Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. maí 1992 88. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Fjármálaráðherra gengur betur að afla tekna en skera niður útgjöld: Afkoma ríkissjóðs 900 millj. betri en áætlanir Afkoma ríkissjóðs fyrstu þijá mánuði ársins var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur voru 100 milljónir umfram áætlun og út- gjöld voru 800 milljónum undir áætlun. Niðurstaðan er því að rekstrarafkoman er rúmlega 900 milljónum betri en áætlað hafði verið. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam á sama tíma 5,3 milljörð- um og var því sem næst í samræmi við áætlanir. Fjárþörf ríkissjóðs var mætt nær alfárið með innlendri lánsfjáröflun og var greiðslu- staðan gagnvart Seðlabanka um F>1 milljarði króna betri en áætlað „Þegar á heildina er litið er afkoma á fyrstu þrem mánuðum ársins viðun- andi. Afkoman gefur okkur hins veg- ar alls ekki til kynna að nú sé kominn Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Keppnin í kvöld í William Hill veðbankanum í Leeds er írland enn í efsta sæti með 9 á móti 2, Júgóslavía og Malta eru með 7 á móti 2, Bretland 7 á móti 1, Þýskaland 8 á móti 1 og Austur- ríki með 10 á móti 1. Noregur og ísland haldast enn í hendur með 14 á móti 1 og er Lux- emborg komin á sama ról. Dan- mörk, Svíþjóð og Frakkland eru með 16 á móti 1 og Spánn með 20 á móti 1. Holland, ísrael, Tyrkland, Belgía, Finnland, Portúgal, Sviss og Kýpur hafa öll 25 á móti 1. Grikkland og Ítalía eru enn saman í síðasta sæti með 33 á móti 1. Hjá Ladbrokes veðbankanum veðja menn helst á sigur Þýskalands, sem hefur 5 á móti 2, þá á Möltu og Júgó- slavíu, sem bæði hafa 7 á móti 2. Bretar og írar koma næstir með 6 á móti 1 og Svíþjóð með 8 á móti 1. ís- land er neðarlega á listanum með aðeins 16 á móti 1. Ekki verða afrek Heart 2 Heart því áætluð hér en hafa ber í huga hversu góðar spár varðandi Gleði- bankann hér forðum daga stóðust illa. Sjá stigatöflu á blaðsíðu 9 tími til að slaka á. Útkoman úr þess- um mánuðum er eðlileg miðað við þau markmið sem við settum okkur. En það eru níu mánuðir eftir," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um afkomuna í samtali við Tímann. Tölur um afkomu ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins benda til að ríkis- stjórninni gangi vel við það ætlunar- verk sitt að minnka halla á ríkissjóði, en fjárlög gera ráð fyrir að hann verði um 4 milljarðar á þessu ári. Hallinn var yfir 12 milljarðar á síðasta ári. Ríkisstjómin hefur lagt mikla áherslu á að draga úr útgjöldum rík- issjóðs. Það virðist hafa tekist að vissu leyti því að útgjöld ríkissjóðs jukust aðeins um 2,3% á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs saman borið við sama tíma í fyrra. Verðlag hækkaði um 6-7% milli ára. Stór skýring á batnandi hag ríkissjóðs er hins vegar auknar tekjur. Tekjur ríkissjóðs juk- ust um 13% á þessu tímabili borið saman við sama tímabil í fyrra. Þess ber að geta að tekjur jukust að hluta til vegna breyttra bókhaldsaðferða. Séu afkomutölurnar á þessu þriggja mánaða tímabili bomar saman við afkomutölur á sama tímabili í fyrra kemur í Ijós að hallinn hefur minnk- að um þriðjung, úr 6,6 milljörðum í 4,6 milljarða. Hrein lánsfjárþörf rík- issjóðs minnkaði úr 8,2 milljörðum í 5,3 milljarða. Verg lánsfjárþörf, þ.e. hrein lánsfjárþörf að viðbættum af- borgunum Iána, minnkaði úr 10,3 milljörðum í 6,6. Heildarlántökur ríkissjóðs námu 6,3 milljörðum og tókst að mestu leyti að mæta láns- fjárþörfmni með sölu ríkisverðbréfa á innlendum markaði. í fyrra var fjár- þörf ríkissjóðs hins vegar að mestu leyti mætt með yfirdrætti í Seðla- banka sem nam 8,5 milljörðum króna. Ráðamenn í fjármálaráðuneytinu telja varasamt að draga of miklar Fær slysavaldurinn bætur frá þolanda? Fyrir skömmu var hópur ölvaðs fólks ríðandi á hestum sínum á einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins í náttmyrkri í stað þess að nota reiðveg skammt frá þjóð- veginum. Ökumaður, sem ekki sá hópinn í tíma, ók á tvo hesta sem báðir drápust. Hann og tveir farþegar meiddust við árekstur- inn og bíllinn stórskemmdist. Hvor ber ábyrgð á siysinu — ölv- aður knapi með tvo til reiðar eða ökumaðurinn? Sjá viðtal við eiganda bílsins á blaðsíðu 8. ■■ ályktanir af jákvæðum árangri á fyrstu mánuðum ársins. Ljóst sé að útgjöld ríkissjóðs muni hækka í kjöl- far kjarasamninga. Flest bendi til að greiðslur atvinnuleysisbóta verði meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Lík- legt þykir að greiðslur ríkissjóðs vegna ábyrgðar ríkis vegna launa við gjaldþrot verði meiri en áætlað var. Þá þykir ýmislegt benda til að ekki hafi tekist að spara eins og til var ætl- ast í nokkrum málaflokkum. Þar má nefha sjúkratryggingar, sjúkrastofn- anir, málefni framhaldsskóla, emb- ætti sýslumanna og ýmis verkefni umhverfisráðuneytis. Friðrik sagði óvíst hvort gripið verði til einhverra sérstakra aðgerða til að mæta nýjum útgjöldum vegna kjara- samninganna, en talað hefur verið um að útgjöldin hækki um milljarð vegna þeirra. Verið sé að skoða leiðir til að bregðast við þessum nýju út- gjöldum. -EÓ Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari og Geir Gunnarsson aðstoðarríkissáttasemjari skoða niðurstöður atkvæðagreiðslna. Tfmamynd Ami Bjama 11 af 131 félagi samþykktu ekki sáttatillögu ríkissáttasemjara: Sáttatillagan var víóast hvar samþykkt Sáttatillaga ríkissáttasemjara var samþykkt í 96 félögum af 106 í Alþýðusambandi íslands og í 24 af 25 félögum í BSRB. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var í heildina 18,8% hjá ASÍ og 48,2% hjá BSRB. Talningu er ólokið í stærstu félögum BSRB og hjá KÍ. Þátttakan var afar léleg í mörgum stórum verkalýðsfélögum á höfuðborgarsvæðinu, en var víða þokkaleg á landsbyggðinni. Tíu félög ASÍ felldu sáttatillög- una. Þau eru Verkalýðsfélagið Súgandi á Suðureyri (65% sögðu nei), Bifreiðastjórafélagið Sleipnir í Reykjavík (83% sögðu nei), Verslunarmannafélag Húnvetn- inga á Hvammstanga (55% sögðu nei), Félag byggingariðnaðar- manna í Árnessýslu (54% sögðu nei), Verkalýðsfélagið Afturelding á Hellissandi (55% sögðu nei), Verkalýðsfélagið Stjarnan í Grundarfirði (55% sögðu nei), Verkalýðsfélag Norðfirðinga (58% sögðu nei), Verkalýðs- og sjó- mannafélag Stöðvarfjarðar (59% sögðu nei), Verkalýðsfélag A- Húnavatnssýslu á Blönduósi (60% sögðu nei) og verkamenn í Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi felldu tillöguna einnig (52% sögðu nei). í fimm verka- lýðsfélögum til viðbótar var meirihluti andvígur tillögunni, en hún var samt samþykkt þar vegna ónógrar þátttöku. Ef færri en 20% félagsmanna taka þátt í atkvæðagreiðslunni skoðast til- laga samþykkt. Mjög tæpt var á að tillagan yrði samþykkt í Verka- lýðsfélaginu Brynju á Þingeyri, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkakvennafélaginu Snót í Vest- mannaeyjum, hjá starfsmönnum íslenska járnblendifélagsins og hjá starfsmönnum Kísiliðjunnar við Mývatn. í einu félagi opinberra starfs- manna var tiilagan felld, þ.e. hjá Starfsmannafélagi Neskaupstaðar (57% sögðu nei). Litlu munaði að Starfsmannafélag Sauðárkróks felldi tillöguna. Sé litið á heildartölur greiddu 9.830 félagsmenn í ASÍ atkvæði af 52.258 félögum. Þetta er 18,8% þátttaka. Já sögðu 6.520 eða 66,3%. Nei sögðu 3.025 eða 30,8%. Auðir og ógildir voru 285 eða 2,9%. í 51 félagi var þátttakan yfir 35%, undir 20% f 28 félögum. Af þeim BSRB-félögum sem búið er að telja í greiddu 1.207 atkvæði eða 48,2%. Já sögðu 835 eða 69,2%. Nei sögðu 308 eða 25,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 64 eða 5,3%. Tálningu er ólokið hjá stærstu félögum BSRB og nokkr- um félögum innan ASÍ, einkum sjómannafélögum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.