Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 15. febrúar 1992
Tíminn 17
Þau Vallholtshjón björguðust vel á
þessu býli og bú þeirra blómgaðist,
enda voru þau mjög samhent um
búskapinn. Fyrstu árin var heyfeng-
ur heldur lítill, en þá var sfldarmjöl
komið til sögunnar og með því tókst
duglegum bændum að framfleyta
furðu stórum bústofni á litlum heyj-
um. Um þetta leyti komu jarð-
vinnsluvélar til sögunnar, sem fóru
um sveitina og unnu smáskákir á
hverjum bæ sem urðu að nýrækt-
um. Þannig stækkuðu túnin smám
saman.
Eiríkur hóf ekki ræktun í stórum
stökkum, en vandaði því betur rækt-
unina, undirbjó flögin með því að
aka í þau skít. Túnin voru rennislétt
og spruttu vel, oftast tvíslegin. Með
sanni mátti segja að umhirða Eiríks
í búskapnum væri til fyrirmyndar.
Hann var ekki fyrir það að elta uppi
alla nýja siði í búháttum. Hann
hafði kindur sínar alltaf í gömlu
Hrólfsgerðishúsunum, sem byggð
eru úr torfi og grjóti. Þessi hús
stækkaði hann mikið og setti jám-
þök á þau flest. Einnig byggði hann
ný fjárhús úr sama efni úti á svo-
nefndum Skógarbala.
Eiríkur hefði sjálfsagt getað steypt
utan um fé sitt, ef áhugi hefði verið
fyrir því. En hann vissi vel, að öllum
skepnum líður best innan torf-
veggja, enda hafa þeir verið húsa-
skjól manna og dýra um allar aldir á
íslandi. Kannske hefur hann líka séð
fram í tímann. Eins og nú er komið
fyrir fjárbúskap í sveitum landsins.
Galtómir steinkumbaldar standa nú
í öllum dölum og fjörðum íslands.
Eiríkur var góður hleðslumaður og
smekkvís. Bera allar byggingar í
Vallholti þess vitni. Þar er allt við
hæfi, ekkert of né van, og þess
munu fá dæmi að byggingar á nýbýli
falli svo vel inn í landslagið. í ára-
tugi sá Eiríkur um allt viðhald hinn-
ar gömlu Fljótsdalsréttar á Bessa-
staðaármelum, sem öll er hlaðin úr
grjóti, og endurbyggði veggi í hana.
Þótt aldrei stæði þyrping véla í túni
Eiríks, var hann samt bústólpi sinn-
ar sveitar. Hann hafði það fyrir
reglu, að kaupa aldrei meira en
hann var borgunarmaður fyrir, og
skuldaði því aldrei neinum neitt.
Hann var gjörhugull og greindur
vel, minnið traust og brást aldrei.
Hann var góður reikningsmaður,
þótt óskólagenginn væri. Greiða-
semi var ríkur þáttur í fari Eiríks og
nutu margir góðs af því. Hann sat í
hreppsnefnd um tíma, og man sá er
þetta ritar, að þar þóttu tillögur
hans góðar á fundum. Með sinni ró-
legu yfirvegun, t.d. við niðurjöfnun
gangna, sem lengi hafa þvælst fyrir
hreppsnefndum í Fljótsdal, var Ei-
ríkur snillingur að finna nýjar og
betri lausnir, sem komu fjáreigend-
um betur. Hann var kosinn til ým-
issa opinberra starfa hér í sveitinni
og sinnti þeim öllum af mikilli trú-
mennsku.
Eiríkur undi sér vel á fjöllum og
líklega hefur enginn Fljótsdæling-
ur farið í eins margar göngur nú
síðari áratugina. Minnir mig hann
segja frá því að hann hafi farið í
fyrstu göngur sínar 14 eða 15 ára,
og lengst af fór hann í tvennar
göngur á hverju hausti. Flestar
göngur Eiríks voru á Vesturöræfi,
ekki veit ég hvað margar. Eiríkur
var náttúrunnar barn og lifði í sátt
og samlyndi við hana, nema hann
breiddi tún sín með tilbúnum
áburði eins og allir gerðu, og gaf
fénu ormalyf. Hann var líka tölu-
verður grúskari í eðli sínu, og braut
heilann um ýmislegt, sem ekki er
bændum vanalegt umhugsunar-
efni. Fróðleiksmaður var hann og
var sjaldan komið þar að tómum
kofunum. Ef til vill er honum best
lýst með orðum sóknarprestsins:
„Eiríkur var mikilmenni, án þess að
vita það.“
Eftirlifandi kona Eiríks er Drop-
laug Jörgensdóttir Kjerúlf, frá Arn-
heiðarstöðum, og EÍísabetar Jóns-
dóttur frá Brekkugerði. Þau hjónin
eru þrímenningar að frændsemi.
Jörgen, faðir Droplaugar, var smið-
ur og skáldmæltur vel, en lítið gef-
inn fyrir búskap. Hann átti heima í
Vallhoiti síðustu áratugina og
dvaldi þar oftast, enda kunni hann
vel að meta hið draumfagra útsýni
og orti þar nokkur sinna bestu
kvæða. Einnig var Herdís, systir
Droplaugar, lengi til heimilis í Vall-
holti. Droplaug var alin upp hjá
Sigríði, föðurömmu sinni á Arn-
heiðarstöðum, sem var mikið
menningarheimili. Þar var m.a.
einn fegursti skrúðgarður sveitar-
innar, og á hólnum í Vallholti kom
Droplaug upp garði með trjám og
blómskrúði, við hinar erfiðustu að-
stæður. Nafn býlisins var einnig
sótt í Arnheiðarstaði, sem Fljóts-
dæla segir að hafi í upphafi kallast
Vallholt.
Hjónaband þeirra Droplaugar og
Eiríks var farsælt. Þau eignuðust
fimm börn, en misstu einn dreng 2
ára gamlan. Hin eru: Hjörtur bóndi
og oddviti á Hrafnkelsstöðum,
Reynir, nýlega orðinn útibússtjóri
K.H.B. í Bakkagerði, Borgarfirði;
Sigurður þúsundþjalasmiður á Eg-
ilsstöðum, og Lísa húsmóðir í
Reykjavík. Þau hafa öll eignast
maka og börn.
í minningunni rifjast upp margt
er við Eiríkur áttum saman að
sælda um dagana og hans eðlislæga
spaugsemi. Eg þakka það nú að
leiðarlokum.
Hallgrímur Helgason
á Droplaugarstöðum
i s l A N d s
H-ÁMA-N
NÁMU-NÁMSSTYRKIR
Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um 5 styrki
sem veittir verða NÁMU-félögum
1 Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki.
2 Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir
16. mars 1992, eiga rétt á að sækja um þessa styrki.
3. Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir
verða afhentir í apríl 1992 og veittir NÁMU-félögum skv.
eftirfarandi flokkun:
2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 1 styrkur til náms við
framhaldsskóla hérlendis, 1 styrkur til framhaldsnáms er-
lendis og 1 styrkur til listnáms.
4. Umsóknum, er tilgreini námsferil, heimilisfang og
framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar
en 16. mars næstkomandi.
5. Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið,
b.t. Ingólfs Guðmundssonar,
Austurstrítti 11, 155 Reykjavík.
L
Landsbanki
íslands
Banki alira landsmanna
HEILBRIGÐIS- OG
TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Laust lyfsöluleyfi,
sem forseti íslands
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Blönduósi (Apótek
Blönduóss). Dánarbú fráfarandi lyfsala óskar eftir því að
viðtakandi lyfsali kaupi húseign þá er lyfjabúðin er í, sbr.
11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. júní
1992.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræöi-
menntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 10.
mars n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
13. febrúar 1992.
LEKUR : ER HEDDIÐ
BLOKKIN? : SPRUNCIÐ?
Viögeröir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir — rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa.
viöhald og viögeröir á iðnaðarvélum — járnsmíöi.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar
Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110
Listskreytingasjóður
ríkisins
Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lögum nr.
71/1990 og hefur það markmið að fegra opinberar bygg-
ingar og umhverfi þeirra með listaverkum og stuðla
þannig að listsköpun í landinu. Verksvið sjóösins tekur
fýrst og fremst tii bygginga sem ríkissjóður fjármagnar að
nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers
konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar
innan húss og utan, höggmyndir, málverk, veggábreiður
og hvers konar listræna fegrun.
Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin
um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, skulu arkitekt
mannvirkis og bygginganefnd sem hlut á að máli hafa
samband við stjóm Listskreytingasjóðs, þannig að bygg-
ingin verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar
í huga sem ráðlegar teljast. Heimilt er einnig að verja fé
úr sjóðnum til skreytingar bygginga sem þegar eru full-
byggðar.
Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint
til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, skrifstofu Sam-
bands íslenskra myndlistamanna, Freyjugötu 41, 101
Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöð fást
einnig í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins að Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er, að umsóknir
vegna fyrri úthlutunar 1992 berist sem fyrst og ekki síðar
en 1. maí nk. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna, frá kl. 10.00 til 14.00
alla virka daga, sími 11346.
Reykjavík, 15. febrúar 1992
Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins
FERÐAMÁLARÁÐ ÍSLANDS
Styrkir
til úrbóta á ferða-
mannastöðum
Á þessu vori mun Ferðamálaráð íslands úthluta
styrkjum til framkvæmda á ferðamannastöðum. Um
er að ræða mjög takmarkað fjármagn.
Úthlutað verður til framkvæmda sem stuðla að bætt-
um aðbúnaði ferðamanna og vemdun náttúrunnar.
Kostnaðaráætlun þarf að fylgja með og verkefnið skil-
greint á annan hátt.
Styrkir verða ekki greiddir út fýrr en framkvæmdum og
úttekt á þeim er lokið.
Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram fjármagn,
efni eða vinnu til verkefnisins.
Styrkþegum gefst kostur á ráðgjöf vegna undirbúnings
og framkvæmda hjá Ferðamálaráði.
Umsóknum ber að skila á eyðublöðum sem fást á
skrifstofu Ferðamálaráðs og þurfa þær að berast fyrir 15.
mars 1992.
Nánari upplýsingar veittar á sama stað.
Ferðamálaráð íslands
Lækjargötu 3
101 Reykjavík
sími 91-27488