Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 18. júlí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Augtýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldstmar: Áskrifi og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Aufusugestir Forseti Þýskalands, Richard von Weizsácker, og kona hans, Marianne, eru aufúsugestir á íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þýskur þjóðhöfðingi sækir íslendinga heim, og það er sérstakt fagnaðarefni að hér er á ferð boðberi friðar og samvinnu og fulltrúi margs hins besta í fari þýsku þjóðarinnar. Þýskaland hefur löngum staðið í miðjum stríðum stormum evrópskrar stjórnmálasögu, og svo er enn. Á síðustu fjórum árum hefur Evrópa gjörbreyst og stend- ur það mikla byltingarskeið enn yfir og getur brugðið tii allra vona um hvernig því lyktar. Eftir fjörutíu ára sundrungu eru þýsku ríkin sameinuð í eitt og er það risavaxið verkefni að koma á virku lýðræði í austurhlut- anum og jafna lífskjör, svo að Þjóðverjar geti litið á sig sem eina þjóð með jöfn réttindi og sameiginlegar skyld- ur. Á slíkum tímum er mikil! styrkur að leiðtogum á borð við von Weizsácker, sem hvergi gefur eftir í kröfum sínum um að lýðræði sé virt og mannréttindi í heiðri höfð. Hann gerir strangar kröfur til stjórnmálamanna og kunna sérgæðingar í þeirra hópi honum ekki alltaf þakkir fyrir hreinskilnar ofanígjafir, þegar hann bendir á að þeir séu kjörnir til að gæta hagsmuna kjósenda sinna og almennings, en ekki til að skara eld að eigin köku. Áður en von Weizsácker var kjörinn forseti Þýska sambandslýðveldisins var hann borgarstjóri í Vestur- Berlín. Sú reynsla var dýrmæt, þegar þýsku ríkin voru sameinuð og hann varð forseti alls Þýskalands, en varla þarf að minna á að Vestur- Berlín var inni í Þýska al- þýðulýðveldinu miöju. Forsetinn er einn höfuðtalsmað- ur þess að Berlín verði höfuðborg sameinaðs Þýska- lands, og er búið að ákveða að svo veröi. Þýskaland er eitt helsta efnahagsstórveldi heims og öflugasta þjóðin í nýrri Evrópu. I’eir mega sín því mikils í allri samvinnu Evrópuríkja, og þar að auki ieggja þeir mikið af mörkum til eflingar ríkja um austanverða álf- una, sem eru að stíga fyrstu skrefin í lýðræðisátt eftir langvarandi pólitíska og efnahagslega áþján. Þar leggja þeir fram fjármagn og þekkingu og krefjast lýöræöis- legra stjórnarhátta á móti. Samskipti íslendinga við Þjóðverja hafa verið mis- mikil gegnum tíðina, en þau standa á eins gömlum merg og íslensk menning. Þýsk kirkja og þýsk fræði eru meðal hornsteina íslenskra niennta og viðhorfa, og verslunarviðskipti voru umtalsverð fyrr og síðar. íslensk menning og íslenskar listir hafa löngum átt greiðan aðgang að þýsku menningarsvæði og er svo enn. Verslunarviðskipti landanna eru oröin svo mikil aö Þýskaland er orðið stærsta viöskiptaland okkar, og er allt útlit fýrir að þau samskipti fari vaxandi fremur en hitt. Þegar tillit er tekið til alls þessa, má Ijóst vera aö full ástæða er til að rækta vinsamleg samskipti við Þýska- land, og er tími til kominn að láta af því tómlæti og tor- tryggni sem oft einkennir viðhorf íslendinga til Þjóð- verja. Heimsókn forseta hins sameinaða Þýskalands ætti að færa mönnum heim sanninn um að í nýju Þýskalandi eru mannkostir metnir að verðleikum og að lýðræði og mannréttindi er höfuðkrafa sem ekki er hvikað frá. Um leið og góðum gestum er þökkuð koman fylgja þeim heim góðar óskir um að Þjóðverjar varðveiti hugsjónir von Weizsáckers og lýðræðisást um ókomna tíð. Atli Magnússon: Babýlon í býttum fyrir Mílanó Fyrir nokkrum árum var það að menningarlega sinnað fólk tók sig til og heimtaði líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur á ný. Það þóttist þá hafa orðið þess vart að þar væri mannlíf í bráðri útrým- ingarhættu og ályktaði sem svo að snúa yrði blaðinu við áður en „Kvosin" svonefnda yrði al- dauða, eins og mýramar sem nútíma jarðabætur plægðu úr allan spóann, lóminn, jaðrakan- ann og keldusvínið. Þetta menn- ingarlega fólk mundi nefnilega þessa „kvos“ þegar bragurinn þar var heldur betur annar. Það var þá sjálft ungt og krómaðir Dodgear, Kaiserar, Studebakerar og Hudsonar óku rúnt eftir rúnt með stælpilta. Þessir piltar voru með „navy-cut“ hár og jórtur- gúmmí og hrópuðu út um gluggana á eftir stelpum í plís- eruðum pilsum og buðu þeim að koma í ökutúr inn að Elliðaám. Þá var „Kvosin“ enn hinn óum- deildi miðbær og enginn annar „miðbær" eða „miðbæir" stóðu í samkeppni við hana eins og núna. Allt iðaði þar af blessuðu lífi og yndi og það var alltaf logn á kvöldunum. Að búa til líf Meðal þessa menningarfólks voru arkitektar, sem nú höfðu lært hvernig á að gæða umhverfi lífi og lit, og líka fólk sem var bara blátt áfram áhugamenn um fagurt mannlíf. Er hér var komið sögunni hafði það sumt forfram- ast í útlöndum og látið heillast af götumyndinni í París eða Veróna og í öðrum rómantískum stöð- um á suðrænum slóðum. Þar var alltaf eitthvað æsilegt um að vera á götunum — útikaffihús og markaðir. Svo voru þar afar skemmtilegir „trúbadúrar" á hverju strái, þ.e. drykkjuboltar og furðufuglar, sem þöndu munnhörpur eða mandólín á gangstéttum, meðan þeir betl- uðu. Hvarvetna glitti í hundaskít og dúfnadrit, styttur mikil- menna gnæfðu á tugametra há- um súlum og háværar torgkerl- ingar buöu ávexti og túlípana og prúttuðu við fólk sér og við- skiptavinunum til gamans. Þetta var inspírerandi umhverfi þar sem búast mátti við að hitta Fell- ini, Salvador Dali eða Miró á næsta götuhomi og andinn blés út af æðri skynjun og sköpunar- mætti. En mest var vert um hið liLskrúðuga mannlíf. Hver vegur ad heiman... En „hver vegur að heiman er vegurinn heim“, segir þar og einn góðan veðurdag var síðasta fullið tæmt í Mílanó eða Barce- lóna og menn stóðu á ný í bless- aðri „Kvosinni", sem var svo skemmtileg einu sinni. En þá var hastarleg breyting á orðin, búið með blíðuna og komið rok. Þótt enn væri mergð bíla á ferð um Austurstræti, þá var glæsi- bragurinn horfinn af þeim — og ekki bara krómið: enginn opnaði glugga lengur og æpti á stelpu, enda rétt eins gott, því nú lá það orðið í.loftinu að slíkt teldist til óspekta á almannafæri. í Austur- stræti sást ekki orðið sála þegar kvöldaði. Þegar þeir hröðuðu sér um strætið á miðjum degi var helsta lífsmarkið, sem mætti þeim, skelfdega fýrirgengilegir jafnaldrar, úrillir og komnir með bumbu. Þeir voru venjulega þögulir og fóru hjá sér er talið barst að gömlum framtíðar- draumum, og áttu sér hálfkarað- an hússkrokk í Breiðholti að eina markmiði og lífsfyllingu. Hrollur í útimarkaðinum Sem betur fór valdist sumt af þessu menningarfólki til ýmissa áhrifastarfa með tímanum, og því varð oft hugsað til góðu dag- anna þegar „Kvosin" var sá eini og sannarlegi miðbær. Það skeggræddi þetta aftur og fram og ákvað loks að gera reka að því r I Timans F1 rás V m að endurlífga miðbæinn sinn. En hvernig átti nú að fara að því? Einhvern veginn bauð því í grun að æskuna langaði ekki lengur að keyra rúntinn. En hví þá ekki að loka þessum „rúnti“ fyrir fullt og allt og vekja þar upp götur Verónu og Mílanó í staðinn? Þetta varð að ráði. Stofnuð voru félög með göfugum nöfnum, sem sendu inn erindi hér að lút- andi til borgarstjórnarinnar. Og borgarstjórnin brást ekki í máli sem til menningarauka horfði, fremur en fyrri daginn: Austur- stræti varð að göngugötu og áð- ur en varði tók að tínast þangað ýmislegt af þessu sem mest prýðin þykir að með rómönsk- um þjóðum. Þarna spratt upp útimarkaður þar sem fram voru boðnir allra handa smámunir af háaloftum og rykfallnir lagerar manna, sem af ýmsum ástæðum höfðu hætt við að brjótast til frekari frama á viðskiptavett- vangi. Það komu líka drykkju- boltar og furðufuglar að viðra sig og njóta sólar, þegar veður var með skaplegra mótinu. En lengra komst þessi virð- ingarverða tilraun eiginlega ekki. Útimarkaðurinn fann það fljótt á sér að varning á að selja inni en ekki úti á þessari breidd- argráðu. Það fór hrollur um hann og hann flúði í heilu líki inn í Kolaportið og hefur haldið sig þar í rökkrinu síðan. Sumir af drykkjuboltunum og furðu- fuglunum komu líka með gítar og trompet og reyndu lítilshátt- ar við betl, svo vel má segja að þeir hafi gert sitt til að ná upp Parísarstemmningunni. En þá misskildi pólitíið menningar- stefnu yfirbjóðenda sinna og stakk þessum „kúltúrelement- um“ í svartholið. Þar með voru þeir úr sögunni. Og ekki birtust þeir Fellini, Salvador Dali eða Miró að leggja til hið háfleyga í púkkið. Og hvergi varð fenginn hundaskíturinn, sem von var, og ekki teljandi magn af dúfnadriti. Austurstræti virðist ekki við bjargandi... Og þó. Er líða tekur á nótt um helgar kemur æ oftar fyrir að ungmenni borgarinnar vitja Austurstrætis og ekki neinir smáhópar, heldur herir. Og gat- an tekur á sig hinn eftirsótta svip framandi menningar, þótt ekki sé það menning Langbarða eða Vallóna, heldur Babýlonar. Allir rífast og skammast og botna ekki í börnunum. En það skulu þau þó eiga að líf hefur þeim tek- ist að skapa um stundarbil í Austurstræti á ný — að minnsta kosti á meðan mestur er á þeim móðurinn. Og það er meira en ástvinum fagurs mannlífs og gamla „rúntsins“ hefur heppnast enn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.