Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 14
14Tíminn Laugardagur 9. maí 1992 NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA f EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN DRÁTTARVEXTI Við minnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. MAÍ 18, MAi_________ leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísitölu. cSd HÚSNÆÐISSTOFNUN RlKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI696900 Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25,' er opin alla þriðjudaga frá kl. 17.00-19.00. Lltið inn f kaffi og spjall. Framsóknarfélögin i Hafnarfiröl. Kópavogur — Félagsvist Spiluð verður félagsvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 10. mai kl. 15.00. Góð verölaun og veglegar kaffiveitingar. Freyja, féiag framsóknarkvenna. Framsóknarmenn Akranesi Bæjarmálafundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut laugardaginn 9. mai n.k. kl. 10.30. Rætt veröur um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar. Þeir, sem sitja i nefndum og ráðum hjá Akranesbæ á vegum Framsóknarflokksins, enj eindregið hvattir til að mæta, og einnig varamenn. Stjóm Framsóknarféiags Akraness. Vorferð Félag framsóknarkvenna I Reykjavik fer Nánar auglýst síðar. I vorferð siödegis laugardaginn 16. mal n.k. Stjómln. Vorfundur Freyju Vorfundur Freyju, félags framsóknarkvenna I Kópavogi, verður haldinn mánudaginn 18. mal n.k. Nánar auglýst slðar. Stjómtn. Bændur 12 ára drengur óskar eftir að komast á sveitaheimili í sumar, án meðgjafar, ef einhver hefir pláss. Vinsamlega hafið samband í síma 91-38109. Hús eða íbúð í sveit óskast Óska eftir að taka á leigu Ibúð eöa Iftiö hús I sveit i sumar. Tilboö óskast send á auglýsingadeild Tlmans, merkt „Hús I sveit", sem fyrst. PÓSTFAX TÍMANS Hugmyndin um borgina inni í landi var oröin gömui, þegar Kubitschek forseti ákvaö áriö 1955 aö láta hana veröa aö veruleika. BRASÍLIA úrelt framtíðarsýn Sagt frá borginni, sem átti að verða sú nýtískulegasta og siðfág- aðasta í heimi. En draumurinn hefur ekki ræst til þessa. „Brasília er ekki borg, hún er hugmynd.“ Maðurinn, sem segir þetta við mig, situr á Ipanema-ströndinni í Ríó og horfir á melludólgana og vasaþjófana allt umhverfis okkur, en einkum glæsilegar stúlkur í bikinifötum, og hann brosir þegar einhver þeirra gengur framhjá. Þetta er hugmynd hans um stórborgina, og hann öfundar mig ekki af fyrirhugaðri ferð minni til höfuð- borgar landsins. „Þar eru engin skúmaskot þar sem hægt er að sitja og drekka,“ segir hann. Ég svara engu, því aldrei hef ég ferðast til „hugmyndar" áður. En er það ekki inntak pílagrímsferða að ferðast til „hugmyndar"? Ég var á leið til hugmyndar sem féll úr tísku, fagurrar nútímahugmyndar sem heimur nútímans hafnaði eigi að síð- ur. Því fyrr en varði varð hún úrelt- asta borg sem um getur á skömmum tíma. Borgin úti í eyðimörk- inni Eins og allar tómar stórborgir er Brasília á sunnudegi líkt og í álög- um. Það er eins og einhver svarti- galdur hafí sogið úr henni allan lífs- þróttinn. Þegar á tveggja stunda flugferð inn yfir landið röskuðust þær hugmyndir, sem ég hafði gert mér. Ég hélt að borgin væri eins og vin inni í regnskóginum, en í raun- inni stendur Brasília á þurrlendri, kjarri vaxinni sléttu. Eini svalinn kemur upp úr báxít-jarðveginum þar sem ekkert líf þrífst nema termítarn- ir. Þegar komið er í hótelhverfið, er maður enn inni í eyðimörkinni. Þetta er auðn þar sem mest ber á tómum gangstéttum og sóðalegum blokkhýsum, óaðlaðandi og sem enginn maður laðast heldur að. Menn hugsa til strandarinnar í Ríó og andvarpa. Birtir yfir Drunginn, sem hvílir yfir svæðinu, ir svo þungur að það þarf viljaþrek il þess að ganga lengra. En skapið ireytist, þegar komið er af hótel- ,væðinu og inn í hermannahverfið eða diplómatahverfið — og þó helst þegar komið er inn á breiðgötuna sem liggur um stjómarbygginga- hverfið. Það er á við upphafningu. Ferðast verður um borgina í bfl, þótt umferðaræðar séu vanþróaðar. En þegar ég sté út úr bflnum og virti fyr- ir mér undraverk á borð við aðal- stöðvar hersins eða dómkirkjuna, þjóðleikhúsið og utanríkisráðuneyt- ið, breiddist bros yfir andlit mér. Hér var hún komin, hugmyndin sem ég átti að berja augum. Stórkostleg dæmi nýmóðins byggingarstfls gnæfðu við hitabeltishimininn. En svo eyðilegg ég öll áhrifin með því að gera nokkuð heimskulegt: ég geng út á strætisvagnastöð. Hér sitja nokkrar manneskjur og bíða, flestir eru einir síns liðs og svipurinn er dapurlegur. Umhverfið verður eins og galtómur hamrasalur, aldauða miðbær þar sem gatnamót blasa við án umferðar. Nokkrir pönkarar slöngruðu framhjá og ég varð að hnippa í mig til þess að muna að ég var staddur í landi sömbunnar. Bras- flia getur gert menn þunglynda á einu andartaki og fyllt þá eldmóði á því næsta, því umhverfið er tómir draumar, tilraunir og hugmyndir. Gamall draumur Mestu skipti fyrir þjóðina draumur- inn sem hafði ásótt hana í hundrað ár, draumurinn um borg inni í landi. Allar stærri borgir höfðu verið reist- ar niðri við ströndina. Þar komu landnemamir á land og þar héldu þeir sig upp frá því. Brasilíumönnum fannst að stórborg inni í þessu víð- lenda Iandi mundi verða að tákni uíh að þjóðin byggi þar raunverulega. Þegar Kubitschek varð forseti 1955, Fátæklingar í úthverfi í Braslliu. hét hann því að þegar fimm ára kjör- tímabili hans lyki yrði búið að reisa slíka borg. Ár bjartsýninnar Heimurinn heillaðist af slíkum áformum. Þetta voru ár bjartsýninn- ar, þegar módemisminn skyldi sópa öllu því gamla burtu og fullkominn heimur byggðist á því að gera fúll- komnar áætlanir. Og nú ætlaði það fá- tæka land Brasilía, sem einkum var frægt fyrir fótboltalið sín og bað- strendur, að heljast til vegs og virð- ingar með því að reisa glæstustu borg í heimi. Náttúran var þá ögrun til þess ætluð að sigrast á henni. Hrein, iðju- söm nútímaborg, þar sem allir lifðu við jafnrétti í sátt og samlyndi yrði þá glæst dæmi um slíkan sigur. Til þess að teikna borgina var valinn Oscar Niemeyer, gamall nemandi Le Corbusiers. Hann var sannfærður marxisti og í fremstu röð brasilískra módemista. Fylgismenn hans klöpp- uðu saman lófum af fögnuði. Margir þeirra vom viðstaddir á vígsludaginn 1960. Ýmsum til furðu hafði Kubit- schek staðið við heit sitt og þama bar þrjá háreista tuma þinghússins við himin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.