Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 7. mars 1992 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum I ductile iron fittings. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavlk. Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 8. aprll 1992, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum I ductile iron pípur, stærð 150-900 0, heildarmagn 6.800 m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin veröa opnuð á sama staö miðvikudaginn 8. apríl 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans i Reykjavík, óskar eftir tilboöum i viðgerð á steyptum gangstéttum. Heildarlengd gangstétta er 12.000 m!. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað miövikudaginn 18. mars 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Þvottaþjónusta: Verðkönnun Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í þvottaþjónustu (þ.e. þvott og flutning á líni) fyrir stofnanir og fyrirtæki borgarinnar. Um er að ræða þvott á: Moppum, handklæðum, klútum, mottum, borð- dúkum, vinnufatnaði og öðru tilfallandi. Fjöldi afhendingarstaða verður u.þ.b. 140. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykja- vík. Tilboöum skal skilað á sama stað eigi siðar en miðvikudaginn 18. mars 1992. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavík, óskar eftir tilboðum I malbiksviðgerðir I. Helstu magntölur: Sögun 9.020 m Malbikun á grús 7.760 m! Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 18. mars 1992, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjórans I Reykjavík, óskar eftir tilboðum í malbiksviðgerðir II. Helstu magntölur: Sögun 4.510 m Malbikun á grús 3.830 m! Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað miðvikudaginn 18. mars 1992, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Kvennaþing á Egilsstöðum I ár er svokallað Vestnorrænt ár, en með því er fyrirhugað að kynna samstarf Islands, Grænlands og Færeyja. Á árinu verða haldnar þrjár ráðstefnur í löndunum þremur. I ágúst verður haldin kvennaráð- stefna á Egilsstöðum um konur og vinnumarkaðinn. Þar munu mæta 300 konur, 150 íslenskar, 100 færeyskar og 50 grænlenskar. Fyrr í ágústmánuði verður haldið Vestnorrænt umhverfisþing í Qaq- ortoq (Julianehab) á Græniandi. í september verður síðan haldið ungmennaþing í Færeyjum. Áður hefur ítarlega verið sagt frá ráðstefnunum í Tímanum. Á myndinni eru (f.v.) Jón Helgason, sem á sæti í íslensku Vestnorrænunefndinni, Steingrímur J. Sig- fússon, formaður nefndarinnar, Guðrún Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri kvennaráðstefnunnar, og Ragnheiður Harðardóttir, formaður undirbúningsnefndar fyrir kvennaráðstefnuna. Tímamynd Árni Bjarna Tvíhöfðanefndin mun ekki skila neinum tillögum til styrktar sjávarútveginum fyrr en í árslok: Menn koma sér ekki saman um tillögur Magnús Gunnarsson, annar tveggja formanna nefndar sem vinnur að endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar og að tillögum um bætta skuldastöðu útvegsins, segist ekki eiga von á því að nefndin sendi frá sér tillögur fyrr en í árslok þegar nefndin á að ljúka störfum. Magn- ús segir að ágreiningur sé í nefndinni um ieiðir, en samstaða sé um markmið. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir að ríkisstjórnin hyggist ná fram markmiðum sínum „með mótun sjávarútvegsstefnu, sem nær jafnt til veiða og vinnslu, hamlar gegn ofveiði, eflir fiskmark- aði, treystir byggð og stuðlar að hagræðingu. Og þar sem stjórn- skipuleg staða sameignarákvæðis laga um stjórn fiskveiða er tryggð." í haust fól ríkisstjórnin átta manna nefnd að móta þessa stefnu. Þar sem ríkisstjórnarflokkarnir urðu ekki sammála um hver ætti að stýra nefndinni var ákveðið að nefndin hefði tvo formenn, Magnús Gunnarsson, fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins, og Þröst Ólafsson, fyrir hönd Alþýðuflokksins. Höfuðmark- mið nefndarinnar er að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða. Nefndin á að Ijúka störfum fyrir árslok 1992. Eftir áramót fól ríkisstjórnin nefnd- inni einnig að fjalla um fjárhags- vanda sjávarútvegsins og gera til- lögur um leiðir til að komast út úr honum. í lok síðasta mánaðar lýsti Þröstur Ólafsson sínum skoðunum á vand- anum. Hann sagði að síðasta ríkis- stjórn hefði aukið á vanda útvegs- ins með aðgerðum sínum og leiðin út úr honum ætti að vera að verst settu fyrirtækin verði gjaldþrota og hætti rekstri. Magnús Gunnarsson sagðist ekkert vilja segja um skoð- anir Þrastar. Magnús sagðist ekki eiga von á að nefndin sendi frá sér tillögur eða áfangaskýrslu á næstu mánuðum. „Það er mikill hugur í mönnum að reyna að flýta þessu. Ég held að ef menn gætu fundið leiðir út úr þessu sem væri samstaða um þá mundu menn vilja gera það sem fyrst. Það er engin launung á því að það er áherslumunur inni í nefnd- inni, ekki síst um spurninguna um skattlagningu á greinina," sagði Magnús. En ertu bjartsýnni að nefndin nái saman um einhverjar tillögur? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég held að í sjálfu sér séu allir sammála um meginmarkmið- in. Menn eru allir af vilja gerðir að hlúa þannig að sjávarútveginum að hann standi undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans, en spurn- ingin er um leiðirnar. Þar eru klár- lega skiptar skoðanir. Við þurfum að finna einhvern ramma sem greinin getur róleg bú- ið við til frambúðar. Þessar breyt- ingar í fiskveiðistefnunni og ýms- um atriðum sem tengjast sjávarút- vegsmálunum skapa ákveðna óvissu sem hægja jafnvel á þróun- inni í þessum hagræðingarmálum sem við þurfum aö fara í gegnum," sagði Magnús. Magnús sagði að allir gætu verið sammála um að afkastageta sjávar- útvegsins væri of mikil í dag miðað við þann afla sem leyfilegt er að veiða. Ástæðan sé ekki síst sú að flotinn og fiskvinnsluhúsin séu byggð til að veiða svipaðan afla og var veiddur fyrir fáum árum. Nú hafi aflaheimildir verið minnkaðar. Magnús sagðist ekki telja að afla- heimildir muni aukast mikið í ná- inni framtíð og því verði menn að draga úr afkastagetunni. Mikið hafi verið gert til þess síðustu misseri, en gera verði meira. Magnús sagði það sína skoðun að það sé ekki endilega heppilegasta leiðin að fækkun fiskvinnsluhúsa gerist með gjaldþrotum. Sú leið sé ekki sú fljótvirkasta til að aðlaga afkasta- getu húsanna þeim afla sem við megum veiða í dag. Magnús sagðist telja að gengisfell- ing hjálpi fiskvinnslunni ekki nema í mjög skamman tíma og því sé hún ekki nein lausn á vandanum. Áður en breyting sé gerð á gengisskrán- ingu þurfi að aðlaga afkastagetuna veiðunum. Hann sagðist hins vegar telja æskilegt að þegar þessi aðlög- un er um garð gengin verði gengið markaðstengt líkt og gert er víða erlendis. -EÓ Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í viðgeröir á hellulögðum gangstéttum. Heildarlengd gangstétta er 12.000 m!. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vomi, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 25. mars 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.