Tíminn - 07.03.1992, Side 19

Tíminn - 07.03.1992, Side 19
Laugardagur 7. mars 1992 Tíminn Alan Kingsley lét gamminn geisa í réttarsalnum og lét einskis ófreistaö til aö sieppa. amar ekki merkilegar. Þegar þeir komu að blokkinni, hittu þeir hjón- in þar sem þau voru í óðaönn að raða eigum sínum inn í flutninga- bíl. Aðspurð kváðust þau hafa flutt til Kansas í von um góða vinnu. Þær vonir hefðu brugðist og því hefðu þau ákveðið að flytja aftur til Flór- ída. Sagan var trúleg, en lögreglan ákvað þó að athuga manninn, Alan Kingsley, betur. Þá kom í ljós að hann hafði verið dæmdur fyrir stór- þjófnað og greiðslukortamisnotk- un. Húsgögnin, sem þau hjónin vom að raða í bílinn, höfðu verið keypt fyrir stolið greiðslukort. Alan Kingsley var settur í gæslu- varðhald. Þá skýrði hann frá því að þegar þau hefðu frétt af morðinu, hefðu þau orðið hrædd, því Alan væri á skilorði og hefði alls ekki mátt fara frá Flórída. Þau hefðu því ákveðið að forða sér hið snarasta. Heimskulegt framferði En þá bámst þær upplýsingar frá banka Donnu Baker að ávísun af reikningi hennar, stíluð á eiginkonu Kingsleys, hefði verið leyst út dag- inn eftir morðið. Lögreglumennim- ir ætluðu ekki að trúa að þau hefðu farið svo heimskulega að ráði sínu. En eiginkona Kingsleys var sam- stundis handtekin og færð í gæslu- RÁDNING Á KROSSGÁTU □ co □ I I JL - n 3 a W a rn" eH SEJQ aaa hhrnrpM ssia i 39 hb aa □□ N 3 Sð Cn xj Oxj c* 13 |1/11 ^ - 3 In * >u*Mc 9 x> t-’ a CA H t> |~o pHr-kTW- 9 x> X r 21 3 w É 3 a IfT i 3 —" E - r a zT 3>' [F" < rWÆc * a s Irí IT' m C- 7i CH-4 X Sl 3 £ 9 aa Q a p F ■frr 3 O' r 3» tn a Z. e F c. r o.' ^ 3 cv 73 F ?3 C [o=já po|cn|^:|m|^3 varðhald og húsleitarheimild feng- in. Lögreglan leitaði bæði í íbúðinni og í flutningabílnum. Þar fundust skartgripir, peningar, greiðslukort og ávísanahefti. Eiginkonan var yfirheyrð fyrst. Hún skýrði frá þvf að þau hefðu ver- ið í miklum kröggum, þar sem Alan hefði ekki tekist að fá vinnu. Daginn sem morðið var framið, hafði hann farið að heiman og sagst ætla að ræna bensínstöð eða ná í peninga, hvemig sem hann færi að því. Hún reyndi að telja hann ofan af þessum fyrirætlunum, en árangurslaust. „Hún ætlaði aldrei að drepast“ Þegar hann kom aftur var hann blóðugur. Hann sýndi konu sinni skartgripi og annan ránsfeng og skýrði frá því að hann hefði drepið leigusala þeirra. „Ég hélt að gamla tíkin ætlaði aldrei að drepast. Hún hélt áfram að bíta mig og klóra þangað til ég skar hana á háls,“ sagði hún að hann hefði sagt. Alan sagðist hafa fundið lítið af reiðufé í íbúðinni, en það þurftu þau til að komast burt. Hann lét því konu sína æfa undirskrift Donnu og síðan skrifa ávísun stílaða á sjálfa sig upp á 500 dollara. Þegar henni hafði verið skipt, notuðu þau peningana til að leigja flutningabflinn. Þegar Kingsley var skýrt frá fram- burði konu sinnar, trylltist hann al- veg. „Hún er helv... lygatík. Ég drap ekki Baker-kerlinguna. Konan mín gerði það!“ Lögreglan hafði búist við að Alan myndi halda fram sakleysi sínu, en ekki því að hann ásakaði háófríska eiginkonu sína. Götótt saga í framburði sínum viðurkenndi Kingsley að hafa farið heim til Donnu Baker til að ræna hana, en bætti svo við: „Ef ég hefði farið einn, væri Donna Baker enn á lífi. Ég ætl- aði alls ekki að drepa gömlu kon- una.“ Kingsley sagðist hafa farið ásamt konu sinni til Donnu og skýrt henni frá því að þau ætluðu að flytja og beðið hana um að greiða þeim aftur Sakamál 100 dollara tryggingu, sem þau höfðu lagt fram er þau leigðu íbúð- ina. Hann sagði að þegar Donna hefði snúið sér við til að sækja peningana, hefði hann slegið hana í höfuðið og rotað hana. „En þá þurfti ég að pissa og fór á klósettið. Þegar ég kom til baka lá konan mín á hnjánum hjá Donnu og hélt á stærðar breddu. Ég spurði hvað hún væri eiginlega að gera. Hún æpti þá að Donna vissi hver hefði slegið hana og rænt. „Þú verð- ur að hjálpa, annars er það vont fyr- ir bamið,“ sagði hún þá.“ Hann kvaðst ekki hafa hjálpað konu sinni, en hún hefði stungið Donnu og síðan skorið hana á háls. Hann kvaðst þá hafa dregið líkið inn í svefnherbergið og kveikt í, í von um að eyða sönnunargögnum. Saga Kingsleys var eins og gata- sigti. í fyrsta lagi var greinilegt að ef hann hefði haldið til húss Donnu og ætlað að ræna hana, hlyti hann að hafa gert ráð fýrir að hún gæti borið kennsl á hann. Hann hefði því ef- laust ráðgert það að bana henni. í öðm lagi hafði fundist blóð á föt- um hans, en ekkert á fötum konu hans. í þriðja lagi lá í augum uppi að kona, komin átta og hálfan mánuð á leið, hefði ekki burði til að standa í þeim átökum við Donnu, sem blóð- blettir og önnur ummerki bám vitni um að átt hefðu sér stað. Og hefði vanfær kona reynt að kveikja í líkhárum kynsystur sinnar eftir að hafa myrt hana? Við sama heygarðs- homið Hvorki saksóknari né lögreglan trúðu orði af því sem Kingsley sagði. Hann var ákærður fýrir morð að yf- irlögðu ráði. Við réttarhöldin hélt Kingsley áfram að þvæla og ásakaði eigin- konu sína stöðugt um að hafa myrt Donnu Baker. Aðalvitnið gegn Alan Kingsley var eiginkona hans. Lögum samkvæmt má eiginkona ekki vitna gegn manni sínum eða öfugt. En þar sem Kingsley beindi spjótum sínum harkalega að konu sinni, var unnt að fara kringum lögin að þessu sinni. Þegar kviðdómur hafði lýst því yfir að hann teldi Alan Kingsley sekan um morð að yfirlögðu ráði, var hon- um boðið að segja sína hlið á mál- inu áður en dómur yrði upp kveð- inn. Hann lét dæluna ganga í rúmlega hálfa klukkustund. Hann hélt áfram að ákæra konu sína og reyna að koma sökinni yfír á hana. Að því loknu tók hann til við verjendur sína, sem hann taldi vanhæfa á allan hátt og sagði að réttlætinu yrði að- eins fullnægt með nýjum réttar- höldum þar sem hann fengi verj- endur sem væru starfí sínu vaxnir. Morð getur leitt til laga- breytinga En allt kom fyrir ekki. Alan Kingsl- ey var dæmdur í 55 ára fangelsi. í Kansas er dauðadómur ekki mögu- legur, en aftur á móti er þar klásúla í lögum sem tryggir að þeir, sem eru ákærðir um alvarlega glæpi, geta ekki sótt um náðun fyrr en í fyrsta lagi eftir 40 ár. í tilfelli Kingsleys, sem var 23 ára gamall, gat hann sótt um náðun eftir 47,5 ár. Þetta mál varð til þess að tveir þingmenn Kansas-fylkis lögðu fram frumvarp til laga, þess efnis að dauðarefsing yrði þar tekin upp að nýju. Það kemur fram í árslok 1992 hvort það tekst. Sænskunám - Sumarleyfi Norræna félagið á íslandi í samvinnu við Nor- ræna félagið í Norrbotten í Norður-Svíþjóð gefur 15 íslendingum kost á 2ja vikna sænskunámi í Framnás folkhögskola dagana 27. júlí til 7. ágúst næst komandi. Kenndar verða 6 stundir á dag og auk þess fer fram kynning á lífi og starfi fólks á Norðurkollu. Eftir námskeið ) gefst kostur á þriggja daga æv- intýraferð um Lappland. Námskeiðið kostar 45.000,- krónur. Innifalið er ferðir báðar leiðir, kennsla og dvalarkostnaður í tvær vikur. Umsóknir skal senda til skrifstofu Norræna fé- lagsins í Norræna húsinu í Reykjavík á sérstöku eyðublaði sem þar fæst. Umsóknarfrestur er til 10. apríl. Kjörið tækifæri til að sameina sumarleyfi og sænskunám. Norræna félagið. Samvinnuháskólinn — rekstrarfræði Rekstrarfræðideild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum mið- ar að því að rekstrarfræðingar séu undirbún- ir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, tjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnumótun, lögfræði, fé- lagsmál, samvinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhalds- skólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugrein- ar, enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði og fé- lagsmálafræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bóka- safni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunn- skóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuhá- skólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónu- upplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrif- leg meðmæli fylgi. Veitt er innganga umsækj- endum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðl- ast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eft- ir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi — sími 93-50000.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.