Tíminn - 04.07.1992, Side 4

Tíminn - 04.07.1992, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 4. júlf 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hið dulda launakerfi Síðastliðin tvö ár hefur ríkt sátt á vinnumarkaði hér á landi. Grunnurinn var lagður með svokallaðri „þjóðarsátt“, sem byggðist á samstarfi ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins og var komið á í tíð fyrrver- andi ríkisstjórn. Árangurinn er minni verðbólga en þekkst hefur um árabil. Ekki fer milli mála að launafólki hefur þótt þessi aðferð í samningum harðir kostir. Reyndar hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar rekið linnulausan áróður í heilt ár um hörmungarástand, fortíðar- vanda og vaxandi atvinnuleysi. I skugga þessa áróð- urs var skrifað undir samninga fyrir tveimur mán- uðum sem kváðu á um 1.7% launahækkanir. Það er því ekki að undra þó að öllum almenningi brygði illilega við úrskurð Kjaradóms, þar sem föst laun einstakra manna og starfsstétta hækka mjög mikið í prósentum. Úrskurðurinn kemur sem köld vatnsgusa yfir hinn almenna launamann. Þetta mál hefur yfirskyggt alla þjóðfélagsumræðu síðustu dagana. Þær umræður hafa leitt í ljós at- hyglisverða hluti. í fyrsta lagi það að við hlið hins al- menna launakerfis hefur þróast annað kerfi yfir- borgana, óunninnar eftirvinnu og þóknana fyrir ómælda eftirvinnu. Dómur Kjaradóms byggist á því að færa til frá þessu kerfi í föst laun og kippa ein- stökum stéttum, eins og þingmönnum og ráðherr- um, inn í það. Sú aðgerð hækkar laun þeirra um tugi prósenta. Krafa verkalýðshreyfingarinnar er að þessi dóm- ur verði dreginn til baka og þingið taki á málinu. Sjálfsagt stendur ekki á þinginu í þeim efnum, ef ríkisstjórnin kallar það saman og leggur fyrir það til- lögur. Viðbrögð þingmanna hafa verið á þann veg að allir eru ákaflega undrandi að sögn, og þeir sem hafa talað um slæm kjör, vilja bæta þau með því að taka greiðslur fyrir útlagðan kostnað af öðrum þing- mönnum. Boltinn í þessu vandræðamáli er hjá ríkisstjórn- inni. Hennar er auðvitað að bregðast við á þann veg að komið verði í veg fyrir styrjaldarástand í þjóðfé- laginu og óðaverðbólgu. Verði niðurstaðan sú að ógilda úrskurð Kjara- dóms, hvaða aðferð sem notuð verður, þá stendur það neðanjarðarlaunakerfi óhaggað sem þróast hef- ur síðustu árin. Það kerfi nær til stjórnenda um allt þjóðfélagið, til einkaaðila, til ríkis og sveitarfélaga og inn í verkalýðshreyfinguna sjálfa. Þetta kerfi hef- ur nú verið afhjúpað og ef ekkert verður að gert, heldur það áfram að þróast og dafna. Sú ólga, sem er í þjóðfélaginu, mun ekki hjaðna með því einu að ógilda kjaradóminn. Hinar háu launatölur eru komnar í sviðsljósið og munu vera þar áfram. Sú stefna ríkisstjórnarinnar að ekki megi undir neinum kringumstæðum auka skattbyrði þeirra hálaunamanna, sem hér eiga hlut að máli, hlýtur að koma til sérstakrar umræðu þegar þessi mál koma til kasta Alþingis. Viðbrögð ríkisstjórnar- innar í þessu máli einkennast af ráðaleysi. Hennar er auðvitað að hafa forustu um aðgerðir til þess að koma á friði í þjóðfélaginu, eftir það uppnám sem dómurinn hefur valdið. Atli Magnússon Á degi dómsins Nú falla þung orð í garð dóms- ins sem fallinn er um kjaraleið- réttingu sumra persóna í opinberu lffl — en bara dómsins. Svo vill til að það er enginn sem hægt er að draga fram í dagsljósið og segja: „Þarna er hann nú — hann sem ranglætið framdi.“ Ríkisstjórnin ber sig hörmulega, því hún hefði viljað allt til vinna til að afstýra að þessa óttalegu „sprengju" bæri á fjöru. En henni var það bara ekki unnt, og nú standa mál svo að færi hún að fikta við gripinn gæti eitt- hvað miklu verra hlotist af. Á henni er að skilja að nóg sé að hvellhettan sé sprungin þótt sjálf vítisvélin fylgi ekki á eftir. Sumir segja að „sprengjan" sé ný. En við nánari athugun reynist hún alsett hrúðurkörlum og hefur greinilega lengi leynst niðri í djúpinu úti á sænum. Það reynast líka hanga ut- an á henni steinsugur og litfagrir sæfíflar. En lofað er að sprengju- eyðingamaðurinn komi í ágúst... Því er ríkisstjórnin frí af sök. Kjaradómur er líka kvittur. llann gerði ekki annað en vinna eftir því blaði sem honum var fengið í hendur og afgreiðir eins og pantað var. Hvernig mættu menn svo sem búast við marsipanstöng, þegar uppskriftin hljóðar upp á dyna- mittúbu? Og fyrst þessir bera hreinan skjöld er reynt að beina beiskjunni að þeim einstaklingum sem skyndilega fá fjörutíu, fimm- tíu og níutíu prósenta kauphækk- un. En hvað fá þeir að gert frekar en aðrir? Eyrir þá er aðeins að and- varpa mæðulega og taka örlögum sínum. Þeir hafa vitanlega sem hljóðast um að fýrir þeim er „sprengjan" ekki annað en eitt heilmikið „áramótaknall", troðið af sykurtoppum og konfektmol- um. Höndin ósýnilega En þótt enginn finnist söku- dólgurinn er kurr meðal lýðsins samt, þeirra sem nýlega hafa gert handsal við Salómon um að báðir skuli halda í við sig eftir pláguna. En þá gerast þessi biblíusögulegu undur: Einhver ósýnileg hönd sem enginn fær séð hver á fer að ausa úr hinum konunglegu fjárhirslum í pyngjur embættismannanna sem margir þóttu þó vel haldnir fyrir. Mikil heilabrot eigi sér stað um hver þau dularmögn séu sem höndinni stýra og margt er nefnt til. Prestarnir hafa séð hækka um þó nokkrar efur í skeffum sínum » I Timans VðS og það minnir að vísu á ritningar- staðinn þar sem segir að á „degi dómsins" muni Drottinn vitja sinna. En ekki var fyrr vitað að tollheimtumaðurinn og ráðsmað- urinn rangláti teldust einnig í þann hóp. Langsýnin og raunsæið Þessar vangaveltur halda samt ekki vöku fyrir neinum nema þeim sem ekki fengu nema 1,7% í skap- ker sitt við sáttmálsgerðina. Þeim svellur móður í brjósti. Aðrir hafa gaman af á laun. Þeir hlæja ofan í barm sér svo undirhökurnar hrist- ast á þeim. Þar á meðal er kjara- dómurinn, því hann er stikkfrí og situr nú álengdar og fylgist glaður með uppnáminu. Fleiri skemmta sér líka bærilega. Þeir hagræða gleraugunum með vísifingri, ræskja sig ögn og vita að þessi æs- ingur er stormur í tebolla. Þeir eru langsýnir og raunsæir og raunsæ- ir og langsýnir menn eru ekki með æsing. Þeim finnst þessar kaup- hækkanir satt að segja ekki miklar. Einhverjir af þeim hafa hafa meira í kaup og hafi þeir það ekki þá munu þeir þó í það minnsta ekki láta það fréttast. Svo eru ungir menn sem stika eftir Austurstræti með vindblæ í nýþvegnu faxinu og breiðubrosi. Þeir vilja vera áræðn- ir glannar, ætla sér upp og áfram og hrópa húrra fyrir allri mismun- un. Er ekki lífið barátta? „If you can’t beat them — join thernl" í kálgarðinum En eftir stendur að á þjóðar- heimilinu hefur heimalningunum og prestlömbunum verið boðið inn í sjálfan kálgarðinn með dómsúrskurði. Fengu þau þó mörg að bíta áður þar sem loðnast var milli kalblettanna í heimatún- inu. Það þykir mönnum full mikið af því góða og kalla til þá einu vörn sem tiltæk er, en hún er verkalýðs- forystan. Þetta er gamall seppi með tann- bólgur og mókir á poka bakdyra- megin víð bæinn. Blessað dýrið hefur safnað á sig í ellinni en nú er ekki til setu boðið, enda sigað og hart rekið á eftir í þetta skipti. Það brakar í öllum liðamótum þegar sá gamli dregst á fætur og fer að embætta. Hinir sílspikuðu hrútar sem standa nú í kálinu, sýna ell- inni þá virðingu að sperra eyrun og setja upp alvörusvip þegar gáin kveður við. Ef að vanda lætur þagnar hún innan skamms. En nú bregður nýrra við því allir heimil- ismenn á kotinu eru komnir á stjá og stjaka seppa áfram og gefa hon- um honum engin grið. Hann er nú kominn að garðhliðinu en kemst ekki undir það né yfir vegna þyngsla. Ekki er þorandi að lyfta honum yfir vegginn, því hann kynni að gleyma sér innan um súr- urnar. En hann geltir rösklega hjá hliðinu. Hrútarnir nasla áfram of- an af radísunum og næpunum og bráðum munu þeir leggjast og fara að jórtra. Af eðlisávísun vita þeir að að hér er þeim heimilt að vera. Vel kann þó að fara svo að þeir verði að yfirgefa garðinn um stundarsakir, ef seppi ekki þagnar. En það verður þá bara plantað út í nýjan skika handa þeim annars staðar svo lítið beri á. Sannarlega kvíða þeir ekki haustinu og komu „sprengjueyðingmannsins“. Hann mun kunna sitt fag. Og seppa veð- ur tekið að syfja á ný.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.