Tíminn - 26.09.1992, Side 17

Tíminn - 26.09.1992, Side 17
Laugardagur 26. september 1992 Tíminn 17 Lögreglan kippti sér ekki upp við það þegar Isobel hvarf, taldi víst aó hún hefói strokið meó elskhuga sínum. En tvíburasystir Isobel þekkti hana og skapgerð hennar og vissi að eitthvaö annaó og meira haföi gerst. voru liðnar frá hvarfi Isobel var lög- reglan loks til viðræðu um að leita hennar. Enginn gaf sig fram sem hafði séð til ferða hennar né heldur nokkur sem vissi deili á hinum dul- arfulla kærasta. Douglas, fyrrverandi unnusti hennar, kvaðst ekki hafa séð hana í tíu til tólf daga áður en hún hvarf. Christine geríst innbrotsþjófur Christine gafst ekki upp. Hún gekk með mynd af systur sinni á milli allra staða sem henni komu til hug- ar að Isobel kynni að hafa komið á og spurðist fyrir. Enginn árangur varð að þessu framtaki hennar. Uppgötvunin sem Christine gerði andvökunóttina var fyrsta vísbend- ingin sem hún fékk í málinu. Hún hélt á fund lögreglunnar og skýrði frá grun sínum. Lögreglan kvað þetta heldur veikan grunn að byggja á. Þó svo að Dou- glas hefði talað um Isobel í fortíð, var engan veginn víst að hann vissi meira um afdrif hennar en aðrir. Christine hafði ekki skýrt lögregl- unni frá þessu með úrið. Það var hennar tromp sem hún ætlaði að hafa í erminni aðeins lengur. Hún tók sér nokkurra daga frí úr vinn- unni og ákvað að láta til skarar skríða. Ráðið sem henni kom helst til hug- ar gat varla talist löglegt Christine sá þá leið eina í örvæntingu sinni að brjótast inn hjá Douglas Cole og afla þannig þeirra sönnunargagna sem hún þyrfti til þess að fá lögregluna til að trúa sögu sinni. Christine hagaði sér eins og hetja í glæpamynd. Hún dulbjó sig, fór í allt of stóra kápu og setti upp ljósa hár- kollu. Síðan hélt hún heim til Dou- glas Cole snemma morguns og beið þess að hann og móðir hans yfirgæfu húsið. Leynihólfíó í gólfínu Þegar mæðginin voru farin snaraði Christine sér bak við húsið og þar inn um opinn eldhúsgluggann. Hún fann fljótlega herbergi Douglas og hóf leitina. í vasa á jakka í fataskápnum fann hún veskið sem hann hafði verið með kvöldið sem þau hittust í því fann hún myndina af Isobel. Hún tók myndina ekki og sagði síðar að hún hefði ekki viljað spilla fingraför- um Douglas á henni svo hann gæti ekki þrætt fyrir að hafa haft myndina undir höndum. Christine þóttist nú nokkuð góð að hafa fundið myndina, en lét þó ekki staðar numið og svipaðist betur um í herberginu. Hún veitti því athygli að gólfteppið hafði verið losað í einu homi her- RÁÐNING Á . f7!- /"! - ;'rI h • \ , CT» Trx o> ± xy m x> bergisins. Hún lyfti teppinu og þá kom í ljós að losað hafði verið um gólfborð við vegginn. Hún fjarlægði gólfborðið og þá mætti henni sjón sem tók af allan vafa. Undir gólfborðinu lá veskið sem Isobel hafði verið með kvöldið sem hún hvarf, hringur sem hún jafnan bar og úrið sem hún hafði fengið í afmælisgjöf þegar hún varð 22 ára. Þama var einnig karlmannsúr, veski, skyrtuhnappar og signethringur. Hún gekk aftur frá öllu eins og það hafði verið og hraðaði sér sfðan á fund lögreglunnar og skýrði frá því hvað hún hafði gert og fundið í framhaldi af því. Játningin Lögreglan aflaði sér þegar húsleit- arheimildar og handtökuskipunar á hendur Douglas Cole. Þegar Douglas Cole hafði verið handtekinn var hann fljótur að sjá að spilið var tapað og játaði að hafa bæði myrt Isobel og hinn nýja kær- asta hennar. „Ég drap þau bæði og ég skal sýna ykkur staðinn þar sem ég gróf líkin,“ sagði hann. „Isobel var stúlkan mín þar til þessi flagari kom á sínum fína og flotta bfl og plataði hana upp úr skónum. Hann hét Charles O’Malley og kom frá Liverpool. Það var útilok- að að sætta sig við að einhver fra- skratti kæmi og stæli frá manni kærustunni fyrirhafnarlaust Kvöld- ið sem ég drap þau sat ég fyrir þeim og elti þau á bílnum mínum. Þau óku út í skemmtigarðinn og stöðv- uðu bflinn þar. Ég læddist að bílnum og skaut hann fyrst í höfuðið. Isobel sat alveg stjörf og starði á mig þegar ég skaut hana í ennið. Ég gróf þau niðri við fljótið. Síðan ók ég bflnum í næsta bflakirkjugarð og faldi hann meðal bflhræjanna. Númeraplötun- um henti ég í fljótið." Lögreglan fann líkin þar sem Dou- glas hafði bent á þau og höfðu þau bæði verið skotin í höfúðið. Sfuff fangavist Sama dag var ákæra lögð fram á hendur Douglas um tvöfalt morð og hann hnepptur í gæsluvarðhald fram til réttarhaldanna. Tíl réttarhalda kom þó aldrei. Klukkan fimm fyrstu nótt Douglas í gæsluvarðhaldinu fundu fangaverðir hann látinn í klefa sínum. Hann hafði rifið sængurfötin í strimla og hengt sig. Christine var óumdeilanlega hetja dagsins í þessu máli. Hún vildi Iengi vel ekkert láta hafa eftir sér um mál- ið, en Iét þó að lokum undan þrýst- ingi fréttamanna að skýra frá því hvað hefði komið henni á sporið. „Það var úrið. Það sást greinilega á myndinni sem Douglas sýndi mér. Hann hafði haldið því fram að hann hefði ekki hitt Isobel f tíu eða tólf daga áður en hún hvar. En hún fékk úrið í afmælisgjöf tveimur dögum áður en hún hvarf og sama dag var myndin tekin. Hvemig hafði Cole getað fengið myndina nema frá Iso- bel? Það var því greinilegt að hann hafði hitt hana eftir að hún átti afmælið." Það er margt að varast fyrir þá sem ætla að reyna að komast upp með morð. Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1991 og 1992: Lífeyrissjóðurinn Björg Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissj. starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóðurinn Sameining Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður Suðumesja Lsj. verkamanna á Hvammstanga Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Lífeyrissjóður Vesturlands Sameinaði lífeyrissjóðurinn HAFIR ÞU EKKI FENGIÐ YFIRLIT, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember n.k. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: TU þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum, skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er viðkomandi lífeyris- sjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröf- una.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.