Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 12
12Tíminn Laugardagur 15. febrúar 1992 Laugardagur 15. febrúar 1992 Tíminn 13 HeHsustofnun NLFÍ, Hveragerði Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er bæði gömul og ný og breytt stofnun, sem tók formlega til starfa í núverandi mynd 1. janúar 1992. Heilsustofnunin skiptist í endurhæfingadeild (100 rúm) og heilsuhælisdeild (60 rúm). Báðar deildir taka til með- ferðar þá, sem þegar hafa verið sjúkdómsgreindir og þarfnast meðferðar. Starfsemin er m.a. fólgin í hefðbundinni endurhæfingu, heilsurækt og heilsuvemdarstarfi í anda náttúrulækninga- stefnunnar og í samræmi við íslenska heilbrigðislöggjöf og heilbrigðisáætlun. Heilsustofnun NLFÍ auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Stöðu yfirlæknis (fullt starf) Umsækjandi þarf að vera sérfræðingur í endurhæfingu, öldrunarlækningum, almennum lyflækningum eða heimilislækningum. Stöðu sérfræðings (fullt starf) Umsækjandi þarf að vera sérfræðingur í endurhæfingu, öldrunarlækningum, almennum lyfiækningum eða heimilislækningum. Umsóknarfrestur er til 14. mars 1992. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HNLFÍ í síma 98-30300. Umsóknir sendist: Stjórn HNLFÍ, Grænumörk 10, ÍS-810 Hveragerði. Stöðu hjúkrunarforstjóra (fullt starf) Umsækjandi skal hafa hjúkrunarleyfi hér á landi og starfsreynslu í hjúkrun. Æskilegt er að hann hafi lokið framhaldsnámi í stjórnun. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1992. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og hjúkrunar- forstjóri í síma 98-30300. Umsóknir sendist: Stjórn HNLFÍ, Grænumörk 10, (S-810 Hveragerði. Stöður hjúkrunarfræðinga — tvær stöður Stöðu yfirsjúkraþjálfara í fullt starf og tvær stöður sjúkraþjálfara Stöðu yfiriðjuþjálfa — fullt starf Stöðu næringarráðgjafa — fullt starf Stöðu sálfræðings — hálft starf Stöðu félagsráðgjafa — hálft starf Heilsustofnunin stendur í fögru umhverfi, með ótal mögu- leikum til útivistar og er í 40 km fjarlægð frá höfuðborg- inni. Boðið er upp á heilsufæði. Búseta í Hveragerði eða nágrenni er æskileg, en ekki skilyrði. Möguleiki er á að aðstoða við að útvega húsnæði á góðum kjörum. Nánari upplýsingar um stöður hjúkrunarfræðinga, sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfa, næringarráðgjafa, sálfræðings og fé- lagsráðgjafa veita framkvæmdastjóri, yfirlæknir og hjúkr- unarforstjóri í síma 98-30300. Umsóknarfrestur um þessar stöður er til 1. mars 1992 og skulu umsóknir sendast: Heilsustofnun NLFÍ, b.t. Eiríks Ragnarssonar, framkvæmdastjóra, Grænumörk 10, 810 Hveragerði. Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftir- talin verk á Norðurlandi eystra: 1. Norðurlandsvegur í Öxnadal, Engimýri- Varmavatnshólar Lengd kafla 9,6 km, magn 260.000 rúmmetr- ar. Verki skal lokið 1. ágúst 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 17. febrúar n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöð- um fyrir kl. 14:00 þann 2. mars 1992. 2. Eyjafjarðarbraut eystri, um Þverá Lengd kafla 0,8 km, magn 30.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. júlí 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 17. febrúar n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöð- um fyrir kl. 14:00 þann 9. mars 1992. Vegamálastjóri LÁN OG STYRKIR Sonur útlagans Þorsteinn hét maður, Kolbeinsson. Hann bjó á Tungufelli í Ytri-Hrepp. Guðrún hét kona hans Hallvarðardóttir. Hún hafði áður verið gift þeim manni er Jón hét og varð hann skammlífur. Jón hét sonur þeirra og var hann á 7. ári er þessi saga hefst, en sonur Guðrúnar með Þorsteini var á 3. ári. Hann hét Kolbeinn eftir föðurföður sínum. Þorsteinn var vel viti borinn og heldur skapmikill. Tvíbýli var þá í Tungufelli. Magnús lögmaður, sem þá bjó í Bræðratungu, átti Tungufellstorfuna. Landskuld var áskilin í ám. Þorsteinn dæmdur í útlegð Nú kom fellivetur og fækkaði fé Þor- steins svo að hann þóttist ekki geta lát- ið ær í landskuldina. Tók lögmaður þá kú í staðinn. Það þótti Þorsteini hart að gengið og gramdist mjög við lög- mann. Um sumarið voru báðir bænd- umir að slá á Veilunni og áttu þá tal saman um lögmann; sagði Þorsteinn að hann væri þjófur og ræningi. Sam- býlismanninum þótti Þorsteinn taka of djúpt í árinni og spurði hann hvort hann vildi standa við þessi orð. Þor- steinn sagði að hann mætti fara með þau hvert sem hann vildi, sagðist mundi geta fundið þeim stað. Hinn reið þegar í TUngu og sagði lögmanni orð Þorsteins. Lögmaður höfðar nú mál á Þorstein (yrir illmæli um sig. Þorsteinn varði mál sitt sjálfur. Hann var vel máli far- inn. Voru mörg próf haldin og var það lengi að ekki vannst á hans hluta. Þá var það eitt sinn fyrir rétti, að svo mik- ið stam kom að honum, að hann kom engu orði upp. Má vera að hann hafi fengið krampa af geðhræðslu. Virtu menn svo, að lögmaður hefði séð sitt óvænna og því fengið galdramann á Vestfjörðum til að gera Þorstein orð- lausan. Höfðu margir þetta fyrir satt Nú gat Þorsteinn ekki varið mál sitt og féll það á hann. Var hann dæmdur ærulaus og rækur frá kristnum mönn- um lífs og liðinn. Þorsteinn gerði sér nú hreysi í höfða þeim inn við Búðaá, sem síðan heitir Þorsteinshöfði. Guð- rún fékk að halda búi á Tlingufelli. Þá er Þorsteinn þurfti að fá eitthvað að heiman, lét hann sjá sig hjá vörðu þeirri, er síðan heitir Þorsteinsvarða, norðvestan til á Kjölnum við Kjalar- dalinn. Nær bænum mátti hann ekki koma, en þar sást hann að heiman og þangað voru honum færðar nauðsynj- ar hans. Guðrún undi þessu svo illa, að hún vildi heldur bregða búi og fara í útlegð með manni sínum. Sumra sögn er, að lögmanni hafi þótt Þorsteinn hafa of mikil mök við fólk í byggð, ef hann væri á Þorsteinshöfða. En það varð úr, að hann leyfði þeim Þorsteini og Guðrúnu að búa saman í TUnguseli. Haft er eftir Tómasi eldra í Brattholti, að Tungusel séu tvö, annað eigi langt frá Gullfossi, hitt inni undir Bláfelli og þar hafi lögmaður leyft þeim Þorsteini að hafast við — hvar sem það nú er. Sagt er að þar hafi Þor- steinn dvalið í fimm ár, dáið þar og sé dysjaður undir kofaveggnum. Kolbeinn fer í fóstur til Magnúsar í Bræðratungu Eftir lát Þorsteins er svo að sjá, sem Guðrún hafi búið í Tungufelli, því þar ólst Jón sonur hennar upp, sem enn mun frá sagt Sagt er að lögmaður hafi gert sér ferð að heimsækja Guðrúnu og syni hennar, sumir segja eftir lát Þorsteins, aðrir segja áður. Er svo að sjá sem hann hafi þóst þurfa að bæta þeim nokkuð. Hann hitti sveinana úti, veik fyrst að Jóni og spurði hann, hvort hann vildi ekki koma til sín og vera hjá sér. „Nei,“ segir Jón. „Hvers vegna ekki?“ spyr lögmaður. „Af því þú ert svo vondur maður" segir Jón. „Þú ert versti maður.“ Lögmaður lét þetta ekki á sig fa, en sneri sér að Kolbeini og spurði hvort hann vildi koma til sín. Kolbeinn ját- aði því, og það varð úr að lögmaður tók Kolbein að sér, ól hann upp og kostaði til skólanáms í Skálholtsskóla. Lærði hann til prestskapar og þótti einkar efnilegur námsmaður. Var hann svo vel að sér í latínu og svo gott latínuskáld, að hann sneri passíusálm- um Hallgríms Péturssonar á latínu, en hélt þó hinum upprunalegu bragar- háttum og þræddi efriið nákvæmlega. Dáðust menn að því verki Þorsteinn fær uppreisn æru Þá er Kolbeinn var útlærður, fékk hann konungsleyfi til að taka upp aftur mál föður síns. Er sagt að hann hafi snemma haft það í huga og því í kyrr- þey kynnt sér sem best aila málavexti. Segja menn að málið hafi gengið fyrir hæstarétt og að Kolbeinn hafi tvisvar farið utan til að fylgja því fram. Ekki er þó getið hvaðan hann hafði fjárstyrk til þess, því sjálfur var hann fatækur. En hvemig sem málið gekk, þá lauk því svo, að Þorsteinn var sýknaður og ftið- helgur til að hvfla í kristinna manna reit Lét nú Kolbeinn grafa upp bein föður síns og jarða í kirkjugarði. Sagði Guðrún Snorradóttir að það hefði ver- ið í Tbngufelli, en Snorri sonur henn- ar hefur það eftir Sigurði Pálssyni í Haukadal, að bein Þorsteins hvfli í Haukadalskirkjugarði. Hafði Sigurður á yngri árum séð ræðu þá, er Kolbeinn hafði haldið yfir gröf föður síns og þótt mjög mikið til hennar koma. Sagt er að lögmaður hafi orðið hart úti, er þessu máli lauk. Hann hafi orð- ið að borga allan málskostnað og einn- ig dæmdur í stórsekt Honum hafi ver- ið send skyrta með rauðum kraga, er hann átti að fylla af peningum og senda konungi; hafi lögmaður þess vegna orðið að selja jarðir sínar til að komast út af þessu og verið félaus eftir. En þetta er vissulega ekki annað en missögn. Á Gilsbakka Kolbeinn trúlofaðist dóttur séra Jóns Eyjólfssonar á Gilsbakka. Mun það hafa verið áður en hann vígðist Þá var Kolbeinn 26 ára er hann var vígður. Það var árið 1757. Var hann þar tvö ár og varð mjög ástsæll af sóknarmönn- um. En þá kvaddi séra Jón á Gilsbakka hann sér til aðstoðar þar eð hann var tilvonandi tengdasonur hans. Séra Kolbeinn fór þangað sumarið 1759 og giftist Amdísi þá um haustið. Þau sett- ust að í Síðumúla í Hvítársíðu vorið eftir og bjuggu þar fimm ár og þar eru elstu böm þeirra fædd. Má sjá af „Gils- bakkaþulu" séra Kolbeins (Kátt er um jólin, koma þau senn), að þá hafi Guð- rún verið komin á fót er þulan var kveðin, og átt í vændum að fara í kynn- isför að Gilsbakka um jólin til afa síns. Svo er að sjá af grafskrift sem Magnús alþingismaður Andrésson orti eftir hana, að hún hafi verið fædd 1760 og er hún þá elsta bam hans. Örlög Jóns hálfbróður Kolbeins Nú er að segja frá Jóni, hálfbróður séra Kolbeins. Hann ólst upp í Tringu- felli og varð vel að sér, las og skrifaði, sem í þá daga var fötítt Þá er hann var uppkominn, varð það títt í Tringufells- Hér segir frá Kol- beini Þorsteinssyni, höfundi Gilsbakka- þulu, og ættmenn- um hans sókn að fó hann til að lesa húslestra á helgum dögum. En svo tókst til fyrir honum, að hann bamaði tvær vinnu- konur í Hamarsholti sama veturinn. Hamarsholt var hjáleiga frá Tringufelli langt frá öðmm bæjum og er nú í eyði. Má geta nærri að Jón hefrir orðið fyrir lítilsvirðingu fyrir þetta, enda tók hann sig burt úr héraði og fór vestur í Hvítársíðu; mun séra Kolbeinn þá hafa verið þar. Þama staðfestist Jón og kvæntist en ekki er getið á hvaða jörð hann bjó. Sagt er að hann hafi látið umsjón búsins hvfla mjög á konu sinni, sjálfur tók hann að sér póstferð- ir og var sjaldan heima. Frá Halldóri Jónssyni Annað barnið sem hann átti í Ham- arsholti hét Halldór. Er sagt að móð- ir hans hafi gifst Álftnesingi er hafði kynnst henni í kaupavinnu og flust með honum suður á Álftanes með Halldór, þá bamungan. En fáum ár- um síðar dó hún og var drengurinn þá sendur föður sínum. Ólst hann upp þar vestra til fermingaraldurs, var einkum undir hendi stjúpu sinn- ar og átti illt hjá'henni. Þegar hann var fermdur, sagði hann prestinum, að áform sitt væri að strjúka austur til ættingja sinna. Presturinn kenndi í brjósti um hann. Tók hann til sín fyrst, en sendi hann svo séra Kolbeini föðurbróður hans. Séra Kolbeinn þurfti hans ekki við til smala og bað séra Jón Finns- son í Hmna fyrir hann, og kom hann honum sem smaladreng að Kluft- um. Þar bjuggu hjón, er hétu Guð- mundur og Sigríður. Jón og Erlend- ur hétu synir þeirra. Þeir vom báðir hraustmenni, og orðlagðir átmenn. Em um þá ýmsar sagnir. Þeir vom báðir fulltíða þegar Halldór kom að Kluftum. Hann var þar mörg ár og mannaðist vel. Jón var honum eink- ar góður meðan þeir vom saman; lét Halldór hann njóta þess síðar. Þegar Jón bjó við fátækt í Hólakoti, hjálpaði Halldór honum slíkt sem hann mátti. Halldór kvæntist og fékk Guðrúnar Snorradóttur bónda í Ási hjá Hmna. Þau bjuggu fyrst á írabakka, þá í Unnarholti, þá í Jötu og famaðist vel. Áttu saman 12 böm og em ættir taldar frá 8 þeirra. „Ég man eftir hinum lifandi Víkjum nú aftur til séra Kolbeins. Þá er hann hafði verið nokkur ár í Miðdal, var skipaður niðurskurður á öllu fé í Ámessýslu til að útrýma fjárkláðanum fyrri. Þá fór séra Kolbeinn austur í öræfi til fjárkaupa. Minntust Öræfingar þess, að hann var þar áður og gáfu honum svo margar kindur, sem hann hafði ætlað að kaupa eða þó fleiri. Guðrún móðir hans brá búi og fór til hans að Miðdal. Hún hafði alla ævi verið hneigð til sauðfjárræktar. Átti hún kindur í Miðdal fram á elli- ár. Hún varð mjög gömul. Úr sfðasta sauðnum, sem hún átti, geymdi hún völurnar í stokk sínum, svo bamaleg var hún orðin. Eftir lát hennar geymdi séra Kolbeinn stokkinn með völunum og tárfelldi jafnan er hann tók hann fram, því bamdómselska hans til móður sinnar fyrntist aldrei meðan hann lifði. Líka er sagt að hann hafi verið manna viðkvæmastur í lund og þó manna tryggastur. Eitt sinn jarðaði hann barn, er hann missti „yngsta Jón“ og var bamið lagt hjá móður séra Kol- beins. Hélt hann þá ræðu yfir gröf- inni og byrjaði á þessum orðum: „Ég man eftir hinum lifandi, en get ekki gleymt hinum dauðu.“ Var sú ræða orðlögð. Sagt er að hann hafi vanalega pred- ikað blaðalaust og svo hafi verið í þetta sinn. Leiði Guðrúnar Hall- varðsdóttur kvað vera fyrir kirkju- dymm í Miðdal. Þau séra Kolbeinn og Arndís áttu níu börn. Um þau kvað hann vísur þessar: Guðrún mæta, fallegt fljóð, finni ágæta dyggðarslóð. Henni bæta mein og móð mun hið sæta Jesúblóð. Ó, þú þýða Margrét mín, mildin fríða gæti þín. Hjálp þér blíða sendi sín svo ei líða þurfir pín. Hýrleg snótin Halldóra herrans njóti blóðstrauma. Harmabót og björgina ég bið hún hljóti nóglega. Guðrún yngrí, góðlegt víf, guðs af fingri þiggi hlíf. Sorg af þyngri kvitt við kíf. Kaupist slingri eilíft líf. Eldri Jón með æru og list æðstum þjóni Jesú Krist, frjáls aftjóni framleiðist fyrir hans trón í heimavist. Jóni gagnist yngri enn, auðnumagn og farseldenn, í friðarins vagni sitji senn svo honum fagni guð og menn. Óska ég þess að Eyjólfi allskyns blessun meðdeili, Gllsbakki á Hvítársíðu. Hér var jólaboðið haldið sem séra Kolbeinn gerði ódauðlegt í þulunni „Kátt er um jólin“ — Gilsbakkaþulu. Guð, svo hress í heimi sé og hljóti sess í dýrðinne. Oft ég reyni angurssting afÞorsteini vesaling. Gæsku hreinust guðs þrenning græði hans mein í heimflutning. Hálfsmánaðar hneig á frón — hans legstaður er fyrir sjón — lifí glaður lambs hjá trón lukkumaðurinn yngsti Jón. Séra Kolbeinn dó 1783 og hefur þá verið 52 ára. Arndís fékk þá Hörgs- holt til ábúðar. Mun séra Jón Finns- son hafa útvegað henni það. Þar bjó hún með rausn. En er hún brá búi fór hún til Jóns kaupmanns í Stykk- ishólmi, sonar síns. Þar dó hún í hárri elli. TIL TÆKNINYJUNGA EÐA ANNARRA ÚMBÓTA í BYGGINGARIÐNAÐI í 11. gr. laga nr. 86/1988, meö síðari breytingum, segir m.a. aö húsnæðismálastjórn hafi heimild til þess að veita lán eða styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði úr Byggingarsjóði ríkisins. í 14. gr. segir m.a. að heimilt sé að veita lán til þess að gera tilraunir með tækninýjungar og aðrar umbætur, sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði, enda fylgi staðfesting á því að umsóknin sé ekki lánshæf hjá sérsjóðum iðnaðarins. Þar segir jafnframt, að heimilt sé að hafa fyrirgreiöslu þessa i formi styrkja. i 15. gr. sömu laga segir, að fjárhæð láns og lánstíma skuli ákveða hverju sinni af húsnæðismálastjórn, með hliðsjón af kostnaði við að koma nýjunginni í notkun, svo og mikilvægi hennar fyrir byggingariðnaðinn. Með vísan til þessa er hér með augiýst eftir umsóknum um ofangreind lán og styrki. Pær geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. í umsókn skal m.a. gera grein fyrir meginefni nýjungar þeirrar eða umbóta sem um er að ræða, á hverju stigi málið er, hverju fé hefur þegar verið varið til þess, hver er áætlaður heildarkostnaður við það, hvenær ætla má að það verði komið á lokastig, hvert gildi það er talið hafa fyrir þróun húsnæðis- og byggingarmála; og annað það, sem talið er máli skipta. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum stofnunarinnar að suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. Reykjavík, 13. febrúar 1992. HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SlMI 696900 Fjár- og með mótor í handfangi G0TT VERÐ TiZlésúdftg HOFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVIK • SIMI 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.