Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. febrúar 1992 Tíminn 15 Allt benti til að Nigel Ferris hefði ráöið konu sina af dögum. ána. Hann kallaði á hana í um það bil fimm mínútur en fékk að vonum ekkert svar. Nigel Ferris gerði ráð fyrir að einhverjir dyntir hefðu dottið í konuna hans eina ferðina enn og hún myndi örugglega láta sjá sig þegar hún hefði fengið nóg af leiknum. Hann gafst því upp á leitinni og tók rútuna heim. Hann hafði í rauninni engar áhyggjur af því hvað af henni hefði orðið og lét því ekki vita að hún væri horfin. Enn eitt atriðið sem Vera hafði eflaust tekið með í reikninginn þegar hún var að út- búa ráðagerð sína. Bréfið Morguninn eftir, þann 3. apríl, fékk lögreglan í Scanthorpe bréf sem innihélt upplýsingar sem ekki var unnt að láta órannsakaðar. Bréfið var handskrifað, að því er virtist skjálfandi hendi, af Veru Ferris. Hún skýrði frá því í stuttu máli að hún óttaðist um líf sitt. Hún kvaðst vera sannfærð um að eiginmaður sinn sæti um líf sitt. „Hjálpið mér áður en það er um seinan," voru lokaorð bréfsins. Lögreglan varð vitanlega að kanna málið nánar. Tveir lög- reglumenn komu að heimsækja Nigel, sem varð undrandi við komu þeirra, en lögreglumenn- irnir urðu ekki síður undrandi þegar þeir fengu svar hans við þeirri spurningu hvar konan hans væri. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Nigel Ferris hreinskilnis- lega. „Ég hef ekki séð hana síðan við fórum út að ganga í gær- kvöldi,“ bætti hann við kæruleys- islega. Þá sýndi lögreglan honum bréfið sem henni hafði borist um morg- uninn. Hann hió nú bara að því. RÁÐNING Á Paul Wiggins gat bjargað því aö réttarmorð væri framið. „Þetta er gömul klisja. Vera hefur haft mig grunaðan um að ætla að myrða hana svo lengi sem ég man,“ sagði Nigel Ferris. „Hún er víst ekki með réttu ráði, konan. Hún ætti kannski að leita sér lækninga." Nigel Ferris fullvissaði lögreglu- mennina um að allt væri í lagi með konu hans og baðst afsökun- ar á því ónæði sem hún hafði vald- ið þeim. Og með það máttu lög- reglumennirnir halda aftur á stöð- ina. En það var ekki allt í lagi með Veru Ferris. Á fimmtudagsmorg- uninn fannst lík hennar í fljótinu við West Butterwick. Nigel Ferris var kvaddur til þar sem vitað var að konu hans væri saknað. Hann bar samstundis kennsl á að líkið væri af Veru Ferris. Hann var handtekinn umsvifa- laust, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Lögreglan hófst handa við að byggja upp málið gegn honum. Það var ekki ýkja erfitt. Fjöldi sönnunargagna Ferris viðurkenndi að hann og Vera hefðu farið til Keadby að kvöldi 2. apríl. Tveir rútubílstjór- ar sögðust hafa séð hjónin í bíln- um á leiðinni til Keadby en Nigel Ferris hefði verið einn á leiðinni til baka. Allir í nágrenninu gátu borið um að þeim hjónum hefði komið álíka vel saman og hundi og ketti. Vera Ferris hafði heldur ekki legið á þeirri skoðun sinni að maður hennar hefði í hyggja að kála henni og að hún lifði í stöðugum ótta um líf sitt. Með öðrum orðum var greinilegt að Nigel Ferris hafði ærna ástæðu til að grípa til allra ráða til að Iosna við konu sína og því verið vís til að lokka hana niður að fljót- inu og hrinda henni út f vatnið. Talið var að hann hefði slegið hana í höfuðið til öryggis áður en hann hrinti henni út í. En Nigel Ferris stóð á því fastar en fótunum að hann hefði hvorki slegið konu sína né fleygt henni í fljótið. Þar hlyti einhver annar að hafa verið að verki. En lögreglan trúði ekki á slíkar frásagnir. Nigel Ferris var ákærð- ur fyrir að hafa myrt konu sína að yfirlögðu ráði og dagblöðin gerðu sér mikinn mat úr málinu. Heilu dálkarnir voru lagðir undir um- fjöllun um ótrúa eiginmanninn sem með köldu blóði hafði lagt á ráðin um að myrða konu og sína framkvæmt það án þess að blikka. Því, sögðu blaðamennirnir, það lék enginn vafi á því að framhjá- hald eiginmannsins væri rótin að þessum harmleik. En það var einmitt þessi mikla blaðaumfjöllun sem kom Nigel til bjargar. Maður nokkur að nafni Paul Wiggins las furðu lostinn fréttirnar um hið „pottþétta" morðmál og hringdi samstundis í lögregluna, því hann lumaði á mikilvægum upplýsingum. Paul Wiggins skýrði lögreglunni frá því að hann hefði með eigin augum séð Veru Ferris fremja sjálfsmorð. Hún hefði kastað skónum sínum í fljótið, slegið sjálfa sig í höfuðið með járnröri og því næst vaðið út í fljótið þar til hún drukknaði. Lögreglan hafði ekki mikinn áhuga á svona upplýsingum, þar sem þær færu alveg með hina snöru og fagmannlegu lausn þeirra á eiginkonumorðinu. Þess vegna var Wiggins boðaður til nánari yfirheyrslu og spurður hvort aðrir gætu staðfest sögu hans. Lögreglumennirnir urðu varir við að vitnið hikaði þegar hér var komið málum og vonir þeirra vöknuðu á ný um að geta neglt Nigel Ferris fyrir að hafa myrt konu sína. Jú, viðurkenndi Wiggins, það hafði verið annað vitni að sjálfs- morðinu. En nafn viðkomandi mátti helst ekki verða gert opin- bert þar sem um gifta konu væri að ræða sem hann hefði átt leyni- legt stefnumót við á fljótsbakkan- um. Og þar var komið eina framhjá- haldið í tengslum við dauða Veru Ferris. Að lokum gaf óþekkta kon- an, með ýtrustu leynd, sína skýr- ingu á málinu. Þannig að lögregl- an varð, hvort sem henni líkaði betur eða verr, að láta málið gegn Nigel Ferris niður falla. En það mátti ekki miklu muna að Veru Ferris tækist að sigra með sjúklegu hatri sínu og hefnigirni. óskast (eftirtaldar bifreiðar og tæki, sem verða til sýnls þrlðjudaginn 18. febrúar 1992 kl. 13-16 f portl bak við skrifstofu vora aö Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar: 2 stk. Volvo 240 fólksbifreið bensín 1989 1 stk. Dodge Aries fólksbifreið bensín 1989 1 stk. Lada Station bensín 1987 1 stk. Fiat 127 Panorama bensín 1985 1 stk. Jeep Wagoneer 4x4 bensín 1988 1 stk. Ford Econoline E-350 XLT 4x4 bensín 1985 1 stk. Ford Bronco XLT 4x4 bensín 1983 1 stk. Ford F-250 pick up m/húsi 4x4 bensin 1979 1 stk. Mitsubishi Pajero 4x4 diesel 1987 1 stk. Daihatsu Feroza El II 4x4 bensín 1990 1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1987 2 stk. Nissan Patrol Pick up 4x4 diesel 1986 3 stk. Lada Sport 4x4 bensín 1989 2 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1986-87 2 stk. Toyota Tercel station 4x4 bensín 1986-88 3 stk. Dodge Maxi Wagon B-350 bensín 1987-88 2 stk. Mazda T-3500 sendiferðabifreið m/lyftu diesel 1985 1 stk. Chevrolet Suburban bensín 1983 1 stk. Ford Transit sendiferðabifreið bensín 1983 1 stk. Mercedes Benz 207 D diesel 1982 1 stk. Volvo N-10 vörubifreið m/krana, sturtulaus diesel 1983 1 stk. Mercedes Benz 1622 vörubifreið, pall- og sturtulaus diesel 1983 2 stk. Ski-Doo vélsleðar bensín 1983-84 1 stk. Polaris Galaxy vélsleöi bensin 1980 1 stk. Case dráttarvél diesel 1985 1 stk. Mercedes Benz 0307 fólksflutningabifreið diesel 1978 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi 1 stk. vélafiutningavagn 31 tonn 1971 1 stk. C.O.M.A. bflkrani 3,5 tonn 1983 1 stk. snjóvængur fyrir veghefil 1971 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgamesi 1 stk. Bucyrus Erie bílkrani 1962 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5 1 stk. færiband Til sýnis hjá Rarik, Egilsstöðum 1 stk. Nissan Patrol Pick up (skemmdur) 4x4 diesel 1985 Tilboðin verða opnuð að skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK ORÐSENDING TIL SVEITARSTJÓRNA og annarra framkvæmdaaðila vegna umsókna um lán úr Byggingarsjóði ríkisins. Lánsumsóknir til byggingar dvalar- eða hjúkrunarheimila fyrir aldraða, dagheimila fyrir börn og aldraða og leikskóla fyrir börn, þurfa að berast Húsnæðisstofnun FYRIR 1 5. MARS N.K. VEGNA FRAMKVÆMDA Á ÞESSU ÁRI. Upplýsingar veitir lánadeild Húsnæðisstofnunar Reykjavik 13 febrúar 1992 Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Ll SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.