Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.05.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 9. maí 1992 Ölvað hestafólk í reiðtúr á þjóðvegi nr. eitt við Gunnarshólma veldur umferðarslysi. Verður ökumaður bílsins einn gerður ábyrgur? Sigurgeir Kjartansson læknir: Höföa skaðabótamál og sæki þaö alla leiö í Hæstarétt Heföu Sigurgeir Kjartansson læknir og fjölskylda hans verið í smábíl en ekki öflugum jeppa er óvíst hvernig fariö heföi. Jeppinn er stór- skemmdur og viðgerðarkostnaöur metinn á hálfa milljón kr. Tímamynd: Ami Bjama Aðfaranótt 2. maí sl. var ekið á þrjú hross á Suðurlandsvegi á móts við Gunnarshólma og drápust þau öll. í smáfrétt í DV 4. maí sl. segir að tveir bílar hafi skollið á hrossunum sem voru á gangi á veginum. Farþegi annars bflsins hafi verið fluttur á slysadeild Borgarspítalans til skoðunar en meiðsli hans ekki reynst alvarleg. Báðir bfl- amir, sem á hrossin rákust, stórskemmd- ust að því er segir í frétt DV. —En hvers vegna voru hross á gangi um miðja nótt á einum um- ferðarþyngsta þjóðvegi landsins — inni á landi Reykjavíkurborgar þar sem ekkert búfé má ganga laust? Voru hrossin á lausagöngu þarna á veginum? Hvernig var aðdragandi og hver voru atvik þessa slyss? Við spurðum Sigurgeir Kjartans- son lækni um atburðinn en hann er eigandi annars bflsins sem lenti á tveimur af hrossunum. Sigurgeir er ekki viss um hvort hann, eða aðrir fjölskyldumeðlimir hans sem í bflnum voru, væru yfirleitt til frá- sagnar um þennan atburð hefðu þau verið á smábíl en ekki öflugum jeppa eins og raunin var. En lesum frásögn Sigurgeirs: 13 ölvaðir reiðmenn án endurskinsmerkja á þjóðvegi 1 í nátt- myrkri „Klukkan var eitt að nóttu og við vorum að koma austan úr Ölfusi, fimm manna fjölskylda. Sonur minn ók bflnum, ég sat aftur í en konan mín í farþegasætinu við hlið hans. Ég fylgdist lítið með akstrin- um eða umferðinni en skyndilega var eins og það riði hnútur undir bflinn og hann slangraði til á veg- inum. Syni mínum tókst að halda bflnum á veginum og jafnframt að forða því að hann ylti, sem ég tel að hafi verið hrein tilviljun," segir Sigurgeir. „Þegar við fórum að gæta að, kom í ljós að við höfðum ekið inn í hóp hesta og reiðmanna og tveir hestar sem fyrir bflnum höfðu orðið lágu á veginum og kona stumrandi yfir öðrum þeirra sem hún hafði greini- lega verið ríðandi á. Hestarnir sem við ókum á dóu báðir þarna á veginum, annar á innan við fimm mínútum, en hinn eftir 10-15 mínútur. Báðir hestarn- ir voru mjög mikið lemstraðir og sá þeirra sem fyrst hafði orðið fyrir bflnum þó sýnu meir. Hann var með brotinn lærlegg svo að fótur- inn sneri öfugt en auk þess var svöðusár á kvið hans og fleiri meiðsli." Sigurgeir sagði að í starfi sínu yrði hann oft vitni að átakanlegum at- vikum en að standa þarna á vegin- um um miðja nótt yfir helsærðum sárþjáðum málleysingjunum hefði verið yfirgengilega átakanlegt og hann óskaði engum þess að skynja og upplifa þann ömurleika sem þarna ríkti. , Á leið úr partýi Þegar Sigurgeir og hans fólk fór að ræða við hestafólkið kom fram að þarna var á ferðinni 13 manna hópur að koma úr teiti sem haldið hafði verið í sumarhúsi nærri Hólmi og skömmu áður hefði bfll á austurleið ekið á hross úr þessum sama hópi um 200 metrum frá þeim stað sem bfll Sigurgeirs hafði lent á hrossunum. Hestafólkið hafði einnig þá verið ríðandi á veg- inum en fyrra slysið ekki fært því næga dómgreind til að það sæi ástæðu til að færa sig af bflveginum á reiðveg sem þarna liggur skammt frá. Fólkið hefur því þetta kvöld verið meira og minna ríðandi á veginum enda greinilega ölvað, misölvað að sögn Sigurgeirs, en þó allt augljóslega undir áhrifum. Meiðsli á öxl, háls- hnykkur, marðir fót- leggir — vinnutap Kona Sigurgeirs hefur verið hand- lama síðan áreksturinn varð en hún meiddist á öxl og hefur ekki getað unnið síðan. Sjálfur er hann töluvert mikið meiddur og marinn á fótleggjum og sonur hans sem ók bílnum fékk hnykk á hálsinn, sagði Sigurgeir, aðspurð- ur um meiðsli á fólki í bílnum. Hann segir að af og frá sé að kenna ógætilegum akstri öku- manns um slysið. Hann hafi ekið mestan hluta leiðarinnar nokkuð undir leyfðum hámarkshraða. Útilokað hafi verið fyrir hann að sjá hestana og knapana í myrkr- inu nægilega snemma til að geta forðað árekstri þar sem enginn af reiðmönnunum var með endur- skinsmerki af nokkru tagi. „Ég heyrði þó einhverjar sögusagnir meðal þeirra eftir slysið að ein- hver fremst í hópi þeirra væri kannski með endurskinsmerki," segir Sigurgeir. Hver er bótaskyldur? Við spurðum Þorgeir Halldórs- son í tjónadeild Vátryggingafélags íslands hvort hross væru yfirleitt tryggð til að bæta tjón af þessu tagi og hvor aðilinn ætti kröfu á hendur hinum. Hann sagði að meginreglan væri sú að ökumað- ur bíls sem æki á hross eða annan búfénað væri 100% bótaskyldur. Um væri að ræða svokallaða hlut- læga ábyrgð á líkamstjóni o.s.frv. Hins vegar væru málsatvik í þessu tiltekna máli þannig að gera mætti ráð fyrir að lögmenn tryggingafélagsins myndu skipta ábyrgð á slysinu milli ökumanns og knapa. Þorgeir sagði að fyrir fáum árum hefði landbúnaðarráðuneytið boðað að verið væri að vinna að reglugerð um ábyrgð hestamanna á hestum í umferðinni. Af þeirri reglugerð hefði hins vegar ekki sést tangur né tetur síðan. Meðan engin lög eða reglur um bóta- ábyrgð hestaeigenda væru til væri ómögulegt fyrir tryggingafé- lögin né yfirvöld að taka á málum af þessu tagi. „Ég verð að segja það að mig langar oft til að vera málsvari ökumanna í svona mál- um, mér finnast þeir oft svo illa leiknir. Þeir sitja eftir með stór- tjón á bílum sínum á meðan hin- ir sem enga ábyrgð virðast sýna eða bera, fá fullar bætur fyrir sinn skaða,“ sagði Þorgeir Halldórs- son. Fylgi málinu eftir alla leið „Ég hef athugað málið hjá trygg- ingafélagi því sem tryggir bflinn og látið meta skemmdirnar á hon- um auk meiðsla sem við urðum fyrir við áreksturinn og það er al- veg ljóst að ég ætla að ganga alla leið í þessu máli hvað varðar bóta- kröfur," segir Sigurgeir Kjartans- son. Hann kveðst efast um að hestamenn og hross þeirra séu al- mennt tryggð gagnvart svona áföllum. „Mér er sagt að ég geti gert beina bótakröfu á hendur annaðhvort knapa eða eiganda hestanna sem urðu fyrir bflnum. Hvort heldur sem er þá er það augljóslega fáránlegt að mér sem eiganda bílsins sé gert að sækja skaðabótamál eftir lögfræðilegum leiðum vegna skaða sem annar beinlínis veldur með hátterni sínu. Eigi maður hund, a.m.k. hér í Reykjavík, er manni gert skylt að hafa hann tryggðan gagnvart tjóni sem hann gæti valdið. Eigi maður hins vegar hest þá ber maður eng- ar slíkar skyldur enda þótt slys og skaðar af völdum hesta séu bæði það tíðir í umferðinni og alvarleg- ir að fullt tilefni sé til. Það er alveg ljóst að hefðum við verið á smábíl þarna um nóttina en ekki á sterkum jeppa þá hefði farið verr og ekki víst að ég eða nokkurt okkar sem í bflnum voru værum hér til frásagnar,“ sagði Sigurgeir Kjartansson að lokum. -si BSRB krefst þjóðaratkvæðagreiðslu: ísland og EES „Stjórn BSRB krefst þess að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu um hugsanlega aðild íslands að Evrópsku Efnahags- svæði, EES,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar BSRB þann 7. maí sl. Einnig hefur verið samþykkt að beina þeim tilmælum til ríkis- stjórnar og Alþingis að þjóðarat- kvæðagreiðslan fari fram áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar í málinu. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.