Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 2
Tíminn Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Kjötvinnsla S.S. á Hvolsvelli er að ráða starfsfólk fyrir veturinn. Farandverkafólk vill vinna en: HEIMAMENN SÆKJA SÍÐUR UM VINNU f pylsugerö kjötvinnslu S.S. á Hvolsvelli. til 3 ár tæki að aðlagast atvinnulífi í Rangárvallasýslu hvað varðar fram- boð og eftirspum á mannafla til starfa. Frá næstu mánaðamótum verður boðið upp á ferðir, kvölds og morgna, með starfsfólk í kjötvinnsl- una á Hvolsvelli frá Hellu og Hvol- svelli. Reiknað er með að þaðan komi 8 til 10 starfsmenn. Einnig hefur talsvert borist af fyrirspumum um vinnu hjá S.S. úr öðrum lands- hlutum en Suðurlandi, s.s. Keflavík, Reykjavík, Suðureyri Dalvík og Vest- mannaeyjum. Ef fólk af þessum stöðum verður ráðið hreiðrar það um sig í vinnubúðum sem S.S. leig- ir fyrir starfsfólk sitt sem kemur lengra að. „Eg held að þetta bjargist. En mér finnst heimamenn alls ekki hafa sýnt sig nóg og vantar svar hvers vegna svo er. Nú virðast aðrir at- vinnurekendur á þessu svæði ekki vera að auglýsa eftir starfsfólki og þess vegna ætti eftirspurnin eftir vinnuafli að vera lítil. En hér er næg Tfmamynd: sbs. vinna sem er ágætlega borguð og fólkið gæti þess vegna byrjað strax,“ sagði Leifur Þórsson. -sbs, Selfossi. .JVIér sýnist þetta ætla að bjargast fyrir veturinn og dæmið gangi upp. Hins vegar vantar að fólk héðan að austan sæki um vinnu.“ Þetta segir Leifur Þórsson, verksmiðjustjóri Sláturfélags Suður- lands á Hvolsvelli, en að undanfómu hefur fyrirtækið veríð að aug- lýsa eftir starfsfólki. Hafa forráðamenn S.S. borið nokkurn kvíð- boga gagnvart því að ekki takist að ráða nægilegan fjölda starfsfólks fyrir veturínn. í vetur þarf um 120 manns til starfa hjá S.S á Hvolsvelli. Um 130 manns hafa starfað eystra í sumar og þeim mun fækka niður í 100 í lok þessa mánaðar, þegar sumarfólk hættir störfum. í október - nóvember flytur síðan enn ein deild S.S. austur á Hvolsvöll, framleiðslueldhús, og þá verður heildarfjöldi starfsmanna orðinn um 120, eins og áður sagði. Að sögn Leifs Þórssonar fluttu 45 starfsmenn S.S. með starfseminni austur síðastliðið vor. 80 starfsmenn nýir voru ráðnir til starfa, flestir frá Hvolsvelli og nærsveitum, þar af 40 skólanemar sem hætta störfum í lok mánaðarins. Þannig vantar því nú um 45 starfsmenn til að brúa bilið fyrir veturinn. Raunar var alltaf gert ráð fyrir í áætlunum S.S., þegar fyr- irtækið ákvað að flytja austur, að 2 Frá lögreglunni: Fíkniefnasalinn er landsfrægur lygari Tímanum hefur boríst eftirfar- andi fréttatilkynning frá lögregl- unni í Reykjavík: „Föstudaginn 9. þ.m. hafði fréttamaður Stöðvar 2 samband við yfirmann fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík og sagðist vera að fara að hitta fíkniefnasala til að heyra frá hverju hann hefði að segja. Vildi fréttamaðurinn láta vita af sér ef eitthvað kæmi fyrir hann. Síðastliðinn mánudag hafði sami fréttamaður samband við fíkniefnadeild lögreglunnar á ný. Skýrði hann frá því að áðurnefnd- ur fíkniefnasali, sem hann hefði rætt við, hefði margoft komið fíkniefnum til fanga á Litla Hrauni. Fíkniefnasalinn bauðst til að leyfa Stöð 2 að mynda slík viðskipti, með því að koma efni fyrir við fangelsið og síðan yrði myndað þegar efnið yrði sótt. Vildi fréttamaðurinn fá lögregl- una í lið með sér til að handtaka þann sem efnið sækti. Starfsmönnum fíkniefnalögregl- unnar fór að gruna að hér væri á ferðinni ákveðinn aðili, sem margoft hefur í gegnum árin gefið lögreglunni hér og erlendis upp rangar og ósannar upplýsingar um fíkniefnamisferli og yfirleitt með þeim hætti að hann spili sjálfur aðalhlutverkið. í framhaldi af því fóru tveir starfsmenn fíkni- efnadeildarinnar á fréttastöð Stöðvar 2, þar sem fréttamaður- inn staðfesti við þá að hér var um að ræða þann aðila sem lögreglan hafði grunað og þekktur er að ósannindum. Var fréttamannin- um gerð grein fyrir því að upplýs- ingar frá þessum aðila væru í meira lagi ótraustar og skýrt fyrir honum hvernig viðkomandi hafi í gegnum árin gefið lögreglu rang- ar upplýsingar. Fréttamaðurinn sagðist eftir sem áður myndi birta viðtal við manninn en viðtalið birtist á Stöð 2 um kvöldið." Undir þetta skrifa þeir Guð- mundur Guðjónsson yfirlög- regluþjónn og Reynir Kjartans- son, settur yfirmaður fíkniefna- deildar. Alþjóðlegri kvennaráðstefnu á íslandi frestað: Fjáröflun hefur gengiö illa Islenskar konur úr Kvenréttindafé- lagi íslands og stjómmálaflokkum og -samtökum sem sæti áttu á Al- þingi á síðasta kjörtímabili hafa und- anfárið unnið að undirbúningi al- þjóðlegrar kvennaráðstefnu hér á landi. Hugmyndin að ráðstefnunni kviknaði þegar bandaríska kvenfrels- iskonan Betty Friedan kom til ís- lands árið 1990 ásamt hópi banda- rískra kvenna sem unnið hafa lengi í kvennabaráttu. Undirbúningur ráð- stefnunnar hefur verið samvinnu- verkefni íslenskra og bandarískra kvenna en fjármögnun hennar var verkefni bandarísku kvennanna. Á fundi 16 kvenna víðs vegar að úr heiminum sem haldinn var um miðjan júlí í Bandaríkjunum var staðfest að fjárhagslegur grundvöll- ur ráðstefnunnar hefur enn ekki ver- ið tryggður. Konur í íslensku undirbúnings- nefndinni em mjög vonsviknar yfir þessari stöðu mála, en það var ákveð- ið í samráði við bandarísku undir- búningsnefndina að ráðstefnan yrði ekki haldin hér að sinni. Hugmyndin um alþjóðlega kvenna- ráðstefnu á enn fylgi að fagna meðal þeirra reyndu baráttukvenna sem sóttu undirbúningsfundinn í Banda- ríkjunum og verður áfram unnið að því að hún verði að veruleika. -js I dag verður Óskar Bjart- marz, fyrrverandl forstöðu- maður Löggildingarstofunn- ar, 100 ára. Hann dvelur á sjúkradeild Seljahlíðar, Hjallaseli 55. Hann tekur á móti gestum þar mllll kl. 16 og 18 á afmællsdaglnn. Krafa dagsins er lengra fæðingarorlof, segir í grein í tímaritinu Uppeldi: Tólf mánaöa fæðingarorlof Foreldrasamtökin hafa látið gera könnun á viðhorfum foreldra til fæðingarorlofs, en á íslandi er það 6 mánuðir. f nýjustu rannsókn fé- lagsins, sem Sif Einarsdóttir hefur haft umsjón með, kemur fram að 97% foreldra telja fæðingarorlof of stutt. Þetta kemur fram í greininni „Lengra fæðingarorlof* í nýjasta hefti tímaritsins Uppeldi. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa ekki verið birtar en þó eru ljós svör við nokkrum spurningum. Sif segir: „Reynt var að ná til allra foreldra í Reykjavík, sem eignuðust böm í fyrra ef það var þeirra fyrsta barn eða ef þeir áttu fyrir börn á grunn- skólaaldri. Foreldrarnir voru spurð- ir hvort þeim þætti sex mánaða fæð- ingarorlof vera nógu langt og svör- uðu 97% þeirri spurningu neitandi. Þá vom foreldrarnir beðnir að til- greina hversu langt þeim þætti að fæðingarorlof þyrfti að vera og svör- uðu flestir því til að tólf mánuðir væm heppilegur tími. Það voru um 56% svarenda sem tiltóku tólf mán- uði, sem er afgerandi meirihluti." Sif segir að hringt hafi verið í for- eldrana og náðst hafi í um helming úrtaksins eða nákvæmlega 533 ein- staklinga. Ingibjörg Hafstað, starfsmaður Kvennalistans, segir að Kvennalist- inn hafi á sínum tíma lagt fram frumvarp um 6 mánaða fæðingaror- lof. Það var fellt, en síðan var það strax tekið upp af Sjálfstæðisflokkn- um og gekk þá í gegn þannig. Hún segir að núna liggi inni fmmvarp um 9 mánaða fæðingarorlof sem lagt var fram í febrúar sl. Frumvarp- ið féll ekki en var sett í nefnd, svo það fær ef til vill einhverja umfjöll- un. Ingibjörg segir að á málinu séu fleiri hliðar. Margar konur telja það mjög erfitt að vera frá vinnu í 1 ár, þær missi hreinlega af lestinni. Jafn- framt 12 mánaða fæðingarorlofi, sem er í rauninni lágmark, þarf að koma til hugarfarsbreyting í þjóðfé- laginu gagnvart barneignum. Ingi- björg bendir á að á Norðurlöndun- um geta konur farið í tveggja ára fæðingarorlof á þann hátt að þær ganga inn í sömu vinnu og þær fóru úr, vinnan bíður eftir þeim. Þannig að þar er ákveðin trygging fýrir því að konan komist í sitt fyrra starf. Þetta er mál sem íslenskar konur þyrftu að skoða, en það þarf sérstakt fmmvarp fyrir slíka breytingu, segir Ingibjörg. í niðurlagi umræddrar greinar kemur fram að þeir sem vilja lengra fæðingarorlof eiga sér nú málsvara í tímaritinu Uppeldi. Blaðið lítur á þessa grein sem sína fyrstu hvatn- ingu í þá veru. -js Ljóóatón- leikar endurteknir Vegna mikillar aðsóknar að Brahms tónleikum Jóhönnu Þórhallsdóttur í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar sl. þiriðju- dagskvöld hefur verið ákveðið að endurtaka tónleikana. Þeir verða haldnir í Listasafni Sigurjóns í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.