Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.07.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. júlí 1992 Tíminn 7 meiri peninga til að borga fólkinu laun, þannig að við urðum að hætta. Svo var bara unnið aðra hverja helgi í 8 mánuði og ein sena tekin hverja helgi.“ Síðasta senan var svo tekin í apríl síðastliðnum. Sama sag- an gerðist með hljóðsetningu myndarinnar. Hún tók tvo mánuði sem er lengri tími en áætlaður hafði verið, þar eð ákveðið var að vanda sig sem best. „Nú fá íslendingar gott hljóð í dolby-stereo í myndinni en hljóðið hefur oft verið akkiles- arhæll íslenskra mynda,“ segir Júlíus. Það tók eitt ár að gera plöt- una með lögunum í kvik- myndinni en þar er fjöldi laga. Fjórar hljómsveitir koma einnig fram í henni; Síðan skein sól, Sálin hans Jóns míns, Todmobile, Tennumar hans afa og Pís of keik. Veggfóður hlaut aðeins 2 Dóra Takefusa með lak. Ingibjörg Stefánsdóttir I hlutverki slnu en hún er einnig söngkona Pís of keik sem fram kemur í myndinni. milljónir úr Kvikmyndasjóði. Þá var búið að leggja handrit myndarinnar tvö ár í röð fyrir úthlutunarnefnd sjóðsins en það hafði ekki hlotið náð fyrir augum hennar. Þriðja árið sem fara átti með handritið var búið að færa um- sóknarfrest fram um mánuð og Júlíus og Jóhann voru of seinir. „Við gáfumst upp á þessum sjóði og ákváðum bara að gera þessa mynd í stað þess að bíða í heilt ár. Við byrjuðum á myndinni og sóttum svo um,“ segir Júlíus. Myndband með helmingi myndarinnar var sent inn og 2 milljónir fengust. En myndin kostar 20 milljónir...? „Þessar 18 milljónir sem Baltasar Kormákur I skini kertaijósa. vantar upp á eru bara persónu- leg lán,“ segir Júlíus og hljóm- ar ekkert áhyggjufullur. „Flestir vinna á lágu kaupi og sumir upp á hlut. Við reiðum okkur 100% á áhorfendur." Vegna mannfæðar hér á landi hafa þær kvikmyndir sem íslendingar hafa gert til þessa orðið að höfða til allrar fjölskyldunnar sbr. Stella í or- lofí og Punktur punktur komma strik. En Veggfóðrið verður að teljast fyrst íslenskra kvikmynda sem höfðar gagn- gert til ungs fólks. Ástæðan er sú að Júlíus og Jóhann vildu gera mynd eins og þeir eru vanir að horfa á. „Þetta er mynd um ungt fólk sem höfðar þá til ungs fólks en mynd um ungt fólk getur líka höfðað til gamals fólks alveg eins og myndir um gamalt fólk til ungs fólks,“ segir Júlíus og bætir svo við: „Það er að segja myndir um fólk eiga að höfða til alls fólks.“ Júlíusi finnst hafa verið skortur á íslenskum kvik- myndum fyrir ungt fólk en nú er það að breytast því ekki að- eins Veggfóðrið er á leiðinni heldur líka „Sódóma - Reykja- vík“ eftir Óskar Jónasson. Nú stendur fyrir dyrum að velja úr á hvaða kvikmyndahá- tíðir eigi að senda myndina. En það er ekki heiglum hent að gera öllum kvikmynda- húsagestum til hæfis. „Við verðum að gera útgáfu af myndinni sem hefur þann möguleika að öll hljóð eru inni nema talið. Þetta er svo skrýt- ið; Englendingar og Amerík- anar geta ekki horft á myndir sem er talað inn á og vilja frek- ar texta en t.d. Þjóðverjar, Frakkar og Spánverjar verða að geta talað inn á þær á sínu máli,“ segir Júlíus. Júlíus segist hafa orðið var við eftirvæntingu eftir mynd- inni meðal almennings en hann treystir sér ekki til að segja til um hvaða verkefni tekur við eftir að veggfóðrun- irtni hefur verið lokið: „Það verður fyrst að koma í ljós hvernig þetta fer áður en hægt er að svara því.“ Peningamálin eru líklega að plaga piltinn eft- ir allt saman. En áður en Júlíus réðst í gerð Veggfóðursins hafði hann fengist við gert stuttmynda og tónlistarmyndbanda. Stutt- myndin „Happy birthday“ sem Júlíus gerði í kvikmyndaskól- anum í Farnham verður næst sýnd á norrænni stuttmynda- hátíð. Tónlistarmyndbönd Júl- íusar eru orðin um 20 talsins og með þorra íslenskra hljóm- sveita. Myndband hans og Ey- þórs Arnalds við lag Todmobile var einmitt valið besta íslenska myndbandið sem fram kom á síðasta ári. En hvort ætli kvik- myndaleikstjórinn Júlíus Kemp vilji fást við tónlistar- myndbönd eða kvikmyndir í fullri lengd í framtíðinni? „Vonandi hvort tveggja," svarar hann og neitar því að fyrir leikstjóra sé gerð tónlist- armyndbanda eins og fyrir ljóðskáld að fást við auglýs- ingatexta: „Ekki ef það er gert vel. Það er gert alveg fullt af drasli hérna, en ég bý ekki til drasl," segir Júlíus að lokum. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.