Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 9. maí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Verða greidd út námslán í haust? Frumvarpið um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna er nú komið til umræðu á Alþingi á ný, eftir að hafa verið til meðferðar í menntamálanefnd þingsins. Allmargar breytingar hafa verið gerðar á því, sem horfa til bóta, en þó er það enn svo meingall- að að ekki er furða þótt hörð átök séu um málið. Það eru einkum tvö atriði, sem átökin standa um nú. Hvort á að leggja vexti á námslánin, og að þau séu greidd eftirá á hverju ári. Ríkisstjómin hefur ákveðið, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra, að vextir á námslán verði 1%. Ráðherrann hefur gefið yfirlýsingar um það í umræð- um á Alþingi, að ekki standi til að hækka vextina meðan hann ræður. Hann slær samt þann varnagla að verðbólga hækki ekki á ný. Þarna er blandað saman verðbótaþætti vaxta og raunvöxtum. Sannleikurinn er sá, að námslán eru verðtryggð og hafa verið það síðan 1976. Verðtrygg- ing kom á námslán tveimur árum áður en hún var al- mennt tekin upp hérlendis. Það hefur því ekki verið tekið af skarið með það að vextir hækki ekki. Ein- hverjar breytingar á verðbólgustigi gætu orðið til þess að tekin sé ákvörðun um vaxtahækkun, þrátt íyr- ir þær yfirlýsingar sem hafa verið gefhar af stjórn- völdum. Sá háttur hefur verið hafður á að þegar námsmenn hefja lánshæft nám, verða þeir í upphafi eftir fyrstu önnina að leggja fram gögn um nám sitt og námsár- angur og fá ekki lán fyrr. Nú er lagt til að þetta verði svo á hverju ári. Þetta þýðir það að engin lán verða greidd út í haust. Þetta þýðir það með öðrum orðum að allir námsmenn þurfa að fara út á almennan lána- markað til þess að slá framfærslueyri að láni með markaðsvöxtum. Auðvitað er þetta óhæfa, ekki síst við núverandi aðstæður þar sem atvinnuástand er mjög erfítt, og sjóður námsmanna eftir stutt sumarleyfi verður áreiðanlega af þeim sökum afar rýr. Þetta kemur ekki síst hart niður á þeim, sem þurfa að sækja nám um langan veg og leigja húsnæði dýrum dómum. Þetta stofnar auðvitað markmiðinu um jafnrétti til náms eftir búsetu og efnahag í voða. Það er með ólíkindum hvað stjórnarliðar á Alþingi halda fast í þetta ákvæði, svo óréttlátt sem það er. Ef marka má umræður um málið, mundi það bæta and- rúmsloftið stórlega og auka líkur á samkomulagi yrði ákvæðið fellt út úr frumvarpinu. Stjómarandstaðan á Alþingi hefur gagnrýnt þetta ákvæði harðlega, ásamt vaxtatökunni. Hins vegar við- urkenna allir, námsmenn einnig, að ýmislegt má færa til betri vegar varðandi Lánasjóðinn, sem mundi leiða til spamaðar án þess að stofna í hættu tilgangi og grundvelli hans. Spumingin er þessi: Lætur ríkisstjórnin sér segj- ast, og verða námslán greidd út í haust eða ekki? Atli Magnússon: „Þar þekkjast engin landamæri“ í ferðasögu manns, sem tókst pílagrímsför á hendur til Sovét- ríkjanna nokkru fyrir heimsstyrj- öldina, segir frá því að er hann um miðnæturbil kom að landa- mærahliðinu austast í Póllandi blasti við tíguleg sýn: Mikill bogi með logandi ljósperum hvelfdist yfir hliðið og þar mátti lesa svo- hljóðandi eldlega áletrun: „í ríki sósíalismans þekkjast engin landamæri." En alltaf tekst óútreiknanlegri framrás mannlegra mistaka, heimskupara, styrjalda, grimmd- ar og umbyltinga (sem loks er gefið nafnið „mannkynssaga") að gera stór áform sem annað bjást- ur mannskepnunnar hlálegt. Þar sem ríki sósíalismans stóð eru nú reist sífellt ný landamæri og ógn- ar varla annað ffiði í heiminum meir en sú landamærasmíði öll. Deilt er hart um hverjum einhver hreppur heyrði til fyrir öld síðan, eða þá að hreppurinn, sem um er strítt, vill hvorugum tilheyra, heldur eignast eigin landamæri. Þau kveðast hreppsbúar þá albún- ir að verja með fallbyssum og gaddavír og láta þeir ekki standa við orðin tóm, heldur láta yfir sig dauða ganga. Svo fór um sjóferð þá. Landamæralaus Evrópa En þannig er það í mannkyns- sögunni að þegar einhver ráð- leysa um síðir hefur gengið sér til húðar — og þó einkum ef hún hefur leitt til sem hörmulegastra hrakfalla — öðlast hún hreint ómótstæðilegt aðdráttarafl í aug- um einhverra annarra, sem þar með vilja endilega prófa hana hjá og á sjálfum sér. Þannig verðum við nú vitni að því að Vestur-Evrópa reynir sem mest hún má að framkvæma það, sem Stalín gamla var um megn — að þurrka út landamæri um aldur og ævi. Stalín hugðist laða fram þessa fögru hugsýn undir formerkjum sameignarstefnu. Höfðingar Efnahagsbandalagsins vilja prófa hana undir formerkj- um markaðsstefnu. En eitt hið eftirtektarverðasta samkenni á þessum tveimur landamæralausu heimsveldum er þó afstaða þeirra lýða sem áttu (eiga) að frelsast frá landamærum — frelsast frá þeim í framkvæmdinni. (Stalín skipaði engum að afsala sér þjóðemi. Ge- orgíumenn máttu áfram kalla sig Georgíumenn í hans tíð, rétt eins og Danir mega áfram heita Danir innan EB). En afstaða þjóðanna innan EB er sami dauðyflisgangurinn og í Rússlandi forðum. Menn láta þetta bara yfir sig ganga og reyna að láta sér verða sem best af því, sem upp á er boðið, hvort sem það er mikið eða lítið. Mönnum líst svo á, að þama séu hvort eð er slík goðmögn á ferð að það þýði ekki annað fyrir einstaklingana en að láta sér allt lynda. Svo vill til að nokkuð sterkar vísbendingar em fyrir hendi um að þetta sé ekki fleipur. Skoðanakannanir í Noregi fýrir ekki löngu sýndu at- hyglisverðar niðurstöður: Meiri- hluti manna, er gáfu svör í könn- uninni, reyndist vera andvígur hugmyndinni um EB- aðild, og samkvæmt því mundi tillaga þar að lútandi verða felld í þjóðarat- kvæði. En hér með er ekki öll sag- an sögð. Þegar menn um leið vom spurðir hvort þeir teldu það líklegt eða ólíklegt að land þeirra gengi bandalaginu á hönd, þá brá svo við að langflestir ætluðu að svo mundi fara. Létt er að sjá hvað það er í sál einnar þjóðar, sem þessu veldur: Uppgjöf blandin vantrú á þýðingu einstaklinganna, á þýðingu lýð- ræðisins. Setji menn sér til gam- ans þann möguleika fyrir sjónir að skoðanakönnun hefði farið fram undir Stalín og menn árætt að svara eftir bestu samvisku, er ekki ólíklegt að meirihlutinn hefði gjarna viljað losna við hand- leiðslu þessa alvalda „föður“. En nærri má geta sér til um svörin, hefðu menn fengið að svara um leið hvort þeim fyndist líklegt að til slíks kæmi(!). Alsjáandi augað Þótt hér sé talað um Stalín í öðm orðinu og toppkontórista suður í Brússel í hinu, þá er auð- vitað ekki verið að setja samasem- merki milli hins gamla og háþró- aða leynilögregluveldis og við- skiptaveldisins nýja. Samt ber að gæta að því að viðskiptaveldið kann að koma á sinni þrúgun og kúgun, þótt hún muni vitanlega bera mjúklátari svip en skyndi- húsleitir og útlegðardómar. Markaðsveldið nýja mun gerast geigvænlega tæknivætt á allra- næstu áratugum, einkum á ör- tölvusviðinu. Án þess að upp- mnalegi tilgangurinn þurfi í sjálfu sér að vera sprottinn af nokkmm illum rótum, mun svo fara að valdhafamir, hærri sem lægri, geta átt aðgang að miklu víðtækari og nákvæmari upplýs- ingum um þegnana en OGPU, NKVD, MVD og KGB og hvað það nú hét fleira, tókst að öngla sam- an á sjötíu ára ferli. Auðvitað benda menn þegar á að hér sé sá reginmunur á að upplýsingamar á örtöluskránum verði til þess eins ætlaðar að gera allt lífið að enn fisléttari og dá- samlegri ballettdansi um tilver- una, dansi þar sem silfruð eða gullin greiðslukort leiftra og skína, frönsku vínin flóa og ostr- urnar ilma. En ekki kæmi það þeim spánskt fyrir, sem hafa lesið sér til (þó ekki væri nema dálítið) í margnefndri mannkynssögu, þótt allt yrði þetta öðruvísi í „praxís". Það væri skrýtið, ef ekki mun eiga sér stað umdeild valda- söfnun innan EB, sem menn nú ekki sjá fyrir. Ef það gerist ekki, skyldi ég éta hatt ef ég ætti hann, en koma mér honum annars upp eins og utnaríkisráðherrana Þá skyldi þó ekki fara svo að menn tækju að minnast þess að í fymd- inni áttu þeir sér landamæri — og brygðu á það ráð að heimta þau á ný með hinum sömu óvöndu meðulum og menn nú verða vitni að í ríkinu, sem einu sinni stóð að baki blikandi ljósa- pemboga með boðskapnum: Jí ríki sósíalismans þekkjast engin landamæri!"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.