Tíminn - 15.08.1991, Qupperneq 8

Tíminn - 15.08.1991, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 15. ágúst 1991 VEIÐIMÁL 1 MERKILEG GÖGN OG GÆÐI ÓLAFSFJARÐAR Það er skemmtileg hringleið fyrir okkur sem komum að sunnan að sumariagi og ætlum til Ólafs- fjaröar, að aka frá Varmahlíð um lágsveitir Skagafjarðar, inn Fljót og síðan um Lágheiði. Frá Ólafs- firði ökum við síðan um jarð- göngin og inn með Eyjafirði og um Öxnadalsheiði til Skagafjarð- ar. í Ólafsfirði er vinaleg sveit og bærinn sjálfur er snyrtilegur. Fjöllin og vatnakerfi Ólafsfjarðar setja sinn sterka svip á byggðar- lagið sem lengst af hafði mátt búa við mikla vetrareinangrun. Þetta breyttist til batnaðar þegar vegur- inn um Múlann kom til sögunnar, þó ekki sé talað um samgöngubót- ina miklu, göngin um Ólafsfjarð- armúla, er olli byltingu í sam- göngum fyrir íbúa Ólafsfjarðar, sem eru 1.200 talsins. Ágætt hóteí er í Ólafsfirði og góð aðstaða er til útivistar. Forvitnilegt og skemmtilegt er fyrir ferðalang í Ólafsfirði, sem getur komist þar í veiði, að skoða sig um bæði við sjóinn og inni í sveitinni. Veiðiskapur, bæði stangaveiði og netaveiði, hefur ve- reið stundaður í vatninu og ánni sem í það fellur, en hún er fisk- geng um 6 km. Það er fyrst og fremst bleikja, bæði staðbundin og sjógengin, sem ræður ríkjum í vatnakerfinu. Þá er hafbeit með lax starfrækt við Ólafsfjarðarvatn. Einstætt stöðuvatn Ólafsfjarðarvatn er nefnilega eitt merkilegasta stöðuvatnið hér á landi, ekki fyrir sakir þess hversu stórt það sé eða djúpt, heldur vegna sérstæðra efnaeiginleika og varma sem það býr yfir. Sjór geng- ur inn í vatnið þegar stórstreymt er og það er því lagskipt, með að jafnaði um 2 metra ferskvatnslagi ofan á sjávarlaginu. Merkar rannsóknir ítarlegar rannsóknir fóru fram í Ólafsfjarðarvatni á árunum 1978- 1983, sem þeir doktorarnir Unn- steinn Stefánsson og Björn Jó- hannsson stóðu fyrir og fram- kvæmdu. Auk þess gerði dr. Tumi Tómasson hjá Veiðimálastofnun 1986 úttekt á fiskinum í vatna- kerfinu og fékk í net sem hann lagði í vatnið, auk bleikju og ufsa, síld, þorsk og rauðsprettu. Þeir Unnsteinn og Björn gerði grein fyrir þessum rannsóknum sínum í Ægi Í983, er nefnist „Ólafsfjarðar- vatn — varmahagur þess og efna- eiginleikar". Inefndrigreinerfjallaðm.a. um sögulegar heimildir en þar kemur fram að Ólafsfjarðarvatn hafi löng- um þótt forvitnilegt stöðuvatn vegna sjávarfiska sem í því eru og menn töldu fyrr meir að gætu lifað þar í ósöltu vatni, þar sem bæði þorskur, ýsa, flyðra og skata hafi tekið sér þar bólfestu. Þá eru þar raktar heimildir um vatnið, er varða umsögn í Jarðabók Áma Magnússonar (1712), íslandslýs- ing Eggerts Ólafssonar (1772), hingaðkomu herskips frá Frakk- landi (1891) til rannsókna á vatn- inu, og rannsóknir Bjarna Sæ- mundssonar fiskifræðings um aldamótin seinustu. \6ð upphaf rannsókna þeirra Unnsteins og Bjöms 1978 gerðu þeir dýptarkort af vatninu sem ekki var til áður. Þar kemur fram að vatnið er 3,3 km að lengd og breiddin er víðast hvar á bilinu 0,5 km til 1,0 km. Mesta dýpi er 10 metrar og meðaldýpt er 3,7 metr- ar. Flatarmál þess er 225 hektarar. Eins og fyrr segir er Ólafsfjarðar- vatn lagskipt og sýndu rannsókn- imar að endurnýjun á sjávarlagi þess væri mjög hægfara. Öðru máli gegndi um ferskvatnslagið, sem er að jafnaði nálægt 2 m að þukkt og endurnýjast að meðaltali á Qómm dögum og viðstöðutími ferskvatns því mjög stuttur. Rannsóknimar leiddu í ljós að öll þau sumur, 1978 til 1983, hafi hitahámark fúndist efst í salta lag- inu á þriggja til fjögurra metra dýpi. Þannig komst hitinn í 20 gráöur á celsíus á rúmlega 4 metra dýpi sumarið 1980. Telja Unn- steinn og Björn fullvíst að hitahá- markið sé tilkomið vegna beinna áhrifa af geislun sólar ásamt gróð- urhúsaáhrifum, er verða á skilun- um milli ferska og salta lagsins. Það er því mikil varmaorka geymd í salta laginu undir fersk- vatnshjálminum á vatninu. Eldis- stöðin óslax hefur gert tilraunir meö að nýta þennan hita með því að setja eldiskvíar með laxaseiði í mjög djúp net, eins og þeir Unn- steinn og Björn nefndu í skýrslu sinni að mögulegt væri að nýta þessar aðstæður á þann hátt. Veiðifélag og veiði Veiðifélag var stofnað á sínum tíma um vatnakerfið er tekur til svæðisins frá ósi í sjó í Ólafsfirði og svo langt upp sem fiskur geng- ur. Innan vébanda þess eru um 10 jarðir. f stjóm þess eru Kristján H. Jónsson, Lóni, Gunnar Jóhanns- son, Hlíð, og Sveinbjörn Árnason, Kálfsá. Sem fyrr segir er á svæðinu stunduð netaveiði í vatninu og stangaveiði í Fjarðará og vatninu. Ríflega 2.000 bleikjur hafa veiðst á stöng árlega að meðaltali. Neta- veiði er leyfð, eins og lög gera ráð fyrir þar sem um göngusilung er að ræða. Vitað er að fjöldi laxa veiddist f net í vatninu sumarið 1990, sem komst í vatnið þrátt fyr- ir gildru í útrennsli þess. Hafbeit á iaxi Stofnað var til hafbeitarstarfsemi með stofnun Óslax hf. 1984, en heitt vatn er í Ólafsfirði, er gerði kleift að ala þar seiði. Þá hefur Gunnar Jóhannsson í Hlíð verið með klak og eldi í Hlíð og lagt áherslu á bleikjueldi hin seinni ár. Aðilar að hafbeitinni em m.a. KEA, Veiðifélagið, sem á um 20% í félaginu, og ólafsfjarðarbær, auk fjölda einstaklinga. Öflug starfsemi Óslax hf. hefur byggt upp öfluga starfsemi með 540 fermetra vel búnu eldishúsi, eldistjamir og el- diskvíar, auk gildrubúnaðar til að taka á móti laxi úr hafi. Sumarið 1989 gengu í stöðin um 2.700 lax- ar og 1990 urðu laxarnir 4.526 sem lögðu leið sína í gildruna. stjórnarformaður Óslax er Sigurð- ur Jóhannesson, Akureyri, en framkvæmdastjóri Ármann Þórð- arson. í sumar hafa til þessa (7. ágúst) 2.700 laxar skilað sér úr hafi inn í gildru stöðvarinnar, en stærstu laxarnir hafa verið um 16 pund að þyngd. í sumar var sleppt tæplega 300 þúsund gönguseiðum til sjáv- ar, sem öll voru alin í eldisstöðinni sem var fullnýtt. Allri bleikju, sem í gildruna kemur, er sleppt aftur lifandi í ána, en mestu hluti bleikj- unnar kemst gegnum rimla gildr- unnar. eh. Eldishús Öslax hf. ásamt útikerjum. Olafsfjaröarvatn í baksýn. Ármann Þórðarson framkv.stj. Eldisker hjá Óslaxi hf. Kaupstaðurinn í baksýn. heldur hér á vænum laxi. Olíufundur í Kólumbíu British Petroleum (BP) og Ecop- etrol tilkynntu snemma í júlí 1991 olíufund og jarðgass í Kólumbíu, í Cuisana, um 100 mflur norðaust- an Bogota (en næsti bær við fund- arstaðinn er Yopal). Olía í jörðu þarna er sögð öllu meiri en í Cano Limon, þar sem olía fannst 1983- 84 og nú eru numdar 220.000 tunnur á dag. í félagi við kólumb- íska ríkisolíufélagið Ecopetral hafa þrjú félög staðið að olíuleit á svæðinu og á móti Ecopetral hafa þau vinnslurétt í þessum hlutföll- um, BP 40%, Total 40% og Triton 20%, en að auki fær Ecopetral söluþóknun. Á miðju ári 1991 nam olíunám í Kólumbíu 440.00 tunnum á dag. Og stjórnvöld hyggjast auka nýt- ingu jarðgass í landinu. ATVINNULEYSI í HELSTU IÐNAÐARLÖNDUM Efnahags- og framfarastofnunin í París hefur birt álitsgerð um at- vinnuleysi í hinum 24 aðildarlönd- um sínum á liðnum árum og horf- ur í atvinnumálum, OECD Employ- ment Outlook, OECD Publications, 2 rue André Pascal, 75775 Paris, Cedex 16, France, FFr 200 eða í London hjá HMSO, PO Box 276, London SW8 5DT, 2 pund. Atvinnu- leysi í þeim 1990 nam 6,2% vinnu- aflans og var hið lægsta um 10 ára skeið, en horfur eru á að atvinnu- lausum fjölgi 1991 um 3,5 milljón- ir eða upp í 7,1% og í álitsgerðinni er spáð að þeim fjölgi enn 1992. Atvinnuleysi í OECD-löndum Lönd 1980-88 1989 1990 1991(horfur) 1992 (spá) N.-Ameríka 7,7 5,5 5,8 7,0 6,7 Japan 2,5 2,3 2,1 2,2 2,3 Vestur-Evrópa 7,9 6,8 6,3 7,1 7,6 Suður-Evrópa 11,8 12,0 11,3 11,7 11,7 Norðurlönd 4,4 4,3 4,4 5,4 5,7 Ástralía 7,7 6,1 6,9 9,9 9,9 Nýja Sjáland 4,1 7,1 7,8 9,3 10,0 (öllum aðildarl.7,5 6,4 6,2 7,1 7,1 Þá er þess getið að aðild.starfs- fólks að fagfélögum sé mjög mis- mikil, minnst í Bandaríkjunum, Frakklandi og Spáni, eða 12-16%, en mest í Svíþjóð 85,3%. Mercosur f mars 1991 urðu ráðherr- ar frá Argentínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay ásáttir um drög að fríverslunarsvæði eða efnahagsbandalagi þeirra á milli, sem hafi verið komið 1995 (Southern Cone Market á ensku), en heiti þess er skammstafað Mercosur. Ann- an fund sinn um málið áttu ráðherrar frá löndum þessum í Montevideo 20. júlí 1991. f júní 1991 gerðu löndin rammasamning við Banda- ríkin um verslun þeirra og fjárfestingu í löndum sínum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.