Tíminn - 01.08.1992, Síða 10
10 Tíminn
Laugardagur 1. ágúst 1992
Landsnefndin fyrri vildi
stuðla að framförum og
þar á meðal tækninýjung-
um meðal íslendinga. Árið
1784 hét amtmaðurinn
fyrir norðan því 5-8 ríkis-
dölum þeim, er fundið
gæti snjöll ráð til þess að
veiða 100 seli á tveimur
árum án byssu eða skut-
uls. Margir urðu til að
spreyta sig og segir hér af
framgangi samkeppninnar,
sem leiddi í Ijós að ýmsir
hugvitsmenn leyndust
með þjóðinni.
Landsnefndin fyrri, sem svo hefir
verið kölluð, var skipuð 1770. Hún
gerði margar tillögur, er miðuðu til
þjóðheilla, og komust ýmsar þeirra í
framkvæmd á næstu árum. Eitt af
því, sem komst á vegna tilstuðlunar
hennar, var það, að menn skyldi fá
verðlaun fyrir ýmiss konar nýbreytni
og framtakssemi, svo sem garða-
hleðslu, mótak, bátasmíði, kvarna-
smíði, vefnað o.fl. Af þessu mun það
og sprottið, að árið 1784 hét Stefán
amtmaður Þórarinsson verðlaunum
fyrir ýmsar nýjar framkvæmdir
nyrðra. Hann hét og 5-8 ríkisdala
verðlaunum þeim Skagfirðingum og
Eyfirðingum, er gæti fundið upp
snjöll ráð til selveiða (án þess að
skjóta selina eða skutla) og hefði
veitt 100 seli fyrir árslok 1786. Ætl-
aði hann að fá fé til þessara verð-
launa með almennum samskotum,
en rentukammerið féllst á hugmynd-
ina og ákvað, að verðlaunin skyldi
veitt úr opinberum sjóði.
Eftir að hafa ráðgast um við emb-
ættismenn landsins, ákvað svo
rentukammer að verölauna selveiðar
víðar en á Norðurlandi. Var þessi
ákvörðun þess birt fyrir Vesturamtið
1789 og fyrir Suðuramtið 1790. Er
þar svo fyrir mælt, að þeir sem veiða
sel á þeim stöðum, þar sem hann
hefir ekki veiðst áður, skuli fá 16
skildinga verðlaun fyrir hvern sel
(kæpur þó ekki taldar þar með), en
þar sem selveiði hafi verið stunduð
áður, skuli ekki nein verðlaun veitt
fyrir fyrstu 50 selina, en 16 skilding-
ar fyrir hvern sem veiðist þar um-
fram. Þessi ákvæði skyldu gilda um
þrjú ár. Umsóknum um þetta áttu að
fylgja vottorð málsmetandi manna,
og sýslumenn að skýra frá á hvern
hátt selveiðin hafi verið rekin og
hvar.
Út af þessu komu fram þrjár um-
sóknir um verðlaun, er nú skal sagt
frá:
Selveiöi í Kúöaós
Árið 1793 sækir Jón ögmundsson
bóndi á Nýjabæ í Leiðvallahreppi í
Vestur-Skaftafellssýslu um verðlaun
fyrir selveiði í Kúðaósi, og fylgja
vottorð frá hreppstjórunum í Leið-
vallasókn, Ólafi Jónssyni og Árna Ei-
ríkssyni, og ennfremur frá Lýð Guð-
mundssyni sýslumanni. Á vottorði
hreppstjóranna er svo að sjá sem Jón
Ögmundsson hafi fundið upp nýja
veiðiaðferð í ósnum, en vegna þess
hvað hann var fátækur, hafi hann
ekki haft efni á því að búa sér til þau
veiðarfæri, er til þess þurfti. Hafi
hann þá fengið nágranna sína, Jón
Eiríksson og Eirík Bjarnason á Rofa-
bæ í Meðallandi, til liðs við sig. Voru
þeir þeim mun betur efnaðir, að þeir
gátu lagt fram kostnað við veiðar-
færin. Síðan hafi Jón Ögmundsson
kennt þeim, hvernig átti að fara með
þau og hvernig veiðunum skyldi
hagað. Bar þetta þann árangur, að
fjögur seinustu árin höfðu þeir veitt
200 fullorðna seli og 27 kópa í ósn-
um. Segja hreppstjórarnir, að þeir
Rofabæjarbændur hafi gefið mikið af
sínum hlut til fátækra í sókninni, en
nokkuð hafi verið selt efnaðri mönn-
um með mjög vægu verði.
Þeir hreppstjórarnir segja, að fyrr-
um hafi selveiðar verið mikið stund-
aðar í ósnum, en af ýmsum ástæðum
hafi þær lagst niður fyrir nokkrum
I lok 18. aldar var seturinn ekki talinn hálfgerð skaðræðisskepna eins og nú er, heldur þótti hann ein
blessuö guðsgjöf.
árum. Fyrir þennan dugnað og fram-
takssemi bændanna við selveiðarnar
verði að telja að þeim beri verðlaun.
Lýður sýslumaður staðfesti þessa
umsögn þeirra. Hann segir ennfrem-
ur, að ef fleiri hefði efni á því að út-
vega sér veiðarfæri, mundi selveiðin
aukast mjög framvegis, enda hafi
ósinn breytt sér nýlega og sé nú betri
veiðiskilyrði þeirra megin en áður
var. Segir hann, að straumurinn í
fljótinu hafi áður legið við vestur-
landið og þá hafi verið betri selveiði
þeim megin, en stunduð með öðrum
hætti.
Selveiöi og refadráp
Árið 1795 sækir Jón Jónsson í
Skildinganesi við Skerjafjörð um
viðurkenningu og er sú umsókn á
þessa leið:
„Þar sem ég hefi nú um nokkur ár
kappkostað að iðka skotfimi og lagt í
nokkurn kostnað til þess, og mér
hefir orðið svo vel ágengt, að ég hefi
skotið rúmlega 80 fullorðna seli og
náð þeim, en auk þess 19 fullorðna
refi, að ekki sé minnst á aðra veiði,
þá hefir mér komið til hugar að biöja
yðar hágöfgi virðingarfyllst að mæla
fram með mér við hans hátign kon-
unginn, í þeirri von að honum mætti
þóknast náðarsamlegast að veita mér
verðlaun fyrir þetta og þar með
hvetja mig og aðra til að sýna
ástundun framvegis."
Stefán Þórarinsson amtmaður.
Hann ætlaði í upphafi að afla
verðlaunafjárins meö almenn-
um samskotunm, en rentu-
kammerinu hugnaðist hug-
myndin svo vel aö það bauöst
til að leggja peningana fram úr
opinberum sjóöum. — En loks
fékk enginn nein verðlaun!
Bréfið er stílað til Ólafs Stefánsson-
ar stiftamtmanns í Viðey.
Selveiöi í Holtsósi
Árið 1794 sækir Ólafur Jónsson
gullsmiður og bóndi í Selkoti undir
Eyjafjöllum um viðurkenningu fyrir
selveiði og fyrir að hafa fundið upp
alveg nýtt veiðarfæri til þess. Fylgir
með eftirfarandi vottorð frá hrepp-
stjórunum í Eyjafjallasveit, Ólafi
Einarssyni og Bjarna Bjarnasyni:
„Hve marga seli gullsmiðurinn Ól-
afur Jónsson, bóndi í Selkoti undir
Eyjafjöllum, hefir veitt í Holtsósi
síðan hann fyrst upp fann þar veiði
fyrir 24 árum, kunnum við ekki með
vissu að segja, nema eftir því sem
hann sjálfur hefir sagt okkur, að það
sé alls 900 selir og þar af 300 kópar,
en það vitum við, að stundum hefir
hann fengið 70 seli á ári og þar yfir
og undir. Líka vitum við, að hann
hefir upp fundið verkfæri til þess að
koma nótinni út með, þegar ei hefir
orðið komist með hana á báti.“
Séra Jón Hálfdanarson prests Gísla-
sonar, sem þá var prestur að Eyvind-
arhólum (d. 16. júlí 1797) vottaði, að
þessi vitnisburður hreppstjóranna
væri réttur.
Þá var sýslumaður í Rangárvalla-
sýslu Vigfús Þórarinsson á Hlíðar-
enda (1789-1816), faðir Bjarna Thor-
arensen skálds. Hann staðfesti þessa
vitnisburði og segir svo:
„Við þessi vottorð hefi ég ekki öðru
að bæta, en láta hér með fylgja upp-
drátt, sem veiðimaðurinn hefir sjálf-
ur afhent mér, af „vél“ þeirri, er hann
lætur draga nótina út úr brimgang-
inum. Hann á hrós skilið fyrir dugn-
að sinn og framtakssemi við veiðarn-
ar, og hann mun áður hafa fengið
styrk hjá inu konunglega rentu-
kammeri til hákarlaveiða."
Þessu fylgir svo mynd og lýsing á
þessari „vél“, sem Ólafur Jónsson í
Selkoti hefir fundið upp. Er það þrí-
hyrndur fleki með segli, sem hafður
er til þess að draga selanótina frá
landi. Lýsing fylgir og er hún á þessa
leið:
„Þar sem straumur er, má nótin
ekki vera lengri en 20 faðmar, en í
lygnu vatni má hún vera 30-40
faðma Iöng og 14 möskvar á dýpt.
Með tveggja faðma millibili verður
að vera flá á nótinni, en beinsoppar
aðeins fáir. Ef vindur er ekki hag-
stæður, má þó haga seglum og beita
upp í, alveg eins og á báti, því að
hægt er að stýra með nótinni til
beggja handa eftir viid. Seglið er fest
í þríhyrninginn frámarlega eða aftar-
lega, eftir því sem henta þykir. Flek-
inn siglir þannig undan vindi yfir
djúp og grynningar, og þótt blásandi
byr standi í seglið, verða fullorðnir
selir samt fastir í nótinni. Hægt er að
búa þannig um, að unnt sé að fella
seglið eða draga það niður í einu vet-
fangi. Flekinn sjálfur er úr tré, 3 áln-
ir á hvern veg. Úr nótinni liggur svo
festi í land, löng eða stutt eftir því
sem á stendur.
Hugvitsmaðurinn telur, að þennan
útbúnað, eða svipaðan, megi með
góðum hagnaði nota til þorskveiða."
Merkileg nýbreytni
Um margar aldir var íslendingum
annað lagnara en að búa sér í hend-
urnar. Og þeim var illa við alla ný-
breytni. Reyndi einhver að létta sér
störf og vinna þau af meiri hagsýni
en áður var gert, var hann talinn sér-
vitringur og hæðst að honum fyrir
það. Engum kom til hugar að taka
hann sér til fyrirmyndar. Þess vegna
var það, að þótt eitthvað nýtt kæmi
fram í vinnubrögðum, þá hvarf það
úr sögunni með þeim, sem átti frum-
kvæði að því. Og þessi merkilega ný-
breytni Ólafs í Selkoti er gott dæmi
um það. Hann hafði sýnt meira
hyggjuvit en almennt gerist, og hann
hafði líka sýnt, að hafa mátti góðan
arð af því, það varð beinlínis í askana
látið. En ekki þótti þessi nýja veiði-
aðferð hans merkilegri en svo, að ég
veit ekki til að hennar sé nokkurs
staðar getið nema í skjölum þeim, er
fylgdu umsókn hans og nú eru
geymd í Þjóðskjalasafni. Sennilega
hefir veiðiaðferðin lagst niður þegar
hann féll frá. En einhvern tíma mun
Ólafur verða settur á bekk með öðr-
um íslenskum hugvitsmönnum.
Ólafur var lærður gullsmiður og
enn munu vera til smíðisgripir eftir
hann. Á þeim tímum þurftu iðnaðar-
menn að vera „sigldir", og er því lík-
legt, að Ólafur hafi farið utan til iðn-
náms og fengið við það víðari sjón-
deildarhring en allur almenningur.
Hann tekur eftir því, að oft er mikið
af sel við Holtsós. En selurinn er
ekki veiddur. Þarna er ákaflega
brimasamt og opin sandströnd og illt
að koma bátum við. Þá fer Ólafur að
hugsa um það, hvernig hægt sé að ná
í selinn. Hann sér, að ef hægt er að
koma út nót, þá muni selurinn festa
sig í henni. Er ekki hægt að koma
nótinni út, þótt enginn sé báturinn
við? Hvaða kraft er hægt að nota til
þess? Og þá verður vindaflið fyrst
fyrir honum, þetta afl, sem kynslóð-
irnar hafa hver fram af annarri notað
til þess að knýja áfram fleytur sínar.
Er ekki hægt að nota vindinn til þess
að draga nótina út í sjó?
Og Ólafur fer að hugsa um, hver ráð
muni til þess. Árangurinn verður sá,
að hann smíðar þennan seglfleka.
Reynslan sýnir honum, að flekinn
megnar að draga nótina frá landi. Og
reynslan kennir honum það líka, að
hægt er að stýra flekanum með nót-
inni og hafa má grannt færi úr segl-
inu í land, til þess að geta kippt því
niður, áður en flekinn skyldi aftur
dreginn að landi. Með því að hafa
langt band í nótinni, mátti láta hana
fara lengra frá landi en lengd hennar
nam. Og tilganginum var náð — sel-
urinn fór í nótina og þarna gat hann
tekið allt að 70 seli á ári á þurru
landi.
Flekinn hefir ekki verið dýr, hefir
varla kostað nema örlítið brot af því,