Tíminn - 04.07.1992, Qupperneq 20

Tíminn - 04.07.1992, Qupperneq 20
AUGLÝSINGASSMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Úöruvísi bilasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 /V:; HOGG- DEYFAR rteS • Verslið hjá fagmönnum 1 vara fM HaoiarshófAa 1 - s. 67-67-44 TVÖFALDUR1. vinningur Tíminn LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ1992 Félag smábátaeigenda gagnrýnir niðurstöður Hafrannsóknastofnunar með tölulegum upplýsingum: Veður Hafró í villu um stærð þorskstofnsins? Félag smábátaeigenda sýnir fram á, með því að bera saman skýrslur Hafrannsóknastofnunar, útflutningsskýrslur SÍF og annarrar vinnslu, að stærð tiltekins hluta þorskstofnsins sé meiri en tölur Hafrannsóknastofnunar gefa til kynna og að mun- urinn sé allt að 200%. Kannaðar voru tölur áranna 1989 - 1991 og tekið mið af saltfiskútflutn- ingi. Saltfiskur er stærðarflokkaður og vegna krafna kaupanda um útlit þarf fiskurinn að hafa vissa þyngd nýveiddur. Gengið er út frá lág- marksþyngd hvers saltfisks og lág- marksþyngd þorsks úr sjó til að sleppa í þá framleiöglu og einnig út- frá viðurkenndum nýtingarstöðl- um. Samkvæmt þessum forsendum er það 9 til 14 ára fiskur sem slepp- ur í framleiðslu á saltfiski. Teknar eru fyrir töflur Hafrann- sóknastofnunar fyrir árin 1989- 1991, og samkvæmt þeim var heild- arafli þorsks 9-14 ára á þessum ár- um tæp 35 þúsund tonn. Sam- kvæmt útflutningsskýrslum var hráefnisþörf þessara ára rúm 64 þúsund tonn úr sjó og er munurinn 83%, en langt er frá að dæmið sé fullreiknað. Ef tekinn er með stór- þorskur og aðrar saltafuröir af þorski, sem falla einnig með 9-14 ára þorskinum, bætast enn við um 6 þúsund tonn og er þá munurinn orðinn rétt um 100%. Einungis hefur nú verið reiknað út frá út- flutningsskýrslum SÍF, en ef tekin er með áætluð hráefnisþörf annarr- ar vinnslu á sömu árum og í sama aldursflokki, bætast enn við rúm 30 þúsund tonn af þorski. Smábátaeigendur segja að þessi áætlun sé mjög varfæmisleg, en hún sýni fram á að landað hafi verið rúmum 100 þúsund tonnum. Tölur Hafrannsóknastofnunar segja hins vegar að tonnin hafi verið tæp 35 þúsund. Þar með er skekkjan farin að nálgast 200%. Gunnar Stefánsson, tölfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, vill þakka smábátaeigendum fyrir þess- ar ábendingar. Hann hefur boðað þá á fund þar sem farið verður yfir þessar tölur og málin rædd. Gunnar segir að sér virðist sem yngri ár- gangar séu vanreiknaðir inn í þess- ar tölur, en of snemmt sé að tjá sig um þetta, fyrr en búið er að fara vandlega ofan í allar tölumar. -BS Áttunda hvert starf á Austurlandi 1986 var horfið 1990: Um 3.000 störf fluttu suður frá 1986-1990 Framkvæmdir við uppbyggingu frjáls- íþróttaaðstöðu og uppsetningu flóðijósa: Sér fyrir endann á framkvæmdunum Svo virðist sem rúmlega 3.000 störf, sem unnin vom á landsbyggðinni ár- ið 1986, hafi verið „flutt suður" árið 1990. Tölur Hagstofunnar um skipt- ingu vinnuaflsnotkunar sýna að unn- in ársverk í landinu vom nánast jafn mörg árið 1986 og 1990, fjómm ár- um síðar. Ársverkum fjölgaði að vísu stórlega árið 1987, en sú fjölgun hafði öll „gufað" upp þrem ámm síðar, þannig að fjöldi ársverka var um 124.500 bæði árin 1986 og 1990. Hins vegar varð sú breyting á tímabil- inu, að ársverkum fjölgaði um rúm- lega 3.000 á höfuðborgarsvæðinu, en fækkaði um sama fjölda utan hennar. Þessi fækkun kom fram í öllum kjör- U.þ.b. 700 kg af humri var stolið úr frystigeymslu hraðfrystihússins Ámes hf. á Stokkseyri í fyrrinótt. Ekki er enn vitað hverjir vom að verki, en tal- ið er að þjófamir hafi leynst í húsinu þangað til starfsfólk hvarf á braut, og hafist þá handa. dæmum landsins, en þó langmest á Austurlandi, þar sem ársverkum (störfum) fækkaði úr 6.750 niður í 5.910 milli þessara ára. Þau 840 störf, sem hurfu, samsvara því að 1 af hverj- um 8 störfum hafi verið lagt niður eða horfið á örfáum ámm. Tölur Hag- stofunnar sýna næstum ótrúlega breytingu ársverka í mörgum at- vinnugreinum á Austurlandi á svo skömmum tíma. 1986 1990 Landbúnaður 980 680 Fiskiðnaður 1.610 1.080 Verslun 650 530 Fækkun 950 Sömu nótt var innbrot framið í versl- unina Radíórás að Gagnheiði 40 á Sel- fossi. Þar var tveimur myndbands- tækjum stolið ásamt geislaspilara, magnara, myndavél og 12.000 kr. í peningum. Til að komast inn spenntu þjófamir upp glugga. —GKG. Fiskveiðar 730 830 Opinber störf 900 1.060 Fjölgun 260 Minnst fækkun varð á ársverkum á Norðurlandi eystra, eða kringum 150 störf. Hin kjördæmin misstu frá 300 til 540 hvert á þessu fjögurra ára tímabili. Störfum í landbúnaði fækk- aði um 1/6 á þessum árum, eða um 1.200 ársverk þessi fjögur ár. Og störf- um í fiskiðnaði fækkaði um rúmlega 2.100 eða um meira en fimmtung. Þessi fækkun bitnaði mjög á öllum landsbyggðarkjördæmunum. Á hinn bóginn fjölgaði ársverkum við fisk- veiðar nokkuð, eða um rösklega 800 störf. í Ijósi mikillar fækkunar starfa í fisk- iðnaði vekur það athygli, að höfuð- borgarsvæðið er eini landshlutinn sem sloppið hefur við þá fækkun. Þó er kannski ennþá merkilegra, að höf- uðborgarsvæðið er líka eina svæðið þar sem orðið hefur mikil hlutfallsleg fjölgun starfa sem flokkast til land- búnaðar, þ.e. úr 280 í 360 ársverk. - HEI Eins og komið hefur fram í frétt- um standa nú yfir framkvæmdir á Laugardalsvelli við uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á aðalveUin- um, auk þess sem undirbúningur undir uppsetningu flóðljósa stendur yfir. Áætlað er að frám- kvæmdunum við frjálsíþróttavöll- inn verði lokið um miðjan ágúst og uppsetningu flóðljósanna verði lokið í fyrstu eða annarri viku septembermánaðar. Jóhannes Óli Garðarsson vallarstjóri sagði í samtaU við Tímann að um veru- Iegar bætur á aðstöðu íþrótta- manna væri að ræða og um mikla framför að ræða. Með tilkomu ljósanna væri hægt að leika að kvöldi til á haustin þegar Evrópu- leikir í knattspymu fara fram, en hingað til hefur þurft að leika þá um miðjan dag og hefur það kom- ið verulega niður á áhorfendaað- sókn. Gert er ráð fyrir að kostnaðar- áætiun standist, en hún hljóðar upp á um 86 milijónir kr., fyrir utan allan búnað. Framkvæmd- iraar hófust í nóvember og hafa að sögn Jóhannesar Óla gengið samkvæmt áætlun. Þann 10. þessa mánaðar er gert ráð fyrir að iagning gerviefnis hefjist, en það kemur frá dönskum aðilum, sem sjá einnig um iagningu efnisins. Undirbúningur vegna uppsetn- ingu fióðijósanna hefur staðið yf- ir undanfama fjóra mánuði og er gert ráð fyrir því að þau verði til- búin tii notkunar í september. Reist verða fjögur 42 metra há keilulaga möstur og í hverju þeirra verða 38 (jóskastarar, eða samtals 152. Hver kastari er 2000 vött og verður birtan á knattspymuvelllnum 800 lúx, sem uppfyiiir þær kröfur sem gerðar eru um birtu fyrir sjón- varpsmyndatöku á knattspyrau- völlum. Möstrin eru frönsk, en tjósabúnaðurinn svissneskur. Frjálsíþróttavöllurinn er byggð- ur samkvæmt alþjóðlegum regi- um um gerð fijálsíþróttavalla, en heiidarflötur gerviefnis er um 6050 fermetrar og verður vöUur- inn sá eini hér á landi með átta hlaupabrautir. Á veiiinum verður fyrirtaks aðstaða fyrir aliar grein- ar frjálsra íþrótta. -PS Tvö stór innbrot í fyrrinótt: 700 kg af humri rænt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.