Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. júlí 1992
Tíminn 13
Rannsókn á skordýrum sem
fundust á beinagrindinni og um-
hverfis hana stuölaöi aö því aö
ákvaröa hvenær stúikan hafði
veriö myrt og grafin.
'Félagsmálastofn-
un tekur viö sér
Lögreglan lét nú birta myndina í
öllum fjölmiðlum og hlaut nær sam-
stundis viðbrögð. Tveir félagsráð-
gjafar þekktu nær samstundis andlit-
ið á Karen Price sem fædd var 4.
september 1965. Hún var vel þekkt
innan félagsmálastofnunar, hafði
lent í höndum hennar aðeins tíu ára
gömul.
Hún hafði þá verið sett í skóla fyrir
börn með námserfiðleika og síðan á
heimili fyrir vandræðaunglina. Það-
an hafði hún strokið og einhvern
veginn hafði hún endað í Cardiff —
dauð og grafín.
Næsta skref var að staðfesta að
beinagrindin væri örugglega af Kar-
en Price. Það var gert með því að
skanna mynd af henni yfir leirmynd-
ina. Árangurinn hefði varla getað
orðið betri. Einnig var framkvæmt
DNA próf með því að bera saman
beinmerg úr grindinni og blóðprufur
úr foreldrum Karenar. Þegar því var
lokið var talið 99,9% öruggt að
beinagrindin væri af Karenu Price.
Þá var aðeins eftir að komast að því
hvernig stúlkan hafði látist og hver
hafði orðið henni að bana. 1 sjón-
varpsþætti var rannsóknin rakin frá
byrjun og í lokin var sýnd ljósmynd
af Karen Price.
Einum sjónvarpsáhorfanda brá illi-
lega við. Myndin á skjánum vakti upp
minningar um óhugnanlega atburði
sem átt höfðu sér stað kvöld eitt fyrir
tæpum níu árum.
Samviskan vaknar
Idris Ali var smáglæpamaður sem
bjó í úthverfi ásamt sambýliskonu
sinni og sex mánaða gömlum syni.
Hann sat og horfði á sjónvarpið þeg-
ar hann fraus í sætinu. Á skjánum
birtist mynd af andliti sem hafði of-
sótt hann frá því 1989. Þetta var
draugur Karenar Price sem hann
hafði aðstoðað við að greftra.
Ali hafði verið viðstaddur þegar
Karen var myrt. Hann hafði ekkert
getað gert henni til hjálpar. Hann
hafði verið hórmangarinn hennar og
hafði verið sá sem kom henni af stað
í vændinu. Eftir morðið hafði hann
farið til frænda síns, gersamlega
miður sín, og sagt að hann hefði gert
nokkuð „verulega ljótt". án þess þó
að tiltaka það frekar. Á þeim tíma
hafði frændinn ákveðið að segja ekk-
ert vegna Alis. En þegar hann sá
myndina af Karen í sjónvarpinu rann
Idris Ali var að horfa á sjónvarpiö
þegar draugur úr fortíðinni birtist
á skjánum.
Alan Charlton gat ieynt geröum
sínum í nær áratug.
upp fyrir honum að þarna kynni að
vera komið þetta „ljóta“ sem Áli hafði
talað um. Frændinn hélt því rakleið-
is til Ali og ráðlagði honum að gefa
sig fram við lögregluna.
Saga Alis
Ali gerði það og smám saman fékk
lögreglan eftirfarandi sögu:
Ali og Karen höfðu bæði átt erfiða
æsku og strokið af heimilum hins
opinbera. Karen hafði horfið frá slíku
heimili einhvern tíma á tímabilinu
júlí 1981 til mars 1982. Hvarf hennar
haföi þó aldrei verið tilkynnt og hún
komst aldrei á lista yfir horfna ung-
linga. Það var enginn sem hafði
nægilegan áhuga á henni til að til-
kynna hvarfið.
Þegar þau Ali og Karen kynntust var
hún 15 ára og hann ári eldri. Hann
taldi hana fljótlega á að fara að selja
sig og samþykkti hún það. Einnig
fylgdi þeim 13 ára gömul stúlka sem
einnig seldi sig. Líkamar stúlknanna
öfluðu nægilegs fjár til að sjá þeim
fyrir mat og lími, en þau voru öll háð
því að lykta af lími. Það var eina leið-
in til að komast frá ömurlegu lífi þó
ekki væri nema í nokkrar mínútur.
Charlton tekur við
stjórninni
Þau höfðu aðeins verið við þetta í
nokkrar vikur þegar Ali hitti Alan
Charlton, mann sem var sex árum
eldri en hann. Sá var gamall í hett-
unni og sá fljótlega að Ali hafði á sín-
um snærum stúlkur sem hægt væri
að græða mikið á og hugsaði sér að
taka yfir starfsemi hans. Hann bauð
Ali því að útvega stúlkunum verkefni
og stað til að starfa frá. Það eina sem
hann bað um í staðinn var að hann
mætti hafa mök við stúlkurnar þegar
hann vildi.
Ali dróst nú inn í heim sem hann
hafði ekki vitað að væri til. Charlton
leigði stúlkumar nú í alls kyns kyns-
völl þar sem ýmiss konar óeðli var í
hávegum haft. En Ali vissi ekki að
Charlton var nýsloppinn úr fangelsi
eftir að hafa nauðgað konu á hennar
eigin heimili.
Þá kom að síðasta kvöldinu í lífi
Karenar. Kynsvall var haldið í íbúð
Charlies. Báðar stúlkurnar voru við-
staddar og höfðu lyktað vel af lími.
Þá stakk Charlton upp á því að stúlk-
urnar legðust á rúmið og hefðu mök
saman en sjálfur ætlaði hann að taka
myndir. Stúlkurnar neituðu því al-
farið.
Morö og nauögun
Þá varð Charlton alveg brjálaður af
reiði. Hann réðst á Karen og barði
hana þar til hún missti meðvitund.
Yngri stúlkan tróð sér út í hom frá-
vita af skelfingu, horfði á vinkonu
sína drepna en óttaðist jafnframt um
eigið líf. Hún horfði á Charlton binda
hendur Karenar á bak aftur og
nauðga lífvana líkama hennar.
13 ára gömul stúlkan snökkti há-
stöfum og Charlton skipaði henni að
halda sér saman, ella yrði hún næst.
Síðan skipaði hann Ali að hafa einnig
mök við Karen, vildi greinilega gera
hann samsekan f verknaðinum. Þó
Ali ofbyði hvað hann hafði horft upp
á var hann svo hræddur við Charlton
að hann lést hlýða honum. Að sögn
Alis hótaði Charlton honum lífláti ef
hann þegði ekki yfir því sem gerst
hafði og hlýddi honum í hvívetna.
Að því loknu hjálpaði hann Charl-
ton að vefja lík Karenar inn í teppi og
plast og troða því síðan inn í skáp.
Nokkmm dögum síðar hélt hann aft-
ur til heimilis Charltons og hjálpaði
honum við að grafa líkið.
Ali hélt sér saman og lifði með hið
hræðilega leyndarmál í níu ár, en
sjónvarpsþátturinn rifjaði þetta allt
upp á ný. Það var meira en hann gat
afborið. Hann hafði hætt í vændinu
og snúið sér að innbrotum og lifði í
þeirri trú að hann hefði komist upp
með morð. En nú komst hann að
þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki
flúið samvisku sína. Hann ruddi úr
sér frásögninni í samhengislausum
setningum, grátandi og hikstandi.
Réttarhöldin
Þann 21. janúar 1991, ári eftir að AIi
gaf sig fram við lögregluna, hófust
réttarhöldin yfir honum og Charl-
ton.
Báðir héldu þeir fram sakleysi sínu.
Ali kvaðst hafa verið aðeins sextán
ára gamall og algjörlega á valdi eldri
mannsins, sem hefði framið morðið.
Charlton kvaðst aldrei á ævi sinni
hafa séð Ali, hvað þá Karen Price.
Lögreglan og saksóknari höfðu upp
á ungu stúlkunni sem hafði orðið
vitni að morðinu, aðeins 13 ára göm-
ul. Hún bar vitni, undir nafninu
fröken X, og bar sögu hennar og Ali
að mestu leyti saman. Þegar hún var
að bera vitni rauk Charlton upp í
réttarsalnum, kvaðst vera borinn
röngum sökum og að réttarhöldin
eins og þau legðu sig væru samsæri
gegn sér. Við réttarhöldin kom fram
að Charlton og Ali höfðu komist upp
með morð í níu ár. En ef líkið hefði
verið grafið aðeins nokkrum sentím-
etrum neðar hefðu þeir komist upp
með það sem þeir áttu ólifað
Rétturinn komst að þeirri niður-
stöðu að bæði Ali og Charlton væru
sekir. Sök Charlton var þó talin meiri
og hann fékk ævilangan dóm. Þar
sem Ali var aðeins sextán ára gamall
þegar morðið var framið var hann
dæmdur samkvæmt unglingalögun-
um. Hann fékk ævilangan dóm sam-
kvæmt þeim, sem í reynd þýðir að-
eins nokkurra ára fangelsi. Að rétt-
arhöldunum loknum sagði lögreglu-
maðurinn sem stjórnað hafði
rannsókninni að hann væri feginn að
málinu væri lokið. Karen Price hafði
fengið eðlilega útför undir eigin
nafni að lokum. En þetta mál hefði
þó aldrei þurft að koma upp ef Karen
hefði verið veitt sú athygli þegar hún
lifði sem hún fékk eftir dauðann.
BAGGAGREIP
FRÁ KVERNELAND
til afgreiðslu strax
SILAGRIP baggagreipin fer betur með baggana
við lestun og hleðslu og hlífir umbúðunum.
HAGSTÆTT VERÐ
MUÍsOtífig
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-634000
] Hafnarfjörður -
Útboð
Bæjarsjóður Hafnarfjarðar og safnaöarstjóm Hafnarfjarðarkirkju
óska eftir tilboðum í byggingu safnaðarheimilis og tónlistarskóla.
I verkinu felst: Jarðvinna og fyllingar, uppsteypa og fullnaðarfrá-
gangur húss að utan ásamt fullnaðarfrágangi lóöar.
Stærð húss að grunnfieti er 1618 m2, gólfflötur alls 2467 m2 og
rúmmál alls 11348 m3.
Gögn verða afhent frá og með mánudeginum 20. júlí, gegn
30.000,- kr. skilatryggingu, á skrifstofu bæjarverkfræðingsins i
Hafnarfirði, Strandgötu 6. Tilboö verða opnuð á sama stað
þriöjudaginn 11. ágúst næstkomandi.
Hafnarfirði, 17. júlf 1992,
Bæjarverkfræðingur.
Robin
Rafstöðvar
og dælur frá
Fyrir bændur, verktaka, sumarhús o.fl.
Bensín eða diesel
Rafstöðvar: Dælur:
12vog220v 130-2000 I á mín.
600-5000 W Verð frá kr. 21.000,-
Verð frá kr. 44.000,-
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími674000