Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. maí 1992 Tíminn 5 I tilefni ársafmælis r í ki s s tj ómarinnar Ingibjörg Pálmadóttir skrifar Ef starfsáaetlun Alþingis stenst, lýkur þingi um miðjan maí. Ég, sem þessar línur rita, á nú að baki minn fyrsta vetur á þingi. Mér hef- ur fundist þingstörf einkennast af óvissu og óróa, sem stafar fyrst og fremst af stefnuleysi ríkisstjórnar- innar. Krukkað hefur verið í vel- flesta málaflokka án þess að skýr stefna liggi að baki, og yfirleitt án alls samstarfs og samvinnu við þá, sem hlut eiga að máli. Þetta er „ný“ aðferð, varla vænleg til far- sæls árangurs. Aö sjálfsögðu þarf að spara í rík- isrekstri, en bak við sparnað þurfa að liggja fagleg sjónarmið. En þau eru hvergi virt, svo ekki sé nú tal- að um mannlega þáttinn, sem oft- ar en ekki er gefið langt nef. Þegar gengið er í málin á þennan hátt, sparast oft tíaur en krónan tapast. Þetta sést víða. Sparnaður í sjúkrahúsum Fjármagn til sjúkrahúsa er skor- ið niður flatt, án tillits til neins. Þar er nú verið að umbylta stofn- unum, sem hingað til hafa reynst vel. í Reykjavík er búið og verið að loka tugum sjúkrarúma. Þessar lokanir koma verst niður á sjúku eldra fólki. Það er nú sent heim í tugatali, oft til fullorðins maka, sem á að sjá um aðhlynninguna þar til hann brotnar undan álag- inu sjálfur og þjóðfélagið fær tvo sjúklinga í stað eins fyrir bragðið. Þegar við höfum ekki lengur efni á að nýta okkur þau legupláss, sem fyrir eru á sjúkrahúsum, er sam- hliða verið að byggja ný, trúlega til að standa auð, ef að líkum Iæt- ur. Heilbrigðisráðherra boðar aukna heimahjúkrun. Það er út af fyrir sig gott og blessað. Góð heimahjúkrun getur sparað sjúkrahúslegu og er oftar en ekki miklu notalegri fyrir sjúklinga. En gamalt fólk og einstæðingar, sem eru mjög sjúkir, fá aldrei það nauðsynlega öryggi, sem þeir þarfnast, með því að þeir séu heimsóttir kannske tvisvar á dag af hjúkrunarfólki. Það þarf meira að koma til. Kostnaðarþætti heimahjúkrunar vill heilbrigðisráðherra koma yfir á sveitarfélögin. Varla er það möguleiki, nema að semja fyrst við þau um það. Vonandi ber hann gæfu til þess í þetta sinn að nota ekki valtaraaðferðina, því svo oft hefur hann rokið af stað með ýms- ar aðgerðir, sem síöan reyndust óframkvæmanlegar. Þegar allt hefur farið í strand, eins og til dæmis fæðingardeildir úti á landi sem átti að loka. Þegar hann sér að lokun gengur ekki upp, og fæðingum verður ekki frestað nú frekar en áður, kemur hann eins og frels- andi engill og hættir við allt saman. Vinnubrögð heilbrigðisráðherra eru ekki til þess fallin að halda stöðugleika og jafnvægi í heilbrigðismálum, en eng- inn málaflokkur er jafn viðkvæmur og einmitt heilbrigð- isþjónustan fyrir jafnvægisleysi og ófaglegum vinnubrögðum. Lánasjóður íslenskra námsmanna Ungir námsmenn fá kaldar kveðj- ur frá ríkisstjórninni. Margt mætti segja um það frumvarp, sem nú liggur fyrir um Lánasjóð íslenskra námsmanna. En það allra alvar- legasta er að nú skulu námsmenn aldrei fá greitt lánið fyrr en eftir að prófum lýkur og viðkomandi hafi náð þeim. Þetta getur verið ásætt- anlegt fyrsta námsárið, en öll námsárin getur þetta ekki gengið. Ég hélt að álagið varðandi prófin væri nægjanlegt, þó ekki bættist við að fjárhagsleg afkoma væri gjörsamlega tengd við árangur þess. Ég sé t.d. fyrir mér unga móður með veikt barn sitt mitt í próflestri. Ef svo illa háttar til að hún falli á prófi, þá missir hún lánsmöguleikana og hefur því ekki framfærslufé. Þetta eru ekki manneskjuleg vinnubrögð. Margir formenn Eins og flestum er kunnugt, er nefnd utan þings að endurskoða sjávarútvegsstefnuna og kemur stjórnarandstaðan þar hvergi ná- lægt. Sjávarútvegsnefnd Alþingis bíður eftir að heyra niðurstöður, eins og aðrir þingmenn. Formenn nefndarinnar eru ekki færri en tveir. Annar þeirra, Þröstur Ólafs- son, hefur haft sig mikið í frammi framan af, en einhverra hluta vegna kvakar hann minna í bili. Kannske þagga þeir Alþýðuflokks- menn niður í honum á meðan þeir eru að vinna sæti sjávarútvegsráð- herra, en þeir tala leynt og ljóst um nauðsyn þess að láta ráðherr- ana skipta um stóla og ráðuneyti. Það er ekki mjög vinsælt að hafa aðrar skoðanir en skoðanir ráð- herra fyrir þingmenn og nefndar- menn stjórnarflokkanna, sem leyfa sér að hafa skoðanir, og eru ýmsar aðferðir notaðar til að þagga niður í þeim. Formaður ut- anríkismálanefndar, Eyjólfur Kon- ráð, er einn þeirra sem hafa leyft sér að hafa skoðanir, sem ekki falla í kramið varðandi EES- samning- inn. Þá eru fundin góð ráð og dýr til að sniðganga formann utanrík- ismálanefndar. Best sýnist að þagga niður í honum með því að færa málaflokkinn inn í nýja nefnd, sem kallast á Evrópunefnd. Nú er spurningin hvað formenn þurfa að verða margir í þeirri nefnd til að jafnvægi haldist. Það virðist þurfa að fara ótrúlegar krókaleiðir til að halda jafnvægi á stjórnarheimilinu, en til að halda því er lítt sinnt um lög og hefðir. Atvinnumál í sveitum Vandi atvinnuveganna er víða mikill. Sauðfjárbændur sjá fram á enn meiri skerðingu en áætlað var við gerð búvörusamnings, og þótti mönnum þó nóg um þá. Hvað á að koma í staðinn? Því miður virðist engin vinna í gangi hjá ríkis- stjórninni, sem hleypt getur nýju lífi í atvinnu- mál sveitanna. Landbún- aðarráðherra verður að koma til móts við sauð- íjárbændur og minnka skerðingu á hrein sauð- fjárbú, m.a. með teknu til- liti til stöðu byggðar og annarra atvinnumögu- leika. Þess fyrir utan verða bændur að öðlast rétt til bóta vegna skertrar atvinnu í kjölfar skerðingar haustið 1992. Mikill vaxtarbroddur hefur verið í ferðamálum innanlands, og hafa m.a. margir bændur staðið mynd- arlega að þeim málum. Ríkisvaldið verður að koma betur til móts við þennan möguleika í atvinnumál- um með stefnumótun í ferðamál- um og auknum fjárveitingum til að gera ferðamannastaði meira aðlaðandi. Ekkert er þó brýnna en að vegakerfið batni og samgöngur verði greiðari. Vantar því miður mikið á að svo geti talist. Sú tæp- lega 20% skerðing, sem nú er bú- ið að ganga frá varðandi vegafé, hægir verulega á framkvæmdum, þvert ofan í loforð forsætisráð- herra, en hann lofaði að þrátt fyrir erfiðleika ríkissjóðs yrði ekki um skerðingu til vegamála að ræða. Við það hefur ekki verið staðið. Óvissa um framtíd fiskvinnslu í landi íslendingar eiga fjöldann allan af glæsilegum fiskvinnslufyrirtækj- um með ákjósanlegri vinnuað- stöðu og sérhæfðu starfsfólki, sem kann sitt fag. Samt er það svo að oftar en ekki læðist sú vonda hugsun að manni, þegar Iitið er á afkomu þessara fyrirtækja, að af- drif þeirra gætu orðið eins og prjónaiðnaðarins forðum, ef ekki verður gripið til aðgerða sem treysta grundvöllinn. Varla er það stefnan að fiskvinnslan færist öll út á sjó. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp til laga um fullvinnslu botnfiskafla í veiðiskipum. í því frumvarpi eru verulega hertar kröfur um betri nýtingu aflans o.fl. Það er út af fyr- ir sig nauðsynlegt, en ekki bætir þetta frumvarp neitt, ef að lögum verður, þann aðstöðumun sem er í dag milli sjófrystingar og land- frystingar. Tilkostnaður í landi er einfaldlega of hár. Raforkuverð á þar stóran þátt, lánafyrirgreiðsla er ekki sambærileg miðað við lánafyrirgreiðslu til skipa hvað lengd lána varðar, og nýting fjár- festingarinnar er einnig ósam- bærileg, þar sem fiskvinnsluhúsin eru í gangi 8-10 tíma en frystiskip- in allan sólarhringinn. Mikil hagræðing hefur átt sér stað í greininni, m.a. með samein- ingu fyrirtækja. Það er því ekki óeðlilegt að menn spyrji sig hvort ekki megi hagræða meira í þjón- ustuþáttum með sameiningu td. olíufélaganna, og þannig ná fram lægra verði. í sjávarútveginum er eins og í flestum atvinnuvegum óvissan verst: Hver er framtíðar- stefnan? Það er alls ekki ljóst á þessari stundu. Af þessum skrifum má sjá að víða er pottur brotinn og það, sem mikilvægast er í dag, er að fá skýr- ari stefnu og meiri festu, og um- fram allt manneskjulegri vinnu- brögð. Menn o málefni g HB :

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.