Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 11
10 Tíminn
Laugardagur 18. júlí 1992
Stórmenni landsins fylltist fögn-
uöi og lotningu, en síöar varö
Ijóst aö fleira bjó undir
heimsókninni en vinsemd af
Frakka háifu eingöngu
Napoleon
þá við og létu róa með sig á báti út
að „la Reine Hortenze" til þess að
heilsa prinsinum og bjóða hann vel-
kominn. Voru það Trampe stiftamt-
maður og Vilhjálmur Finsen bæjar-
fógeti, báðir í sínum glæsilegasta
embættisskrúða og biskup landsins,
Helgi G. Thordersen í hempu sinni.
Var þeim vel fagnað um borð og seg-
ir ekki meira af dvöl þeirra þar í það
skiptið. En stundu eftir hádegi kom
prinsinn að landi á báti sínum með
blaktandi veifum með hinum frakk-
neska erni. Á bryggjunni tók stift-
amtmaður á móti honum og leiddi
hann i stiftamtmannsgarð. Þar voru
fyrir allir embættismenn bæjarins
að fagna prinsinum og fá að kynnast
honum. Síðan var prinsinum sýnt
allt það merkasta í höfuðborg ís-
lands, en það var: dómkirkjan,
kirkjugarðurinn, skólinn, prent-
smiðjan, gildaskálinn, lyfjabúðin og
ein verslun!
Eftir þetta skrapp prinsinn upp að
Elliðavatni og Trampe greifi með
honum. Er ókunnugt um erindi
hans þangað. En um kvöldið hélt
Trampe honum veislu í Konungs-
garði og var mörgu fólki boðið
þangaö, svo að þar var hátt á annað
hundrað manns. „Var þar tjaldaður
mikill borðsalur alsettur vaxljósa-
hjálmum og blómkerfum, sunnan
undir Stiftamtsgarðinum (nú
Stjórnarráði) og anddyri þangað
vestur með hliðinni frá aðalinn-
ganginum.'1 Var ekki sest að borðum
fyrr en um miðnætti og hófinu slit-
ið um óttu. Trampe greifi mælti þar
fyrir minni hins tigna gests en Na-
poleon svaraði og þakkaði ágætar
Vorið 1856 fréttist það að
Reykjavík ætti von á merki-
legri heimsókn þá um sum-
arið. Jerome Napoleon
prins, bræðrungur Loðvíks
Napoleons II. Frakkakeisara
væri væntanlegur um Jóns-
messuleytið ásamt fríðu
föruneyti og mundi dveljast
hér um skeið. Hafði Dana-
stjórn mælt svo fyrir að
prinsinum yrði sýndur hér
allur sómi og tekið svo vel
á móti honum og kostur
væri á.
Þetta þóttu ekki lítil tíðindi að
konungleg heimsókn væri í vænd-
um. Menn urðu þegar kengbognir af
aðdáun á því lítillæti hins franska
prins að hann skyldi vilja sýna höf-
uðstaðnum og þjóðinni þann óverð-
skuldaða sóma að líta á það. Varð
uppi fjöður og fit í bænum og var
öllurn höfðingjum ljúft að verða við
þeim fyrirmælum dönsku stjórnar-
innar að búa allt sem best undir, svo
að móttökurnar gætu orðið svo göf-
ugum gesti samboðnar.
Fyrsti forboði heimsóknarinnar
var sá að 2. júní kom til Reykjavíkur
þrísiglt franskt skip, mikið bákn og
fallbyssum búið. Var það drekkhlað-
ið af kolum og vistum handa leið-
angri prinsins. Tók eftirvænting
manna mjög að aukast og enn jókst
hún þegar hingað komu nokkru síð-
ar tvö ensk gufuskip, hlaðin kolum
og vistum handa leiðangrinum.
Mátti á þessuum mikla viðbúnaði
sjá hve mikils háttar viðburður var í
vændum.
Hin mikla stund
Og svo rann upp hin mikla stund.
Hinn 30. júní brunuðu tvö frönsk
herskip inn á höfnina. Voru það
gufuskip og hétu „la Reine Hort-
enze“ og „la Carco“, en þriðja skipið
,Artemise“ sem hér var fyrir fagnaði
þeim með 21 fallbyssuskoti svo und-
ir tók í Esjunni og fellunum í Mos-
fellssveit.
Helstu menn Reykjavíkur brugðu
Reyjavík sex árum eftir að Napoleon prins sté á land. Honum var sýnt allt það merkasta í bænum: Dómkirkjan, kirkjugarðurinn,
skólinn, prentsmiðjan, gildaskálinn, lyfjabúöin og ein verslun!
irins
emur til
viðtökur. „Sagði hann að Danir
hefðu jafnan verið vinir Frakka og í
afhaldi hjá þeim og myndu Frakkar
enn hve Danir hefðu verið sér trygg-
ir 1813. Þá sagði hann og að ekki
yrði sér annað kærara en það að ís-
lendingum geðjaðist vel að sér og
minntust sín til góðs.“
Þess er sérstaklega getið í sam-
bandi við heimsókn prinsins að dag-
inn sem hann kom hafi verið hér á
höfninni 4 gufuskip og 4 seglskip.
Þótti það fríður floti. Af þessum 8
skipum voru 4 frönsk, 3 ensk og 1
spánskt, en ekkert danskt skip var
hér til að fagna hinum göfugu gest-
um.
Fagrar gjafir
Daginn eftir lagði prinsinn á stað
til Geysis ásamt föruneyti sínu og
Laugardagur 18. júlí 1992
Tíminn 11
HOFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVlK ■ SÍNII 91-634000
Hagstætt veró og greiðslukjör
iu ués údfig
Benedikt Gröndal orti kvæði til Na-
poleons prins og segist hafa gert það
fýrir tilmæli Bjarna rektors. Var
kvæðið bæði á íslensku og latínu, en
Bjarni sneri því á frakknesku „i
prosa". Síðan skrautritaði Gröndal
kvæðið „og hafði prinsinn orðið
glaður af og lá þetta síðan undir
gleri í París; þess er getið í Figuier
Almanac Scientifique; prinsinn
sæmdi mig engu fyrir, en gaf
ómerkilegum strákum og körlum
stórgjafir, raunar ætlaðist ég ekki til
neins, en ég hefði eins vel verð-
skuldað það og þeir sem höfðu ekk-
ert annað til síns ágætis annað en
vera synir Trampes", segir Gröndal í
endurminningum sínum.
Tilraunir Frakka til
aó ná fótfestu hér
Mönnum mun brátt hafa orðið það
ljóst að þessi heimsókn prinsins
væri ekki gerð íslandi eða íslensku
þjóðinni til heiðurs og eigi heldur
hinni dönsku stjórn. Ferðin stóð í
sambandi við tilraunir Frakka til að
ná hér fótfestu. Hafa slíkir höfðingj-
ar jafnan þótt veiðnir á lítilmótlegar
sálir, þegar um það er að gera að fá
þær til að afsala réttindum föður-
lands síns. Mun ljóminn af dýrð
prinsins hafa átt að kasta glýju í
augu helstu manna hér á landi svo
þeir yrðu leiðitamari. Fiskveiðar
Frakka voru til þess að gera stór-
felldar hér við land og veiðarnar illa
þokkaðar af landsmönnum, sem
töldu þær mjög skerða lífsbjörg
sína. Komu kvartanir landsmanna
vegna þessa oft tilumræðu á Alþing-
inu í Reykjavík. Annað var það einn-
ig sem olli óvinsældum Frakka hér á
landi, en það var að þeir fóru ráns-
hendi yfir víða og hjuggu strand-
högg. Varð margur fátækur bóndi
fyrir þungum búsifjum af því og all-
ur almenningur fylltist réttiátri
gremju. Stundum komst upp um
þessa ránsmenn og fengust þá ein-
hverjar bætur hjá frönsku stjórninni
fyrir milligöngu dönsku stjórnar-
innar. En oftast urðu bændur að
þola skaðann bótalaust. Skal hér að-
eins minnst á tvö dæmi sem að vísu
gerðust seinna en hér er komið
sögu. En þau sýna hvernig Frakkar
hegðuðu sér hér við land.
Á Máná á Tjörnesi bjó bláfátækur
bóndi — Hann hafði flutt nokkrar
kindur til sumargöngu út í Mánár-
eyjar. Einu sinni hurfu þar tvær eða
þrjár kindur og tveimur árum
seinna hurfu allar kindurnar sem
voru þar, tólf að tölu.
Tvívegis frömdu Frakkar rán á
eynni Vigur, sem liggur undir prest-
setrið Stafafell í Lóni. í kæru sem
presturinn þar, séra Bjarni Sveins-
son, sendi alþingi, segir svo m.a.:
Hér í Lónsbugt hafa útlendar skút-
ur stöðugt verið á reki frá því um
páska og jafnaðarlega taldar 40, 50,
60, 80 og stundum allt að 100.
Fimmtudaginn 4. júní var farið útí
ey og leit þá mikið vel út, eyjan þak-
in fugli og þó enn meira á floti kring
um hana. Fengust þá nær 300 egg.
— Sunudaginn 7. júní létu milli 20
og 30 duggur sig reiða til og frá
norður og suður fyrir eyna. Heyrðist
þá skothríð mikinn hluta dags frá
bæjum í Lóni og sáust fimm bátar
fara til eyjarinnar. Sama kvöldið
sendi ég menn út í ey. Voru þá
Frakkar á burt, en um frágang
þeirra í Vigur er það að segja að þar
er allt varp eyðilagt, öll hreiður
rænd eggjum og dúni og sást nú
ekki nema þriðjungurinn af þeim
fugli sem áður var, eldstyggður eftir
skothríðina. Fundu þeir tvö snifsi úr
frönsku blaði (forhlað) og er það
sönun þess að hér hafa Frakkar ver-
ið. — Hann getur þess og að líklegt
sé að Frakkar hafi haft hund með sér
og látið hann taka kollurnar í
hreiðrunum og auk þess drepið
mesta fjölda fugla með skotum.
Er það nokkuð annað en þegar Na-
poleon prins þá lifandi æðurinn með
hreiðri að gjöf hjá Ólafi sekretera í
Viðey. Þess má geta að Vigur-ránin
voru kærð fyrir dönsku stjórninni,
en hún vísaði kærunni frá sér og
sagði að ekki væri nein leið til þess
að hafa hendur í hári sökudólganna.
En af því að presturinn væri fátækur
og mætti ekki við þessu tjóni „þá
væri æskilegt af að sérstakri náð
yrði hægt að láta hann hafa ein-
hverjar sárabætur."
Englendingum mun hafa þótt leið-
angur Napoleons grunsamlegur og
vildi fylgjast með því hvað af honum
leiddi. Sendu þeir hingað Dufferin lá-
varð til þess að hafa auga með hon-
um. Leiðangurinn varð því íslending-
um til góðs óbeinlínis, því að þar sem
Dufferin lávarður var eignuöust þeir
góðan vin, eins og raun gaf vitni síð-
ar, bæði hér á landi og vestan hafs.
CIIM 5
Gæöavara sem allir bændur þekkja
TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Þingeyri viö Dýrafjörð. Talið er aö það hafi
ekki síst verið hugmyndir Frakka
um að koma hér upp fiskvinnslustöö,
sem voru ástæðan fyrir heimsókn
Jeróme Napoleons prins.
CLAAS R46 rúllubindivélin er algengasta rúllubindivélin á
íslandi. íslenskir bændur þekkja vel CLAAS þjónustuna.
CLAAS R46 hentar íslenskum aðstæðum sérlega vel,
fíngerðu og fremurþungu heyi.
Meðal þess útbúnaðar, sem er
innifalinn í verði þessara véla
en telst gjarna til aukabúnaöar
hjá öðrum, má nefna:
• Búnað I ekilshúsi dráttarvélar sem
gefur Ijós- og hljóðmerki þegar bagg-
inn er tilbúinn, svo stjómandi geti
byrjað að binda.
• Vökvalyfia á sópvindu.
• Matara fyrir sópvindu, sem m.a.
kemur i veg fyrir að hey fiækist eða
stöðvist i aðfærslustokki.
• Sérstakan búnað, sem kemur i veg
fyrir að smágert hey slæðist með.
• Sjálfsmurðar keðjur af yfirstærð.
• Breið dekk, 15.5/55X17.
• Baggasparkara.
• Landhjól á sópvindu.
• Tvöfaldan bindibúnað.
• Baggahólf, sem haldið er saman
með vökvaþrýstingi en ekki læsingu,
svo ekki erhætta á skemmdum, þótt
oftroðið sé i vélina.
voru í för með honum stiftamtmað-
ur og Bjarni Jónsson skólameistari,
sem nokkurs konar túlkur. Var þetta
mikill leiðangur, einsog sjá má á því
að hann þurfti 120 hesta, enda var
flutningur mikill, því að ferðin stóð
í fimm daga og allan mat og viðlegu-
útbúnað varð að flytja með sér.
Fylgdarmenn voru 11 og var Geir
Zoega fyrir þeim.
Kvöldið eftir að prinsinn kom frá
Geysi hafði Demas skipherra á „Art-
emis“ boð inni fyrir hann og var
helstu bæjarmönnum, embættis-
mönnum og kaupmönnum boðið
ásamt konum þeirra og dætrum.
Tjaldskáli mikill hafi verið geðrur á
þiljum skipsins, skreyttur fánum,
blómum og ljósum og fór þar fram
dansleikur og dýrleg veisla. Var þar
mælt fýrir minnum og mælti prins-
inn sjálfur fyrir minni Danakonungs
og þessa lands hans, íslands.
„Kvaðst hann hafa haft gleði af því
að taka hér eftir hjá landslýðnum
upprunalegum eður ómenguðum
fornum lífernisháttum í sameiningu
með ekki óverulegum þjóðlegum
framförum."
Að skilnaði gaf prinsinn mönnum
veglegar gjafir, svo sem myndir af
sér, föður sínum og Napóleon keis-
ara III, og drottningu hans. Sumum
gaf hann gullmedalíu sem vóg 5.5
lóð og var ígildi 100 ríkisdala.
„Spiladós" úr palisandertré „er spil-
ar 8 lög“ gaf hann dr. Pjetri Pjeturs-
syni biskupi. Voru grópaðar rósir og
myndir úr rósavið í kassann, „en
spilverkið innan í er allt úr stáli og
látúni og hinn besti gripur. Hefur
það á þeim tíma þótt merkilegt
„hljóðfæri" ekki síður en grammó-
fónarnir, þegar þeir komu fyrst.
Stiftsbókasafninu gaf hann nokkrar
bækur. Lestarmönnum úr Geysis-
ferðinni gaf hann 30 franka hverj-
um, en Geir Zoega 50 franka. Þess
má jafnframt geta að þegar hann
heimsótti prentsmiðjuna gaf hann
prenturunum 60 franka í gulli.
Bókmenntafélagið hafði kosið
hann heiðursforseta sinn, en hann
bauð forseta deildarinnar að panta
frá sér frá Parísarborg hverjar þær
bækur, franskar, breskar eða þýskar,
sem félagið langaði til að eignast og
hlífast ekki við. En um það hvernig
þetta fór, segir Benedikt Gröndal
svo: „Þá hefðum við getað eignast
„Descriptio de l’Egypte" eftir Na-
poleonsförina til Egyptalands,
heimsfrægt verk (26 binda texti og
12 málverkabindi í folio, kostnaður-
inn við útgáfuna varð 3 milljónir
franka), sem ávallt er álitið eitt besta
og merkasta verk sem gert hefur
verið. En þeir báðu um tómt rusl,
rómana ogþesskonar. Jón Sigurðs-
son var hissa."
Þá má minnastþess að áður en
hann lagði á staðí Geysisferðina
skrapp hann til Viðeyjar að sækja
heim Ólaf sekretera Stephensen.
Æðarvarpið í Viðey var þá í sínum
besta blóma og voru kollurnar svo
gæfar að þær urpu undir húsveggn-
um. Þar sá prinsinn eina kolu sem
honum leist mjög vel á, en Ólafur
Stephensen gaf honum kolluna með
hreiðrinu. Þótti prinsinum svo vænt
um þessaeinkennilegu gjöf að hann
bauð Ólafi um borð með sér og leysti
hann þar út með gjöfum, en Magn-
úsi syni hans sendihann forláta
byssu með skotfærum.
Afmælisdegi Na-
poleons fagnaó
Prinsinn fór héðan 8. júlí og var
sagt að förinni væri heitið til Jan
Mayen og Grænlands. En á leiðinni
kom hann þó við á Dýrafirði til þess
að skoða fjörðinn og þann stað sem
Frakkar ágirntust til að koma þar
upp fiskverkunarstöð. Var það á
Þingeyri. Prinsinn kom þar Ijúf-
mannlega fram eins og annars stað-
ar og gaf ýmsum gjafir, en lét síðan í
haf. Hafði hann gert ráð fyrir því að
koma aftur til Reykjavíkur úr þeirri
för eftir 25 daga.
Segir nú ekki af ferðum hans, enda
fréttist ekkert af þeim, því að þá
voru engin loftskeytatæki til. En
Reykvíkingar bjuggu sig undir að
fagna prinsinum þegar hann kæmi
aftur. Var talað um að hafa samsæti
og dansleik, fara með prinsinn eina
dagstund upp um nágrannasveitirn-
ar og hafa leiksýningu í gildaskálan-
um. Hafði verið saminn sjónleikur í
einum þætti og ráðnir leikarar. Var í
ráði að þessi leiksýning færi fram
15. ágúst á afmæli Napoleons mikla.
Ýmsir bæjarbúar höfðu lofað að
leggja fram fé til þess að greiða
kostnað við þetta. Sumum þótti þó í
nokkuð mikið lagt og vildu helst
sleppa veislunni, því að hér skorti
föng, „einkura bo,ðleg. vínfqng" til
þess að prinsinn pættist eKki van-
sæmdur af.
En nú skeður það að hinn 10. ágúst
kemur hingað breska gufuskipið
„Tasmania", sem fylgt hafði prinsin-
um til Grænlands. Sögðu skipverjar
þær fréttir að prinsinn væri hættur
við að koma hingað en ætlaði beint
til Færeyja. Væri skipið komið til að
sækja kol og fara með þau til Fær-
eyja í veg fyrir hann.
Þetta þóttu leið tíðindi og féllu nú
niður allar fyrirætlanir um veislu-
hald og annað. En hvað skeður?
Tveimur dögum seinna siglir „la
Reine Hortenze" hér inn á höfn með
prinsinn. Kom þetta mjög flatt upp á
alla og urðu Reykvíkingar að naga
sig í handarbökin fyrir það að geta
ekki tekið sómasamlega á móti
prinsinum. En Napóleon gerði gott
úr þessu, því að á afmælisdegi Na-
poleons mikla hafði hann boð inni á
skipi sínu. Þrumuðu þá fallbyssurn-
ar og flugeldum var skotið til mikils
augnayndis fyrir alla bæjarbúa.