Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 15
Tíminn 15 32 árum síðar En 32 árum síðar minnast menn helst ekki á Brasíliu, og ef þeir gera það þá hrista þeir höfuðið eins og yfir einhverju uppátæki í þriðjaheimsríki. Brasília minnir á hvítan fíl lengst inni á fjöllum, sem best sé að gleyma. Borgin hefur orðið fómarlamb breyttrar tísku. Hugmyndimar, sem að baki henni lágu, hafa farið veg allr- ar veraldar eftir að ósonlagið tók að eyðast, menn fóm að rífa blokkhýsi og í ljós kom að framtíðarsýnimar, sem fýlgdu tæknibyltingunni, vom hillingar. En þegar ég horfði yfir borgina út um gluggann minn á hótelinu um kvöldið, sá ég hana á enn nýjan hátt Þetta var ótrúlegt sköpunarverk fú- túrískra táknmynda, í laginu eins og flugvélarskrokkur. Vængimir vom íbúðarhverfin, stjómbyggingahverfið flugklefinn. Þetta hreif mig og ég fann að borgin var að sýna mér nýjar furður, sem hún bjó yfir. Tilfmning reglu og skipulags Morguninn eftir var kominn vinnu- dagur og nú komu í ljós nokkrir af þeirri milljón manna (eða þar um bil), sem þama búa. Þeir hröðuðu sér á skrifstofumar, sem vom í grennd við hótelið. Mér fór að verða Ijóst að það hve rökrétt skipulag Brasíliu skyldi vera er í rauninni aðalvandi hennar. Þegar borgin var byggð, var kappkostað að skilja bílaumferðina frá íbúðarhverfunum. Fyrir vikið er eins og hjarta borgarinnar hætti að slá um leið og vinnudeginum lýkur. Sú þrúgandi tilfinning reglu og skipulags, sem er á öllu í Brasfliu, er satt að segja sprottin af löngun til að forðast óreiðuna og öngþveitið íborg- unum við ströndina, þar sem fá- tækrabælum, húsum þeirra ríku og hótelum ægir saman. íbúamir segja: „Þetta er róleg borg, maður er ömggur hér og plássið er nóg.“ Og reyndar virðast menn ánægðir í Brasfliu. Það er einkum á „flugvélarvængjunum" suður og norður af borginni, sem svona setn- ingar heyrast. Þegar gengið er um íbúðarhveríin, um snyrtilega og ró- lega gangstíga þeirra, kemur enn sú tilfinning að hér sé verið að gera ein- hverja ógnarstóra tilraun. Hér er að finna ferhymingana — „quadra". Hver „quadra" er átta lágreistar en langar risablokkir og þar er að finna verslanir og veitingastaði. Ég sat á kaffihúsi í blokk 205-suður og dreypti á kaffi. Við hliðina var gleraugnaversl- unin og blómabúðin og arabískur matsölustaður skammt frá. Allt virtist þetta prýðilegt. Hér var jafnréttishugmyndin í fram- kvæmd, en þegar ekið er meðfram þríhymingslaga vatninu í austurhlut- anum og við blasa skrauthýsi þeirra ríku, klúbbar þeirra og barir, breytist myndin. Sé farið ögn út fyrir borgina og til „smáborganna", sem em allt umhverfis hana, tekur við enn ný mynd. Þar búa berfættir allsleysingjar í hreysum sínum. Brasília er engin jafnréttisborg, þótt hún líti út fyrir að vera það. Maður finnur þörf (ýrir að snúa inn í miðborgina aftur og gleyma sér við furðuverk Oscars Nie- meyer. Stórborg verður ekki hönnuð Niemeyer er enn að teikna hús, þótt kominn sé á níræðisaldur, og hann hefur teiknað fleiri stórfengleg hús handa borgarbúum í Brasfliu á 32 ár- um en nokkur borg önnur hefur eignast á mörgum öldum. Byggingar hans em minnisvarði um sérstakt tímaskeið — sjötta áratuginn. Þama er dómkirkjan með þaki sem táknar þymikórónu, sem skreytt er glerlist- argluggum. Þjóðleikhúsið minnir á pýramída Azteka og þar tekst aö láta fomöld og nútíð mætast. Forseta- höllin er á vatnsbakkanum og sannar að ekkert mælir gegn því að leiðtogi í lýðræðisríki hafi jafn glæsileg húsa- kynni til umráða og einræðisherrar láta byggja handa sér. Frægasta „minnismerkið" er samt þinghúsið með niðurhallandi tröpp- um sínum. Yfir því em tvö risastór hvolfþök — annað niðursveigt eins Fólk á hvolfþaki þinghúsbyggingarinnar. Yfir gnæfa hinir miklu turnar hennar. og skál, hitt eins og hvolfþak. Hið fyrra er ætlað þinginu, hið síðara öld- ungadeildinni. Yfir gnæfa þrír risa- stórir tumar. Hér er musteri frelsis- ins og Brasfliu-safnið. Hægt er að fara um allar byggingamar, fylgjast með þingstörfunum og dást að hve hag- kvæmnin situr hvarvetna í fyrirrúmi og hve vel er séð fyrir smámununum. Ekki síst er þó eftirminnilegt minn- ismerkið, sem vinir Kubitscheks reistu honum. Þetta er marmarasúla, hol að innan og án glugga. Hún rís upp úr gmnnri tjöm. Aveggjunum em ljósmyndir og hlutir til minja um forsetann fyrrverandi. En maðurinn, sem ég hitti á strönd- inni í Ríó, haföi rétt fyrir sér. Hug- myndin hefur ekki orðið að raun- vemlegri stórborg. Brasflia sannar með mistökum sínum að borgir verða að vera lifandi og að þær verða ekki hannaðar í eitt skipti fýrir öll. En þama skín þó bjartsýnin af hverjum hlut En ef Brasflia á eftir að vakna til lífsins og fólk fer að lifa og njóta til- vemnnar í miðborginni, sem nú er líkt og dauð, þá hefur brasilíska þjóð- in sannarlega eignast minnismerki, sem hún getur verið stolt af. (Robert Elms — þýtt úr Sunday Tlmes) ÁRMLILA 11 - 8ÍMI B81COO 3.57 4.07 4.17 4.57 6.07 6.17 60 hö DIN 65 hö DIN 75 hö DIN 90 hö DIN 100 hö DIN 113 hö DIN Frummyn Nýju DEUTZ-FAHR tralctorarnir eru fyrstu traktorarnir sem framleiddir eru frá grunni með vélarhlífina lægri að framan en þekkst hefur hingað til. Þessi nýja hönnun tryggir gott útsýni yfir framhluta traktorsins, nokkuð sem er nauðsynlegt þegar unnið er með ámoksturstækjum eða framtengdum jarðvinnslu- eða hey-vinnuvélum. Líttu við hjá okkur og reynsluaktu nýju Deutz Fahr AgroStar traktorunum, eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar. rm Hefðbundin skipting þyngdar á fram- og afturbásingu tryggir hámarks dráttarafl. Aðgangur að öllum hlutum traktorsins or fljótlogur og þssgilegur, og umhirða þvf auðveld. Það sparar tíma og peninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.