Tíminn - 19.12.1991, Side 11

Tíminn - 19.12.1991, Side 11
Fimmtudagur 19. desember 1991 Tíminn 11 MEN NTAMÁLARÁÐ U N EYTIÐ Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum á vorönn 1992 eru hald- in sem hér segir: Mánud. 6. jan. kl. 18.00 Enska Þriðjud. 7. jan. kl. 18.00 Norska, sænska Miðvikud. 8. jan. kl. 18.00 Franska, spænska, ítalska Fimmtud. 9. jan. kl. 18.00 Stærðfræði, þýska Athygli skal vakin á því að stöðupróf í eriendum mál- um eru aðeins ætluð nemendum sem hafa dvalist nokkra hríð í landi þar sem viðkomandi mál er talað eða málið er talað á heimili þeirra. Prófin eru ekki fyrir nemendur sem aðeins hafa lagt stund á málið í grunn- skóla, hversu góður sem árangur þeirra þar var. Próf- in eru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og eru opin nemendum úr öllum framhaldsskólum. Þeir, sem ætla að gangast undir þessi próf, þurfa að tilkynna þátttöku sína á skrifstofu Menntaskólans við Hamra- hlíð. Skráningu lýkur föstud. 20. desember. Keflvíkingar Ákveðið hefur veriö að hafa bæjarmálafundi kl. 18.00 alla mánudaga tll jóla. Allir velkomnir. Framsóknarfélögln. Hafnfirðingar Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, simi 51819, veröur opin á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Allirvelkomnir. _ Framsóknarfélogln I Hafnarfiról. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi, er opin mánud.- fimmtud. kl. 17.00-19.00. Sfmi43222. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi að Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á fimmtudögum kl. 16-18. Slmi 22547. Fax 22852. Borgarnes - Opið hús I vetur verður að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 I Framsóknar- húsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins verða þar til viðtals ásamt ýmsum fulltrúum I nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir til að ræða bæjarmálin. Slmi 71633. Framsóknarfélag Borgamess. Happdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður f Jólahappdrættinu 24. desember n.k. Munið aö greiöa heimsenda glróseðla. Framsóknarflokkurinn Jólaalmanak SUF Eftlrtalin númer hlutu vinning í jólaalmanakl SUF: 1. vinninguralmanak nr. 1397 2. vinningur almanak nr. 5731 3. vinningur almanak nr. 2569 4. vinningur almanak nr. 5681 5. vinningur almanak nr. 5469 6. vinningur almanak nr. 5652 7. vinningur almanak nr. 1177 8. vinningur almanak nr. 1484 9. vinningur almanak nr. 3895 10. vinningur almanak nr. 1655 11. vinningur almanak nr. 4832 12. vinningur almanak nr. 240 13. vinningur almanak nr. 5363 14. vinningur almanak nr. 2114 15. vinningur almanak nr. 1912 16. vinningur almanak nr. 666 17. vinningur almanak nr. 5794 18. vinningur almanak nr. 1579 Þökkum stuðninginn. 19. vinningur almanak nr. 753 20. vinningur almanak nr. 1841 21. vinningur almanak nr. 1371 22. vinningur almanak nr. 3109 23. vinningur almanak nr. 4694 24. vinningur almanak nr. 3317 25. vinningur almanak nr. 1067 26. vinningur almanak nr. 4668 27. vinningur almanak nr. 1530 28. vinningur almanak nr. 2671 29. vinningur almanak nr. 545 30. vinningur almanak nr. 99 31. vinningur almanak nr. 5240 32. vinningur almanak nr. 470 33. vinningur almanak nr. 2034 34. vinningur almanak nr. 844 35. vinningur almanak nr. 637 36. vinningur almanak nr. 2138 Samband ungra framsóknarmanna Jólaglögg SUF Föstudaginn 20. desember stendur SUF fyrir jólaglöggi á flokksskrifstofunni, Hafn- arstræti 20, 3. hæð, kl. 20.30. Dagskrá: Formenn ungliðahreyfinga stjómmálaflokkanna flytja ávörp i stil að eigin vali. Sigurður Pétursson, Sambandi ungra jafnaðarmanna Davið Stefánsson, Sambandi ungra sjálfstæðismanna Kolbeinn Proppé, Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins Siv Friðleifsdóttir, Sambandi ungra framsóknarmanna Komið með jólapakka á 500 krónur. Mætum öll. Framkvæmdastjóm SUF Kid í faðmi fjölskyldunnar, en kona hans er íslensk, Guðrún Þórarinsdóttir Jensen. Haldið upp á 25 ára út- varpsafmæli „Kids“ Jensen Fyrir skömmu var þess minnst með glæsilegri kampavínsveislu í anddyri Capital Radio í London, að 25 ár eru liðin síðan David Jensen, betur þekktur sem „Kid“ Jensen, fór að starfa við útvarpssendingar, en hann er enn vinsælasta stjama útvarpsstöðvarinnar. Kona Kids er íslensk, Guðrún Þórarinsdóttir Jensen. í veisluna mættu poppstjömur og plötusnúðar og hrósuðu Kid mjög fyrir útbreiðslu haris á popptónlist og Errol Brown, aðalsöngvari hljómsveitarinnar Hot Chocolate, lagði áherslu á að Kid hefði spilað músikina þeirra þegar enginn ann- ar fékkst til þess. David segist hafa byrjað sem plötusnúður á lítilli útvarpsstöð í Kanada þegar hann var aðeins 16 ára, en þar vom þá svo margir plötusnúðar að erfitt var að láta að sér kveða á því sviði. Hins vegar hafi þá verið færri útvarpsstöðvar í Evrópu, svo að ekki var eins erfitt að koma undir sig fótunum þar á þessu sviði. Hann sendi sýnishomsupptöku til Radio Luxembourg, sem bauð honum starf ef hann gæti verið mættur á staðinn innan flögurra sólarhringa. Frá Lúxemborg fór hann til Bretlands þar sem hann hefur unnið hjá Radio 1 og Capital Radio í London. Núna er hann með vinsældalistaþátt, sem útvarpað er um allt Bretland á sunnudögum. En það er ekki bara rödd Kids Jensen í útvarpi sem nýtur vin- sælda. Hann er orðinn þekktur sjónvarpsmaður og stýrir spum- inga- og tónlistarþáttum af rögg- semi, enda er hann enginn ný- græðingur í sjónvarpi, var sjón- varpsfréttamaður í Bandaríkjun- um um tveggja ára skeið. Fjölskyldan þoldi hins vegar ekki við í Bandaríkjunum fyrir heimþrá og kaus að snúa aftur til Bretlands. Fundum þeirra Guðrúnar bar saman í Lúxemborg á aðfangadags- kvöld 1974 og fáum mánuðum síð- ar vom þau gift. „Hún var flug- freyja og ég var að vinna hjá Radio Luxembourg. Við vomm bæði út- lendingar þar á jólunum," segir hann með angurværð. Hann segist trúa á tryggð í hjónabandinu og fljótlega gert sér Ijóst að hann vildi giftast Guðrúnu, þó að þau hafi sjaldan haft tækifæri til að hittast í tilhugalífinu. Nú em þau búin að vera gift í 17 ár og eiga þrjú böm: Önnu Lísu 12 ára, Alexander 10 ára og Viktor 3 ára. En drengjalegt útlit Davids, þó að hann sé orðinn 41 árs, er til þess að enn er hann kallaður „Kid“ (krakkinn), og það er líka til þess að enn laðast að honum ungar stúlk- ur. Það veldur Guðrúnu þó ekki áhyggjum, enda hefur hann lýst af- stöðu sinni til hjónabandsins af- dráttarlaust. Með hækkandi aldri hefur þó lík- lega virðuleiki hans aukist og starfsbræður hans em hættir að hrekkja hann, eins og þeir gerðu, honum til mikils léttis. Hann segir menn taka starf sitt alvarlegar en þeir gerðu og núna dytti varla nokkmm í hug að kveikja í vin- sældalistahandritinu til að komast að því hvort hann gæti klórað sig fram úr því áður en það brynni til ösku! Kona missti fóstur og lamaðist eftir árekstur við fasana! Sérkennilegt veiðislys: Hertoginn af Roxburghe hefur verið að endurskoða öryggis- reglur á 80.000 ekra landar- eign sinni, Floors Castle í grennd við Kelso við skosku landamærin, eftir að þar varð það sorglega slys að bamshaf- andi kona missti fóstur og lamaðist fyrir neðan mitti eftir að hafa orðið fyrir skotnum fasanal Emmanuelle Argand, 31 árs, var ein í hópi svissneskra og franskra kaupsýslumanna og eiginkvenna þeirra, sem höfðu greitt allt að 3000 sterlings- pund fyrir að stunda veiðar á landareign hertogans einn dag. Frúin sat á steinvegg við hlið manns síns þar sem hann skaut á bráð sína. Veiðibráðin, fasan- inn, Ienti á henni og skellti henni þriggja metra vegalengd ofan í skurð. Hún var í skyndi flutt á sjúkrahús og síðan var flogið með hana á sjúkraheimili í Genf. Hertoginn var miður sín, en margítrekaði að hér hefði verið um slys að ræða, ekki væri hægt að tengja það skotveiði. „Líkurnar á því að svona lagað gerist, eru ekki nema ein á móti milljón," sagði hann. Samt sá hann ástæðu til að endurskoða öryggisreglurnar. Hertoginn af Roxburghe vill endurskoða öryggisreglur á landareign sinni, eftir sorg- legt slys sem varð þar í sam- bandi við veiðar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.