfoss í
Laugardalshöll á þriðjudag kl.
20.00. í gærkvöld léku ÍBV og Valur
í Eyjum og Víkingur og Haukar í
Höllinni. Skýrt verður frá úrslitum í
öllum Ieikjum helgarinnar í þriðju-
dagsblaðinu.
Blak
Um helgina verður íslandsbikar
karla og kvenna afhentur nýjum ís-
landsmeisturum. KA-karlar fá sinn
bikar afhentan í Hagaskóla eftir leik
sinn gegn Fram, en leikurinn hefst
kl. 10.00 í dag. Víkingsstúlkur fá
bikarinn á sama stað eftir leik sinn
gegn KA, en leikurinn hefst kl.
11.15.
í Digranesi verða þrír leikir í dag.
UBK og Völsungur í kvennaflokki
leika kl. 14.00. Síðan leika HK og
Þróttur N. í kvennafl. kl. 15.15 og
sömu félög karla kl. 16.30.
Karate
íslandsmótið í karate (kata) verður
haldið í dag í íþróttahúsi Vals að
Hlíðarenda. Keppni hefst kl. 19.15,
en úrslit hefjast kl. 20.00. í hléi sýn-
ir George Andrews 5. dan frá Eng-
landi, ásamt tveimur enskum nem-
endum sínum.
Skíði
Skíðalandsmótinu verður framhald-
ið á ísafirði um helgina. Mótinu lýk-
ur á sunnudag. BL
EM unglinga í badminton:
Elsa komst í 4. umferð
Sex íslenskir unglingar tóku þátt í
Evrópumeistaramóti unglinga sem
haldið var í Búdapest í Ungveija-
Iandi. Elsa Nielsen náði bestum ár-
angri þeirra, komst í 4. umferð þar
sem hún beið lægri hlut fyrir
danskri stúlku.
Sexmenningarnir voru þau Krist-
Ftjálsar íþróttir
Sigurður og
Vésteinn
til alls líklegir
Siguröur Einarsson spjótkaítari og
Vésteinn Hafstcinsson, fslandsmct-
hafi í kringlukasti, keppa um helgina
á opnu bandarísku háskólamóti í
Tuscaloosa í Alabamafylki í Banda-
ríkjunum. Þar hafa þeir báðhr verið
við aefingar { vctur og hefur undir-
búningur þeirra gengið mjög vei og
vænta má góðs árangurs af þeim á
þessu móti.
Að sögn Sigurðar hafur hann verið
að kasta mjög vei á æfingum að und-
anfömu og allt er að smelia saman
hjá honum. „Ef aiit gengur upp, þá á
ég jafnvel von á því að bæta minn
besta árangur, sem er 82,82m.“
Vésteinn segist vera að kasta mjög
nálægt íslandsmeti sínu, sem er
67,64m, á æfingum og á móti fýrir
tveimur vikum kastaði hann taepa
63m. „Ég á von á því að bæta mig
fljótlega, en það má segja að við sé-
um að binda endahnútmn á vetrar-
æfingamar og ef við erum að kasta
vel núna, þá er það mjög jákvætt fyr-
ir það sem koma skai í sumar.“
Þess má geta að á þessu sama móti
kemur Calvin Smith, fyrrum Óiymp-
íumeistari og heimsmeistari í sprett-
hiaupum, tii með að keppa, svo og
Keith Taiiey, sem er 5.-6. besti iang-
stökkvari heims.
Það er mjög algengt að fijálsíþrótta-
menn á heimsmælikvarða, sem æfa í
Bandaríkjunum á vetuma, keppi á
þessum opnu háskólamótum tii þess
að undirbúa sig fyrir keppnistímabii-
ið t Evrópu á sumrin og verður sá
hátturinn hafður á hjá þeim Sigurðl
og Vésteini i vor. CÞ/BL
ján Daníelsson, Tryggvi Nielsen,
Gunnar Petersen, Áslaug Jónasdótt-
ir, Elsa Nielsen og Anna Steinsen.
Leikar fóru sem hér segir — Ein-
liðaleikur:
Elsa Nielsen vann Els Baert frá Belg-
íu 11-4 og 11-4 í 1. umf. í 2. umf.
vann hún Rachel Phipps frá Wales
12-10 og 11-3. í 3. umf. vann hún
Viola Rathgeber frá Þýskalandi 9-11,
11-6 og 12-9. í 4. umf. lenti hún á
móti Lotte Thomsen frá Danmörku
og tapaði 0-11 og 0-11.
Anna Steinsen vann Maja Pohar
frá Slóveníu 11-7 og 11-8 í 1. umf.,
en tapaði fyrir Sylwai Bochat frá
Póllandi í 2. umf. 3-11 og 4-11.
Gunnar Petersen tapaði fyrir Piotr
Mazur frá Póllandi í 1. umf. 1-15 og
4-15.
Tryggvi Nielsen tapaði fyrir Simon
Archer frá Englandi í 1. umf. 2-15 og
1-15.
Tvíliðaleikur:
Gunnar og Tryggvi töpuðu fyrir
Verplaetse og Árgellies frá Frakk-
landi í 1. umf. 15-13, 7-15 og 11-15.
Kristján og Losgrou frá Kýpur töp-
uðu fyrir Eie og Leskovsky frá Nor-
egi 11-15 og 6-15 í 1. umf.
Áslaug og Karen Wilson frá Eng-
landi unnu Frattinger frá Austurríki
og Sisseiroth frá Noregi 15-2 og 15-
6 í 1. umf., en töpuðu fyrir Baert og
Mampay frá Belgíu í 2. umf. 8-15 og
14-18.
Anna og Elsa töpuðu fyrir Thom-
sen og Broen frá Danmörku 4-15 og
0-15 í 1. umf.
Tvenndarleikur:
Gunnar og Anna unnu Kraulitsch
og Sailer frá Austurríki 15-12 og 15-
6 í 1. umf. í 2. umf. unnu þau Wilk-
inson og Millar frá írlandi 15-7 og
18-17, en í 3. umf. töpuðu þau fyrir
Laigle og Lefeure frá Frakklandi 10-
15,15-11 og 14-18.
Tryggvi og Áslaug töpuðu fyrir Si-
egmund og Rothgeber frá Þýska-
landi 5-15 og 1-15. BL
Knattspyma:
Maradona skoraði 115
mörk í 259 leikjum
— samtals með Napólí
Dicgo Maradona, knattspyrnu-
maðurinn frægi sem á yfir höfði
sér tveggja ára leikbann vegna
kókaínneyslu, vantaði 4 leiki
uppá að slá leikjametiö fyrir er-
lenda leikmenn í ítölsku deild-
ínni. Maradona er nú kominn
heim tíl Argentínu alkominn.
Leikjametið eiga þeir Liam Bra-
dy frá írlandi og Walter Schac-
hner frá Austurríki, en þeir léku
191 leik í 1. deild. Maradona lék
188 leiki í deildinni og skoraði
81 mark, þar af 30 úr vítaspym-
um. EF allir leikir Napólí eru
taldir til þá Iék Maradona 259
leiki og skoraöi f þeim 115 mörk.
Hann varð markakóngur deildar-
innar 1988 er hann geröi 15
mörk.
Tvívegis leiddi Maradona Napólí
tíl sigurs í ítölsku deildinni og
einu sinni til sigurs í ítölsku bik-
arkeppninni og UEFA-keppninni
á árunum 1987-1990. Hann
fékk tvívegis á þcssu tímabili aö
líta rauða spjaldið. Nú fær hann
líklega rautt spjald sem gildir
næstu 2 árin. Ólíklegt er að
kappinn eigi afturkvæmt að þeim
tfma liðnum, hann er 30 ára og
þegar farinn að dala verulega.
Bröndby féll út ur
danska bikarnum
Bröndby, sem komið er í undan-
úrslit í Evrópukeppni félagsliða,
féll út úr dönsku bikarkeppninni
í fyrrakvöld, er liðið tapaði síðari
leik sínum gegn Álaborg 0-1.
Álaborgarliðið sigraði samanlagt
3-2. Það var sjálfsmark Kim
Christofte á 56. mín. sem varð
BrÖndby að falli.
HM 1998:
Sex lönd sækja um
aö halda keppnina
Sex Iönd sækjast eftir því að
halda heimsmeistarakeppnina í
knattspymu 1998, en umsókn-
arfrestur rann út á miðnætti sl.
Löndin sex eru Brasilía, Eng-
land, Frakkland, Indland, Mar-
okkó og Sviss.
Óvíst var hvort umsóknum
Chile, Nígeríu og Portúgal yrði
haldið tíl streitu eða þær aftur-
kallaðar.
Hoddle stjöri hjá
Swindon
Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður
með Tottenham, Monaco og enska
landsliðinu, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri 2. deiidarilðs Svvindon
á Engiandi.
Hann tekur við af fyrrum félaga sín-
um, Osvaldo Ardiies, sem gerst hef-
ur stjóri hjá Newcastie. Hoddle, sem
ekkert hefur leikið sl. 20 mánuði
vegna meiðsla en er nú að ná sér á
strik, mun jafnvel leika með liðinu á
næsta keppnistímabiii.
Bragi og Eyjóifur
dæma erlendis
Dómaranefnd UEFA hefur tilnefnt
þá Braga Bergmann og Eyjóif Ólafs-
son til að dæma landsieiki á sínum
vegum á uæstunni.
Bragi dæmir leflt Svfþjóðar og Kýp-
ur í Evrópukeppni 21 árs iandsliða
þann 1. maí nk., en þetta er í fyrsta
sinn sem Bragi dæmir á vegum
UEFA
Eyjólfur hefur verið tilnefndur til
að díéma í úrslitakeppni Evrópumóts
U-16 ára iandsliða, en mótlð verður
haldið í Sviss 9.-16. maf nk. Einn
dómari verður frá hveiju þátttöku-
landi.
Dómaranefnd KSÍ hefur tilnefnt þá
Óla P. Óben og Gísla Guðmundsson
sem línuveröi með Braga Berg-
mann.
BL
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ
FRAMSÓKN
Orlofshús sumaríð 1991
Mánudaginn 8. apríl verður byrjað að taka á móti
umsóknum félagsmanna varðandi dvöl í orlofs-
húsum félagsins.
Þeir sem ekki hafa áður dvalið I húsunum hafa
forgang til umsókna vikuna 8.-12. apríl.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Skipholti 50A frá ki. 9-17 alla daga.
Ath. að ekki er tekið á móti umsóknum I síma.
Vikugjald er kr. 7.000,-.
Félagið á 3 hús í Öifusborgum, 1 í Flókalundi, 2
á Húsafelli og 1 I Svignaskarði og íbúð á Akur-
eyri, einnig 3 vikur á lllugastöðum.
Stjómin.
FRÁ SKÓLASKRIFSTOFU REYKJAVÍKUR
Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem
þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur, fer
fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu
12, sími 28544, þriðjudaginn 9. og miðvikudag-
inn 10. apríl nk., kl. 10-15 báða dagana.
Þetta gildir um þá nemendur sem flytja til
Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einkaskól-
um eða þurfa að skipta um skóla vegna breyt-
inga á búsetu innan borgarinnar.
Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar
skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll böm
og unglingar, sem svo er ástatt um, verði skráð á
ofangreindum tíma.
Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla
að loknum 7. bekk þarf ekki að innrita.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í
Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir á 3 stöðum 1
austurhluta borgarinnar.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt u.þ.b. 2.600 m3
Fylling u.þ.b. 2.000 m3
Undirbúningur fyrir malbikun u.þ.b. 10.000 m2.
Verkinu skal lokið fyrir 15. ágúst 1991.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 9. apríl nk. gegn kr.
15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 23. apríl 1991, kl.
15.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Samkeppni um hönn-
un húsa yfir borholur
Hitaveitu Reykjavíkur
Sýning á öllum tillögum sem bárust í keppnina
stendur yfir í Byggingaþjónustunni, Iðnaðar-
mannahúsinu, Hallveigarstíg 1.
Sýningin stendurtil mánudagsins 15. apríl og er
opin frá kl. 10.00 til 18.00 virka daga og 14.00 til
16.00 laugardaga og sunnudaga.
Hitaveita Reykjavíkur Borgarskipulag Reykjavíkur