Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 1
Tvöfalt meiri peningar í tölvukaup en fiskeldi og loðdýr til samans: 5 milljarðar í tölvur á ári kringum 25 milljörðum króna á núvirði, eða í kringum 5 milljarða ár hvert. Og ekki virðist hafa hægt á tölvuvæðingunni síðan. Má t.d. benda á að til tölvukaupa fóru á þessum árum um tvöfalt hærri fjárhæðir en í fiskeldið og loðdýra- búskapinn samanlagt, en uppbygg- ing þeirra greina var einmitt í há- marki á þessu árabili. Þessar athyglisverðu upplýsingar koma fram í nýlegri skýrslu Þjóð- hagsstofnunar: Fjárfesting 1945- 1989. Tölvukaupin eru að vísu ekki alveg ein og sér heldur undir liðn- um: Tölvu- og skrifstofubúnaður. Á áttunda áratugnum var þessi liður aðeins um eða undir 1% af heildar- fjárfestingum landsmanna. Undir miðjan 9. áratuginn fór hann hins vegar að vaxa hröðum skrefum og var kominn yfír 7% af heildarfjár- festingum þjóðarinnar árið 1985 og að meðaltali 6,7% af fjárfesting- um áranna 1985-89. Sýnist því óhætt að draga þá ályktun að þessi 27 milljarða fjárfesting (á núvirði) hafi að langsamlega stærstum hluta farið til tölvukaupanna. Þarna er t.d. um að ræða tvöfalt stærri upphæð en varið var til allra vega og brúarframkvæmda á sama árabili. Á hinn hinn bóginn var þessi tölvufjárfesting einungis þriðjungur þess sem varið var til byggingar íbúðarhúsnæðis í land- inu þessi ár. Á árunum 1985-89 var lokið við um 1.600 íbúðir á ári að meðaltali. - HEI Ef efnahagur landsmanna hefði batnað í beinu hlutfalli við tölvu- væðinguna ætti nú mikið góðæri að ríkja á íslandi. Á síðari helmingi 9. áratugarins fjárfesti þjóðin í tölvum fyrir álíka upphæðir og hún varði til allra virkjunar- og veituframkvæmda — þ.e. til raf- virkjana, rafveitna og hitaveitna. Fjárfesting í tölvubúnaði á þessum fimm árum (1985/89) samsvarar í Blaðsíður 6 og 7 ________/ Bergþór um borð í verðandi seglskipi. Tímamynd Pjetur Ævintýramaðurinn Bergþór Hávarðsson ekki af baki dottinn: Ætlar aö breyta 1001 fiskibáti í selglskip Siglingakappinn Bergþór Há- ur nú tekið sér fyrir hendur selgskip sem hann siglir um varðsson, sem varð landsfrægur óvenjulegt verkefni. Hann er bú- heimsins höf. Við ræðum þessi þegar hann í haust sigldi segl- inn að verða sér úti um 100 t mál við Bergþór á blaðsíðum 8 skútu sinni yfir Atlantshafið og fiskibát sem úreltur hefur verið og 9. lenti í miklum hrakningum, hef- og ætlar að breyta bátnum í Samningur um EES tókst í gær, en óvissa ríkir samt um afdrif hans: EES ER EKKI í HÖFN Samningar tókust í gær milli Evrópubandalagsins og EFTA um mvndun evrópsks efnahagssvæðis (EES). Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra sagði síðdegis í gær að EES-samning- urinn væri þó ekki í höfn. Evrópuþingið í Strassburg beindi í gær þeim tilmælum tii framkvæmdastjómar EB að samningnum yrði vísað til EB-dómstólsins líkt og gert var eftir að samningar tók- ust á Luxemborgarfundinum 22. október síðastliðinn. Fallist framkvæmdastjórnin á þessa kröfu mun undirritun samningsins tefjast enn og raunar óvíst að hún fari nokkru sinni fram. Þó að samningamenn hafi gefið þá yfirlýsingu að samningar hefðu tekist er alls ekki öruggt að EES verði myndað 1. janúar 1993 eins og að er stefnt. í gær samþykkti þing Evrópubandalagsins í Strass- burg með 64 atkvæðum gegn 32 að beina því til framkvæmdastjómar EB að vísa samningnum aftur til EB-dómstólsins. Framkvæmda- stjómin þarf ekki að fara eftir þess- um tilmælum og talsmaður henn- ar lýsti því yfir fyrr í þessari viku að framkvæmdastjómin ætlaði ekki að vísa samningnum fyrir dómstól- inn. Það sama hafði ráðherraráð EB áður gert. Framkvæmdastjóm- in mun taka ákvörðun um það næstkomandi miðvikudag hvort hún fer að tilmælum Evrópuþings- ins. Verði það gert þýðir það tafir, eitthvað sem samningurinn má alls ekki við, því að þegar er búið að sprengja allar tímaáætlanir. Auk þess þykir ekki ólíklegt að EB- dómstóllinn hafi sitthvað við samninginn að athuga þrátt fyrir þær breytingar sem búið er að gera á honum. Evrópuþingið hefur í mörg ár átt í baráttu við framkvæmdastjórn EB um völdin í bandalaginu. EES- samningurinn hefur lent inni í þessari togstreitu og Jón Baldvin gaf það í skyn að hún kynni að reynast EES-samningnum dýr- keypt. Hann gaf m.a. í skyn að það væri ekki sjálfgefið að Evrópuþing- ið samþykki EES-samninginn ef framkvæmdastjórnin hunsar vilja þingsins um að vísa samningnum fyrir EB-dómstólinn. Jón Baldvin sagðist telja að samn- ingurinn sem gengið var frá í gær væri ásættanlegur frá sjónarhóli íslands. Settur verður upp sérstak- ur EFTA-dómstóll sem dæmir í málum sem varða samkeppnismál í EFTA-löndunum. í samkeppnis- málum sem varðar bæði EB og EFTA verður að fara með þau fyrir EB-dómstólinn. í málum þar sem aðildarríki EES deila verður reynt að ná samkomu- lagi í stjórnarnefnd EES. Takist ekki að ná samkomulagi þar verð- ur málum vísað til gerðardóms, en í honum sitja þrír menn, einn frá hvorum aðila og einn sem EB og EFTA koma sér saman um. Niður- staða gerðardómsins verður end- anleg. Það þarf ekki samþykki allra aðila í stjórnarnefndinni til að vísa málum til gerðardóms. Varðandi spurninguna hvort úr- skurðir EB-dómstólsins í framtíð- inni ættu að gilda fyrir EES varð niðurstaðan að EB- og EFTA- dómstólarnir skiptist á upplýsing- um um niðurstöður sínar og EFTA- dómstóllinn hafi niður- stöður EB- dómstólsins til hlið- sjónar þegar hann kveður upp úr- skurði. Á fundi á þriðjudaginn samþykkti ríkisstjórnin samningsdrögin eins og þau lágu þá fyrir með fyrirvör- um um óútkljáð ágreiningsmál. Forsætisráðherra, utanríkisráð- herra og sjávarútvegsráðherra var veitt umboð til að taka endanlega afstöðu til samningstextans þegar hann lægi fyrir. Ráðherrarnir þrír samþykktu textann í gær. Málið var síðan kynnt fyrir utanríkis- málanefnd. Ef samningnum verður ekki vísað til EB-dómstólsins er búist við að samningamenn landanna 19, sem mynda EES, setji stafina sína und- ir samninginn síðar í næstu viku og utanríkisráðherrarnir undirriti hann formlega 2. mars. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði síðan lagður fyrir Alþingi í lok mars. Al- þingi mun þá verða upptekið við að afgreiða frumvörp sem tengjast samningunum út þetta ár. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.