Tíminn - 07.03.1992, Page 2

Tíminn - 07.03.1992, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 7. mars 1992 St. Jósefssystur leggjast gegn áætlunum um sameiningu Landakots og Borgarspítala: Sjúkrahús Reykja- víkur andvana fætt? St. Jósefssystur leggjast gegn því að Landakotsspítali verði sameinaður við Borgarspítalann á grundvelli þess samkomulags sem sameiningamefnd Borgarspítala og Landakotsspítala kynnti 2. mars sl. í sameiningamefndinni sitja full- trúar frá Reykjavíkurborg, Sjálfseign- arstofnun St. Jósefsspítala, heilbrigð- isráðuneytinu og fjármálaráðuneyt- inu. St. Jósefssystur kynntu afstöðu sína fyrir læknaráði og starfsmannaráði Landakotsspítala í gærdag. Sömu- leiðis kynntu þær heilbrigðisráðu- neytinu þessa afstöðu sína bréflega í gær. Bæði heilbrigðisráðherra og núver- andi formaður sameiningamefndar- innar, Ragnar Kjartansson, hafa lýst því yfir að ekki verði gengið gegn vilja Jósefssystra í sameiningarmálinu. Því virðist sem hugmyndir um sjálfstætt stórsjúkrahús; Sjúkrahús Reykjavík- ur, séu úr sögunni, a.m.k. að sinni. Vegna aukins atvinnuleysis í Borgarnesi hafa Verkalýðs- og Verslun- armannafélagið í Borgarnesi ákveðið að reyna að klóra í bakkann: Atvinnulausum boðið upp á starfsnámskeið Verkalýðsfélag Borgamess og Verslunarmannafélag Borgamess hafa ákveðið, í samvinnu við Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu, að bjóða atvinnulausu fólki og fleir- um í bænum upp á starfsnámskeið í marsmánuði í þremur greinum auk kjamagreina. 49 einstaklingar em skráðir atvinnulausir á félags- svæði Verkalýðsfélags Borgamess og er mun meira en á sama tíma í fyrra og er einkennandi hve margir ungir einstaklingar em atvinnu- lausir. Tilgangur námskeiðanna er að auka þekkingu þátttakenda á stðrfum sem þeir gætu hugsað sér að vinna í framtíðinni. „Við héldum námskeið í fyrra, en þá var það aðeins í kjarnagreinum og líkaði þátttakendum það vel og fór hluti af því fólki á matvælanám- skeið skömmu síðar. Svo nú þegar atvinnuleysið hefur aukist þá þótti okkur sjálfsagt og vel til fundið að gera tilraun með þetta aftur, en nú með sérsviðum," sagði Jón A. Egg- ertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Námskeiðið verður þannig byggt upp að allir þátttakendur taka nokkrar kjarnagreinar, sem saman- standa af fræðslu í mannlegum sam- skiptum á vinnustað, skyndihjálp, Iíkamsbeitingu og umgengni við rafmagn í heimahúsum, farið ofan í kjarasamninga ofl. þættir sem eru almenns eðlis. Samhliða kjarna- greinum stunda þátttakendur nám á sérsviði, en boðið er upp á þrjár greinar. Það eru byggingargreinar, matvælagreinar og ferðaþjónustu- greinar. Ætlun námskeiðshaldara er ekki að fullmennta menn í þessum greinum heldur að gefa innsýn í störfm og hvernig menn eiga að bera sig að. Má nefna sem dæmi að í ferðaþjónustugreinum verður mönnum kennt hvernig á að um- gangast erlenda ferðamenn og svo framvegis. Athygli vekur að 20 af þeim 49 ein- staklingum sem atvinnulausir eru á félagssvæði verkalýðsfélagsins eru fæddir 1970 eða síðar. Jón A. Egg- ertsson segir það áhyggjuefni að fólk sem útskrifaðist úr skólum um ára- mót fái ekki vinnu og segir það jafn- framt færast í aukana. Á fimmtudag var haldinn kynning- arfundur um námskeiðin og var að sögn Jóns góð mæting og á þriðja tug manna mætti á fundinn. Fleiri verkalýðsfélög hafa haldið sams konar námskeið og vitað er um nokkur félög sem hafa í hyggju að gera það. -PS Hið nýja og reisulega safnaðarheimili Fríkirkjusafnaðaríns við Laufásveg. Stór dagur hjá Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík: Nýtt safnaðar- heimili vígt Nýtt safnaðarheimili Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík verður vígt í dag kl. 13.30, en húsið stendur við Laufásveg 13, skammt frá Fríkirkjunni, þar sem áðúr stóð kristniboðshúsið Bet- anía. Nýja húsið er á þremur hæðum auk bflageymslukjallara. Á jarðhæð eru samkomusalur og eldhús, á annarri hæð fundarað- staða og skrifstofa prests og þriðju hæð er íbúð sem ætluð er umsjónarmanni hússins. Húsið er 456 fermetrar og er arkitekt hússins Guðmundur Gunnlaugs- son. Opið hús verður í heimilinu milli klukkan 12 og 18 á morgun sunnudag og eru allir velkomnir til að líta inn, skoða húsið og þiggja veitingar. -PS Má ekki á milli sjá hvor er hollari Klípa eða Létta segir Manneldisráð: Klípan besti kosturinn ef fækka skal kaloríum „Klípa er það fítuskert að magn mettaðra fltusýra í vörunni er afar lítið, raunar lítið meira en í Léttu. Bæði Klípa og Létta henta því mjög vel til að halda kólesteróli blóðs í skefjum og má ekki á milli sjá hvor varan sé æski- legri frá sjónarmiði hollustu. Fyrir þá sem vilja fækka hitaeiningum í fæð- inu er Klípan hins vegar besti kosturinn þar sem hún er fituminnst og þar með orkusnauðasta viðbitið.“ Þetta segir m.a. í tilkynningu sem Manneldisráð hefur sent frá sér til þess að vekja athygli á nýjum mat- vörum á íslenskum markaði: Klípu, Léttu og Léttu og laggóðu. „Það er fengur að þessum vörum fyrir neyt- endur sem vilja minnka fitu í fæð- inu,“ segir Manneldisráð. Bæði Létta og Létt og laggott séu um það bil helmingi fituminni en venjulegt smjör og smjörlíki. Klípa sé þó enn fituminni og innihaldi að- eins þriðjung af fitu á við venjulegt viðbit. Manneldisráð segir þessar þrjár vörur samt nokkuð ólíkar að gerð og samsetningu. Eftirfarandi tafla sýnir í fyrsta lagi fjölda hitaeininga (kalor- íur) í hverri þessara þriggja tegunda. í öðru lagi hlutfall fitu í hverri þeirra. Og síðan í þriðja lagi hve mikið af þeirri fitu er mettuð fíta: Næringargildi í 100 grömmum Mjög mikilvægt að læknar velji miðaldra konum rétt hormónalyf: Estrogenmeðferð getur aukið krabbameinsbreytingar Samhliða aukinní notkun miðaldra kvenna á estrógenum hefur tíðni vefjaaukninga og krabbameinsbreytinga í legbol aukist og er „engum vafa undirorpið að sú aukning tengist langvarandi notkun estrógena“. Koma má í veg fyrir þessi óæskilegu áhrtf með þvt að nota gestagen samhliða estrógenum. Þessar upplýsingar koma fram í grein tveggja kvensjúk- dómalækna f Læknablaðinu, þar sem þeir telja ástæðu til að ítreka leið- beiningar tíl lælcna um rétta lyíjagjöf. En síst minni ástæða sýnist að þær ieiðbeiningar komist alla leið tíl kvennanna sem nota lyfin og eiga því mest í húfi að þau séu rétt valin handa þeim. „Þar sem nokkuð hefur borið á innlögnum á krabbameinsdelld kvennadeildar vegna afbrigðilegr- ar vefjaaukningar og legbols- krabbamcins, þar sem gestagen- meðferð hefur ekki verið tengd estrógenmeðferð, þykir rétt að koma á framfæri við lækna eftir- töldum Ielðbeiningum varðandi estrógenmeðferð við og eftír tíða- hvörf,“ segja kvensjúkdómalækn- arnir Jens A. Guðmundsson (sérgr. innkirtlakvensjúkdómar) og Kristján Sigurðsson (illkynja kvensjúkdómar). Síðustu ár segja þelr það hafa færst mjög í vöxt að konur fái estrógenmeðferð vegna svita- og hitakófa, hjartsláttar og annarra einkenna er fylgja tfða- hvörfum. Jafnframt hafi færst í vöxt að gefa estrógena sem fyrir- byggjandi meðferð við beinþynn- ingu og hjarta- og æðasjukdóm- um. Með leiðbeiningum sínum segjast sérfræðingamir vilja auð- velda rétt val iyfja og koma í veg fyrir krabbameinsvaldandi áhrif estrógenmeðferðar á legbolsslím- húð. Jafnframt hvetja þeir lækna tíl að gefa konum greinargóðar upplýsingar um notkun umræddra fyfja. Estrógen má gefa reglulega án gestagena ef kona hefúr gengist undir legnám. Gefa skal öllum konum estrógenmeðferð a.m.k. til sextugs ef eggjastokkar þeirra og leg eru fjarlægð fyrir tíðahvörf. (Lyf: Estraderm, Estroferm, Progynon Deport og ethinylestr- adiolum). Aidrei skal hins vegar gefa est- rógen eln sér ef leg er til staðar (ef frá er talin meðferð með estrógen- um sem sett eru í leggöng tvisvar f viku). Við aðra estrógenmeðferð skal gestagen ætíð gefið reglulega meðan á meðferð stendur. Sérfræðingamir telja upp nokkra möguleika á vali lyfja handa þeim konum sem halda leginu: Trisekvens; inniheldur gestagen (norethisteron) á seinni hluta töfluhringsins og eiga þannig að valda blæðingum í lok hverrar meðferðar, þ.e. á fjögurra vikna frestí. Cykloprogynon; inniheldur gest- agen (levonorgestrel) á seinni hluta töfluhrings og veldur blæð- ingum í lok meðferðar (á töflufria millibilinu). Estroferm, Progynon, ethylestr- adioium; þar sem Primoiut eða Periutex er bætt við meðferðina eigi sjaldnar en á eins til þriggja mánaða frestí til að hreinsa út ieg- bolsslimhúð. Sama gildir um Estraderm plástur og Progynon Deport. KUogenst; inniheldur gestagen allan tímann með estrógeni. Gest- agenið veldur visnun á slímhúð- inni og kemur í veg fyrir ofvöxt hennar, en veldur oft óreglulegum blæðingum, sérstaklega hjá kon- um sem eru nýkomnar á tíða- hvörf. - HEI Orka: Fita: Mcttf.: Kkal.g.g. Létt og laggott 398 40 21 Létta 370 40 3 Klípa 298 27 16 Tegundirnar Létt og laggott og Klípa eru báðar framleiddar úr smjöri sem blandað er undanrennu og sojaolíu. Viðbit gert úr smjöri telst til harðrar fitu jafnvel þótt sojaolíu hafi verið blandað í smjörið í einhverjum mæli. En Létta er hins vegar fram- leidd úr jurtaolíum og undanrennu. Fitan í Léttu er því mýkri og hefur að geyma meira af Ijölómettuðum fitusýrum en viðbit gert úr smjöri. Þar sem mjúk fita hækkar ekki kó- lesteról í blóði er gjarnan mælt með notkun hennar, ekki hvað síst ef kó- lesteról blóðs er í hærra lagi. Hins vegar bendir Manneldisráð á að Klípa er það fituskert að magn mettaðra fitusýra í henni sé sára- lítlu meira en í Léttu. Bæði Klípa og Létta henti því mjög vel til að halda kólesteróli blóðs í skefjum. Manneldisráð bendir á að í mann- eldismarkmiðum sé lögð sérstök áhersla á að fólk neyti minni fitu og minna af sykri en meira af græn- meti, ávöxtum og kornmat. Hófleg fitunotkun við matargerð og notk- un fituminna viðbits með mat og á brauð geti haft mikil áhrif til að minnka fituneyslu. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.