Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 8
8 Tfminn
Laugardagur 18. júlí 1992
Rússneska þingið vill beita Eistlendinga refsiaðgerðum:
Deilur meö Eistum og Rússum
sem þróast gætu í alvarleg átök
Rússneska þingið krafðist þess í gær að Eistar yrðu beittir tíma-
bundnum refsiaðgerðum. Þingmenn sögðu að Eistar níddust mjög
á Rússum sem búa í landinu og eru þar minnihlutahópur. Þing-
menn samþykktu ályktun þar sem segir að ef hermdarverk í garð
rússneskra borgara haldi áfram í landinu þá muni yfírvöld í Moskvu
íhuga að fella úr gildi samninginn frá janúar 1991 sem kveður á um
samskipti þjóðanna.
í ályktuninni segir ennfremur að
sumar gerðir Eista frá því að samn-
ingurinn var undirritaður gangi
þvert á margar greinar hans. Aðfarir
Eista séu ekki til neins annars falln-
ar en að koma á deilum milli þjóð-
anna og stuðla að þjóðernisátökum.
Rússneskir harðlínumenn hafa
stöðugt tekið dýpra í árinni og látið
falla ýmis orð um nauðsyn hernað-
araðgerða til þess að vernda þær
milljónir rússneskumælandi manna
sem búa í Eystrasaltsríkjunum.
Tálið er að þessi ályktun rúss-
neska þingsins valdi ótta meðal íbúa
Eystrasaltsríkjanna. íbúar þessara
landa túlka slíkar yfirlýsingar sem
löngun Rússa til þess að skipta sér af
málum þeirra.
Eins og kunnugt er af fréttum
fengu Eistland, Lettland og Litháen
sjálfstæði þegar bylting harðlínu-
manna í Moskvu mistókst í ágúst
síðastliðnum. Á þeim tíma sem lið-
inn er hafa þessi ríki sett lög um rík-
isborgararétt íbúanna en samkvæmt
þeim lögum hafa aðeins þeir fullan
borgararétt sem bjuggu í löndunum
áður en Sovétríkin lögðu þau undir
sig 1940 eða eru afkomendur þessa
fólks.
Fólk í Eystrasaltsríkjunum, sem
talar rússnesku eða er af rússnesku
bergi brotið, segir hins vegar að
þessi lög mismuni því og séu til þess
eins sett að hrekja það úr landi.
Margir þessara Rússa hafa búið og
starfað í Eystrasaltslöndunum í yfir
50 ár. Rússar eru nú 48% íbúa í Lett-
landi og um 35% íbúa Eistlands.
í ályktun rússneska þingsins segir
ennfremur að stjórnvöldum Rúss-
lands sé heimilt að undirbúa að-
gerðir sem feli í sér efnahagslegar
þvinganir gegn Eistum ef Rússar í
Íandinu veröi áfram beittir misrétti.
Eystrasaltsríkin eru ennþá mjög
háð Rússum og Samveldisríkjunum
á sviði efnahagsmála. í Samveldis-
ríkjunum eru 11 fyrrverandi lýð-
veldi Sovétríkjanna gömlu. Þegar
Sovétríkin beittu Litháen viðskipta-
þvingunum árið 1990 til þess að
reyna að stöðva uppgang sjálfstæð-
ishreyfinga þar, lenti Litháen á
barmi gjaldþrots innan sex vikna.
Annað bitbein Rússa og Eystra-
saltsríkjanna er sú staðreynd að
130.000 rússneskir hermenn eru
með bækistöðvar í þessum ríkjum.
Eystrasaltsríkin vilja að Rússar kalli
þessa hermenn heim hið bráðasta.
Mikil spenna ríkir á milli rússneskra
hersveita annars vegar og Eista hins
vegar.
Rússneskir hermenn segja að þeir
hafí orðið fyrir árásum vopnaðra
manna. í síðustu viku greindi Itar-
Tciss fréttastofan frá því að hópur
vopnaðra manna hafi skotið að
Skilti fjarlægt af aðalstöövum
kommúnistaflokksins í Lett-
landi
tveimur rússneskum herflutninga-
bílum í Eistlandi og tekið sex rúss-
neska hermenn höndum. Rússnesk-
ur herflokkur náði síðar að leysa fé-
laga sína úr haldi og „handtaka of-
beldismennina" eins og það var
orðað hjá fréttastofunni.
Rússnesku þingmennirnir sem
samþykktu ofangreinda tillögu
Iögðu einnig til að „Sameinuðu
þjóðunum yrði blandað í málið ef
Eistar héldu áfram að níðast á
mannréttindum.“
Viðræður fara nú fram á milli
Rússa og Eista þar sem rætt er um
samskipti þjóðanna og framtíðar-
skipan mála.
—Reuter/Krás.
Flokksþingi demókrata lokið og Clinton útnefndur frambjóðandi
flokksins:
Clinton kallar stefnu
sína „Nýja sáttmála"!
Aðfaranótt föstudags hélt Bill Clinton lokaræðu á þingi Demókrata-
fíokksins þar sem hann þáði formlega útnefningu sem forsetafram-
bjóðandi. Það hafa margir beðið í ofvæni eftir ræðu þessari enda bú-
ist við því að Clinton segði eitthvað bitastætt eftir að hafa umskrif-
að ræðuna 19 sinnum.
Áður hafði því verið spáð að ræða
Clintons myndi skipta sköpum um
gengi hans í kosningabaráttu þeirri
sem fram undan er. Hann yrði að
blása í baráttulúðra og kveikja eld-
móð með flokkssystkinum sínum.
Ræða hans var löng og lítið fór
fyrir eldmóði þótt flokksfélagar væm
sáttir við orð Clintons. Honum varö
tíðrætt um æsku sína, hugrekki
móður sinnar og þá framtíðarsýn
sem hann sagðist hafa varðandi
Bandaríkin. Ræöunni var greinilega
ætlað að gefa kjósendum ákveðna
mynd af Clinton, mynd hins „ekta
ameríska drengs", og einnig að binda
enda á vangaveltur um bresti hans.
Clinton fór víða í ræðu sinni og
vitnaði jafnt í Biblíuna sem Abraham
Lincoln og John F. Kennedy. Hann
skírskotaði til þess slagorðs sem
Kennedy notaði í sinni kosningabar-
áttu með góðum árangri, þ.e.a.s. „Ný
markmið" og sagði að sín störf í emb-
ætti forseta yrðu byggð á „Nýja sátt-
málá'. „Hátíðleg skuldbinding milli
þjóðarinnar og ríkisstjómarinnar
sem byggir á liðveislu okkar allra við
landið fremur en því sem við krefj-
umst af því,“ sagði þessi yngsti leið-
togi demókrata frá því að Kennedy
leið. Clinton sagðist einnig vera af-
sprengi „týndu miðstéttanna" og lof-
aði því að þessar stéttir kæmu í leit-
imar þegar hann væri kominn í emb-
ætti. „Við bjóðum þjóðinni nýjan val-
kost byggðan á gömlum gildum. Við
bjóðum tækifæri. En við krefjumst
ábyrgðar. Við erum hvorki frjálslynd-
ir né íhaldssamir, demókratískir né
repúblikanar. Okkar valkostur er
öðmvísi. Hann er nýr og hann mun
ganga,“ sagði Clinton.
Mestu fagnaðarlætin urðu þegar
Clinton lýsti því yfir að hann væri
hlynntur sjálfsákvörðun kvenna í
fóstureyðingarmálum. Demókratar
slitu flokksþinginu glaðir í sinni og
sannfærðir um að þeir hafi nú sigur-
vegara í sínum röðum. Reuter/Krás.
Félagi í kór frönsku óperunnar lét
lífið og 39 aðrir söngvarar og
tæknimenn slösuðust þegar göngu-
brú sem var hluti sviðsmyndar í
Maestranza óperunni í Sevilla
hrundi.
Slysið átti sér stað þegar félagar í
Bastilluóperunni voru að æfa íyrir
HEYÞYRLUR
TIL AFGREIÐSLU
SAMDÆGURS
DRAG- EÐA LYFTUTENGDAR
VINNSLUBREIDD 5 METRAR
GOTTVERÐ
OG GREIÐSLUKJÖR
JKgfuiyXRDCRD
uz uás orf
HÖFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-634000
Slys í óperunni Otello skömmu fyrir frumsýn-
ingu. Domingo slapp þegar:
Kórfélagi lét lífið
og margir söngv-
arar slösuðust
uppfærslu á óperunni Otello eftir
Verdi sem vera átti hluti af menn-
ingardagskrá heimssýningarinnar
sem nú fer fram á Spáni.
Heimildarmenn segja að söngvar-
inn sem lést hafi verið 39 ára gömul
kona sem söng í kór óperunnar. AIl-
ir þeir sem slösuðust eru Frakkar
utan tveir sem eru Spánverjar.
Læknar sögðu að þrír þeirra sem
slösuðust væru illa haídnir með
brotin rif og brotnar mjaðmagrind-
ur.
Göngubrúin, sem hrundi ofan á
hinn 60 manna kór óperunnar, var
hluti sviðsmyndarinnar en ekki
óperuhússins sjálfs. Óperuhúsið er
hins vegar glænýtt og hafði sérstak-
lega verið byggt fyrir heimssýning-
una og vígt í maí síðastliðnum.
Hinn ástsæli tenór Placido Dom-
ingo, sem á aö syngja hlutverk Otel-
los í þessari uppfærslu, var ekki í
óperuhúsinu þegar slysið átti sér
stað.
Frumsýningin átti að fara fram í
dag, laugardag, en henni hefur nú
verið frestað. Ýmsum öðrum hátíð-
arhöldum á heimssýningunni hefur
einnig verið frestað eða við þau hætt
vegna slyssins. Mikið húllumhæ var
einmitt fyrirhugað nú um helgina
vegna þess að sýningin er nú hálfn-
uð en hún mun standa alls í sex
mánuði. —Reuter/Krás.
Mongólar lögðu
ríki Araba í rúst-
ir og þær þjóðir,
sem þeim tókst
ekki að eyði-
leggja með her-
valdi, vöndu
þeir á hass-
neyslu og þá
vareftirleikurinn
hægur að eyði-
leggja heilu
þjóðmenning-
arnar.
Kannabis hefur haft djúptæk áhrif í
sögu mannkynsins. Enda þótt
neysla þess sé bönnuð með lögum í
Norðurevrópulöndum og í Ameríku
og víða annars staðar, er það mikið
notað, einkum meðal námsmanna
og ungs fólks. Svo virðist sem hlut-
verki þess í yfirstandandi umskipt-
um menningarinnar sé langt frá því
að vera lokið.
Fyrir einum átta hundruð árum
blómgaðist menningin í löndum
Múhameðstrúarmanna. Úrvals-
menn á sviði vísinda og heimspeki,
skáld, listamenn og stjórnmálaskör-
ungar máttu sín mikils í borgum
Litlu-Asíu, og voru að byggja upp
þjóðfélag lengra komið í vísindum
og hverju því, sem til hámenningar
heyrir, en nokkurt annað sem þá
þekktist. Möguleikarnir, sem bjuggu
í þeirri tilraun, urðu aldrei að veru-
leika. Vöxtur hennar stöðvaðist
skyndilega við það að Genghis Khan
kom fram (herhlaup Mongóla árið
1206 og þaðan af) og sótti inn í þessi
lönd og önnur með morðfúsar sveit-
ir sínar. Jafnframt innrásinni var þar
fylgt ákveðinni stjórnarstefnu,
þeirri að eyðileggja ekki aðeins
helstu byggingar og stofnanir í
borgum þessara landa, heldur að út-
rýma öllum íbúum borganna. Sér-
stakt kapp var lagt á að útrýma öll-
um, sem á einhvern hátt báru af:
gáfumönnum og þeim, sem höfðu
forustuhæfileika og gætu því farið
að skipuleggja andstöðu gegn ofur-
valdi innrásarliðsins.
Ásamt hinum gífurlegu útrýming-
araðgerðum (sem ekki voru þó látn-
ar ná til sveitafólks) var notkun
kannabisefna innleidd meðal hinna
sigruðu þjóða til þess að tryggja það,
að Arabaþjóðirnar skyldu aldrei end-
urheimta vitsmuni sína og skapandi
hæfileika.
Það að þessi planta hefur verið not-
uð þannig til þess að kúga heilt sam-
félag siðmenningar, mætti vera til-
efni til þess að staldra við, að líta á
ástandið hér og nú, hjá okkar eigin
kynstöfni og þjóð.
Margar raddir hafa heyrst, sem láta
mikið af því að þessi planta sé skað-
laus, hættuminni en tóbak og
brennivín, og að hún sé hentug og
skemmtileg aðferð til að örva félags-
leg samskipti. Þessir sérstöku með-
mælendur hvetja til notkunar efnis-
ins, heimta að sala þess verði lög-
leyfð, og líta á það sem allt að því
trúarlega reynslu að njóta þess sem
þeir kalla „hugarvíkkandi áhrif".
Með þessum fullyrðingum og kröf-
um sanna þeir á sér eitt af einkenn-
um þess að vera háður slíkum efn-
um: þörfina til að draga aðra með
sér niður í notkun þeirra. Fullyrð-
ingarnar eru hinsvegar fjarri öllum
sanni.