Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 15. febrúar 1992
Búrfell KE-140 á sér farsæla sögu I útgerðinni. Þaö var mikiö aflaskip, en nú hafa Samskip eignast nafniö á eitt strandferöaskipa sinna. Nú er ætlunarverki þess lokiö og þaö bfö-
ur úreldingar, Bergþór Hávarösson hefur nýtt hlutverki handa fleyinu. Tfmamynd Pjetur
Bergþór Hávarðsson, sæfarinn sem náði landi eftir margra vikna
hrakningar eftir fellibyl á leið sinni til íslands frá Plórída í sept-
ember síðastliðnum, hefur ekká í hyggju að leggja árar í bát.
Hann hefur hafið undirbúning að nýrrí för suður um höf að sól-
gylltum ströndum.
Breytir úreldu
100 tonna
Honum hefur áskotnast rúmlega
100 tonna stálskip, Búrfell KE-140,
sem stendur til að úrelda og Bergþór
hyggst breyta skipinu í „seglskip með
hjálparvél", eins og hann orðar það
sjálfur. í lestinni ætlar hann, að setja
upp vélaverkstæði og síðan að sigla
um heimsins höf og selja þjónustu
sína til skútukarla.
„Þetta þróaðist svona smám saman.
Ég fór í heimsókn til frænda míns,
sem býr í Vogum og vinnur í skipa-
smíðastöðinni í Njarðvík, og ég viðr-
aði við hann þessa hugmynd sem ég
hef alið f brjósti um að virkja báta
sem ætti að úrelda. Þá sagði hann við
mig: Það er nú minnsta málið. Ég
held að það séu einir þrír bátar hér
suður frá sem þú gætir notað. Það
týndist nú úr þeim og á endanum
kom ég niður á Búrfellið. Þorsteinn
Erlingsson útgerðarmaður var þá bú-
inn að láta bátinn til Þorsteins Más
Baldvinssonar í Samherja á þeim
tíma og því þurfti ég í raun að fá leyfi
þess fyrirtækis líka til að fá bátinn. Eg
hafði samband við hann til að fá bát-
inn og hann sagði: Ekkert mál, viltu
ekki fá tvo í viðbót? Þannig stendur
nú málið að ég er að ganga frá skrán-
ingu á bátnum," sagöi Bergþór Há-
varðsson í samtali við Tímann.
Bergþór er ekki alls ókunnugur því
skipi sem hann hefur nú í höndun-
um, því hann hóf sjómennsku sína á
einu systurskipa Búrfells, Heimi, sem
var keypt nýtt árið 1963 til Stöðvar-
fjarðar. Það skip heitir nú Happasæll
og er gert út frá Keflavík. Alls voru
systurskipin sjö talsins, en eitt þeirra
hefur þegar verið úrelt.
Vegna reglna um úreldingu verður
annaðhvort að sökkva bátnum eða að
selja í brotajám. Þó er sá möguleiki
fyrir hendi að skrá bátinn erlendis og
það er einmitt það sem Bergþór er að
gera. Að öllum líkindum siglir Ás-
bjöm, eins og upphaflega nafn báts-
ins er og Bergþór hyggst taka upp aft-
ur, undir fána Svíþjóðar með Stokk-
hólm sem heimahöfn.
Bergþórs bíður mikil vinna við
breytingar á bátnum. I honum er vél,
sem þarf að gera gangfæra, og þá ætl-
ar hann að gera umfangsmiklar
breytingar á yfirbyggingu bátsins,
skera bátadekkið af, hækka mastur,
lækka brúna og fjarlægja alla óþarfa
hluti sem taka á sig mikinn vind. Þá
munu verða fjarlægðir ýmsir þungir
hlutir úr skipinu, en flestar breyting-
ar sem Bergþór gerir miðast að því að
gera skipið léttara að ofanverðu og
færa þyngdarpunktinn neðar, þannig
að það sé betur í stakk búið til að bera
hærri reiða. Þá tekur hann mikinn
þunga aftan af skipinu og við það á
það að lyftast töluvert að aftan. Ekki
mun þó Bergþór fullgera seglskipið
hér heima. Þannig verða ekki sett
upp segl og annað mastrið, en þar
spilar kostnaðarþátturinn inn í. Segl
eru mun dýrari hér á landi en erlend-
is og hann mun því kaupa ýmsa hluti
í skipið þar. Skipinu verður því siglt
héðan fyrir eigin vélarafli. „Það verð-
ur of gróft að kalla bátinn segiskútu
eftir breytingamar, en ætli hann
verði ekki skráður seglskip með
hjálparvél," segir Bergþór Hávarðs-
son.
„Það sem gerir mér dálítið erfitt fyr-
ir núna er þessi gífurlegi bölmóður
og svartsýni sem er ríkjandi á íslandi.
Að vísu er bölmóður ágætur í hófi til
að halda aftur af mönnum svo ekki
fari fyrir þeim eins og fór fyrir Ikar-
usi, sem var svo ánægður með vax-
vængina sína. Þegar hann flaug á
móti sólinni, gleymdi hann sér og
vaxvængimir bráðnuðu niður. Það er
sama með okkur íslendinga, menn
verða að geta haldið aftur af sér. En
hins vegar gerir þessi svartsýni sem
er ríkjandi núna mér dálítið erfitt fyr-
ir við framkvæmdir," segir Bergþór.
í lest bátsins ætlar Bergþór að starf-
rækja vélaverkstæði, en eins og
kunnugt er á Bergþór seglskútu þá
sem hann kom á til íslands f haust og
nsaBBHaBzn