Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. maí 1992 Tíminn 3 Yfir 3.500 einstaklingar gjaldþrota á síðustu fimm árum: Gjaldþrot á 1 af hverjum 25 heimilum Tvöföldun varö á fjölda gjaldþrota einstaklinga árið 1990 miöað við næstu ár þar á undan. Ails voru um 1.050 einstaklingar lýstir gjaldþrota þetta eina ár og aðeins litlu færri á síðasta ári, þannig að alls 2.015 einstaklingar hafa verið iýstir gjaldþrota á aðeins tveim árum. Áin 1988 og 1989 voru gjaldþrot einstaklinga um hálft sjötta hundrað hvort ár og hafði þá fjölgað um rúmlega hundrað frá 1987. Alls hafa því um 3.540 einstaklingar verið lýstir gjaldþrota á Upplýsingar um þennan gífurlega fjölda gjaldþrota einstaklinga á síðustu árum komu fram á Alþingi í svari dómsmálaráðherra vegna fyrirspumar þarum. Þessi fjöldi gjaldþrota, um 3.540 manns, þýðir um 1 af hverjum 50 upp- komnum íslendingum, þ.e. um einn gjaldþrotamann í hverri stórflölskyldu (td. meðalfermingarveislu). Sé hins vegar miðað við fjölda íbúða (heimila) í landinu og/eða meðalfjölskyldustærð svara gjaldþrotin til þess að kringum 25. hvert heimili í landinu (rúm 4%) hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta á aðeins fimm árum. Og ef miðað væri við að um 70% þessa gjaldþrotafólks hafi áður verið búið að koma sér upp eigin íbúð er kannski ekki fjarri lagi að um 8. til 10. hver eigendaskipti á íbúð- um sl. fimm ár hafi verið af völdum gjaldþrots eða yfirvofandi gjaldþrots, þ.e. íbúðin annaðhvort verið boðin upp eða verið seld vegna yfirvofandi uppboðs. í fyrirspuminni var jafnframt spurt hve mörg þessara gjaldþrota stöfuðu af því að viðkomandi einstaklingar höfðu gengið í ábyrgð fyrir skuldum annarra einstaklinga eða fyrirtækja gagnvart bönkum eða öðmm lánastofhunum. Upplýsingar um slíkt sagði dóms- málaráðherra ekki liggja fyrir, enda tíðkist ekki að málaskrár séu svo ítar- legar að rekja megi uppmna hvers og eins gjaldþrots með þeim hætti. „Eftir því sem næst verður komist mun þó fattítt að gjaldþrot einstaklinga stafi af því að þeir hafi verið í ábyrgðum fyrir aðra," sagði ráðherra. Þótt þar hafi hann kannski rétt fyrir sér, sýnist vart vafamál að stór hluti hinna 3.500 gjaldþrotamanna hafi verið með ábyrgðir skyldfólks og vina á einhvers konar pappímm og að það fólk hafi margt hvert neyðst til að borga hærri eða Iægri fjárupphæðir af þeim sök- um. Einnig var spurt hvort ríkisstjómin hygðist gera eitthvað til að tryggja stöðu ábyrgðarmanna betur en nú er. Dómsmálaráðherra sagði ekki ljót hvað átt væri við með orðunum ..tryggja betur stöðu ábyrgðarmanna". Ábyrgð nefnist það þegar maður skuldbindi sig til að greiða skuld ann- ars manns, ef hann greiði hana ekki sjálfur, og mönnum sé það „í sjálfsvald sett hvort þeir taka á sig slíkar ábyrgð- ir eður ei“. - HEI Njálsgötuvöllurinn, einn elsti gæsluvöllurinn í Reykjavík, er oröinn eins og nýr eftir miklar endurbæt- ur að undanförnu. Um 5.000 heimsóknir voru á völlinn í fyrra og varla ætti þeim að fækka í ár. Völlur- inn er t.d. á afar þægilegum stað fyrir fólk sem koma vill bami í gæslu á meðan það bregöur sér í búð- arferð á Laugaveginn. Tímamynd Ami Bjama. 28. gæsluvöllur Reykjavíkurborgar opnaður í Grafarvogi í sumar: Njálsgötuvöllurinn orðinn eins og nýr Nýtt og fallegt hús og nýuppgert leiksvæði og leiktæki vöktu athygli Tímamanns sem nýlega átti leið um innsta hluta Njálsgötunnar. Að sögn Bergs Felixsonar, forstöðumanns Dagvistar bama, er Njáis- götuvöllurinn einn elsti völlur borgarinnar og hefur alltaf verið ágætlega sóttur. í gamla skúraum hafi aðstaðan tæpast verið starfs- fólki bjóðandi lengur. „Við lögðum því nokkuð í að bæta að- stöðuna, m.a. með því að byggja stofú framan við gamla skúrinn þannig að hægt sé að kippa bömum inn þegar veður gerast válynd. Einnig var bætt við nokkrum nýjum leiktækjum. Við emm mjög ánægð með útkomuna og vonum að þetta verði aldeilis fyrir- myndarvöllur." Á gömlu völlunum segir Bergur næst á dagskránni að gera upp Freyju- götuvöllinn, sem einnig er orðinn margra áratuga gamall. Bergur segir nú inniaðstöðu fyrir böm hafa verið komið upp á liðlega helmingi gæslu- vallanna. Annaðhvort með byggingu nýrra gæsluvallarhúsa ellegar með færanlegum húsum, sem komið hafi verið fyrir á völlum í öllum nýrri hverfunum. Bergur tekur frarn að með þessu sé ekki verið að koma upp leikskólum heldur aðstöðu til að geta tekið böm inn þegar veður gerast vá- lynd. Markmiðið sé að bjóða upp á nokkuð góða aðstöðu, bæði fyrir starfsfólk og böm, í öllum hveriúm. Heimsóknir á gæsluvellina voru kringum 180 þúsund í fyrra og haföi þá fjölgað nokkuð á ný ffá fyrra ári. Að sögn Bergs hefur nokkrum völlum í eldri borgarhverfunum verið lokað á undanfömum ámm, eftir að aðsókn hafi verið dottin niður. En á móti hafi nýir vellir verið opnaðir í nýjum hverfúm. Flestir hafi gæsluvellir í Reykjavík orðið 33. Núna séu þeir 27 og ætlunin sé að bæra þeim 28. við í sumar, í Grafarvogi. Þar sé aðeins kominn einn völlur, í Foldahverfi, sem alveg sé að springa vegna bamafjölda. Heimsóknir á þennan eina völl hafi verið kringum 14.500 í fyrra og þá fjölgað úr 12 þúsund árið áður, eða um 20% milli ára. Þá fagnaði Bergur aukaljárveitingu sem borgarráð hafi samþykkt til ráðningar afleysinga- fólks. Þar með hafi nú verið ákveðið að halda öllum gæsluvöllum borgarinn- ar opnum í allt sumar. - HEI Nýir menn taka við í atvinnulífi á Höfn Heiöurs- borgari Siglufjarðar Siguijón Sæmundsson var sföast- liðinn þriðjudag útnefndur heið- ursborgari Siglufjaröarbæjar og er Siguijón fjórði maðurinn sem hlýtur þessa nafnbót og er jafh- framt sá eini sem er nú Iifandi. Hann héh upp á áttræðisafmæli sht á Hótel Höfn á þriðjudag og við það tækifæri var honum afhent heiðurborgaraskjalið. Sigurjón hefur komið mjög við sögu uppbyggingar Siglufjarðar síðustu fjörutíu og tvö árin, en hann fluttist til Siglufjarðar 1931. Hann var kjörinn í bæjarstjóm ár- ið 1950 og sat til ársins 1966 fyrir Alþýðuflokkinn. Hann var endur- kjörinn 1972 og sat þá í fjögur ár. Þá var Sigurjón bæjarstjóri í 8 ár, ffá 1958 til 1966. Sigurjón á og rekur Siglufjarðarprentsmiðju og hefúr gert það allar götur síðan 1953 og starfar þar enn af fullum krafti. Allt frá því Sigurjón fluttist til Siglufjarðar hefur hann verið mjög virkur í sönglífi bæjarins og söng hann einsöng með Vísiskóm- um í fimmtíu ár. Sigurjón kvæntist eiginkonu sinni, Ragnheiði Jónsdóttur, árið 1935 og eiga þau tvö böm, Stellu Margréti og Jón Sæmund. -PS I Gengið hefur verið formlega frá ráðningu nýrra stjómenda tveggja stærstu atvinnufyrirtækja á Höfn í Homafirði. Halldór Ámason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. og Pálmi Guðmunds- son hefur verið ráðinn kaupfélags- stjóri Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga. í samræmi við samþykkt aðal- fundar KASK er unnið að því að fær fiskvinnsluþátt kaupfélagsins til Borgeyjar. Halldór Árnason er 41 árs gamall efnafræðingur og hagfræðingur. Hann var iðnráðgjafi Austurlands 1980- 1982, starfaði hjá Iðntækni- stofnun 1982-1984 og forstjóri Rík- ismats sjávarafurða 1985-1990. Hann hefur undanfarin tvö ár unnið á vegum sjávarútvegsráðuneytisins við altæka gæðastjórriun, sem kom- ið hefur verið á fót í samvinnu við þrjú sjávarútvegsfyrirtæki. Kona Halldórs er Þórunn Einarsdóttir og eiga þau 5 börn. Halldór hefur þegar hafið störf hjá Borgey. Pálmi Guðmundsson er tæplega 33 ára Borgnesingur. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Bifröst 1980 og hefur starfað við verslunar- störf hjá verslun Einars Guðfinns- sonar í Bolungarvík, vömhúsi KÁ á Selfossi og Kaupstað í Mjódd, auk starfa fyrir KB í Borgarnesi. Haustið 1989 hóf Pálmi hagfræðinám við Aalborg Universitetscenter í Álaborg í Danmörku og mun Ijúka námi þar í júnímánuði. Hann hefur þá störf hjá KASK. Kona Pálma er Elín Magnús- dóttir og eiga þau 5 böm. í samræmi við samþykkt aðalfund- ar KASK í vor er nú unnið að undir- búningi þess að fiskvinnsluþáttur KASK flytjist yfir til hlutafélagsins Borgeyjar hf. Stefnt er að því að breyting þessi komi til framkvæmda þann 1. júlí næstkomandi. Undir- búningsvinnan er allumfangsmikil, en þess er vænst að hægt verði að leggja málið fyrir hluthafafund í Kaupfélaginu í síðari hluta júnímán- aðar og einnig hluthafafúnd Borg- eyjar. Gert er ráð fyrir að jafhframt eigna- breytingunni fari fram heildampp- gjör félagsins og dótturfyrirtækja þess miðað við 30. júní og verði nið- urstöður þess hinn endanlegi gmnd- völlur fyrir nýtt rekstrarform. Sam- tímis verður unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækjanna, eignasölu og öflun nýs hlutafjár. Fráfarandi kaupfélagsstjóri, Her- mann Hansson, mun láta af því starfi 30. júní, en starfa áfram hjá félaginu um stuttan tíma vegna uppgjörs og annarra frágangsverkefna. -EÓ Borgarstjóm afgreiddi tillöguna um skýli til matargjafa handa bágstöddum: „Súpuskýli“ vísað til Félagsmálaráðs Töluverðar umræður urðu í borg- arstjóra um þá tillögu Alfreðs Þorsteinssonar að borgin komi upp skýli þar sem séð verði um matargjafir til bágstaddra. í máli Alfreðs kom m.a. fram að starf- semi Félagsmálastofnunar nái raunverulega ekki utanum þann hóp sem tillagan fjallar um, þ.e. að hann sé á vissan hátt utan við kerfið. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til að tillögunni yrði vísað frá. Fulltrúi Nýs vettvangs taldi hins vegar mjög óskynsamlegt að vísa tillögunni frá án frekari at- hugunar, og lagði til að efni hennar yrði rætt í Félagsmála- ráði. Og sú varð niðurstaðan, að samþykkt var að þetta mál komi til umfjöllunar í Félagsmálaráði. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.