Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 18. júlí 1992 Beinagrindin 1 Ung stúlka 1 hvarf áriö 1981 — og enginn veitti því athygli fyrr en lík henn- ar fannst tæpum níu ár- í Cardiff um síöar. Þaö munaöi aöeins nokkrum sen- tfmetrum af mold aö hún fyndist aldrei. Vinnuflokki, sem var að grafa grunn fyrir nýju húsi í borg- inni Cardiff í Wales, brá illa í brún þegar í ljós kom gamalt teppi vafíð utan um beinagrind. Þegar þeir höfðu vaflð teppið utan af beinagrindinni kom í ljós fremur lítil grind með Ijóst hár á kúpu sem glotti framan í þá. Leirmyndin sem gerö var af Karen og mynd af henni sjáifri. Skelfingu Iostnir verkamennirnir höfðu samband við lögregluna í snatri sem setti allt í gang til að kom- ast að því hver hafði átt beinagrind- ina sem fannst þann 7. desember 1989. Cardiff er borg þar sem mikið er um glæpi, einkum í Tiger Bay hverf- inu. Þar er mikið um vændiskonur, allt niður í 13 ára gamlar. Félagsráð- gjafar halda því fram að allt að eitt hundrað unglingsstúlkur starfi við vændi í borginni. Og þar sem eru vændiskonur eru einnig hórmangar- ar og þeim fylgir undantekningalaust gróft ofbeldi. Hver var hún? Vísindamenn hófu nú langt og erfitt starf við að finna út af hverjum beinagrindin væri. Réttarlæknir sem fyrst skoðaði beinagrindina komst að þeirri niðurstöðu að hún væri af unglingsstúlku milli tektar og tví- tugs sem hefði verið 158 sentímetrar á hæð. Beinagrindin var í háskólabol með merki. Slíkir bolir höfðu verið fram- leiddir í Bandaríkjunum fyrir Bret- landsmarkað árið 1980. Framleiðsl- unni hafði verið hætt sex mánuð- um síðar og hjálpaði þetta við að staðfesta dánartímann. Höfuðkúpa stúlkunnar var send tannfræðingi sem gat reiknað út að hún hefði verið fimmtán og hálfs árs þegar hún lést. Skordýrafræðingar létu málið einn- ig til sín taka, því mörg skordýr lifa einungis á dauðu holdi og lifa þar alla ævi sína. Með því að athuga hversu margar kynslóðir skordýra höfðu lifað á líkinu var unnt að til- taka dánartímann nánar. Skordýra- fræðingarnir komust að þeirri niður- stöðu að stúlkan hefði látist einhvern tíma á árunum 1980-1985. Ennfrem- ur að hún hefði látist á tímabilinu mars til október, á þeim tíma sem maðkaflugur eru í fullu fjöri. Síðan fékk prófessor við Manchester háskóla höfúðkúpuna í sínar hendur. Hann setti tannstöngla á 21 stað á kúpunni og mældi þannig líklega holdþykkt á hverjum stað: 3,5 mm yfir enninu, 4,75 mm yfir augabrún- um, 5,5 mm yfir augum, 16 mm yfir efri vör og 5,75 mm undir hökunni. Þannig hóf hann að endurbyggja andlit stúlkunnar eins og það hafði verið í lifanda lífi. „Ég vissi grunnatriðin," sagði hann. „Rúmlega fimmtán ára gömul stúlka er mjög stinn í andliti. Lífið hafði ekki sett mörk sín á andlit hennar." Hann lét tannstönglana vera og byrjaði að þekja kúpuna með leir og á einum sólarhring hafði hann lokið verkinu. Útkoman líktist góðri þrív- iddarmynd en var samt sem áður enn nafnlaus. Sakamál 79* < | Á0VO SKATT UK TÍNf\ L£lPl" ^ « 50 550 FOR' TEDRfl e FDR- mru SLMdR tNfilAR OSK bón 10R 1 S É7S muR —' f j > i F£1T 5 2 t ' L l'i) Ht> s. LÆKKIR STýúú 5 mmm&t jl T3 5J HV/LT DVtL O SHL - SRíN- mETJ H Æp/NG SJGLÓ ~ LlíVB K Uiud- O R MYN/J i \ Mo R6 ATTTR ýu, uÆ < l VÆN ( \k P-Jk > ■ MV/V/VI &K£IH 1 } R 6 KLÁSft 5 % -i OMA/J F/SKS VINHO'. V£L . ÖfU& Kot> KESTí/R SffNMA X T'JE.KND C td’lu Jd'RÐ Ll oT m6T hlstar cénf- ftPíN ElHS HftTT 5 vonis 1 /£ H T ORKfl M £ST SLflGtlR DfiOPOM 'AfiÆT Wöss APA ÍJlVP- l K 8 KJ/iFT CISKUPs- NÚF/| ■RV7? Tdá L 7?oÐ 10 Uíd 9 KOK/V eyj a SlLFiJR, STdBl IfO'P/i ei nís AKABI ANd e M 'fí L. /0 onúN- LJT.T SÖNNl) OMA ÍH þXS/A/A/ tlGfí ~7T ▼— •*-• SfcfíOA tíimtR uyxot •/ooo lfm SÆÍÐI n KE YRÐU 11 ISIftM UMHI Tfl-l.fi P • 4 < M/fer-1- ÍIUINC fiFRíK RVÍK. • HEST » 'Ptíi* fffilMÚR é TdNN * AH SO 'NOt.'L vm/i þ'ftTT- Tfl K- ftHÐI KORN 15 DYK • • •— ,s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.