Tíminn - 22.08.1992, Page 9

Tíminn - 22.08.1992, Page 9
Laugardagur 22. ágúst 1992 Tíminn 9 Þingstaðurinn á Þingvöllum á 18. öld. réttlaus, hvort hann fær heldur sár eða bana.“ Kristófer Heidemann Iandfógeti beiddist þess síðan í lögréttu „að all- ir landsins innbyggjarar, einkum sýslumenn og klausturhaldarar eða hverjir aðrir sem hérnefnt illmenni Jón Hreggviðsson hitta kunna, vildu alvarlega réttarins vegna til hlutast að hann til fanga tekinn væri og til Bessastaða í góðri vöktun færður." „Mousquiter í den Kongelige Lifgarde til Fods“ Jón var settur í land í Rotterdam í Hollandi, en þaðan gekk hann lang- leiðina til Amsterdam. Var hann al- gerlega fjárlaus og mállaus í fram- andi landi, og átti því mjög erfitt framdráttar. Hann kunni enga handiðn og ekki að annarri vinnu en Iandbúnaðarvinnu. Leið hann hungur með köflum, enda dró hann lífið fram á því sem góðir menn gáfu honum. Eftir nálægt 20 vikna eymdarlíf í Hollandi komst hann með skútu til Glúckstad í Holstein, og var hann þá kominn í Danaveldi. Þegar þangað kom gekk hann fyrst í danska málaherinn, en vegna þess að hann skildi ekki fyrirskipanir hinna þýsku foringja var hann rek- inn úr hernum. Hélt Jón þá áfram til Kaupmannahafnar. Þegar þangað kom gekk hann enn í danska herinn til þess að draga fram lífið. Var hann þá orðinn Jon Rechwitz, mousquit- er af den kongelige Lif- Garde til Fods. Leitaði Jón nú landa sinna í Kaup- mannahöfn og hrærðust þeir til meðaumkunar með honum og sömdu fyrir hann bænarskjal til kóngs um áfrýjun á máli hans til hæstaréttar. Fékk hann síðan vernd- arbréf frá konungi 9. maí 1685 til þess að fara til íslands og reka slyðrulaust mál sitt og mæta í rétti. Einnig fékk hann 26. maí 1865 salv- um conductum hjá Schönfeldt for- ingja lífvarðarins, þar sem Jón fékk leyfi til fjarvistar úr herþjónustunni meðan hann kæmi fram máli sínu. Loks fékk hann 12. júní 1685 kon- ungsleyfi til þess að áfrýja máli sínu til hæstaréttar. En ekki fór Jón til Islands á þessu sumri. Hafa Islands- för sennilega verið farin er Jón var ferðbúinn. Og það var ekki fyrri en 6. aprfl 166 að hæstaréttarstefna var gefin út í máii Jóns. Eins og venja var stefndi hann báðum lögmönn- um, þeim Sigurði Björnssyni og Magnúsi Jónssyni og Guðmundi Jónssyni, sýslumanni í Borgarfjarð- arsýslu. Heimkoma á hvíta- sunnu Jón kom út með Grundarfjarðar- skipi vorið 1686, eftir tveggja ára harða og sögulega útivist. Frá Grundarfirði fór hann gangandi til heimkynna sinna og var aðkoman ekki glæsileg. Heimili hans var í hörmulegri eymd, fátækt og vesal- dómi, sökum vangetu konu hans og efnin gengin til þurrðar. Frá heim- komunni og fyrstu athöfnum sínum hefur Jón sagt á þessa lund í bréfi til Árna Magnússonar prófessors dags. 25.10.1710: „Ég kom annan hvítasunnudag til míns fátæka innis, er ég fór frá Kaupmannahöfn fyrir 24 árum hingað til lands, og fór ég landveg frá skipsfjöl. Seint í hvítasunnuvik- unni reið ég til Hvítárvalia, en þar bjó þá Sigurður Björnsson lögmað- ur, og hafði ég þá með mér tvö afrit af báðum verndarbréfum mínum og hinni konunglegu hæstaréttar- stefnu. Hafði ég látið gera þessi afrit á leiðinni um borð í skipinu. Þorði ég ekki að hafa þangað með mér sjálf höfuðbréfin (frumritin), sökum þess að ég óttaðist að þau yrðu af mér tekin. Þegar ég kom til Hvítár- valla, var mér veitt viðtal við Sigurð Björnsson lögmann í stofu hans og afhenti ég honum afritin, bæði af verndarbréfunum og stefnunni. Og las hann öll þessi afrit að mér sjá- andi, en þó lágt með sjálfum sér. í þetta sama skipti voru þessir menn þar viðstaddir: Presturinn Benedikt Pétursson á Hesti, Kolbeinn Bjarna- son eirsteypumaður, sem nú er lát- inn, og Guðmundur Sigurðsson, ættingi lögmanns sem nú nýr á Gerði á Akranesi. Herra Benedikt og Kolbeinn gengu ekki út meðan við lögmaðurinn áttum tal saman, en Guðmundur gekk út og inn, svo að ég get ekki með vissu sagt, hverju hann hefur veitt athygli af viðtali okkar. Þegar lögmaður hafði lesið afritin svaraði hann mér af hóg- værð, en sagði að þetta væru ekki höfuðbréfin (frumritin). Ég sagði að þau væru heima og æskti þess að hann leyfði mér að koma í lögþingið og láta birta þau í lögréttu. Hann svaraði að hann skyldi ekki verða mér mótfallinn í því og sagði að ég hefði haft mikið ómak fyrir þessu og bauðst til að gefa veiku barni mínu árlega einhverja ölmusu, sem ég vildi ekki þiggja. Afritin af verndar- bréfunum urðu eftir hjá lögmanni, en hann fékk mér aftur afritið af stefnunni, en ég man ekki til að hann ritaði nokkuð á það. Ég fór síðan heim aftur frá Hvítárvöllum. Seinna fór ég til alþingis og gekk til Iögréttu og bað hins sama og fékk hin sömu svör af fyrrnefndum Sig- urði Björnssyni lögmanni. Þriðja daginn gerði lögmaður mér boð, að ég skyldi koma til hans í búð hans, og gerði ég það. Þar sagði hann að best væri fyrir mig að hafa tal af landfógeta og biðja hann að eiga frumkvæði að því að bréf mín væru lesin upp. Ég fór síðan til Heide- manns landfógeta og sýndi honum í íbúð hans frumritin af öllum þess- um þremur bréfum, stefnunni og báðum verndarbréfunum. Það tjóar ekki fyrir mig að geta þess sem hann sagði þá við mig, því að ég get engin vitni fengið að því. En víst er að eft- ir þetta samtal okkar fannst mér að mér yrði þyngra fyrir að fá mál mitt fyrir réttinn, heldur en mér hafði áður virst þegar ég talaði við aðra góða menn í Danmörku. Eftir sam- tal okkar fór Heidemann til lögréttu og ég elti hann. Þegar við komum þangað spurði hann mig hvort ég hefði nokkuð sem ég vildi láta lesa upp. Ég sagði já og afhenti honum bæði bréfin, en hélt á stefnunni í hendinni og hafði í hyggju að af- henda honum hana þegar verndar- bréfin hefðu verið Iesin upp. Hann las síðan verndarbréfin í heyranda hljóði og þegar því var lokið sagði hann strax við mig að mér hefði ver- ið sýnd mikil náð og skyldi ég nú ekki framvegis troða illsakir eða áreita neinn, hvorki í orði né verki. Fórst svo birting stefnunnar fyrir. Þorði ég ekki að kunngera hana frekar." „Lofaði hann fógetanum og Sig- urði lögmanni með handsali að um- gangast upp þaðan friðsamlega við alla menn hér á landi og engan áreita að fyrra bragði til orða eða verka,“ segir í Valla-annál. Að þessu loknu fór Jón heim til konu og barna og hafði ekki frekar að máli sínu og aðrir ekki heldur. (Síöari hluti birtist nk. laugardag). Frá og með 1. júní 1992 breytast allir millitímar á leiðinni Reykjavík - Akureyri - Reykjavík og er markmiðið að stytta ferðatímann verulega á þessari leið. Ekki er við því að búast að hægt verði að standa við þessa tímaáætlun fyrst í stað en til þess að þurfa ekki að breyta tíma- áætlun nema á nokkurra ára fresti er hún sett svona stíf í fyrstu. Vikudagar/Weekdays Allt árið S M Þ M F F L Frá Reykjavík...08.00 08.00 08.00 08.00 08.00 08.00 08.00 Frá Reykjavík..17.00 17.00 Frá Akureyri....09.30 09.30 09.30 09.30 09.30 09.30 09.30 FráAkureyri....17.00 17.00 15/6-31/8 Frá Reykjavík.. 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 Frá Akureyri....17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 - n Afgreiðslustaðir Reykjavík: Bifreiðastöð íslands (BSÍ), Umferðarmið- stöð, sími 22300 Staðarskáli: Sími 11150 Hvammstangi: Söluskálinn, sími 12465 Blönduós: Blönduskálinn, sími 24350 Varmahlíð: Hótel Varmahlíð, sími 38170 Sauðárkrókur: Verslun Haraldar Júlíussonar, sími 35124 Akureyri: Umferðarmiðstöðin Hafnarstræti 82, símar 24442, 24729 v__________________________________________________________) Kl. 08.00 09.00 09.15 09.45 10.10 10.45 11.20 11.40 12.30 13.20 14.30 Kl. 17.00 18.00 18.15 18.45 19.10 19.45 20.15 20.35 21.25 22.15 23.20 X 4 X X X X X X X 4 X 4 X 4 X 4 X 4 X 4 X Viðkomustaðir og brottfarartímar Ardegisferðir Frá Reykjavík .................. Þyrill, Hvalfirði........... Akranesvegamót.............. Borgarnes................... Bifröst..................... Brú......................... Staðarskáli................. Norðurbraut ................ Blönduós.................... Varmahlíð................... Akureyri.................... Til Síðdegisferðir Frá Reykjavík ................... Þyrill, Hvalfirði............ Akranesvegamót............... Borgarnes ................... Bifröst...................... Brú.......................... Staðarskáli.................. Norðurbraut ................. Blönduós..................... Varmahlíð.................... Akureyri..................... Til Til f Kl. ... 4*16.00 ... I 14.55 ... T14-40 ... 1 14.20 ... 1,13.55 ... T 13.20 ... 4* 13.15 ... * 12.25 ... 111.35 ... T 10.45 ... * 09.30 Frá T Til J Kl. ... T 23.25 ... 1 22.25 ... 1 22.10 ... T 21.25 .... * 20.50 .... 1 20.45 .... T 20.00 .... 19.10 .... * 18-20 .... I 17.00 Frá T

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.