Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. júlí 1992 Tíminn 5 Það er bara svona Jón Helgason skrifar Enn eru að berast dapurlegar fréttir af rekstri íslensks sjávarútvegs. Þær þurfa að vísu ekki að koma á óvart, því að öllum, sem til þekkja, hefur verið ljóst hvert stefndi. Sam- tök afurðastöðvanna sögðu í upphafi ársins að við núverandi rekstrarskilyrði mundi verða 8- 10% halli. Sú spá hefur verið staðfest með uppgjöri nokkurra stórra fyrirtækja fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Og á s.l. hausti sagði sjávarútvegsráðherra að það stefndi þá í gjaldþrot margra fyrirtækja í sjávarútvegi, en þá höfðu þau þurft að þola vaxtasprengingu núverandi ríkisstjómar í nokkra mánuði. Þessa yfirlýsingu endurtók sjávarútvegsráð- herra nokkrum sinnum síðar og lagði jafn- framt fram tillögur til ríkisstjómarinnar um aðgerðir til úrbóta. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjómin hefði annað að gera en sinna slíkum málum og ýtti þeim flestum út af borðinu. Og ekki nóg með það. Ríkisstjómin hafði tíma til að leggja mörg hundruð milljóna króna nýjar álögur á sjávarútveginn til viðbótar við millj- arðinn vegna vaxtahækkunarinnar. En sjávar- útvegsráðherra var sagt að vísa bara vandan- um til tvíhöfðuðu nefndarinnar frægu, sem ekki hefúr kynnt bjargráð sín enn. Þar ríkir sama þögnin og aðgerðaleysið og hjá sjávarút- vegsráðherra, þegar hann var hvað eftir annað á síðustu vikum Alþingis spurður hvað hann ætlaði að sætta sig við að sitja lengi aðgerða- laus og horfa á hrakspár sínar rætast. Við þeirri spurningu fengust alls engin svör frá honum. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Það gera fréttimar frá Bíldudal og yfirlýsingar formanns Samtaka fiskvinnslustöðva um stöðu greinarinnar. En viðhorf ráðherranna og stjómarflokkanna virðist vera að þetta sé bara svona og það sé ekki þeirra mál. Þeir þurfi aðeins að glíma við launin sín. Því miður virðist sambærileg staða og' sama viðhorf koma fram gagnvart landbúnað- inum. Það var Ijóst að búvörusamningurinn, sem gerður var vorið 1991, yrði bændum erf- iður, þó að bændastéttin mæti stöðuna svo þá, að hann væri skásti kosturinn. Þá var líka vax- andi bjartsýni um annan atvinnurekstur með batnandi afkomu fyrirtækja eftir árangur fyrri ríkisstjómar í efnahagsmálum. Þess var því vænst að unnt yrði að finna aðra tekjumögu- leika fyrir bændur. Nú hafa aðstæður hins vegar gjörbreyst. Almennt atvinnuleysi fer alls staðar vaxandi, svo að önnur störf bíða hvergi. Og hvert það starf, sem leggst niður í landbúnaði, mun því bætast við fjölda atvinnulausra. Stjórnar- flokkamir hafa líka skert mikið lögbundið og umsamið fjármagn til annarrar atvinnuupp- byggingar, svo að þeir, sem stefna og bölmóð- ur ríkisstjómarinnar hefur ekki dregið allan kjark úr og vilja leita annarra úrræða, hafa til þess minni möguleika. Með svívirðingum, fjársvelti og reglugerðarbreytingum hefur stjómarliðið þjarmað svo að Byggðastofnun, að hún er vanmegna að aðstoða við að leysa jafnvel brýnustu verkefni. Hjá ríkisstjóminni ríkir algjört tómlæti um hvemig afleiðingamar af stefnu hennar og röngum ákvörðunum muni leika byggðir landsins. Hvemig draga mun þrótt úr þeim, sem þar búa, svo að erfiðara verði að snúa vöm í sókn, þegar þjóðin losnar undan fargi ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. Að vísu verð- ur að viðurkenna að ríkisstjórnin er á þessu sviði stefnuyfirlýsingu sinni trú, þar sem hún sagði að atvinnulíf þjóðarinnar væri málefni, sem hún ætlaði ekki að skipta sér af. Þetta er bara svona. Tvö stórvirki á sviði atvinnumála ætlaði ríkisstjómin þó að leysa af hendi með skjótum hætti og Alþýðuflokkurinn taldi svo mikils virði að réttlætti sálufélag hans við Sjálfstæð- isflokkinn og meir en það. Annað var bygging álversins í Keilis- nesi, en hitt samn- ingurinn um EES við Evrópubanda- lagið. Bjargráðin fyrir íslenskt at- vinnulíf skulu koma erlendis frá og skipti því litlu máli hvemig fer fyrir því sem fyrir er. Þetta viðhorf er ef til vill skýringin á túlkun lögfræðinganna fjögurra, sem viðskiptaráð- herra segir algjörlega óskeikula, á íslensku stjómarskránni, þegar þeir segja að ákvæðið þar um að stjómvöld fari með framkvæmda- vald eigi ekki lengur eingöngu við íslensk stjómvöld. Það er glöggt dæmi um trú núverandi stjómarflokka á að bjargráðið komi að utan, að þegar utanríkisráðherra skrifaði undir samninginn um EES sagði hann að fríversl- unarsamningur við Bandaríkin væri næst á dagskrá. Þegar minnst er á þann möguleika er gjaman bent á, að fyrir fáum ámm gerði Kan- ada slíkan samning við Bandaríkin, svo að við gætum fylgt í fótspor þeirra. Þar sem vitað er að utanríkisráðherra getur verið skjótráður og röskur til verka í samskiptum við erlenda aðila, þá getur verið fróðlegt fyrir okkur að kynnast því hver árangur Kanadamanna hefur orðið af þeim samningi. Á síðasta ári kom út bók í Kanada um það efni og ber hún heitið „Svikin við Kanada". Höfundur hennar heitir Mel Hurtig. Hann er fyrirlesari, rithöfundur og stjómmálafræðing- ur, sem hefur verið heiðraður af fimm kanad- ískum háskólum auk annarra viðurkenninga. í bókinni birtir hann línu- og súlurit, sem byggð em á upplýsingum frá opinbemm stofnunum, um þróunina síðustu árin. Em þær staðreyndir vægast sagt dapurlegar, eins og heiti bókarinnar gefur reyndar til kynna. En auk þess ræðir höfundurinn um aðdrag- andann að samningsgerðinni og hvemig þjóðin var tæld og blekkt til að veita honum brautargengi. í formála sínum segir höfundur að Kan- ada sé nú í afturför. Það sé verið að gera að engu uppbyggingarstarf liðinna kynslóða, þar sem svo vel hafi tekist. Lífskjör þjóðarinnar hafí verið orðin með þeim bestu sem þekkjast og framtíðarmöguleikar hennar hafi verið öf- undarefni annarra þjóða. Harmleikurinn, sem nú er að gerast í Kanada, sé sá, að þjóðin skuli leyfa óhæfri stjómmálaforystu ásamt gráðug- um og eigingjömum stjómendum og eigend- um stórra fyrirtækja að eyðileggja starf þjóð- arinnar og gera framtíðardrauma hennar að engu. Landið sé fagurt og náttúruauðæfi mik- il: víðáttumiklir skógar, frjósamt land, gnægð fersks vatns, málmar og olía. Þar búi frjálst og framtakssamt fólk, sem er mótað af félagsleg- um viðhorfum og hjálpsemi. Mikill fjöldi Kanadamanna ferðast til Bandaríkjanna og líkar það vel. En þeir vilja ekki búa þar og skoðanakannanir hafa sýnt í mörg ár að þeir vilja ekki samein- ast þessum ná- grönnum sínum í suðri. Vegna gjörða Brians Mulroney og vina hans muni þeir brátt ekki eiga annarra kosta völ. Þeir félagar lugu að kanadísku þjóðinni. Það er afsakan- legt að segja ekki sannleikann vegna fáfræði, en ófyrirgefanlegt að afvegaleiða vegna brenn- andi trúar á einstrengingslega hugmynda- fræði. Langversta blandan er þó fáfræði, hug- myndafræði og svik, en það er einmitt það sem kanadíska þjóðin hafi orðið að þola frá forystumönnum í stjómmálum og stjómend- um stórfyrirtækja eftir kosningarnar 1984. Þessi bók sé athugun á tortímandi áhrif- um eina kosningaloforðsins þá, sem Brian Mulroney hefur haldið, það er að undir hans stjóm mundi kanadískt þjóðfélag taka þeim breytingum aö það yrði óþekkjanlegt. Þáð sé þó enn tækifæri til að snúa til baka á þeirri braut, þó að stuttur tími sé til stefnu. Það tækifæri gefist í næstu þingkosningum og skorar höfundur á lesendur bókarinnar að verða virkir baráttumenn við það brennandi verkefni. Á því byggist áframhaldandi tilvera Kanada. Fyrsti hluti bókarinnar ber fyrirsögnina „Leiguliðar í okkar eigin landi“. í fyrsta kafla hans er vitnað í eftirfarandi orð Brians Mulr- oney frá 13. júní 1983: „Kanadamenn höfn- uðu frjálsri verslun við Bandaríkin 1911. Þeir munu gera það aftur 1983.“ Hann varð for- sætisráðherra Kanada eftir kosningar í sept- ember 1983 og þegar í árslok 1984 voru áætl- anir um fríversiunarsamning við Bandaríkin vel á veg komnar. Fyrir kosningarnar 1988 var samningurinn fullgerður og snérust þær um hann. Þá taldi Mulroney samning við Banda- ríkin bráðnauðsynlegan til að tn’ggja efna- hagsvöxt og velgengni Kanada. íhaldsmenn vom áhyggjufullir út af hvemig forsætisráð- herra þeirra gæti skýrt þessa 180° pólitísku kúvendingu. TVúnaðarskjal, sem lak út úr ráðuneytinu, segir frá áætlun um öflugan fjölmiðlaáróður. Það skyldi forðast að ræða, fræða um og skýra innihald samningsins, heldur hamra á full- yrðingu um að mikilvægt væri að hafa fmm- kvæði í verslun og því væri samningurinn allra meina bót, og fá þannig góðlátlegt tóm- læti meirihluta þjóðarinnar um hann. Árang- urinn ylti á góðri sölumennsku á þessari gylltu skýjaborg. Þessi Iævísu, siðlausu og kaldrifjuðu brögð Mulroneys em aðalástæðan fyrir því að Kanadamenn em orðnir kaldrana- legir gagnvart stjómmálaforingjum sínum. Ríkisstjómargögn sýna, að ríkisstjóm íhalds- flokksins skildi vel hvað Kanada yrði að láta mikið af sjálfstæði sínu fyrir samninginn og hvaða breytingar hann hefði í för með sér á efnahags-, stjómmála-, félags- og menningar- sviði. Til að standa undir kostnaði við sölu- mennskuna á þessum áróðri fyrir kosningam- ar 1988 var varið til þess meira fjármagni en nokkm sinni fyrr, þó að það fáist þó aldrei ná- kvæmlega upp gefið hversu mikið það var eða frá hverjum. Mest kom þó frá stórfyrirtækj- um, innlendum og jafnvel erlendum, og þeim meira að segja veitt heimild til að færa slíkan kostnað til gjalda fyrir skattlagningu. Það virðist því að héðan í frá geti stórfyrirtækin keypt úrslit almennra kosninga, jafnvel þótt fjármagnið eigi uppmna sinn utan Kanada. Lengst af ámnum 1987 og 1988 vom flestir tortryggnir í garð samningsins. En hin öfluga og hnitmiðaða barátta ríkisstjómar og stórfyrirtækja tældi nógu marga í bili til að kjósa íhaldsflokkinn, svo hann hélt meiri- hluta sínum. Skoðanakannanir sýna hins veg- ar nú að vaxandi fjöldi er á móti samningnum. í þeirri síðustu vom 57% á móti og 31% með, og 56% sögðu hann hafa skaðað Kanada, en aðeins 7% að hann hefði gert gagn. Þó hafa opinberir aðilar og jafnvel fjölmiðlar reynt að gera sem allra minnst úr því tjóni, sem hann hefur valdið, en þar er af mörgu að taka. í bókinni em síðan ítarlega raktar geig- vænlegar efnahagslegar afleiðingar samnings- ins með vaxandi atvinnuleysi, viðskiptahalla og öðmm þrengingum. Það sé erfitt að skilja hvemig hin þrælslundaða ríkisstjóm gat ver- ið svo ótrúlega óhæf við samningsgerðina, nema bak við lokaðar dyr hafi farið fram bein fjárkúgun. Var það heimska eða samsæri sem réð þeirri gerð? Ef til vill hvort tveggja. Það sem eftir stendur em hinar hræðilegu afleiðingar. Eftir lestur á þessari lýsingu Mels Hurtig, jafnvel þó einhverja fyrirvara megi gera við hana, þá vekur það undmn að utanríkisráð- herra okkar skuli telja það brýnt verkefni að koma okkur í þennan félagsskap á sama tíma og ríkisstjómin lætur málefni íslenskra at- vinnuvega reka á reiðanum. Það eigi bara svo að vera. Hverjar em hugmyndir ríkisstjómar Dav- íðs Oddssonar um hlutverk sitt og í hvaða ógöngur hún er að leiða þjóðina? Hversu lengi enn getur meirihluti þjóðar- innar sætt sig við að ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar haldi þeirri strandsiglingu áfram?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.