Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. júlí 1992 131.tbl.76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Forseti Þýskalands og fylgdarlið fór m.a. til Þingvalla í gær og skoðaði sögufræga staði. Sr. Hanna Maria Pétursdóttir þjóögarösvörð- ur sést hér bjóöa þýsku forsetahjónin velkomin en hún ásamt Sigurði Lindal fræddi forsetann um sögu Þingvalla. Sjá einnig bls. 3 íslenskir aðalverktakar hefja jarðvinnu við flugskýli og dreifikerfi í næsta mánuði: Hefja framkvæmdir án framkvæmdaheimildar íslenskir aðalverktakar hafa ákveðið að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna byggingar flugskýla og eldsneytisdreifíngarkerfis á Keflavíkurflug- velli. Jarðvinnuframkvæmdir munu hefjast strax í næsta mánuöi. Þessar framkvæmdir Aðalverktaka eru á þeirra eigin ábyrgð og byggja á því að fyr- irtækið telur yfirgnæfandi líkur á að Mannvirkjasjóður NATO muni sam- þykkja að fjármagna verkefnið í haust. SKAGAROKK: 1200 miöar seldir Nú eru rúmir tveir mánuðir þar til stór- hljómsveitirnar Jethro Tull og Black Sabbath koma til landsins og halda tónleika á Akranesi. Sig- urður Sverris- lan Anderson, son, forstöðu- forsprakkinn I maður Skaga- JethroTull. rokks, segir að undirbúningur gangi samkvæmt áætlun og þegar hafi selst um 1200 miðar, um 800 á Jet- hro Tull og um 400 á Black Sabbath. Tónleikamir verða haldnir í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi dagana 25. og 26. septem- ber. Jethro Tiill spilar íyrra kvöldið og Black Sabbath hitt. Sigurður segir að til þess að dæmið gangi upp þurfi að seljast um 3100 miðar, þá sleppi menn frá þessu á núllinu, en það eru ýmis félög, fyrir- tæki og einstaklingar sem standa að Skagarokki. Ekki sé ætlunin að verða rfkur á einni nóttu, en Sigurð- ur er vongóður um að salan fari að aukast, en miðar á tónleikana eru seldir í hljómplötuverslunum á höf- uðborgarsvæðinu. Sigurði finnst Skagamenn taka seint við sér, lítið að miðum hafi enn selst þar. „Það er eins og menn ætli að sér að kaupa miða á síðasta degi, en ef þetta rúllar svona áfram, þá gæti orðið of steint að kaupa miða á síðasta degi. Húsið tekur um 2500 manns eða um helmingi færri en Laugardals- höll. Um 1000 manns komast í sæti í sal og á áhorfendapöllum. Það verð- ur mikill viðbúnaður, tæki og ljós verða leigð erlendis frá og er það sami búnaður og Iron Maiden notaði í Laugardalshöll í vor. Sviðið verður hlaðið upp úr um ÍIOO vörubrettum og plötur settar þar yfir. Áætlað er að Akraborgin fari aukaferðir tón- leikakvöldin og einnig verða rútu- ferðir til og frá Reykjavík. -BS Á fundi í Mannvirkjasjóðsnefnd NATO í gær var tilkynnt að Aðalverk- takar myndu hefja undirbúninga- framkvæmdir en fundurinn í gær var sá síðasti fyrir fundarhlé nefnd- arinnar og verður næsti fundur ekki haldinn fyrr en um mánaðamótin september/október. Áður en Aðalverktakar tilkynntu um fyrirhugaðar framkvæmdir hafði þó yfirmaður Norður-Atlantshafs- flota NATO staðfest við Mannvirkja- sjóðsnefndina að bygging flugskýlis- ins og eldsneytisdreifikerfisins væri á forgangsverkefnalista að lokinni þeirri heildarendurskoðun sem ljúka á um mánaðamótin septem- ber/október. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verkefnastaða íslenskra aðal- verktaka verið fremur lítilfjörleg og réð sú staða miklu um þessa niður- stöðu og að farið verður af stað áður en endanleg framkvæmdaheimild liggur fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Friðfinnssyni, forstjóraAðalverktaka, verður með þessu unnt að finna — a.m.k. tímabundið — verkefni fyrir hluta starfsmanna, sem annars hefðu orðið verkefnalausir. Jafnframt mun þetta verða til þess að framkmvæmd- ir gangi eðlilegar fyrir sig þegar end- anleg heimild liggur fyrir. Halldór Ásgrímsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra: Varar viö villukenningum krata Halldór Ásgrímsson telur að sjávarútvegsráðherra eigi að taka loka- ákvörðun um hve mikið verði veitt af þorski á næsta fiskveiðiári. Hann telur að kenningar alþýðuflokksmanna í sjávarútvegsmálum séu hættu- legar. „Lögin eru skýr í þessu máli, sjávarútvegsráðherra ber að taka þessa ákvörðun. Það er í hans valdi hvemig hann hagar samráði við að- ila í þjóðfélaginu, að sjálfsögðu þarf hann að tala við ríkissijóraina og hann þarf að bera sig saman við ýmsa aðra. Svo virðist að þegar þessi ríkis- stjórn var mynduð hafi forsætis- ráðherra gefið Alþýðuflokknum ýmis loforð í sambandi við sjávar- útvegsmál. Því virðist hafa verið lofað að Alþýðuflokkurinn ætti að hafa formann í þeirri nefnd sem átti að móta sjávarútvegsstefnu og niðurstaðan varð síðan að for- mennimir urðu tveir. í reynd var því þar með verið að taka málið úr höndum sjávarútvegsráðherra og ætlast til að hann framselji vald sitt til annarra í ríkisstjóminni.“ Halldór segir að Hafrannsókna- stofnun hafir sett fram þrjár leiðir sem byggja á 190 þúsund til 210 þúsund tonna hámarki. „Við eig- um að fara varlega í þessum efn- um, við emm komnir á hættulegt stig.og það verður að taka ákvörð- un sem byggir á að þorskstofninn byggist upp. Því miður hefur það bmgðist að ganga hafi komið frá Grænlandi, eins og allar fyrri ákvarðanir vom byggðar á og það er ekkert annað en að taka því. Það em ýmsir aðrir möguleikar sem 1 Halldór Ásgrímsson ríkisstjórnin þarf að snúa sér að í öðmm fiskstofnum og betri nýt- ingu á því sem við höfum á milli handanna." Þá segir Halldór að þurfi að taka til baka þá óskynsam- legu ákvörðun að selja hluta af veiðiheimildum til öflunar tekna í ríkissjóð. Það verði að nýta heim- ildir hagræðingasjóðs í sambandi við þetta mikla áfall. Öðmvísi sé ekki hægt að jafna þetta út.“ Mér sýnist að ákveðnir ráðherrar í rík- isstjórninni vilji ekki fara í slíkar jöfnunaraðgerðir og því sé ekki annað uppi á teningnum hjá þeim en að veiða meira. Alþýðuflokkur- inn virðist alls ekki geta gengið til baka með það sem hann hefur náð fram, að selja hluta veiðiheimild- anna. Það má ekki láta viliukenn- ingar Alþýðuflokksins verða ráð- andi í þessum málum. Því miður virðist núverandi forsætisráðherra hafa ánetjast þeim í vemlegum mæli og það er alveg Ijóst að fjár- málaráðherrann er kominn á þeirra band. Sighvatur Björgvinsson, núver- andi heilbrigðisráðherra, sagði á sínum tíma að hann myndi aldrei styðja ríkisstjóm sem notaði kvótakerfi. Hann situr nú í einni slíkri. Hann hefur haldið fram að allt sem hefur verið gert í sjávarút- vegi sé rangt og haldið lærðar ræð- ur um fiskifræði. Ég hef ekki mikla trú á Sighvati sem fiskifræðingi og ræður hans í þeim málum hafa ekki verið trúverðugar á undan- förnum ámm. Ég held hann eigi nú nóg með sín mál og vonandi auðnast honum að taka réttar ákvarðanir á sínu sviði.“ Sjá einnig á bls.2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.