Tíminn - 15.08.1992, Síða 6

Tíminn - 15.08.1992, Síða 6
6 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1992 hópur manna sem fæst við stjórnmál í mörgum lýðræðisríkj- um rekur sig í vaxandi mæli á almenna af- stöðubreytingu hjá kjósendum sínum. Hann verður nú oft fyrir barðinu á ein- hvers konar geð- vonzku, eða firringu og afskiptaleysi, sem get- ur jafnvel snúizt upp í beina óvild eða reiði í garð stjórnmálamann- anna. Það er kominn alvarlegur þvermóður í lýðinn í lýðræðisríkj- unum. Næstum alls staðar gætir þeirrar til- finningar meðal fólks, að forystumenn þess í stjórnmálum séu að bregðast, að það sem þeir gera komi manni ekki við, eða sé jafnvel andstætt vilja þeirra sem kjósa þá. Þessa sjást vitni víða. Til dæmis eru frönsk dagbiöð full af árásum á stjóm- málamenn af eldra sniði, hvar í flokki sem eru. ítalir tala mikið og af innilegri fyrirlitningu um það sem þeir kalla flokkaveldið hjá sér. í Kanada gefur lengi legið við borð að taugakerfi stjómmál- anna og samheldi landsins brysti. í afger- andi þjóðaratkvæðagreiðslu lögðust Dan- ir nýlega gegn stjómvöldum sfnum - og gegn áhrifamesta stjómmálamannaveld- inu í Evrópu allri um leið - með því að hafha því að tengjast Evrópusamfélaginu nánari stjómarfarsböndum en orðin eru. Hví ætli lýðræðislönd séu nú í slíku upp- námi sem þetta bendir til, jafnframt því að lýðræðið sjálft virðist vera að vinna mikilvæga sigra um víða veröld? Hví eru kjósendur í lýðræðislöndum nú svo þver- úðarfúllir? Óvissa og öryggisbrestur vegna kyrr- stöðu eða samdráttar í efnahag skiptir hér efalaust máli. Lélegur efnahagur merkir jafnan lélegt pólitískt gengi þeirra sem fara með stjómina. Og hrun komm- únismans hefur tekið áttvísina frá stjóm- málamönnum á hægri væng ekki síður en vinstri. Hægri vængurinn hefur misst mesta og mikilvægasta andstæðing sinn. Óttinn við hann er ekki lengur mikilvæg- asta stjómtækið til þess að safna fylginu að baki sér. Þá kemur t Ijós, að allt veltur á því að stjómarstefnan sjálf sé þannig að fólk fylki sér um hana í von um að bæta veröld sína. Vinstri vængurinn stendur andspænis mjög almennum vafe um, hvort stjómvaldsaðgerðir í efnahagsmál- um geti verið mikið annað en einhver út- þynnt blanda af sovétlegum áætlunarbú- skap og miðstýringarklúðri. Það er því skiljanlegt að vinstrimenn fari sér nú hægt um að leggja slíkt til. En endir kalda stríðsins kemur dálítið ankannalega við núna einkum vegna þess að hann hefur orðið samtímis öðr- um hræringum, sem mgla lýðræðis- sinna um víða veröld í rími sínu. Allar þjóðir öðrum háðar. Mannheimurinn á jörðinni er að renna saman í einn í miklu ríkari mæli en áður. Alheims- þetta og alheims- hitt er stórt orð í tímanum. Af því leiðir, að tök stjóm- málamanna í einu landi á að stjóma því landi einu og sér fera minnkandi. Fjöl- þjóðleg samtök, samningar og samvinna um fjölda málefna eru orðin óhjákvæmi- leg, og það hlýtnr að orka á stjómina í hvetju landi fyrir sig. ef ekki á að fara illa. En oft eru áhöld um, með hverjum hætti alþjóðlegum markmiðum í þágu allra verði bezt náð. Mikilvægasta breytingin í efnahagsmálum síðustu áratugina tvo er reyndar sú, að stýrendur stórfyrirtækja, og nú reyndar minni einnig, eiga orðið hægt með að fara með verkstæðin, vinnustaðina hvert sem þeim sýnist á hnettinum. Það sama gildir um eigendur peninga, að þeir geta farið með þá hvert sem þeim sýnist Af þessu leiðir, að um margt skýtur skökku við borið saman við fortíðina, og ýmsum limum hættir til að fara úr liði. Vinnustaður manns við framleiðslu, sem einu sinni var það bjarg sem Evrópubúar og Bandaríkjamenn litu á sem þá undir- stöðu sem meðaljón reisti hús sitt og lífc- hætti í þessi undirstaða gæti nú flutzt í annað land með stuttum fyrirvara. Og þegar framleiöslufyrirtækin eru þannig færanleg, verður torvelt fyrir ríkisstjómir einstakra landa að halda fast við lög og reglur um atvinnu, öryggi og umhverfis- gæzlu, en slíkir hlutir hafa einmitt verið grundvallaratriði í þeim pólitísku kaup- málum sem tryggðu friðinn í samfélög- unum. Maður þarf alls ekki að vera marxisti til þess að sjá, að það sem hér ræðir um er mikil flutning valds frá lýðræðislegum ríkisstjómum til einkaflármagnseigenda og stýrimanna stóríýrirtækja. Fyrir stjómmálamenn í lýðræðisríkjum hlýtur þetta að vera martröð. Kjósendur eiga enn þá heimtingu til þeirra að þeir haldi hagkerfum þjóðanna við góða heilsu, enda þótt þeir hafi nú minni tök á því en Davið Erlingsson. áður að marka fasta efhahagsstefnu, sem á væri hægt að byggja. Hugsjónir orðnar máttlausar. Það eru ekki aðeins festitaugar hag- stjómarinnar sem hafa tærzt og gera því stjómmálamönnum erfitt að gegna hlut- verki sínu. Heimspekilegar akkerisfestar stjómmálanna hafa líka gropnað, bæði á bakborða og stjómborða þjóðarskútanna. Vinstrimenn hafa enn sem fyrr mikið til síns máls, einkum um áhrifin af alheims- samruna efriahagskerfanna, en það er alls ekki sami kraftur og áður í sjálfum hug- myndaboðskapnum hjá sósíalistum yfir- leitt Vitanlega er nú meiri sigurvissu- bragur á framgöngu hægrimanna. Hvemig mætti annað vera, eins og kommúnisminn hefur gengizt við mis- tökum sínum, hugmyndalegu gjaldþroti í reynd, og er því ekki lengur til sem and- stæðingur. En það er vissulega ekki mik- íll ljómi yfir hugsjónum hægrimanna, enginn kraftur sannfæringar um það, hvemig gera eigi betri mannheim á jörð- inni. Sumir beztu hægrimenn ræða af mikilli alvöru, en líka nokkum veginn ráðþrota, um það hvemig reyna verði að vinna gegn fatæktinni í miklum hluta heims. Þegar á allt er litið er það vitanlega gott að hugmyndafræðilegar skýjaborgir skuli hafa misst kraftinn. Það er eins og Vaclav Havel hefur minnt okkur á, að endalok tímaskeiðs hugmyndafræð- anna - afturhvarfið frá því að íeita að al- gildri kenningu um heiminn og mann- inn - markar einnig endalok hættulegs hugsjónahroka. En um leið og stórar hugmyndir missa kraftinn, missa þær líka getu sína til þess að hræra fólk til virks fylgis, við málefni eða stjómmála- flokk. Sundurieitni - fylkingar fara í mola. Nú þegar ríkisstjómir þjóðanna hafa verið veiklaðar, og gömlu hugmynda- kenningamar brestur getu til að skýra samhengi allra hluta, þá er fólki, einstak- lingum og smáhópum um veröld víða, í það kot vísað að beina athyglinni inn á við í sjálft sig, í eigin hóp og eiginn barm. Á vinstri hliðina má L d. sjá, að barátta og umhyggja um stétt og efriahag hefur til- hneigingu til að víkja fyrir kynþáttamál- um, kynferðismálum og menningarmál- um. En hægra megin má koma auga á endurvakta þjóðemishyggju eða þjóð- rembu, og stöku sinnum andúð á öllu gömlu, líka á aldraðri forystu. Um allt sjónarsviðið sjáum við alþýðu sem er tor- tryggin gagnvart miðstýringu ríkis- stjóma ganga til fylgis við svæðisbundnar hreyfingar sem oft eru reistar á gömlum þjóðemisaðstæðum og þjóðemishug- myndum. Norðurítalir leita aukins sjálf- stæðis gagnvart stjóminni í Róm, nýr kraftur virðist vera að koma í þjóðlega stefriu með Skotum og Bretum (þ. e. Wa- les-búum), Quebec leitar víðtækari sjálfs- stjómar eða jafnvel sjálfstæðis frá Kan- ada, og Tékkóslóvakía brotnar í tvennL Það er alls ekki vísL að Bandaríki Norður- ameríku reynist ónæm fyrir slíkum hræringum. í Kalifomíu eru uppi stjóm- málamenn sem vilja skipta því ríki í þrennt. Fyrrum sovétríkin og áhrifa- svæði þeirra falla eðlilega utan þess við- fangsefriis sem þróun gömlu lýðræðis- ríkjanna er, en hún er þó ekki óskylt mál. Öllum er Ijóst hvílík splundrun þar er í gangi, með miklum hörmungum sem ógemingur er að sjá fyrir endann á. Þver- úð í garð stjómvalda og andúð á stjóm- málamönnum, ásamt margvíslegri þjóð- emishyggju og flokkadrætti vaða þar uppi. Leit að nýjum viðmiðunum til að stjóma eftir. Eftir síðari heimsstyrjöldina hefur f stjómmálaumræðu flestra lýðræðisríkja kveðið langmest að deilunni milli hægri og vinstri um það, á hvort fremur ætti að reiða sig: ríkisstjómir (stjómvaldsákvarð- anir) eða markaðinn („öfl hins frjálsa við- skiptalífc"). Vinstri flokkar ætlast til þess af ríkisstjómum að þær hafi taumhald á markaðnum, endurdreifi arðinum af honum, og setji því ömggar hömlur sem auðmagnseigendur gætu átt til að gera umhveríinu, vinnufólki og samfélögum, ef þeir fengju að fara sínu fram án taum- halds. Auðræðishyggjumennimir til hægri hafa jafnan litið á margvísleg stjómvaldsafckipti sem óeðlilegar og ónauðsynlegar skorður gegn einstak- lingsfrelsinu - og sem gagnstaðlegar hag- vextinum. Þessi átök veröa sjálfsagt uppi meðal okkar enn um langan tíma. En á það verður að benda - eins og ýmsir góð- ir fræðimenn hafa gert - að umræða sem tekur sér fyrir satt að þetta tvennt, stjóm- valdið og markaðurinn, séu helztu ef ekki al- einu vettvangamir sem máli skipti í mótun félagsgerðar okkar, sú umræða gengur þegjandi framhjá öðrum vett- vöngum og stofriunum í lífi manna, sem em þeim miklu nánari og dýrmætari. Þar er að nefna fjölskyldu, ættarsamheldi, kirkju eða annað trúarbragðafélag, hverfa- eða byggðarsamtök, vinnustaða- samheldi, verkalýðsfélög og margvísleg önnur félagstengsl og samtök manna. Það má fullyrða, að fólki geðjast ekki að ríkisstjómarvaldi sem fer með mann eins og númer í heildarsafrii, líkt og markaðan búpening rekinn af fjalli. En fólki geðjast ekld heldur að djúpstæðri og sérgæðings- legri einstaklingshyggju, sem lítur aðal- lega á manneskjur sem iðandi keppi- nauta við að sópa að sér nauðsynjum og Eftir Davíð Eriingsson dósent

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.