Tíminn - 01.08.1992, Page 20

Tíminn - 01.08.1992, Page 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Dðravisi bílasala BÍLAR * HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUT1R. ■YND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 HOGG- > DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir Haaardwfða 1 - s. 67-67-44 ÞREFALDUR 1. vinningur liminn LAUGARDAGUR1. ÁGÚST 1992 Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í fyrradag þegar bíl var ekið mót rauðu Ijósi á gatnamótun- um. Vonandi er að verslunarmannahelgin verði slysalaus og að allir vegfarendur komi heilir heim. Verslunarmannahelgin er yfir landsmönnum. Mikill viðbúnaður lögreglu og Umferðarráðs: Fylgst með ökumönnum úr lofti á tveimur þyrlum Verslunarmannahelgin, mesta ferðahelgi ársins er gengin í garð og bflarnir streyma út á þjóðveginn. - Umferðarráð hvetur ökumenn til að aka varlega því þetta hefur einnig stundum reynst mesta slysa- helgi ársins. - I ár verður lögð áhersla á umferðareftirlit úr lofti og því hafa 2 þyrlur verið fengnar frá Landhelgisgæslunni og Þyrlu- þjónustunni. Slysin gera ekki boð á undan sér hefur oft verið sagt og hafa löngum orðið til þess að ekki hafa allir farið á kirkjugarðs- ballið í haust sem ætluðu sér þangað í vor, einsog Nóbelskáldið sagði, en af öðru tilefni. Innbrot eru algengari en vant er um þessa helgi og biður lögreglan ferðamenn um að ganga vel frá hús- um sínum áður en haldið er af stað. Engin þörf er á að skilja ljós eftir log- andi húsunum því það getur dregið að athygli þjófa fremur en að fæla þá frá. Frá Reykjavík bar á nokkurri um- ferð strax á fimmtudagskvöldið var og varð lögreglan vör við að fólk héldi áfram akstri um nóttina. Þyngsta umferðin lá eftir Vesturlandsvegi en einnig var talsverð umferð austur fyr- ir fjall. Tvö slæm umferðaróhöpp urðu inni í borginni að kvöldi fimmtudags og í gærmorgun og seg- ir lögregla mega rekja þau til þess að fólk hafi verið orðið eilítið stressað vegna helgarinnar. Slysið á fimmtudagskvöldið varð á homi Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar. Þrír bílar lentu saman og varð að flytja fimm manns á slysa- deild. Þeir em ekki í lífshættu. Slysið í gærmorgun varð á mótum Nóatúns og Laugavegar og meiddist ökumað- urinn á fæti og hálsi. Um kl. 15:00 í gær varð svo enn eitt slysið innanbæjar þegar ölvaður öku- maður velti bíl sínum í Grafarvogi. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi Heyannir Heyskapur hefur gengið vel í sveit- unum kring um Akrafjall og er hon- um að mestu lokið víðast hvar. Bænd- ur eru almennt þokkalega ánægðir með heyfeng. í samtali við Tímann segir Oddur Sigurðsson, bóndi á Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi, að tíðin í ár hlyti að teljast þokkaleg og oft hefði heyskap- ur verið miklu seinna á ferðinni. Hann minntist þess t.d. að á kalárun- um hafi hann ekki byrjað að slá fyrr en 26. júlí. Hér má sjá stórvirkar vélar feðg- anna Sigurgeirs Sigurðssonar, bónda á Völlum, og Ólafs Sigurgeirssonar, bónda á Þaravöllum, við að taka sam- an hey og binda í rúllubagga. —BG var strax farið að bera á mikilli um- ferð um hádegisleytið í gær. Þar hef- ur borið á meiri umferð í sumar held- ur en í fyrra enda 10-20 nýir sumar- bústaðir byggðir í héraðinu á hverju ári. Lögreglan á Egilsstöðum sagði umferðina hafa aukist mjög eftir því sem líða fór á daginn og fólk lauk vinnu. Allt hafði þó gengið vel. Á Selfossi hafði umferðin ekki gengið slysalaust fyrir sig því þar var ekið var á 16 ára dreng á Veiðivegin- um. Hann var fluttur á slysadeild. En frá Selfossi liggur umferðin til allra átta og var hún orðin þó nokkur strax í gær. Þegar ákveðið er hvert á land skal halda er það oft veðurspáin sem gerir útslagið. Spáin fyrir daginn í dag hljómaði á þá leið að austlæg átt yrði um allt land en stinningskaldi og rigning austanlands. Þurrt á að vera annars staðar. í kvöld á að þykkna upp á Suður- og Vesturlandi með vaxandi suðaust- an átt. Rigning verður við suður- ströndina en þurrt á Norður- og Vest- urlandi. Á mánudaginn snýst veðrið í norð- austlæga átt og fer að létta til á Suð- og Vesturlandi. Skúrir verða á Norð- ur- og Austurlandi. Það virðist af því fólki sem blaða- maður Tímans ræddi við í gær að úti- hátíðimar væru alls ekki fyrir fólk sem komið væri af táningsskeiðinu. —GKG. Kristln Gunnarsdóttlr: Ég aetla að vera á tjaldstæöl f Hagaskógl I Borgarfiröi. Danfelsson: Ég ætla um helglna ð fjölskyldu- hátföina „Dunhagl ‘92M. Stefán Hrafnkelsson: Ég ætla noröur I sólina. Þaö er ekki búiö aö ákveða nákvæ mlega hvert Tlmamyndlr Pjetur Anna Björgúlfsdóttir: Ég ætla aö vera heima en kannskl keyr- ir maöur I Hverageröi eða tii Keflavíkur. Við förum ekkl mlkiö um verslunarmannahelgina þó maöurinn minn sé verslunar- maöur. Guðmundur Óll Björgvlnsson: Ég ætla ekkl neitt, þessar útihá- tiölr heiila mann ekkl lengur. Ef það veröur gott veður I nágrenni bæjarlns skreppur maöur kannski eitthvaö stutt Jón Águst Guðbjömsson: Ég ætla ekkert um helgina. Þaö veröur sennilega rtgning og best aö vera heima.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.