Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 10
lOTíminn Laugardagur 15. febrúar 1992 Laugardagur 15. febrúar 1992 Tíminn 11 DRYKKJARKER fyrir kýr, hesta og sauðfé Flotholtsventlar fyrir vatnsker og tanka TUlésúdfy HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 M E N NTAMÁL ARÁÐU N EYTIÐ Rannsóknastyrkir frá J.E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarty-stofnunin ( Bandaríkjunum býðurfram styrki handa eriendum vísindamönnum til rannsókna- starfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rann- sókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomed- ical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunar- fræði. Hver styrkur er veittur til 12 eða 24 mánaða frá miðju ári 1993 og á að standa straum af dvalarkostn- aði styrkþega (19.000 til 23.000 bandaríkjadalir), auk ferðakostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa um- sækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Umsóknargögn og nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson læknir, barnadeild Landspítal- ans (s. 91-601000). — Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, eða Atla Dagbjartssyni, barnadeild Landspítalans, 101 Reykjavík, fyrir 15. júlí eða 1. nóvember á þessu ári. Umsækjendur, sem skila umsóknum fyrir 15. júlí, fá vitneskju um styrkveitingu í lok febrúar 1993, en umsóknir, sem skilaö erfrá 15. júlí til 1. nóv- ember, verða afgreiddar fyrir 15. júní 1993. Menntamálaráðuneytið, 11. febrúar 1992. ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum i gerviefni á 8 brauta, 400 m hlaupabraut á aðalleikvanginn í Laugardal. Um er að ræða 6050 m2 af efni og útlögn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. mars 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR c Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Íc ooo w • tHPJ % '^NGAV1^ Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum verður haldinn mánudaginn 24. febrúar 1992 kl. 16.00 í Baðstof- unni 6. hæð, Ingólfsstræti 5. Auk venjulegra aðalfundar- starfa eru laga- og reglugerðabreytingar á dagskrá. Félag- ar eru hvattir til þess að mæta. Stjórn F.S.V. Japanir ásaka hann um dóna- skap og verkalýðs- foringjar um græðgi Lee lacocca, hinn marg- frægi forstjóri Chrysler- . bílaverksmiðjanna, er síðasta fórnarlamb við- skiptastríðsins milli Bandaríkjamanna og Japana. lacocca hefur löngum látið sér fjöl- miðlaathyglina vel líka, en þeir dagar, þegar sér- hver „uppi“ í viðskiptalíf- inu þaut til og keypti sér æviminningar hans, eru liðnir. Japanir bálreiðir Maðurinn, sem þakkað var að hafa bjargað þriðja stærsta bifreiðafram- leiðanda Bandaríkjanna frá gjald- þroti, sætir nú hörðum árásum fyrir óheppileg orð, sem hann lét falla í garð japanskra keppinauta fyrir skömmu, og ekki síður þær óheyri- Iega háu launagreiðslur sem hann þiggur. Kór gagnrýnendanna hefur sótt í sig veðrið eftir að Iacocca slóst í för með Bush forseta í ferð hans til Japans fyrir nokkru, en sú ferð varð sannkölluð óheillaför. Fyrir þrem vikum sakaði Iacocca Japani um að hafa brugðist heiti sínu um að tvöfalda kaup á banda- rískum hlutum til bifreiðafram- leiðslu fram til 1994. Ávítur hans urðu til þess að Yutaka Kume, fram- kvæmdastjóri Nissan, jós úr skálum reiði sinnar, sem aldrei hafði fyrr gerst: „Framkoma herra Iacocca og ummæli eru hneykslanleg og móðg- andi í okkar garð,“ sagði hann. Hefur laun 188 verka- manna Japönsk dagblöð vöktu athygli á launum Iacocca og hinna fram- kvæmdastjóranna í fylgdarliði Bush. Þeir 21 frömuður úr banda- rísku viðskiptalífi, sem hér um ræddi, höfðu að meðaltali 3.4 millj- ónir dala í árstekjur, eða sexföld laun Japana í sömu stöðum. Þetta voru líka 188-föld laun hins al- menna verkamanns í Bandaríkjun- um. Japanskir framkvæmdastjórar eru þó ekki með „nema“ tíu eða tuttuguföld laun búðarlokunnar. Chrysler á fallanda fæti Nú hefur bandarískur almenning- ur gert aðsúg að Iacocca vegna launa hans, sem hafa hækkað þrátt fyrir að óðum hallar undan fæti hjá Chryslerverksmiðjunum. Árið 1990 dró úr hagnaði bílarisans um 80%, og arður til hlutahafa lækkaði um helming. Iacocca fékk þó 15% launahækkun og námu launagreiðslurnar einar nú 4.58 milljónum dala. Formaður Sam- bands varkamanna í bílaiðnaði, Ow- en Bieber, segir: „Sé einhver rökræn ástæða til slíkra launagreiðslna, Opinn fundur á Hótel Sögu: Stefnir í frjálshyggju- ráöstjórn á íslandi? fyrir geimferðaáætlanir Bandaríkj- anna, til þess að fé skorti til þróunar í bifreiðasmíðum fyrr en varði. Chrysler mun nú verða að eyða 16.5 milljörðum dala næstu fjögur árin til þess að endurnýja úreltar bíla- gerðir. Enn er því farið að velta vöngum yfir hvort Chrysler lifi eða deyi, en laun Iacocca eru ósnertanleg. Sam- keppnissérfræðingur einn f New York, Graef Crystal, segir að miðað við frammistöðu Iacocca að undan- förnu sem framkvæmdastjóra hefðu launin átt að lækka um 46% — í 2.4 milljónir dala. Fleiri sporslur Athyglin beinist líka að öðrum sporslum, er Iacocca hefur. Launin eru ekki nema lítill hluti tekna hans. Á síðasta ári greiddi Chrysler honum 1.65 milljónir fýrir tvær húseignir og var önnur í Florida og hin í Michigan. Þetta gerðist er fast- eignaverð fór hríðlækkandi. Tals- menn fyrirtækisins segjast hafa gert þetta, svo hann „gæti að fullu helg- að sig hagsmunamálum Chryslers". Hvorki almenningur né fjölmiðlar sættu sig vel við þá skýringu. Þá bauðst hinum roskna viðskiptajöfri að eignast sérlega ábatasöm hluta- bréf með ótrúlegum kjörum: Hann fékk 60 þúsund hluti gefins fýrir að Ijá máls á að gegna framkvæmda- stjórastarfinu eitt ár til viðbótar. Enn mun hann fá 62.500 hluti fría fýrir hvern ársfjórðung, er hann mun hafa starfað á nýju ári. Alls verða þetta 310.000 hlutir í árslok. Ekki er allt talið enn. Hann hefur fengið forkaupsrétt á 720.000 hlut- um á 33.50 dali hvern hlut, en markaðsverðið er 187.500 dalir. Verðgildi hlutaeignar Iacocca fer að vísu eftir því hvernig Chrysler reiðir af á árinu, en núvirði hennar er minnst 9 milljónir dala ofan á laun hans og bónusgreiðslur. Hann ætti því að geta talið sér minnst 14 milljónir dala vísar, sem er bærileg trygging fýrir náðugum ellidögum. Hitnar undir Lee lacocca önnur en græðgi, þá fáum við ómögulega komið auga á hana.“ Fyrir rúmri viku skýrðu Chrysler- verksmiðjurnar frá uggvænlegum tölum um reksturinn á síðasta ári: Fyrirtækið tapaði 795 milljónum dala á 29.4 milljarða dala sölu. Árið 1990 varð þó 68 milljón dala hagn- aður af 30.6 miljarða dala sölu. Það þykir grátbroslegt að ekkert nema japanskt fjármagn kom í veg fýrir að niðurstöðurnar urðu ekki enn verri. Chrysler fékk greiddar 127 milljónir dala, er fýrirtækið lét japönskum meðeigendum (Mitsubishi) í Diam- ond-Star Motors hlut sinn eftir í fyrra, en Diamond- Star var rekið í samvinnu bandarískra og japanskra aðila. Án þessarar sölu hefði tapið á síðasta fjórðungi ársins 1991 numið 30 milljónum dala og tap ársins 900 milljónum. Sölutregða á heimamarkaði Chrysler hefur orðið sérlega hart út í eyðslusamdrætti í Bandaríkjun- um. Skýringin er að fýrirtækið á ekki jafn sterka markaði utan Bandaríkjanna og keppinautar þess, General Motors og Ford. Hefur Chrysler orðið að neyta rándýrra úr- ræða til þess að halda viðskiptavin- um og koma í veg fyrir vaxandi straum þeirra til japanskra bíla- framleiðenda. Þriðji hver bíll, er selst í Bandaríkjunum nú, er jap- anskur. Lét reka á reiðanum Enn er Iacocca legið.á hálsi fyrir að hafa látið stjórnunina reka á reiðan- um um 1985, er vel áraði hjá fýrir- tækinu. Á þeim tíma varð ýmis til- raunastarfsemi, svo sem framleiðsla lacocca: Firnaháar launagreiðslur og óheppilegar yfirlýsingar kynda undir gagnrýni. Undanfarið hefur Framsóknarflokkur- inn efnt til opinna stjórnmálafunda í kjördæmum landsins. Þriðjudaginn 18. febrúar n.k. verður haldinn fundur í Reykjavík á Hótel Sögu (Súlnasal) kl. 20.30. Fundarefni: Stefnir í frjálshyggjuráðstjórn á íslandi? Frummælendur: Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Finnur Ingólfsson alþingismaður. Fundarstjóri verður Valdimar K. Jónsson prófessor. Fundurinn er öllum opinn. Illl Framsóknarflokkurinn Steingrímur Hermannsson Finnur Ingólfsson Jo^ooooöoooóðíFLJÖó /• / I KREPPUNNI /• / SPAÐUI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.