Tíminn - 09.05.1992, Side 7

Tíminn - 09.05.1992, Side 7
6 Tíminn Laugardagur 9. maí 1992 SVEINN RUNÓLFSSON landgræöslustjóri. Mynd og texti: Siguröur B. „ Fólk hefur trú Landaræöslan á því sem er að gera „Sem betur fer hefur fólk trú á því, sem Landgræðslan er að gera, og vill leggja starfi hennar lið. En það, sem skortir kannski helst á, er að fólk beiti sína pólítísku um- bjóðendur, sem eiga sæti á Alþingi, harðari þrýstingi um auknar fjárveitingar til þessa málaflokks." Þetta sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri í samtali, sem blaöamaður átti við hann fyr- irskömmu, meöal annars um verkefni þau sem Land- græðslan á fyrir höndum í sumar. Við byrjuðum samtal- ið á aö spyrja Svein um hvort einhverjar skemmdir hefðu orðið á gróðri i ofsaroki því, sem gerði á sunnanverðu landinu í lok síðasta mánað- ar. „Við höfum nú ekki kannað það sem skyldi, en einhverjar skemmdir hafa orðið, það er ljóst. Þá einkum í ofanverðri Landsveit," sagði Sveinn í upp- hafi samtalsins. „Þá sjáum við að sandur hefur talsvert fokið í landgræðslugirðingunni við Þorlákshöfn, en skemmdir þar eru ekki miklar. Þar er melgresi aðalgróðurinn og það er býsna sterkt. Og eitthvað er um að moldarflög og opin jarðvegsflög hafi stækkað. Þar sem ég hef farið um, eftir þetta mikla rok, hef ég séð að rofabörð hafa ýfst upp, meðal annars á svæðum þar sem gróður var í framför á síðastliðnu hausti að undan- gengnu góðu sumri. Á heildina litið er þó ljóst að skemmdirnar hafa ekki orðið miklar. Hins vegar erum við ekki enn- þá búin að bíta úr nálinni með ofsaveðrið, sem kom í byrjun febrúar 1991. Þá þegar urðu miklar gróðurskemmdir. Sá vet- ur var, eins og þessi, snjóléttur og slíkir vetur eru óhagstæðir gróðri landsins. Best er að hafa snjóhulu yfir landinu, sem það kæmi síðan undan að vori. Á svona snjólitlum vetrum iyftir holklaki jarðveginum, sem er því miklu opnari fyrir áhrifum vindsins," sagði Sveinn. Eldhraun oa Mýrdalssandur Vorið og sumarið er annatími Landgræðslunnar. Þá starfa hjá stofnuninni allt að 120 manns, þegar mest er að gera fyrripart sumars, og eru þeir að störfum víða um landið. Við spurðum Svein hver yrðu helstu verkefni þessa fólks og þá Landgræðsl- unnar í heild á þessu sumri: „Fyrstu sáningarverkefni sumarsins byrjuðu strax þriðju- daginn eftir páska. íslenska mel- gresið er enn sem fyrr okkar sterkasta tæki til að hefta sand- fokið og víðsvegar um landið leggjum við gífurlega áherslu á notkun þess. Byrjað var að sá melgresisfræi í sandfláka í Eld- hrauni í Skaftártungu, en þar hafa á allra síðustu árum orðið mikil landspjöll. Þar er ekki hægt að kenna sauðkindinni blessaðri um, heldur eru þar eingöngu náttúruöflin að verki. Á síðustu árum eru flóð tíðari í Skaftá, og menn eystra telja sig sjá merki þess að framburður jökulleirs og sands sé meiri en áður. í flóðum fer hluti árinnar þarna niður eftir Eldhrauninu og skilur þá eftir sig sand og leir, sem síðan hefur verið að ijúka yfir algróið land. Ljóst er að vandamálin á þessu svæði eru orðin mjög stór, ekki þá að- eins í Eldhrauninu heldur með- fram allri Skaftá, allt inn að jökli. í fyrri viku var verið að sá melfræi meðfram veginum yfir Mýrdalssand, svo hefta megi sandfok á hann. Eins og sáning- in í Eldhrauninu er hún gerð með sérstökum raðsáðvélum. Okkur voni gefnar þrjár slíkar nýlega af íslandsbanka hf., Hag- kaupum, Ingvari Helgasyni, Glóbus hf. og nokkrum tann- læknum, og ber að þakka þær höfðinglegu gjafir. Þegar verk- efnunum í Vestur-Skafta- fellsýslu sleppir, það er í Eld- hrauni og á Mýrdalssandi, verð- ur farið áfram um landið og unnið víða, en stærstu verkefn- in við sáningu með vélunum verða á Hólsfjöllum og í Skútu- staðahreppi. Aðallega sáum við melfræi með þessum vélum, en einnig verður lúpína talsvert notuð. Mikið starf á Hólsfjöllum Á Hólsfjöllum verður mikið starf unnið í sumar. Sem kunn- ugt er tókust á síðasta ári samn- ingar við bændur á því svæði um að hætta sauðfjárbúskap. Þeir, sem búa þar áfram, munu vinna við landgræðslustörf nú í sumar, en mikil vinna er fram- undan við að hefta jarðvegseyð- ingu á Hólsfjöllum. í búvöru- samningnum — þ.e. samningi bænda og ríkisvalds um aðlög- un búvöruframleiðslunnar að markaðsaðstæðum — er gert ráð fyrir að bændur geti fækkað fé eða brugðið búi og snúið sér í staðinn að landgræðslu og skógrækt. Það, sem verið er að gera á Hólsfjöllum og jafnframt á nokkrum stöðum á Suður- landi, er að fá bændur til að bregða búi og snúa sér í staðinn Tíminn 7 Laugardagur 9. maí 1992 að landgræðslu og skógrækt. Ein bókun samningsins kveður á um að á samningstímanum verði veitt allt að tveggja milljarða króna upphæð til þessa. Áburöarflug Áburðarflugið verður með mjög hefðbundnu sniði og byrjar um mánaðamótin maí- júní. Douglas DC-3 flugvélin, Páll Sveinsson, byrjar með því að fljúga frá Reykjavík og dreifir áburði á Reykjanessvæðið. Um miðjan júni kemur vélin síðan hingað austur í Gunnarsholt og flýgur héðan til áburðardreifingar á landgræðslusvæði á Suðurlandi, svo sem á Biskupstungnaafrétti, við Þorlákshöfn og víðar. Því næst fer vélin norður á Sauðár- krók og dreifir þaðan á upp- græðslusvæði í nágrenni Blönduvirkjunar, og er þetta verkefni kostað af Landsvirkjun. Loks fer vélin til Húsavíkur og dreifir frá flugvellinum þaðan á ýmis svæði í Suður-Þingeyjar- sýslu, þar sem uppblástur er mikið vandamál. Þar get ég meðal annars nefnt svæðið við Krákárbotna. Með landgræðslu- aðgerðum þar er verið að hefta sandburð í Kráká. Áin sú rennur í Laxá og hefur farið óhemju- mikill sandur niður ána, með þeim afleiðingum að hrygning- arstöðvar laxins í ánni hafa eyðilagst og sömuleiðis hafa hverflar Laxárvirkjunar skemmst. Mikiö til af fræi Á síðasta ári safnaðist meira af fræi en nokkru sinni áður. Það helgast af því að árin 1990 og 1991 voru mjög góð ár fyrir fræsetu, því þau voru þurr og hiý. Þannig má nefna að alls söfnuðust um 20 tonn af mel- fræi og 18 tonn af beringspunti, auk mikils magns af öðrum fræ- tegundum. í vetur varð síðan ljóst að við hefðum ekki fjár- magn til að kaupa áburð með öllu því fræi sem við eigum, og því var gripið til þess ráðs að selja beringspuntsfræ til Alaska, alls 6,5 tonn. Það var fyrir milli- göngu Glóbus hf. að þetta hafð- ist í gegn og verðið, sem við fengum, var geysilega gott, 900 þúsund á tonnið. í raun megum við ekkert við þessu, að selja frá okkur fræ. En Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir undan og ofan af gróður- verndar- og landgræðslu- málum og helstu verkefnum á þeim vettvangi í sumar okkur var nauðugur einn kost- ur, því við verðum á næstunni að efla fræverkunarstöðina hér í Gunnarsholti, með tilliti til þeirra verkefna og stóru fyrir- ætlana sem virðast blasa við. 200 milljóna fjárveiting Á ijárlögum þessa árs eru ætl- aðar til landgræðslustarfa rétt um 200 milljónir króna, fyrir ut- an frjáls framlög sem eru alltaf talsverð og mjög þakkarverð. í krónum talið eru þessar 200 milljónir um 16% aukning milli ára, og það er út af íyrir sig gleðileg staðreynd. Hins vegar neita ég því ekki að áður en þess- ar fjárhagshremmingar dundu yfir þjóðina hafði ég gert mér mun meiri væntingar um fjár- veitingar á þessu ári. í mars 1990 var samþykkt á Alþingi ályktun þess efnis að stöðva beri fýrir aldamót alla hraðfara gróður- og jarðvegseyðingu, þar sem þess er kostur. Er þessi ályktun síðan staðfest í stefnu- og starfsyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjómar. Áð koma þessari ályktun í verk er gífurlega mikið verkefni, sem mun kosta mikla fjármuni. En við stefnum að þessu, og síðan ályktunin var gerð hefur verið unnið mikið starf við skipulagn- ingu og áætlanagerð. En allt þetta gefur okkur til- efhi til að vera bjartsýn á að á næsta ári fáum við aukið fjár- magn í samræmi við nýja land- græðsluáætlun, sem gilda á til næstu aldamóta. Við erum að tala um verkefni sem kallar á margföldun fjárframlaga til okk- ar, eigi þetta markmið að nást. Ég tel að þetta markmið sé vel raunhæft, en til þess þarf náttúr- lega meiri beitarstjómun og ekki síst tiltrú þjóðarinnar allrar. Sem betur fer hefur almenningur trú á því, sem Landgræðslan er að gera. Það sýna í verki allar þær þúsundir íslendinga, sem reiðu- búnir em að Ieggja hönd á plóg- inn. Það, sem mér finnst kannski skorta helst á, er að almenning- ur beiti sína pólítísku umbjóð- endur á Alþingi harðari þrýstingi um auknar fjárveitingar tií þessa málaflokks. Kynningarstarf er hornsteinn starfsins Hvað varðar önnur verkefni á árinu, þá munum við leggja mikla áherslu á fræðslu- og kynningarstarf, sem á í raun að vera einn af hornsteinum land- græðslustarfsins. Eftir því sem stofnuninni vex fiskur um hrygg, þarf að leggja enn frekari áherslu á þetta, meðal annars með út- gáfu á miklu meim af vönduðu fræðsluefni til skóla landsins. Það er mikilvægt að kynna þessi mál, sem við er að glíma, fyrir æskunni, en hún hefúr sýnt það í vilja og verki að hún hefur áhuga á því sem Landgræðslan er að gera.“ Beitarstjómun er grundvöllur árangurs Að mati Sveins Runólfssonar er aukin stjórn á beitarmálum á afréttum landsins sem og í heimahögum gmndvöllur þess að aukin árangur náist í gróður- verndarmálum. Hann segir að á síðustu ámm hafi Landgræðslan átt gott samstarf við bændur og sveitarstjórnir um gróðurvemd og út úr þessu samstarfi hafi komið að beitartími á afréttun- um hafi verið að styttast um leið og fénaði hafi fækkað. ,Á flestum afréttum Sunnlendinga er nú orðið mjög fátt fé. Samt sem áð- ur er það mat okkar að þetta fáa fé hamli mjög eðlilegri gróður- framvindu. Hins vegar er það viðhorf okkar og raunar einnig fjölmargra bænda að við ætlum ekki að framleiða kjöt á þessum eyðimörkum, sem margir sunn- lensku afréttanna því miður em. Það er nóg beitiland til í byggð, um það vitna þessir sinubrunar sem hafa verið tíðir síðustu vik- urnar. Ef við tökum afréttina hér í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslum, þá er það í raun svo að ekki nema tiltölu- lega fáir bæir þurfa að reka fé á þá. í vetur höfum við átt fundi með fulltrúum allra þeirra hreppa, sem eiga rétt á upp- rekstri á þessa afrétti, og hafa þær viðræður verið mjög gagn- legar. Næstu mánuðir verða notaðir til ýmiskonar upplýs- ingaöflunar um afréttarmálefn- in, til dæmis hvaða aðgerða skuli grípa til í heimalöndum verði upprekstri hætt. Undir- tektir sveitarstjórnarmanna hafa verið mjög góðar, enda gera menn sér grein fyrir því að það er mjög slæmt fyrir ímynd landbúnaðarins og allra, sem byggja þetta fagra en hrjóstruga land, að verið sé að beita á land sem er að eyðast. Ég er sann- færður um að upprekstur á slík svæði mun heyra sögunni til innan mjög skamms tíma,“ sagði Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri. FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS SKRÁSETNING NÝRRA STÚDENTA Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla Is- lands háskólaárið 1992-1993 fer fram í Nemendaskrá Háskólans dagana 1.-12. júní 1992. Umsóknareyöu- blöð fást í Nemendaskrá, sem opin er kl. 10-16 hvern virk- an dag á skráningartímabilinu. Einnig verður tekið við beiðnum um skrásetningu nýrra stúdenta dagana 6. til 17. janúar 1993. Viö nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafn- framt í námskeiö á komandi haust- og vormiss- eri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskirteini. 2) Skrásetningargjald: kr. 22.350,-. Ljósmyndun vegna nemendaskírteina fer fram í skólanum í september 1992. tækniskóli íslands Háskóli og framhaldsskóli vekur athygli á því að umsóknarfrestur um skólavist árið 1992-93 rennur út 31. maí næstkomandi. Áætlað er að taka inn nemend- ur í eftirtaldar deildir og námsbrautir: Frumgreinadeild: undirbúningur undir nám i sérgreina- deildum. Byggingadeild: byggingaiðnfræði og byggingatæknifræöi. Rafmagnsdeild: Véladeild: rafmagnsiðnfræði, sterkstraums- og veikstraumssviö, rafmagnstæknifræði. véliðnfræði, vél- og skipatæknifræöi. Rekstrardeild: Heilbrigðisdeild: útvegstækni, iðnrekstrarfræði og iðnað- artæknifræði. meinatækni og röntgentækni. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, sem er opin dag- lega kl. 8:00-16:30. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans og deildarstjórar i síma 91-414933. Rektor GARÐYRKJUSKÓLIRÍKISINS REYKJUM - ÖLFUSI Auglýsingar um laus- ar stöður við Garð- yrkjuskóla ríkisins Fagdeildarstjórastaða við skrúðgarðyrkjubraut. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi í landslagsarkitekt- úr eða hafa aðra fullnægjandi framhaldsmenntun í skrúð- garðyrkju. Fagdeildarstjórastaða við umhverfisbraut. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólanámi í líffræði og/eða umhverfisfræðum, eða hafa aðra fullnægjandi framhaldsmenntun til starfsins. Störfin veitast frá 1. ágúst og nauðsynlegt er að viðkom- andi geti hafið störf ekki síðar en 1. september n.k. Umsóknarfrestur er tii 20. maí 1992. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 98-34340. Bændur Strákur á 15. ári óskar eftir sveitaplássi i sumar. Getur byrjað um 20. mai. Er vanur. Upplýsingar i síma 98-22308.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.