Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 15. febrúar 1992 nema hillukílómetrum ' í" V'0í- ' ''' »' " ' '" '/'' '' ' ' ' ■■'''■ Rætt við Olaf Asgeirsson þjöðskjalavörð Mikill hluti skjala í vörslu Þjóðskjala- safnsins bíður þess að verða flokkaður og komið fyrir í hillum. Hill- urnar eru þó enn ekki fyrir hendi, en þær munu kosta nær 200 milljónir „Þjóðskjalasafn (slands er eina stofnun ríkisins, utan æðstu stjómvalda, sem nefnd er í stjóm- arskránni. Það sýnir ótvírætt virð- ingu þjóðarinnar fýrir sögunni og kveður á um þá skyldu hennar að varðveita á öruggan hátt heimildir um íslenskt samfélag og menn- ingu.“ Svo kemst Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður að orði í nýleg- um kynningarbæklingi um starf og hlutverk Þjóðskjalasafns. En hvemig er þessi gamla stofnun undir það búin að sinna þörfum stjómsýslukerfis sem stöðugt þenst út og safriar að sér meiri pappír að tiltölu en ekki minni með rafeindatækninni? Safnið fékk til umráöa ný og rúm húsa- kynni fyrir nokkru í fyrrum Mjólk- urstöðinni að Laugavegi 162. En með því tókst samt ekki að leysa til fulls þann vanda er upp hefur safnast á þeim tíma sem liðinn er frá þvl er geymslur Safnahússins við Hverfisgötu fylltust, en það var um 1930. Enn er mikiö magn skjala geymt utan höfuðstöðv- anna og margar lestir bíða flokk- unar og þá hillurýmis, sem ekki er enn fyrir hendi. Við ræddum við Ólaf Ásgeirsson þjóðskjalavörö á dögunum um þessi stóru óleystu verkefni, en einnig nokkuð um sögu safnsins og áformin um framtfðarskipulag þess. Þjóðskjalasafn tslands tók til starfa árið 1882, en rætur þess eru fomar. Þær liggja í skjalasöfnum biskups- stóla og kirkna innanlands og í skjalasöfnum dönsku stjómarinnar í Kaupmannahöfh. Reyndar má geta þess að þrír íslendingar hafa verið yf- irmenn Ríkisskjalasafns danska ríkis- ins, þeir Ámi Magnússon, Grímur Thorkerlín og Finnur Magnússon. Hér á íslandi hóf safnið starfsemi sína 1882 f sama mund og verið var að stofna hliðstæð skjalasöfn innan- lands í Danmörku sem útibú frá Rík- isskjalasafni Dana. Skjalasöfn helstu embætta landsins vom sameinuð í Landsskjalasafn, en svo hét safnið til 1915. Þar á meðal voru elstu og merkustu gögnin, gögn kirkjustað- anna og biskupsstólanna, máldagar og reikningar. Elst slfkra skjala er Reykholtsmáldagi frá árinu 1185, elsta skjal á norrænu máli, sem nú er varðveitt í frumriti. Skjalasafn embætta og stjórnsýslu Frá 1882 til aldamótanna var Lands- skjalasafn ekki opið almenningi, en afgreitt úr því til stofnana og emb- ætta. Árið 1900 var ráðinn að safninu sérstakur starfsmaður, landsskjala- Ólafur Ásgeirsson: „Markmiöið er að ráðuneyti og aðrar stofnanir sem skila okkur skjölum annist flokkun þeirra og allan frágang. “ (Timamyndir Árni Bjarna) vörður. Þjóðskjalasafn veitir viðtöku skjölum allra embætta á vegum ríkis- ins, féiaga og fyrirtækja sem þau eiga meirihluta í og enn sveitarfélaga. Þetta sama ákvæði er svo að finna f nýjum og nýtískulegum lögum um safnið frá 1985. Þó léttir það okkur störf að komin eru til sögunnar hér- aðsskjalasöfn, sem nú eru 16 talsins og taka við skjölum frá viðkomandi sveitarfélögum. Þegar fastur starfsmaður var ráðinn árið 1900 var einnig tekið að safna einkaskjalasöfnum, sem mörg voru merkileg og nokkuð viðamikil. Þau voru helst á sviði verslunar, viðskipta, stjómmála og atvinnulífs. Einkaskjöl sem snerta bókmenntir eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns. „Þetta er mikið magn" Skjalamagnið er mikið og stundum verður úr talsverður vandi, eins og þegar ríkisstofnanir eru Iagðar niður. Þá skila þær skjölum sínum eins og þau leggja sig og t.d. höfum við nú verið að veita viðtöku skjölum Is- landsbanka eldri og Útvegsbankans. Einkaskjalasöfnin geta líka verið mjög fyrirferðarmikil, svo sem skjala- safn SÍippfélagsins, sem er frá árun- um 1902 til 1986. Þar er náttúrlega að finna merkilegar heimildir um at- vinnulíf, kaup og kjör á fyrri tíð. Álitið var að Safnahúsið sem reist var fyrir Þjóðskjalasafn og Lands- bókasafn 1906-1909 mundi duga vel næstu tuttugu árin, þótt í byrjun fengi safnið ekki afnot af efstu hæð- inni, þar sem Þjóðminjasafnið var geymt. Þegar um 1930 voru þessi húsakynni orðin troðfull og hjakkaði í sama fari að segja má til 1970, þegar samþykkt var að leigja mætti geymsl- ur úti í bæ. Fyrsta alvarlega tilraunin til þess að leysa þennan geymslu- vanda er svo gerð þegar hús Mjólkur- stöðvarinnar eru keypt í desember 1985. Ég tel að hér hafi tekist vel til. Hús- in henta ótrúlega vel, því níu tíundu hlutar af húsnæði skjalasafns fer und- ir geymslumar. Geymslur þurfa að vera traustar og sterkar og ömggar fyrir eldi. Því er hús sem stendur sjálfsætt og aðskilið af porti frá skrif- stofum, lestrarsölum og annarri þjónustu safnsins eins og best verður á kosið. Lestrarsalur hefur ekki enn verið tekinn í notkun hér og er enn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og þar eru þau skjöl sem mest eru notuð, m.a. manntals- og ættfræðigögn. Þú spyrð hvort öll skjöl Þjóðskjala- safns séu í geymslum hér á Lauga- vegi. Nei, við höfum ekki enn flutt hingað það sem verið hefur í geymsl- um annars staðar. Við erum með troðfulla geymslu í Árbæjarhverfi. Til að fullnýta hið takmarkaða rými og gera alla afgreiðslu hraðvirkari þarf að setja upp viðeigandi hillur og ganga frá skráningu skjalasafna, sem því miður hefur orðið að taka við án fullnaðarskráningar. Þetta er enn eins og í pakkhúsi og skjölunum staflað á bretti. Frá árinu 1985 hefur magnið í vörslu okkar um það bil tvöfaldast, en skjalaframleiðslan í landinu er um einn og hálfur hillukílómetri á ári á hverja hundrað þúsund fbúa. Þetta er samt minna að tiltölu en annars stað- ar á Norðurlöndunum. Stjómsýslan hér skrifar þynnri skýrslur og færri en frændur vorir. Mesta magnið kem- ur frá stofnunum á borð við skóla, sjúkrahús og og skattstofur, þ.e. þess- um embættum sem fjalla um okkur öll. Er allt geymt? Nei, við reynum að grisja skjölin og geyma það helst sem ótvírætt er markvert. Samt er erfitt fyrir okkur að leggja endanlegan dóm á hvað framtíðinni kann að þykja markvert. Okkur þykir stórmerkilegt að skoða reikningana vegna byggingar Viðeyj- arstofu núna, hvað smiðimir fengu í kaup og slíkL Samtímamönnum fannst þetta þó varla merkilegra en okkur finnst bensínnótur núna. Hver veit nema einhverjum þyki síðar for- vitnilegt að sjá hvað forseti íslands greiddi fyrir bensín þegar sá orkugjafi verður úr sögunni!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.