Tíminn - 04.07.1992, Side 16

Tíminn - 04.07.1992, Side 16
16 Tfminn MINNING Laugardagur 4. júlí 1992 Fæddur 31. júlí 1908 Dáinn 23. júní 1992 Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. (H.J.) Þegar mér var tilkynnt lát vinar míns Jóns á Selalæk, þá hvarflaði hugur minn til Hóla í Hjaltadal. Þar sáumst við fyrst haustið 1935 er við hófum nám í bændaskólanum þar. Töluverð breyting varð á Hólum það haust, þegar Steingrímur Stein- þórsson varð búnaðarmálastjóri og Kristján Karlsson var skipaður skólastjóri, en hann var áður ráðu- nautur Búnaðarsambands Suður- lands með búsetu í Gunnarsholti. Nemendur þennan vetur voru um 40 og þar af nokkru fleiri í yngri deild. Aldursforseti í okkar deild var Jón Egilsson og var hann að heita mátti jafngamall skólastjóranum. Þeir þekktust vel og þarna voru líka margir Sunnlendingar, sem allir höfðu kynnst unga skólastjóranum, sem náði fljótt tökum á stjórn skól- ans. Vel var okkur byrjendum tekið af eldri-deildungum, sem þekktu allar reglur skólans, sem þeir kenndu okkur fljótt og vel, svo við gætum hagað okkur skikkanlega. í skóla- húsinu bjuggu flestir kennarar skól- ans, starfsfólk hans og allir þeir sem störfuðu á búi staðarins. Hver fjöl- skylda hafði sitt heimili í þessu stóra húsi, en í reynd var þetta eitt stórt, mannmargt heimili, þar sem allir tóku þátt í bæði störfum og leik. En það þurfti stjórn og hún var góð og byggðist á samstarfi, sem var lær- dómsríkt fyrir okkur nemendurna. Hólastaður er sérstakur, þar eru fjöllin há og tignarleg, Hjaltadalur- inn grasigróinn uppí hlíðar og það má segja að þar sé oftast veðurblíöa og að þar „drjúpi smjör af hverju strái“. Þá prýöir Hóladómkirkja staðinn og verndar hann, svo hann má heita helgur. Þar finnst mér gæta áhrifa presta og biskupa og þá ekki síst Guðmundar Arasonar, er fékk nafnið Guðmundur góði. Skólinn, staðurinn og umhverfið gat ekki dásamlegra veriö og skildi mikið eftir þegar út í lífsbaráttuna kom. Jón Egilsson var vel til forystu fall- inn og varð strax foringi okkar í öll- um þeim málum sem snertu heill og hag okkar. Hann hafði þá þegar mikla starfsreynslu bæði á sjó og Iandi, því ungur fetaði hann í fót- spor feðra sinna. Þegar skólanum lauk eftir fyrri veturinn var hann kjörinn matarstjóri skólans ásamt 2 öðrum nemendum eldri deildar. Öll forysta í þessum málum hvfldi á Jóni. Hann kynnti sér verðlag á mat- og hreinlætisvörum hjáverslunum í Skagafirði og tókst að ná mjög hag- kvæmum innkaupum, gegn skilvísri greiðslu sem staðið var við. Einnig samdi hann við bændur um kaup á stórgripum, svo oftast var til ný- meti. Árangurinn af þessu varð sá að fæðiskostnaður á nemanda var að- eins 90 aurar á dag — níutíu aurar — og hafði lækkað um 30 aura frá vetrinum áður. Fæðið var kjarnmik- ið og gott og myndarbragur á öllu. Samstarf þeirra, sem fóru með þessi mál, gat ekki betra verið. Þetta sýnir og lýsir hugsunarsemi og trú- mennsku Jóns, sem tókst í sam- vinnu við aðra að spara skólafélög- um sínum mikil útgjöld, því þetta var á þeim árum sem aurarnir höfðu gildi. Jón var fæddur 31. júlí 1908 á Stokkalæk á Rangárvöllum, sonur Egils Jónssonar bónda þar og konu hans Þuríðar Steinsdóttur. Hann þótti snemma tápmikill og vandist ungur öllum heimilisstörfum. Síðar var hann í verkamannavinnu til sjós og lands og alls staðar eftirsóttur. Hann var myndarlegur í sjón og raun, stjórnsamur, ákveðinn, félags- lyndur, hagsýnn, greindur vel og Egilsson bóndi, Selalæk glöggur á aðalatriði í hverju máli, rökvís ræðumaður, stálminnugur, traustur og heiðarlegur. Búhöldur ágætur, framkvæmdamaður og framfarasinnaður. Hann taldi sig hafa haft mikið gagn af skólanáminu á Hólum, enda námsmaður ágætur, en ýmsum fannst hann ekki þurfa á bændaskóla að halda. Jón átti alla tíð heima í Rangár- vallahreppi. Þar var hans starfsvett- vangur og honum voru falin mörg störf, eins og eftirfarandi upptalning sýnir: Hann var í stjórn Búnaöarfé- lags Rangárvallahrepps í nær 40 ár og formaður þess í aldarfjórðung. Deildarstjóri Rangárvallahrepps hjá Sláturfélagi Suðurlands frá 1945 og sláturhússtjóri SS á Hellu frá 1962- 1970. f stjórn Mjólkurbús Flóa- manna 1966-1979 og fulltrúi á fund- um Mjólkursamsölunnar. í hrepps- nefnd 1942-1970 og oddviti um skeið. Hreppstjóri frá 1950 og alla tíð á meðan lög leyfðu. Búnaðar- þingsfulltrúi frá 1966-1978. Mörg fleiri opinber störf féllu í hlut Jóns, þótt hér séu ekki talin. Hann naut fyllsta trausts allra sem honum kynntust og var mikils metinn í bændastétt. Aðalstarf Jóns var bóndastarfið, sem var honum hugleikið og hans óskadraumur í æsku var að eignast góða jörð. Þegar hann kom frá Hól- um beið hans æskuunnustan Helga kennari Skúladóttir Guðmundsson- ar frá Keldum og konu hans Svan- borgar Lýðsdóttur. Þau giftust skömmu síðar, hófu búskap í Gunn- arsholti og bjuggu þar í 9 ár og komu þar fjárhagslega fyrir sig fót- um. Ábúðin þar var ekki til fram- búðar, því Gunnarsholti var ætlað annað hlutverk. Árið 1945 er stórbýlið Selalækur til sölu og þá kaupa þau jörðina og flytja þangað vorið 1946. Framan af öldinni bjó þar Sigurður, föðurbróð- ir Helgu, og eftir hann sonur hans Gunnar alþm. Selalækur er ágæt jörð, um 500 ha að stærð og rækt- unarland ágætt: grjótlaust, þurrt og grasgefið. Húsakostur þar var allur með myndarbrag, en farinn að eld- ast. Ennþá stendur þar myndarlegt steinhús, byggt árið 1908. Framtíðin blasti þarna við þessum ungu hjónum. Þá skeði það í árs- byrjun 1947 að Helga lést. Þá voru börnin orðin 5 og öll ung að árum. Helga var kennaramenntuð, listræn og mikilhæf kona. Jón hugsaði sjálfur um börnin næstu ánn, en haustið 1951 kvænt- ist hann Ólöfu Bjarnadóttur frá Böðvarsholti í Staðarsveit, Snæfells- nesi, Nikulássonar og konu hans Bjarnveigar Vigfúsdóttur. Ólöf er mannkostakona, búkona og húsmóðir ágæt. Þau voru samhent hjónin og þeim búnaðist ágætlega. Alltaf stækkaði búið og hefur það lengi verið með myndarlegustu og stærstu búum landsins. Fram- kvæmdir hafa verið miklar í ræktun og byggingum. Þeirra börn eru 5, svo alls eru börn Jóns 10. Það var ekki svo lítið verk, eða hitt þó heldur, að ala upp 10 börn og kosta þau í skóla. Öll eru systkinin myndarleg og dugandi fólk. Börn Jóns og Helgu eru: Skúli bóndi á Selalæk og slátur- hússtjóri Selfossi. Þuríður Eygló, gift Braga Haralds- syni húsasmið Sauðárkróki. Egill verkstjóri Vestmannaeyjum, kvæntur Sjöfn Guðmundsdóttur. Svanborg, gift Sæmundi Ágústs- syni bónda Bjólu. Börn Jóns og Ólafar eru: Bjarni bóndi Seialæk, kvæntur Kristínu Bragadóttur. Bjarnveig, gift Ármanni Ólafssyni bónda Vesturholtum. Bára, gift Árna Guðmundssyni raf- virkja Hellu. Þórir bóndi Selalæk, kvæntur Guð- nýju Sigurðardóttur. Viðar trésmiður Hvolsvelli, kvænt- ur Jónu Árnadóttur. Barnabörn Jóns eru 33 og 1 barna- barnabarn. Fjórir synir Jóns eru bændur í Rangárvallahreppi og 3 þeirra búa á Selalæk, og 2 dætur hans eru hús- freyjur í sveit. Jón var fyrirhyggjusamur og fram- sýnn. Þegar heilsan fór að bila, hætti hann að búa og synir hans tóku við á Selalæk. Hann naut þess að fylgjast með og sjá hversu myndarlega þeir hafa staðið að ræktun og bygging- um. Vel fylgdist hann með öllum barnahópnum og með ráðum og dáð hjálpaði hann, þegar á þurfti að halda, enda umvafinn hlýju á heim- ili sínu. Eins lengi og heilsan leyfði var hann í myndarlega, gamla hús- inu á Selalæk, en synir hans þrír búa hver í st'nu húsi þar skammt frá. Staðurinn er glæsilegur í sjón og raun. Á sl. ári varð Jón að fara á sjúkra- húsið á Selfossi. Þar varð hann að vera eftir það. í hárri elli var hann jafn stæltur og forðum á Hólastað. Góður drengur er genginn. Að leið- arlokum er margs að minnast og margt að þakka. Innilegar þakkir fyrir allt, kæri vinur. Ég hugsa til Hóla. Blessuð sé þín minning. Inni- lega samúð vottum við hjónin eigin- konu, börnum og öðrum aðstand- endum. Ásgeir Bjamason Kristjana Jónsdóttir Kristjana Jónsdóttir kennari, sem mánudaginn 6. júlí verður kvödd í Fossvogskirkju, var fædd hinn 5. ágúst árið 1900 í Steig í Mýrdal, svo að hún var nær 92 ára þegar hún lést hinn 25. júní síðastliðinn. Foreldrar Kristjönu voru hjónin Jón Þorsteinsson, bóndi í Steig, og Sigríður Þorsteinsdóttir frá Neðra- Dal í Mýrdal, en Kristjana ólst upp á Eystri-Sólheimum í Mýrdal hjá Ólafi II. Jónssyni bónda þar og kennara og konu hans Sigríði Þor- steinsdóttur. Áriö 1924 lauk Kristj- ana kennaraprófi frá Kennaraskól- anum og kenndi síöan nær ósiitið í 46 ár. Fyrst kenndi hún eitt ár (1924-25) aö Búðum á Snæfells- nesi, síöan tvö ár (1925-27) í Gaul- verjabæ í Árnessýslu, 39 ár (1927- 66) í Kirkjubæjarklaustri í Vestur- Skaftafellssýslu (launalaust leyfi í tvö ár) og að lokum í fjögur ár (1966-70) viö Landakotsskólann í Reykjavík. llún átti því óvenju- langan kennaraferil aö baki. Árið 1932 giftist Kristjana Magn- úsi Auðunssyni frá Eystri-Dalbæ í Landbroti, en hann lést árið 1966. Þau Kristjana og Magnús eignuð- ust tvö börn, Guörúnu Sigríði f. 1934 og Helga f. 1946. Þar sem ég get ekki verið við kveðjuathöfn þessarar mætu konu, vil ég með örfáum orðum rifja upp forn kynni og þakka henni fyrir góða viðkynningu og trausta vin- áttu. Mér er ákaflega minnisstæður sumardagurinn fyrsti árið 1964. í desember árið 1963 hafði ég tekið við prestsþjónustu í Kirkjubæjar- klaustursprestakalli og sem jafnan á þeim dögum var sóknarprestur- inn skipaður prófdómari við barna- skólana í prestakallinu. Þessi starfi leiddi til kynna við kennara hreppsins, Kristjönu Jónsdóttur, en hún bjó þá með eiginmanni sín- um, Magnúsi Auðunssyni, greind- um bónda og gegnum, á Sólheim- um í Landbroti, sem var nýbýli þeirra hjóna, kennt við Sólheima í Mýrdal þar sem Kristjana ólst upp. Þegar hér var komið sögu voru börn þeirra hjóna flogin úr hreiðri, enda hjónin bæði komin á sjötugs- aldur. Prófdagarnir sannfærðu mig um frábæra kennslu Kristjönu — ég minnist þess t.d. hvað öll börnin höfðu fallega rithönd — en um- fram allt hvað hún átti létt með að laða það besta fram hjá hverjum nemanda, undur glögg á hæfileika hvers og eins, enda gjörþekkti hún börnin og allt bakland þeirra. Sú hefð hafði skapast í Kirkjubæj- arhreppi að skólaslit voru jafnan á sumardaginn fyrsta. Fjölmenntu þá nemendur, foreldrar og sveit- ungar á skólauppsögnina, en kenn- ari og nemendur höföu undirbúið fjölbreytta dagskrá í tilefni dagsins, og teikningar og handavinna nem- enda þakti veggi og borð skólastof- unnar, Allt var þetta eftirtektarvert og nýstárlegt í mínum augum. Þó ekki síst dagskráin, þegar nemend- ur komu fram á sviöið og stóðu heiöursvörð undir bláhvítum fána ungmennafélaganna, en nokkrir úr hópnum fluttu kvæði Jónasar Hall- grímssonar, hvar í eru þessi orð: „lióndi er búslólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. “ Þaö fór ekki milli mála hvaða hug- sjónir skópu umgerð dagsins og þess starfs, sem unnið hafði verið frá því skóli hafði verið settur um veturnætur. Kristjana Jónsdóttir var ein úr hópi þeirra góðu kennara, sem komu úr Kennaraskólanum á ár- unum milli stríða, mótaðir af hug- sjónum þeirra séra Magnúsar Helgasonar og Freysteins Gunn- arssonar og fluttu síðan að námi loknu fróðleiksþyrstum æskulýð menningu og mennt. Á þessum ár- um sóttu margir greindir en efna- litlir unglingar nám í Kennara- skólann, eigandi ekki kost á frekara langskólanámi. Kristjana minnir mig raunar á aðra skaftfellska kennslukonu, Guðrúnu Jónsdóttur frá Skál á Síðu, sem kenndi við Landakots- skólann í áratugi. Forn tengsl og vinátta þeirra Guðrúnar og Kristj- önu munu heldur ekki hafa spillt, að Kristjana fékk kennslu við Landakotsskólann haustið 1966, þegar hún flutti til Reykjavíkur. Mér er kunnugt um, að í Landa- kotsskólanum naut hún mikils álits og trausts. Og það var Kristj- ana, sem eitt sinn er þær voru að rabba saman vinkonurnar, hún og Guðrún frá Skál, stakk upp á því við Guðrúnu að hún gæfi Kirkju- bæjarskóla bókasafn sitt vandað og gott. Þar stendur því skólinn í mik- illi þakkarskuld við þær stöllur báðar. Jökull Jakobsson rithöfundur tal- ar um það í ágætri minningargrein um Guðrúnu Jónsdóttur í Morgun- blaðinu, hvað hún hafi vakið sterka þjóðerniskennd með nemendum sínum, en hefði þó í rauninni aldr- ei tekið sér í munn orð eins og fósturland eða ættjörð. Þannig held ég líka að Kristjana hafi kennt — komið því, sem hún vildi segja, til skila án þess að beita „hrárri" innrætingu, ef svo má segja. í nær 40 ár kenndi Kristjana í Kirkjubæjarhreppi — öll árin við frumstæðar aðstæður, og í raun- inni við miklu frumstæðari en hún átti skilið, svo frábær kennari sem hún var. Þó skal þess getið, að á margan hátt gætti þarna þó meiri skilnings á skólastarfi en víða ann- ars staðar í sveitum, og bjó þar að arfi þeirra séra Magnúsar Bjarnar- sonar á Prestsbakka og Elíasar Bjarnasonar kennara, er samdi hina landskunnu reikningsbók. Þá má heldur ekki gleyma hinum smitandi áhuga Kristjönu og fleiri góðra manna — ekki síst kvenna. Kristjana stóð tryggan vörð um skóla sinn og nemendur áttu sann- arlega hauk í horni þar sem hún var. Minnist ég í því sambandi lítils at- viks frá fyrstu árum mínum á Kirkjubæjarklaustri, en ég hafði þá verið skipaður skólanefndarfor- maður eins og nær einhlítt var um sóknarpresta. Einn morgun er knúið dyra á prestssetri og á hlað- inu stendur Kristjana með nem- endahóp sinn — komin til að flytja formanni þá fregn að skólinn hafi ekki verið þrifinn í tvo daga og verði kennsla því felld niður og nemendur sendir heim. Allt var þetta sagt með fullri vinsemd, en með þeirri festu, sem henni var lagin. Fórum við svo saman til oddvitans, Siggeirs Lárussonar, sem með ljúfmennsku sinni greiddi fljótt og vel úr málum. Oft hefur mér fundist þetta litla atvik varpa Ijósi á hina hreinskiptnu af- stöðu Kristjönu til skóla síns og samstarfsfólks. Þótt samvinnan við Kristjönu stæði ekki í mörg ár, þá var hún öll þess eðlis, að ég er ákaflega þakk- látur fyrir að hafa kynnst henni. í huga mínum fyllir hún flokk þess úrvalshóps karla og kvenna, sem áttu sín þroskaár á fyrstu tugum aldarinnar og dreifðu síðan kring- um sig manndómi og menningu og sættu sig aldrei við doðann og drungann er einatt vildi setjast á herðar þeirra, sem um árabil öttu kappi við fásinni íslenskra sveita. Ég bið guð að blessa minningu Kristjönu Jónsdóttur. Fjölskyldu hennar færum við Jóna hugheilar samúðarkveðjur. Lissabon í júní 1992 Siguijón Einarsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.