Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 22. ágúst 1992
Hólmfríður Sigurjónsdóttir
frá Siglufirði
Fædd 5. ágúst 1899
Dáin 13. ágúst 1992
Mánudaginn 24. ágúst fer fram frá
Fossvogskirkju útför Hólmfríðar
Sigurjónsdóttur, ekkju Gunnlaugs
Guðjónssonar útgerðarmanns frá
Siglufirði, f. 11. mars 1894, d. 17.
febrúar 1975.
Foreldrar Hólmfríðar voru hjónin
Kristjana Bessadóttir frá Stór-Holti í
Fljótum og Sigurjón Benediktsson
járnsmiður frá Bráðræði á Skaga-
strönd. Þau hjón bjuggu fyrst á
Blönduósi. Böm þeirra voru Páll,
Eyþóra, Jóhann, Hólmfríður og Sig-
urjón og eru þau nú öll Iátin.
Fjölskyldan flytur 1907 til Siglu-
fjarðar og eru íbúar þar þá 363 tals-
ins.
Á Blönduósi vann Sigurjón hjá
kaupmönnum sem beykir og eld-
Einlægar þakkir sendum viö öllum sem auösýndu okkur samúö og hlý-
hug viö andlát og útför
Páls Líndal
ráöuneytisstjóra.
Fyrir hönd aöstandenda:
Guörún Jónsdóttir
Þórhildur Lfndal
Jón Úlfar Llndal
Björn Lindal
Páll Jakob Lfndal
Hulda Sigdóur Jeppesen
Anna Salka Jeppesen
Stefán Jón Jeppesen
og barnabörn
Eiríkur Tómasson
Sólveig Guömundsdóttir
Bára Magnúsdóttir
cifms
Gæðavara sem allir þekkja fyrirliggjandi
Rúllubindivél á síðsumarkjörum
Nánari upplýsingar
hjá okkur og
umboösmönnum
Td lihs \)d
HÖFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 91-634000
SIÐSUMAR-
TILBOÐ
Kverneland
baggagreipin
fer betur með
baggana við
lestun og
hleðslu og hlífir
umbúðunum.
Nánari upplýsingar
hjá okkur og
umboösmönnum
J@uflJ)[íflftfl
M tiís od fuj
HÖFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK • SlMI 91-634000
smiður og eftir að hann flutti til
Siglufjarðar kom hann sér upp eigin
smiðju er hann starfrækti til hárrar
elli, f. 1869, d. 1945.
Hann var brautryðjandi í þessari
iön í byggðarlaginu, enda var mikil
þörf fyrir fagmanna á þessu sviði þar
sem byggðin var í örum vexti.
Norðmenn höfðu reist þar síldar-
verksmiðjur og sfldarsöltun hafin.
Árið 1903 hafði norskt skip komið
til Siglufjarðar með timbur og tunn-
ur í fyrstu söltunarstöðina. Voru
konur þá í fyrsta sinn ræstar til sölt-
unar á Siglufirði að verka sfld og
salta við mjög frumstæðar og erfiðar
aðstæður.
Fríða, en svo var hún jafnan nefnd,
hafði gaman af að rifja upp gamla
tíma, en hún var sex ára er foreldrar
hennar fluttu til bæjarins. Hún
minntist oft á bæjarbraginn, hversu
uppbyggingin var hröð, en fólk
streymdi til Siglufjarðar víða að.
Greindi hún frá erfiðleikum fólks á
tímum fyrri heimsstyrjaldar, 1914-
1918, og vöntun og skorti á flestum
lífsnauðsynjum. Hafís var fyrir öllu
Norðurlandi 1918 er Sigluflörður
öðlaðist kaupstaðarréttindi, hinn
sjötti kaupstaður er öðlaðist slík
réttindi. Þá var frostaveturinn mikli
og aflabrestur.
Vel mundi hún snjóflóðin miklu
aðfaranótt 12. aprfl 1919, er snjóflóð
hljóp úr fjallinu ofan Staðarfjalls og
flóðbylja æddi yfir fjörðinn, laskaði
skip og eyðilagði hafnarmannvirki.
Sópaði snjóflóðið í burt sfldar-
bræðslu Evengerbræðra og fimm
öðrum húsum á haf út.
Stórhríð var á og fannfergi mikið.
Atburður þessi fékk mjög á Sigl-
firðinga og Fríða sagði að í mörg ár
hafi fólk rætt þessa voveiflegu at-
burði og beygur sótti að er stórhríð-
ar æddu yfir, sem oft er á vetrum, og
fannfergi mikið.
í þessu umhverfi ólst Fríða upp.
Eftir að barnaskólanámi lauk komu
foreldrar hennar henni í nám í
hannyrðum og fatasaumi svo og
fékk hún góða leiðsögn í dönsku, en
þá var lögð áhersla á að ungtingar
lærðu það mál ef þeir skyldu eiga
þess kost síðar að fara til Danmerk-
ur til að framast.
Þó vinnan væri erfið var hún
skemmtileg og Fríða var fljót til
verka en vandaði þó vinnu sína.
Hún segist hafa átt ánægjulega
æsku með foreldrum sínum og
systkinum og hún var heilsugóð.
Systir hennar, Eyþóra, hafði eftir
fyrri heimsstyrjöld farið til náms til
Kaupmannahafnar og þar kynntist
hún ungum menntamanni er hún
síðar gekk að eiga, Magnúsi Kon-
ráðssyni verkfræðingi. Fríða hafði
mikinn áhuga á að sigla til systur
sinnar og menntast.
Hún lét verða af þessu og er til
Kaupmannahafnar kom fékk hún
vinnu í tískuhúsi á „Strauinu" við
sauma. Þar lærði hún að teikna
kjóla, kápur og annan kvenfatnað,
það sem nú er kallað tískuhönnun,
en hún var listfeng, smekkleg í lita-
vali og með afburðum vandvirk. í
Höfn vann hún ein fjögur ár hjá
sama tískuhúsi við góð kjör og laun
og undi hag sínum vel. Eignaðist
þar góða vini er héldu tryggð við
hana og síðast fyrir tveimur árum
fékk hún kveðju frá danskri vinkonu
sinni frá þessum árum.
Eftir langa vist í Danmörku langaði
hana að skreppa heim til íslands,
enda eggjuðu foreldrar hennar hana
á að koma, fannst útivistin orðin
nógu löng.
Fékk hún tveggja mánaða leyfi frá
vinnuveitanda sínum til að fara til
íslands.
En það átti ekki eftir að liggja fyrir
henni að snúa aftur til Danmerkur. í
heimferðinni kynntist hún föður-
bróður mínum, Gunnlaugi Guð-
jónssyni, og þau gengu í hjónaband
á Akureyri 21. maí 1927 og reistu
sér hús í Oddeyrargötu.
Systkini Gunnlaugs voru þá öll bú-
sett á Akureyri svo og faðir þeirra,
Guðjón Helgason fiskmatsmaður,
en kona hans, Kristín Árnadóttir,
var þá látin.
Á Akureyri vann Fríða í verslun en
nokkru áður en þau hjónin eignuð-
ust sitt fyrsta og eina barn, stúlku er
heitin var Hólmfríður, f. 29. aprfl
1929, hafði hún hætt útivinnu.
Gunnlaugur vann við verkstjórn og
á sumrum á sfld á Siglufirði og þá
voru þau hjón þar bæði með dóttur-
ina og oft langt fram á haust.
Til Siglufjarðar flytja þau alfarin
1932. Þar var lífsstarf þeirra og bæði
undu þau hag sínum þar vel. Er ald-
ur færðist yfir og sfldveiðar höfðu
brugðist sumar eftir sumar fluttu
þau sem margir Siglfirðingar suður
og settust að í Reykjavík.
Einkadóttir þeirra, Hólmfríður,
nefnd Lúlú, var þar búsett og var yf-
irflugfreyja hjá Flugfélagi íslands.
Hún giftist Magnús Jóhannssyni
kaupmanni, en þau slitu síðar sam-
vistum. Börn þeirra eru tvíburarnir
Gunnlaugur og Jóhann, f. 14. aprfl
1966, og Hólmfróður, f. 22. júlí
1967.
Eftir lát eiginmanns síns átti Fríða
heimili hjá dóttur sinni, en er hún
féll frá 17. ágúst 1987 eftir langa og
stranga sjúkdómslegu, hafði hún
vistast á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Á skólaárum mínum í MA og há-
skóla var ég í sfldarvinnu á sumrum
á Siglufirði og var í fæði hjá þeim
hjónum, Fríðu og Gunnlaugi og
kynntist heimilinu vel.
Oft á þessum tíma var gestkvæmt á
heimili þeirra af sfldarsaltendum og
útgerðarmönnum og einnig erlend-
um sfldarkaupendum.
Þau hjónin tóku vel á móti gestum
og vinum, veittu vel. Fríða var hlý í
viðmóti, ræðin og talaði við Danina
á sinni góðu dönsku.
Framkoma hennar var fáguð, svo
tekið var eftir. Hún var vel að sér í
sögu lands og þjóðar og þó sérstak-
lega um þróun Siglufjarðar.
Enda fræddi hún útlendingana um
slíkt er eftir var leitað.
Heimili þeirra hjóna var snyrtilegt
og vel búið. Fríða var reglusöm og
fyrirmyndar húsmóðir, laus við arg
og þras og hugsaði af mikilli nær-
færni um eiginmann sinn sem ekki
var hraustur, fatlaður með staurfót.
Er hún kom á Hrafnistu í Hafnar-
firði var hún í fyrstu nokkuð hress
og sjálfbjarga, en hún lærbrotnaði
og eftir það var hún bundin að
mestu við hjólastól og þurfti að flytj-
ast á sjúkradeild.
Hún gerði allt til að halda sér við,
fór í þjálfun svo lengi sem hún hafði
þrek til. í fyrstu átti hún erfitt með
að sætta sig við hvernig komið var,
en síðar breyttist viðhorf hennar og
hún sátt við vistina og sagði oft að
margur væri verr settur en hún.
Hún hafði misst sjón á öðru auga og
heyrnin dauf. Þakklát var hún
hjúkrunarfólki fyrir góða umönnun
og forstöðukonu Hrafnistu, frú Sig-
ríði Jónsdóttur, Iofaði hún mjög lyr-
ir hlýja og Ijúfa framkomu og hjálp-
semi við sig.
Hún reyndi eftir bestu getu að
styrkja dótturbörn sín.
Þau höfðu ætíð samband við
ömmu sína, heimsóttu og hringdu
til hennar. Sem dæmi má nefna að
Jóhann dóttursonur hennar, sem er
fatlaður, að nokkru lamaðar eftir að
hafa orðið fyrir bifreið sem barn, tal-
aði svo til hvert kvöld við ömmu
sína í síma eða hún við hann.
Grannt fylgdist hún með öllu er
gerðist á Siglufirði og leitaði oft eft-
ir fréttum þaðan. Safn átti hún af
gömlum myndum frá Siglufirði og
fólki og vildi að það færi norður.
Gengin er merk kona er lifði sem
margur gleði og mikla sorg, en var
sátt við lífið og þráði hvfld.
Við hjónin vottum dótturbörnum
hennar dýpstu samúð.
Björn Ingvarsson
Sigurgrímur
Vemharðsson
Fæddur 7. janúar 1958
Dáinn 9. ágúst 1992
Kœri Siggi bróðir.
Nú ert þú farinn yfir á annað til-
verustig eftir því sem við báðir trú-
um. Ég kveð þig við brottförina
samkvæmt sömu sannfæringu og
bið þig að fyrirgefa mér allt sem ég
og fyrirgef þér.
Ég reyni að tileinka mér til eftir-
breytni þá sérstöku sterku manns-
kosti sem þú hefur. Þú hefur mjög
jákvæða og bjartsýna hugsun. Á
stundum fór þessi hugsun fyrir
brjóstið á samferðamönnum þín-
um vegna þess að þeim fannst hún
bara vera mannalæti, eins og hún
móðir okkar hefði orðaö það. Það
er þegar þú blést á erfiðleika og
mótlæti og sagðir þetta og hitt ekki
vera mikið mál.
Ég var til dæmis í þeim hópi þeg-
ar þú sagðist ekki vita hvað það
væri að hafa áhyggjur. Þá trúði ég
þér ekki því í mínum huga hljóta
allir að hafa áhyggjur, sérstakíega
af peningamálum. Þá hafðir þú oft
ástæðu til að hafa peningaáhyggjur
vegna utanaðkomandi áfalla, en
lést aldrei fallast í þunglyndi.
Og þú glottir á móti hverri raun
og sýndir heiðarleika í viðskiptum
og mikinn manndóm.
Við brottför þína verða allar
áhyggjur og vandamál smámunir.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur. Og þrátt fyrir alla trúa,
sannfæringu og skynsemi þá taka
tilfinningar yfirhöndina á slíkum
stundum.
Ég kveð þig, kæri bróðir, með sár-
um söknuði. Ég elska þig og þakka
sameiginlega reynslu á þessu til-
verustigi. Eg óska þér velferðar á
öðrum tilverustigum.
Þeim sem þyngsta sorgarbyrði
bera bið ég alls hins besta. Algóður
guð styrki þá í að snúa sér að eigin
lífshlaupi án góðs vinar, Sigur-
gríms Vernharðssonar.
Mummi bróðir
(Guðmundur Vemharðsson)