Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 18. júlí 1992
Rætt við
JÚIÍUS
Kemp um
kvikmynd-
ina:
Það er vandkvæðum bundið
að ná í leikstjórann Júlíus
Kemp þessa dagana enda er
farið að líða að frumsýningu
fyrstu kvikmyndar hans í fullri
lengd og ýmsu þarf að koma í
verk áður. En það tekst þó að
lokum að hafa upp á honum.
„Veggfóður - erótísk ástar-
saga“ heitir myndin og mikil
eftirvænting hefur ríkt eftir
henni alveg síðan afar ná-
kvæm auglýsing birtist í fjöl-
miðlum, þar sem óskað var
eftir ýmiss konar fólki sem
sumt átti að koma fram alls-
nakið.
Júlíus segir ekkert hafa ver-
ið erfítt að finna fólk sem vildi
berhátta sig fyrir framan töku-
vélamar en það varð að aug-
lýsa samt.
Myndin verður fmmsýnd í
Sam- bíóunum þar sem ís-
lenskar myndir hafa ekki verið
teknar inn til þessa, en nú
virðast forráðamenn bíósins
hafa heillast af Veggfóðrinu,
eða eins og Júlíus segir: „Það
er ekkert að þessari mynd og
svo er þetta ekkert íslensk
mynd. Miklu frekar amerísk.
Hún gerist í borg — engin
sveitamynd."
Myndin er um ástir ungs
fólks og er aðalkvenhetjan
stúlka sem kemur saklaus úr
sveitinni til borgarinnar. Leik-
stjórinn og annar tveggja
handritshöfunda neita því að
þetta sé tilbrigði við Atóm-
stöðina.
Helstu hlutverk eru í hönd-
um Baltasar Kormáks, Steins
Ármanns Magnússonar, Ingi-
bjargar Stefánsdóttur, Flosa
Olafssonar, Ara Matthíassonar,
Dóm Takefusa og Rósu Ing-
ólfsdóttur.
Júlíus lagði stund á kvik-
myndagerð í Farnham sem er
rétt fyrir utan London en að-
eins í eitt ár. Skýringin Júlíus-
ar er einföld: „Mér fannst pen-
ingunum betur varið í að búa
til bíómyndir en að eyða þeim
með því að sitja á skólabekk.
Maður fær meiri reynslu við
að vinna við fagið en að vera í
skóla.“
Júlíus segir jafnframt hafa
sannast að einkunnir eða próf
kvikmyndagerðarmanna
skipti engu máli þegar á
hólminn sé komið.
Aftur á móti skiptir Júlíus
máli hvort hann vinnur með
áhuga- eða atvinnuleikumm.
„Það er ekki alltaf hægt að
finna réttu leikarana í hlut-
verkin, t.d. ef þú þarft að hafa
17 eða 18 ára fólk, þá er ekki
hægt að finna lærðan leikara.
Þeir em orðnir 25 ára þegar
þeir útskrifast," segir Júlíus.
„Það er erfiðara að vinna með
áhugaleikurunum, því það er
ekki hægt að leika sér með þá
og það kostar fleiri tökur sem
þýðir meiri pening. En það
gildir ekki um Ingibjörgu og
Dóm því ég flokka þær með
atvinnuleikumm. Þær em svo
góðar. En tökurnar gengu
mjög vel og það urðu engin
stór áföll.“
Og þó, því í ljós kemur að
vagn sem notaður er við tökur
(kallaður dollý af fagfólki)
hvarf. Örvænting greip um
sig, enda dýrt apparat og var
auglýst eftir honum á útvarps-
stöðvum. Svo kom hann loks í
leitirnar og allir tóku gleði
sína á ný. En ekki nóg með
það.
„Svo vomm við með bfi í
láni sem fór í köku,“ segir Júlí-
us og er nokkuð skemmt við
minninguna. „Einn framleið-
andi myndarinnar ók á ljósa-
staur og á fjóra bfia í viðbót.
Það jók kostnaðinn, en það
kemur alltaf eitthvað fyrir."
Jóhann Sigmarsson og Júlí-
us reka fyrirtækið Kvik-
myndafélag íslands á Lauga-
veginum og var það stofnað í
kringum Veggfóðrið. Þeir Jó-
hann og Júlíus skrifuðu hand-
rit Veggfóðurs saman. Hug-
myndina fengu þeir fyrir fjór-
um ámm og unnu við skriftir
af og til þangað til tökur hóf-
ust þann 6. ágúst 1991. Þær
tóku 8 mánuði og áttu alls
ekki að taka svo langan tíma.
„Fyrst ætluðum við bara að
taka í 1 mánuð, svo náðum við
því ekki því við byrjuðum að
vanda okkur og reyna að gera
vel,“ segir Júlíus. „Eftir mán-
uðinn höfðum við tekið helm-
inginn en þá áttum við ekki
Kvikmyndaleikstjórinn Júllus Kemp meö virðulegt tákn borgarinnar I baksýn
— Hallgrlmskirkju. -
Tímamynd Sigursteinn
erótísk ástarsaga