Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 2
Tíminn 2 Laugardagur 28. nóvember 1992 37. þing ASÍ hvetur félögin til að undirbúa uppsögn kjarasamninga: Stefnir í átök á vinnumarkaði í kjara- og efnahagsályktun 37. þings Alþýðusambands íslands eru aðildar- félög sambandsins hvött til að undirfoúa uppsögn gildandi kjarasamninga á grundvelli gengisfellingarákvæðis samningsins, og ennfremur eru mið- stjóm og félögin hvött til að undirbúa hreyfínguna undir átök til að sælq'a rétt sinn og kjör. Mótmælt er kjaraskerðingu ríkis- stjórnarinnar og auknum álögum á alþýðuheimilin, sem verkalýðs- hreyfingin hlýtur að bregðast við af fullri hörku. Lagt er til að kaup- máttartrygging verði ein aðalkrafa hreyfmgarinnaar við gerð næstu kjarasamninga. í gær, á lokadegi þingsins, var m.a. í ályktun um EES-samninginn segir að ekki verði um það deilt að EES-samningurinn feli í sér valda- framsal. í íslensku stjórnarskránni sé hvergi að finna ákvæði sem heim- samþykkt tillaga frá Pétri Sigurðs- syni, formanni Alþýðusambands Vestfiarða og varaþingmanni heil- brigðisráðherra, þar sem mótmælt er harðlega framkomnum dylgjum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og fullyrðingum hans þess efnis að í tillögum ASl hefðu falist meiri álög- ur á launafólk en fram koma í „ill- ili framsal á valdi til erlendra stofn- ana. Orðrétt segir: „Innan Evrópu- bandalagsins er unnið að pólitískum samruna aðildarlandanna og Ijóst er að önnur ríki EFTA líta á EES sem ræmdum“ ráðstöfunum stjórnvalda í atvinnu- og efnahagsmálum. Þessi ummæli forsætisráðherra eru sögð vera „hin mestu öfugmæli", því til- lögur ASÍ hefðu skilað láglaunafólki auknum kaupmætti, en „ráðstafanir ríkisstjórnarinnar rýra kaupmátt allra og rjúfa þá sátt sem hingað til hefur ríkt í þjóðfélaginu. Ríkis- stjórnin ein ber alla ábyrgð á afleið- ingum þessara afglapa sinna.“ Að mati kunnugra á ASÍ-þingum mun það aldrei áður hafa gerst að stuðningsmaður ríkisstjómar ber upp til samþykkis jafn harðorða biðsal á meðan samið er um fulla að- ild að EB. Þær forsendur, sem geng- ið var út frá, við upphaf EES-samn- ingsgerðarinnar, þ.e. tveggja stoða lausn þar sem báðar stoðir standi jafnar hvor annarri, eru brostnar." Tillagan var mjög umdeild og var naumlega samþykkt á fundinum. Miklar umræður urðu einnig um drög að ályktun um landbúnaðar- mál. Afgreiðslu tillögunnar var á endanum frestað. -EÓ ályktun og þessa, en hún var sam- þykkt með lófaklappi á þinginu í gærmorgun. í ályktun þingsins um kjara- og efnahagsmál lýsir þingið yfir furðu sinni á því að ríkisstjórnin skuli hafa hafnað samkomulagi um tekjujöfn- unarleið, sem hefði varið kaupmátt almenns launafólks og treyst undir- stöðu atvinnulífsins með allt öðrum og tryggari hætti en framkomnar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. f ályktun þingsins um atvinnumál er lýst yfir miklum áhyggjum vegna þess alvarlega ástands, sem skapast hefur í atvinnumálum þjóðarinnar. Þar kemur fram að áður hafi at- vinnuleysið verið árstíðabundið, en sé nú orðið viðvarandi allt árið, fari vaxandi og á sumum stöðum orðið það alvarlegt og langvarandi að eyð- ing byggðar liggur við. Að mati þingsins er ein af ástæðum þess hvemig komið er í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar stjóm- leysi í fiárfestingum og alltof háir vextir. Þingið krefst þess að stjóm- völd breyti þegar um stefnu í at- vinnumálum og í stað afskiptaleysis gagnvart atvinnulífinu verði tekin upp stefna markvissrar uppbygging- ar með það að leiðarljósi að allt launafólk hafi atvinnu við sitt hæfi. Enda séu það grundvallarmannrétt- indi að sérhver þjóðfélagsþegn geti séð sér og sínum farborða með vinnu. -grh Stjóm Kennarasambands íslands telur að gengisforsendur gildandi samnings séu brostnar: Kjarasamn- ingi sagt upp Stjóm Kennarasambands íslands samþykkti samhljóða á fundi sín- um í gær að segja upp gildandi kjarasamningi frá og með næstu mánaðamótum og tekur upp- sögnin gildi um næstu áramót. Astæða uppsagnarinnar er að gengisforsendur gildandi kjara- samnings era brostnar með ráð- stöfunum ríkisstjómarinnar og er samningnum sagt upp á grundvelli 5. greinar samnings- ins, sem kveður á um stöðugt gengi á samningstímanum. Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, segir að stjórnin hafi verið ein- huga í afstöðu sinni að segja upp samningnum og hefur samþykkt stjómarinnar verið afhent fiár- málaráðuneyti og ríkissáttasemj- ara. Svanhildur segir að kröfugerð Kennarasambandsins verði tilbú- in um áramótin og þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hefia viðræður um nýjan kjarasamn- ing. í harðorðri ályktun stjómar KI kemur fram að með efnahags- aðgerðum ríkisstjórninnar sé stigið skref til vaxandi stéttamun- ar og „ranglátrar tekjuskiptingar" í landinu. Að mati stjómar M er stefna ríkisstjómarinnar fiand- samleg almenningi og dæmin augljós: Á sama tíma og það á að sækja aðeins 300 milljónir króna með hátekjuskatti, sé verið að skera niður barnabætur um 500 milljónir til viðbótar fyrri skerð- ingu, vaxtabætur skornar niður um 500 milijónir og niðurskurð- ur til velferðarmála uppá einn milljarð. -grh Miðstjórn Sambands ungra framsóknarmanna: Hafnar EES-samningi Miðstjóra Sambands ungra framsóknarmanna hefur samþykkt ályktun þar sem lagst er gegn því að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði verði samþykktur á Alþingi. Miðstjómin fjallaði einnig um drög að ályktun um landbúnaðarmál þar sem hvatt er til þess að mörkuð verði ný landbúnaðar- stefna þar sem afskiptum ríkisins af framleiðslu og verðlagningu búvara verði hætt Tillagan var ekki afgreidd. Ágreiningur er á flokksþingi framsóknarmanna um afstöðuna tii samningsins um Evrópskt efnahagssvæði: Lagt til að flokksþingið hafni EES Ágreiningur er á flokksþingi framsóknarmanna um afstöðuna til samn- ingsins um Evrópskt efnahagssvæði. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði kosti og galla á samningnum, en lagði til að flokksþingið hafnaði samningnum, þar sem hann bryti í bága við stjóraar- skrá íslands. Halldór Ásgrímsson, varaformaður flokksins, sagði að áður en samningnum væri hafnað yrðu menn að sjá hvaða aðrar leiðir bjóðist til ná fram auknu tollfrelsi fyrir íslenskar sjávarafurðir. EES-samningurinn gæti orðið okkur hættulegur Steingrímur sagði að bæði kostir og gallar væru á EES-samningnum. „Það kann að vera mjög erfitt fyrir okkur íslendinga að hafna samn- ingnum efnislega. Það kann vel að vera að EB myndi t.d. líta okkur mjög óhýru auga eftir ef við kæm- um í veg fyrir myndun hins Evr- ópska efnahagssvæðis. Ég viður- kenni að það er vafalaust svo að það yrði erfitt fyrir okkur íslendinga í sambandi við viðskiptafrelsið að standa utan, ekki síst ef Norðmenn fara inn og nytu þá stórum betri kjara heldur en við íslendingar. Ég get ekki neitað því að ég óttast að ís- lenskir fiskútflytjendur myndu við slíkar aðstæður jafnvel krefjast þess að við íslendingar yrðum aðilar að Evrópubandalaginu til að njóta sömu kjara. Ég segi hins vegar að ég tel að eins og ástandið er í íslensku atvinnulífi, kunni frelsi í fiármagnsflutningum að vera okkur afar hættulegt. Hver er í reynd aðstaða íslenskra fyrir- tækja — sem nú aftur eru komin með eiginfiárstöðu niður undir núll og eru með rekstrarhalla á allri sinni framleiðslu og sem mörg hver eru veðsett upp fyrir haus — að ganga til samstarfs við erlenda aðila um framleiðslu? Hver er möguleiki slíkra aðila til að keppa? Ég hlýt að taka undir með Einari Oddi, sem sagði á morgunfundi Verslunarráðs- ins nýlega að samningur eins og þessi gæti orðið stórkostlega hættu- Íegur íslensku atvinnulífi, ef íslend- ingar eru ekki í stakk búnir til að ganga til slíks samstarfs. Þarna kem ég aftur að því sem við framsóknarmenn höfum ályktað að sé mikilvægasta verkefnið í dag: að skapa íslenskum atvinnuvegum starfsgrundvöll. Við höfum í reynd ekkert að gera í samstarf við erlent fjársterkt (ýrirtæki nema að íslenskt atvinnulíf hafi áður góðan og sterk- an rekstrargrundvöll," sagði Stein- grímur. Steingrímur ræddi samninginn frá ýmsum hliðum, ekki síst um stjórn- arskrárþátt málsins, og sagði síðan: „Mér sýnist því, og það er lagt til í þeim drögum að stjórnmálaályktun, sem liggur fyrir flokksþinginu, að þingið álykti eins og miðstjórnin gerði, að það sé ekki unnt að styðja þennan samning, þar sem hann brjóti í bága við íslensku stjórnar- skrána." Páll Pétursson ætlar að greiða atkvæði á móti EES Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, gagn- rýndi EES-samninginn harðlega. Hann sagði að í honum fælist mikið valdaafsal og hann samrýmdist ekki stjómarskránni. „Þingmenn undirrita eiða að því að halda stjórnarskrána, þegar þeir taka sæti á Alþingi. Hver alþingis- maður verður að gera það upp við samvisku sína, áður en hann greiðir atkvæði um þennan samning, hvort hann telji hann samrýmast stjórnar- skránni. Ef hann telur að samning- urinn geri það ekki, þá greiðir hann atkvæöi gegn EES-samningnum. Ég hef gert þetta upp við mig. Þó er hitt verst að þessi samningur er stórt skref inn í Évrópubandalag- ið. Aðrar EFTA-þjóðir eru á fleygi- ferð þangað inn. Innan ríkisstjórn- arinnar eru sterk öfl, sem vinna beint og óbeint að því að koma okk- ur þangað. Gerumst við aðilar að samningi um Evrópskt efnahags- svæði árið 1993, þá óttast ég það að árið 2000 verðum við orðnir aðilar að Evrópubandalaginu. Mér er annt um fullveldi íslands. Mér er annt um frumburðarrétt íslendinga til auð- linda lands og sjávar. Ég er ákveðinn í því að segja nei við samningi um Evrópskt efnahagssvæði," sagði Páll. Hvað kemur í stað- inn, ef við höfnum EES? Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði að ís- lensk stjórnvöld heföu lengi þrýst á Evrópubandalagið um að fá betri markaðsaðgengi á markað EB. Þetta hefði ekki tekist. Fyrri ríkisstjórn hefði metið stöðuna þannig að með samningum um stofnun Evrópsks efnahagssvæðis væru góðar líkur til þess að við næðum markmiðum okkar. Hann sagðist telja að þetta mat hafi verið rétt. „Hvað er það sem við erum að sækjast eftir? Er það ekkert sem við erum að sækjast eftir? Auðvitað er- um viö að sækjast eftir aðgangi fyrir okkar vörur inn á okkar stærsta markaðssvæði, þar sem við komum til með að selja, miðað við núver- andi aðstæður, um 80% af okkar út- flutningsvörum. Það geturvissulega eitthvað breyst og vonandi breytist það, en þessi markaður verður alltaf mikilvægur fyrir okkar vörur. Við erum að sækjast eftir aukinni sam- vinnu við evrópsk fyrirtæki. Við er- um að sækjast eftir aðgangi að rann- sóknar- og þróunarstarfsemi. Við er- um að sækjast eftir möguleikum fyrir okkar fólk til að sækja aukna menntun og aukna reynslu. Við vilj- um líka vera þátttakandi í frjálsri samvinnu þjóða í Evrópu. Við vilj- um jafnframt halda sterkum tengsl- um við Norðurlönd, sem öll eru að semja um þessi mál. Við tölum oft mikið um fullveldi og sjálfstæði. Það er okkur öllum tamt. Hver einasti maður, sem hér er inni, ber mikla virðingu fyrir þessum hugtökum og þá ekki síst sá sem hér talar. En hvað er það sem er mikil- vægast fyrir fullveldi og sjálfstæði? Hvar eru hætturnar? Ég tel að hætt- urnar liggi m.a. í litlum efnahags- legum framförum. Ég tel að hætt- urnar felist í einangrun. Ég tel að hætturnar felist í skuldastöðu. Ég tel að hætturnar felist í mengun og ég tel að hætturnar felist í ófriðar- hættu. Ekkert af þessu getum við tryggt og náð fram nema með al- þjóðlegum samningum. Við getum ekki tryggt fullveldi og sjálfstæði okkar þjóðar nema við séum tilbúin til að ganga til samninga um okkar mikilvægustu hagsmunamál. Landamærin hafa opnast með allt öðrum hætti en við þekktum fyrir tíu eða tuttugu árum, jafnvel bara fyrir fimm árum. Ég segi fyrir mig sem áhugamaður um afkomu íslenskra atvinnuvega að ég verð að sjá einhverja leið að markinu. Ég sá þessa leið í samning- unum um Evrópskt efnahagssvæði og mér hefur ekki verið bent á af neinum hvernig þessum markmið- um verði náð með öðrum hætti,“ sagði Halldór. Halldór sagðist vera sannfærður um að við eigum ekki kost á tví- hliðasamningi við EB á þessari stundu. Það kunni hins vegar svo að fara, að þegar búið verði að leysa EES upp, þegar EFTA-ríkin, önnur en ísland, verði gengin í EB, að þá fái íslendingar samningsstöðu sem gefi þeim möguleika á að breyta EES-samningnum í tvíhliðasamn- ing. Halldór viðurkenndi að það væru ýmsir gallar á EES-samningnum. Hann gagnrýndi einnig hvernig nú- verandi ríkisstjórn hefur haldið á málum, ekki síst í sambandi við sjávarútvegssamninginn við EB. „Ég vil fyrst og fremst leggja áherslu á að það er engin blóma- brekka inni á Evrópska efnahags- svæðinu, en það er mikill misskiln- ingur að halda að það sé einhver blómabrekka þar fýrir utan. Við megum ekki setja málin upp með svo einföldum hætti. Þetta er ein- faldlega erfitt mál, sem skiptir miklu um okkar framtíð og framtíðar- möguleika. Við eigum að sjálfsögðu að vera upptekin af kostunum og göllunum, en við eigum líka að vera upptekin af möguleikunum sem þar skapast. Ef við erum ekki tilbúinn að nýta okkur þá möguleika, sem þar geta skapast, þá mun okkur illa farn- ast í þessu samstarfi," sagði Halldór. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.