Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 20
AOGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oftmvisi bílasala BÍLAR • HJÓL • BATAR•VARA- HLUTIR. MYNO HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 gÍ J í Ci^hriel SA HOGG- Í DEYFAR Verslið hjá fagmönnum i varahlutir 1 >, jff . Haaarsböfó* I - s. LAUGARDAGUR18. JÚLÍ1992 Engin önnur Evrópuþjóð fer með eins stóran hluta heimilis- útgjaldanna í bílakostnað: Islendingar eru bflakóngar EES íslendingar eru óskoraðir bflakóngar Evrópu. í kverinu EES í tölum kemur m.a. fram að engin önnur þeirra 18 þjóða sem mynda EES á hlutfallslega fleiri bfla og engin önnur þessara þjóða fer með stærri hluta af útgjöldum heimilisins í rekstrar- kostnað einkabfls og fargjöld með almenningsfarartækjum. Arið 1989 voru á íslandi 490 bflar á hveija þúsund íbúa landsins. Þetta er um 24% meiri bflaeign en að meðaltali í EES löndun- um, sem er 396 bflar á hverja þúsund íbúa. íslendingar fara líka með þriðjungi stærri hluta af heimilisútgjöldum sínum í bfla- kostnað en meðalijölskyldan í löndum EES. Yfirburðir Islendinga í fjölda bfla verða raunar ennþá meiri þegar litið er til þess að á íslandi eru miklu fleiri börn og unglingar en í nokkru hinna landanna að írlandi einu undanskildu. Jafnvel þótt þar á móti sé tekið tillit til þess að töluverður hluti ellilífeyrisþega verður einnig að leggja akstur á hilluna verður niðurstaðan sú að hlutfall þeirra sem ekki geta ekið sökum aldurs (of ungir eða of gamlir) er hvergi hærra en á ís- landi og írlandi. í eftirfarandi töflu sýnir fremri dálkurinn fjölda bfla á hverja 1.000 íbúa árið 1989. En svigatölurnar sýna hins vegar fjölda bfla á hverja 1.000 íbúa að frádregnum yngri en 17 ára og þriðjungi þeirra sem komnir eru yfir sextugt: Bflafjöldi á 1.000 íbúa ísland 490 (727) Þýskaland 479 (616) Austurríki 472 (646) Luxemborg 470 (634) Finnland 437 (600) Sviss 421 (590) Ítalía 425 (580) Svíþjóð 420 (586) Frakkland 410 (583) EES meðaltal 396 (498) Noregur 382 (542) Belgía 377 (520) Bretland 366 (497) Holland 351 (480) Danmörk 311 (430) Spánn 295 (423) Portúgal 227 (328) írland 222 (350) Grikkland 150 (212) Athyglisvert er m.a. að bflaeign íslendinga er nánast sú sama þeg- ar bflunum er deiit niður á alla íbúana eins og í EES iöndunum þegar bflunum er aðeins deilt nið- ur á 78% íbúanna, þ.e. að frá- dregnum börnum og ungmenn- um yngri en 17 ára og þriðjungi fólks yfir sextugt. Hve mismunandi aldurssamsetn- ing þjóða hefur mikið að segja má m.a. sjá af því, að þótt íslendingar eigi hlutfallslega aðeins um 2% fleiri bfla en Þjóðverjar miðað við heildaríbúafjölda fer munurinn upp í 18% þegar bflafjöldanum er bara skipt niður á þá sem ætla má á „ökufærum" aldri. í Þýskaiandi eru t.d. aðeins 20,9% íbúanna undir tvítugu, sem er lægsta hlut- fall í Evrópu. Meðaltalið í EES er 25,5%. En á íslandi eru 33,3% íbú- anna undir 20 ára aldri. Enn vekur athygli hvað bflaeign er hlutfallslega lítil meðal ýmissa grannþjóða okkar sem við berum okkur tíðum saman við. Bæði Norðmenn og Danir eru t.d. undir EES meðaltalinu. Hjá íslendingum fer líka stærri hluti af útgjöldum heimilanna í bflakostnað en hjá nokkurri hinna þjóðanna, sem áður segir. „Sam- göngur, fjarskipti, póstur og símí“ er einn af átta liðum í grófri skipt- ingu heimilisútgjaldanna í EES- bæklingnum. Hér á landi er rekstrarkostnaður einkabflsins um 85% þessa kostnaðarliðar. En undir hann heyrir einnig rekstur reiðhjóla (sem t.d. er örugglega margfalt hærri í Danmörku og Hollandi en hér) og mótorhjóla, fargjöld með almenningsfarar- tækjum og síðan póst- og síma- kostnaður. Á íslandi er þessi liður að meðal- tali 20,5% af útgjöldum heimil- anna (og t.d. töluvert meira en í öll matarinnkaupin). Þetta er þriðj- ungi hærra hlutfall en í öðrum löndum EES, þar sem 15,3% heimilisútgjaldanna fara í þennan bfla-, fargjalda- og fjarskiptakostn- að. Fjölskyldur í Hollandi verja á hinn bóginn hlutfallslega minnstu í þennan kostnaðarlið. Hjá þeim fara aðeins rúlega 11% af útgjöld- um heimilanna í rekstur bfla og hjóla, fargjöld og fjarskipti, þ.e. nærri því helmingi minna en hjá okkur. - HEI Brotist inn f Kaupstað í Mjódd: Sígarettum stolið Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar á Rómarfundi um aukaaðild að Vestur- Evrópusambandinu: VES má ekki raska jafnvæginu í NATO Á fundi embættismanna Vestur- Evrópuríkja sem þegið hafa boð um við- ræður um áheymaraðild, aukaaðild eða fulla aðild að Vestur- Evrópusam- bandinu, og haldinn var í Róm á fímmtudag, var gengið frá vinnuáætlunum sem miða að því að Ijuka viðræðum þessum fyrír lok ársins. Á fundinum í Róm fíutti dr. Gunnar Pálsson, annar tveggja fulltrúa íslendinga, yfírlýs- ingu fyrir hönd íslenskra stjómvalda. 450 kartonum af sígarettum var stolið frá Kaupstað í Mjódd í fyrri- nótt. Sígarettumar eru allar af vinsælustu tegundunum. Kartonin voru geymd inni á lag- er í 9 kössum og er því Ijóst að um fyrirferðamikla flutninga hef- ur verið að ræða. Ef einhver hefur orðið var við mannaferðir við vershmina á Halldór Blöndal samgönguráð- herra hefur, að fenginni tillögu stjóraar Ferðamálaráðs Islands, skfpað Magnús Oddsson, mark- aðsstjóra Ferðamálaráðs, í stjóra Leigubifreiðastjórar hafa ákveðið að hætta að hafa opið stæði í mið- bænum um helgamætur. Lausir leigubílar munu þess í stað stoppa þegar þeim er veifað. tímabilinu frá kl. 19:00 að kvöldi fímmtudags til kl. 8:00 að morgni föstudags er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu. Einnig blður lögreglan um að haft verði samband við hana ef grunur ieikur á að verið sé að bjóða varninginn til sölu. —GKG* Ráðstefnuskrifstofu íslands. Varamaður Magnúsar verður Kristín Halldórsdóttir, formaður Ferðamálaráðs. Leigubflstjórum segja að meðan ekki er gæsla við leigubflastæði skapist ástand, sem er óþolandi bæði fyrir þá sem bflana nota og leigubfl- stjórana sjálfa. Þeir segja að ef að í þessari yfirlýsingu frá ríkisstjórn- inni kemur fram stuðningur hennar við þá hugmynd að VES geti orðið sterkari stoð — evrópsk stoð í varnar- samstarfi vestrænna ríkja. Ríkisstjóm íslands lítur á slíka þróun sem áfram- haldandið aðlögun NATO að breyttum aðstæðum í heiminum. Það er hins komið yrði upp skýli við stæðið og við það höfð gæsla í tvær klukku- stundir föstudags- og laugardags- nótt, þá muni þeir taka upp þráðinn að nýju og stoppa í stæðinu. -BS vegar tekið skýrt fram í yfirlýsingunni að slík þróun sem þýddi aukið vægi VES megi ekki verða til þess að ýta ein- hverjum NATO- þjóðanna til hliðar þannig að þær verði fyrir vikið í auka- hlutverki innan NATO. í yfirlýsingunni frá ríkissjóm ís- lands em sérstaklega tíunduð fjögur atriði sem stjórnvöld telja að marki ís- landi sérstöðu gagnvart samstarfi inn- an VES. í fyrsta lagi er á það bent að ísland sé ekki í Evrópubandalaginu og að engin áform séu uppi um að ganga í það. Þetta atriði sé sérstaklega mikilvægt vegna hinna nánu tengsla sem fyrirsjá- anlegt sé að verði milli EB og VES. í öðru lagi er á það bent að á íslandi er enginn íslenskur her, sem þýði að íslendingar hafi engin tök á því að taka þátt í hemaðarumsvifum VES. í þriðja lagi er á það bent að ísland sé einn af stofnaðilum NATO og sú af- staða sé óbreytt að NATO muni um fyr- irsjáanlega framtíð verða mikilvægasti vettvangurinn fyrir umræðu um ör- yggis- og vamarmál í samræmi við stofnsamning bandalagsins. í fjórða og síðasta lagi er á það bent að íslendingar hafa gert tvíhliða samn- inga við Bandaríkin um vamarmál og að íslendingar leggi ríka áherslu á mikilvægi vamarsamvinnu vestur yfir Atlantshafið. Auk þess að vamarsamn- ingurinn við Bandaríkin sé grunda- vallaratriði í vamarstefnu íslendinga, þá er gildi varnarsamvinnu ríkja beggja vegna Atlantshafsins afar þýð- ingarmikið fyrir stöðugleika og öryggi Evrópu, að mati íslenskra stjórnvalda. Það er því skoðun íslenskra stjómvalda að allar tilraunir sem gerðar eru til að styrkja sérstaka evrópska stoð í varnar- samstarfi vestrænna ríkja raski ekki þessu þýðingarmikla samstarfi þvert yfir Atlantshafið. Loks lýsti Gunnar Pálsson því yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að ís- lendingar væru tilbúnir til að taka áfram þátt í viðræðum um hugsanlega aukaaðild að VES. -BG Samgönguráðherra: Skipar Magnús Oddsson Leigubílar um helgarnætur: Ætla ekki að stoppa í stæði í miðbænum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.