Tíminn - 30.10.1991, Page 1

Tíminn - 30.10.1991, Page 1
Jafnvel velflestir vinnuveitenda með auknum kaupmætti í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir BSRB: Meirihluti vill aukinn kaupmátt í könnun, sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir BSRB, kemur fram að 90% atvinnurekenda telja ástæðu til að auka kaupmátt lægstu launa. Þá sýna niðurstöður að 80% þjóðarinnar telja að gera eigi kjarasamninga sem feli í sér aukinn kaupmátt, og 92% telja að ástæða sé til að auka sérstaklega kaup- mátt lægstu launa. Skoðanakönnunin var gerð 11.-19. október, 1500 voru í úr- taki hennar og svör bárust frá 1056 manns alls staðar að af landinu. VSÍ lét nýlega gera könnun á afstöðu fólks til þjóðarsáttarsamninganna og nýrra samninga á svipuðum nótum. Af niður- stöðum þeirrar könnunar mátti ráða að meirihluti fólks aðhylltist nýja kjara- samninga án kaupmáttaraukningar. For- maður BSRB segir að VSÍ hafi túlkað niðurstöður sinnar könnunar með vill- andi hætti. Þegar grannt sé skoðað sjá- ist að meirihluti svarenda, sem á annað borð tóku afstöðu, hafi viljað að samið yrði á svipaðan hátt og gert var í samn- ingunum 1990. • Blaðsíða 5 Jólasveirtninn er kominn í glugga versl- unarinnar Exit á Laugavegí, en ekki hjá Rammagerð- inni þar sem hann hefur birst fyrst um áratugi. „Ekki raunverulegur jólasveinn. Sá rétti kemur 1. növember í Rammagerð- ina, eins og alltaf," segir framkvæmda- stjóri Ramma- gerðarinnar. Tlmamynd: Aml Bjama • Blaðsíða 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.