Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.02.1992, Blaðsíða 14
14Tíminn Laugardagur 15. febrúar 1992 Vera og Nigel Ferris höföu veriö gift í meira en þrjátíu ár. Hjóna- bandiö gekk illa og aö lokum kom aö skuldadögunum. Köld eru kvennaráð Hatur og hefnigirni eru magnaðar tilfinningar sem koma oftar en ekki við sögu þegar morð- mál eru annars vegar. En sjaldan hefur þess- um tilfinngum verið blandað saman — og þær notaðar — eins djöfullega úthugsað og í mál- inu varðandi Veru Ferris. Vera Ferris var 54 ára gömul þegar hún lést. Hún fannst drukknuð í fljótinu Trent á Mið- Englandi með grunsamlega áverka á höfði. Svo var helst að sjá sem hún hefði verið slegin af alefli í ennið áður en hún drukknaði. Vitni höfðu séð til ferða Veru Fer- ris þar sem hún gekk eftir göngu- stíg meðfram fljótinu í fylgd eigin- manns síns, hins 55 ára gamla Nigel Ferris. Það var því ekki að undra að sá grunur vaknaði að Nigel hefði fundið sér undan- komuleið úr ömurlegu hjónabandi á gönguferðinni sem fór fram seint um kvöld. Það átti þó eftir að koma í Ijós að þar var á ferðinni allt of einföld skýring á þeim atburðum sem áttu sér stað á bökkum Trentfljóts að kvöldi hins 2. apríl 1985. Þess vegna er best að rekja söguna frá byrjun. Vera og Nigel Ferris höfðu verið í hjónabandi í meira en 30 ár þegar þeir atburðir, sem hér er skýrt frá, áttu sér stað. Sambúð þeirra hafði farið versn- andi ár frá ári, fyrst og fremst vegna þess að vera hafði — ástæðulausan — grun um að Nig- el héldi framhjá henni. Þetta var reyndar orðið að þráhyggju hjá henni og málum var orðið þannig komið að hún ofsótti Nigel stöð- ugt með tilhæfulausum ásökun- um. Smám saman þróaðist þessi þrá- hyggja hennar upp í þann grun að Nigel hefði í hyggju að ganga af henni dauðri. Og kannski ekki að ástæðulausu. Óþolandi framkoma hennar hefði eflaust orðið tilefni til morðs fyrir þolinmóðari mann en Nigel. Gönguferðin En reyndar var málum þannig háttað að Nigel þótti vænt um konu sína og hafði gifst henni af einskærri ást. Hlýjar tilfinningar hans í garð konu sinnar höfðu, þótt ótrúlegt megi virðast, ekki dáið alveg þrátt fyrir ofsóknar- brjálæði það sem hún var haldin. Þess vegna varð hann nánast glað- ur þegar hún að kvöldi hins 2. apr- íl kom með þá uppástungu að þau færu í gönguferð meðfram fljót- inu. Það var svo sannarlega til- breyting frá hinum stöðugu ásök- unum. En Nigel Ferris hefði kannski verið á annarri skoðun ef hann hefði haft hugmynd um þann óhugnanlega undirbúning sem kona hans hafði viðhaft fyrir kvöldgönguna. Hún hafði nefni- lega ákveðið að fremja sjálfsmorð, en binda þannig um hnútana að hann yrði grunaðar um að hafa orðið henni að bana. Hjónin tóku rútuna frá heimili sínu í Scunthorpe til Keadby sem var í fimm kílómetra fjarlægð. Þaðan ætluðu þau að ganga eftir göngustíg meðfram Trent, en það Vera Ferris hafði komið sér upp þráhyggjuhugmyndum með aldrinum. Hún var viss um að maður hennar væri henni ótrúr og hygðist myrða hana. höfðu þau ákveðið, að því er Nigel taldi, í sameiningu. Nigel Ferris veitti því ekki sér- staka athygli að kona hans hafði meðferðis innkaupapoka úr plasti. Og þá ekki því að hún lagði bréf í póstkassa á leiðinni. Þetta voru þó atriði sem áttu eftir að hafa alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir hann. Þegar þau komu til Keadby stefndu þau beint niður að fljótinu og inn á göngustíginn. Þau höfðu aðeins gengið nokkur hundruð metra þegar Vera Ferris bað mann sinn um að hafa sig afsakaða, þar sem hún þyrfti að bregða sér afsíð- is. En hún sagði honum að halda sínu striki, hún kæmi síðan á eftir honum. Nigel var ekki fyrr komin úr sjón- máli en Vera tók til óspilltra mál- anna við að koma ráðagerð sinni í verk. Fyrst klæddi hún sig úr skónum og kastaði þeim f fljótið. Að því loknu tók hún upp innihald innkaupapokans — 30 sentímetra langt þykkt járnrör. Eftir smáhik sló hún sjálfa sig í ennið með rör- inu. Höggið var nógu þungt til að veit henni verulegan áverka. Síðan óð hún sallaróleg út í kalt vatnið þangað til hún gat ekki botnað lengur. Stuttu síðar flaut lík henn- ar hægt með straumnum. Vera Ferris hafði framið sjálfs- morð, en gert það á þann hátt ekki kom annað til en að maður hennar yrði grunaður um að hafa banað henni. Enda varð atburðarásin á þann veg sem hún hafði hugsað sér hana. Nigel Ferris rölti grunlaus áfram eftir árbakkanum. Hann leit ekki við þar sem hann vissi af gamalli reynslu að kona hans myndi ekki láta það viðgangast með þegjandi þögninni. Að lokum fór hann þó að undrast um hana og sneri við. En hann fann hana ekki — af þeirri einföldu ástæðu að á þeirri stundu flaut hún drukknuð niður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.