Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1992 Tíminii MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö f lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 „Smápeningar“ Það er alveg ljóst að mikið uppnám er í stjórnar- flokkunum í kjölfar þeirra efnahagsaðgerða, sem boðaðir hafa verið. Eftirleikurinn bendir til þess að forustumönnum stjórnarflokkanna hafi ekki verið ljósar afleiðingar aðgerðanna, standi ekki nógu föst- um fótum í veruleikanum til þess. Ræða utanríkisráðherra á flokksráðsfundi Alþýðu- flokksins er dæmalaus, jafnvel þótt mælt sé á vogar- skálar þess flokks. Hún lýsir þeirri fádæma fýrirlitn- ingu á heilum atvinnugreinum að fá dæmi eru um slíkt. Bændur landsins og sveitafólk berst hatrammri varnarbaráttu um þessar mundir. Forustumenn bænda hafa af mikilli ábyrgðartilfinningu samið og náð sæmilegri samstöðu um nýjan búvörusamning, sem hefur í för með sér mikinn niðurskurð á fjár- framlögum til landbúnaðarins, sem nemur hvorki meira né minna en um þremur milljörðum króna. í fjárlagafrumvarpinu, sem fyrir liggur, er gert ráð fyrir að skera ýmsa þætti landbúnaðarmála niður til viðbótar. Heildarniðurskurður, sem ráðgerður var til þessara mála, er 3,5 milljarðar króna. Nú er enn vegið í sama knérunn og gert ráð fyrir að skera nið- ur 250 milljónir króna til viðbótar. M.a. er ætlunin að kæfa það, sem eftir er af ullariðnaði, með því að lækka niðurgreiðslur af ullinni. Síðan kemur utanríkisráðherra, formaður annars stjórnarflokksins og næstur ráðamanna á eftir for- sætisráðherra, og leyfir sér að segja að hér sé bara um smáaura að ræða. Þetta er blaut tuska í andlit bændastéttarinnar, sem er þó ýmsu vön úr þessari átt. Sjávarútvegurinn er að ýmsu leyti að lenda í sama umtali og landbúnaðurinn á síðustu árum. Þar er háð barátta við samdrátt í veiðum, sem hefur leitt til mikilla erfiðleika í atvinnugreininni. Þeir, sem hafa farið illa út úr þessum samdrætti, til viðbótar við óhagstæða gengisþróun, eru kallaðir aumingjar og skussar af kjaftagleiðum ráðherrum, sem standa einhvers staðar utan og ofan við veru- leikann. Ríkisstjórnin hefur klúðrað gullnu tækifæri til samstöðu í þjóðfélaginu. Það stafar af því að ráð- herrar á flótta frá veruleikanum vilja vinna bak við luktar dyr á næturþeli, og vita síðan varla að morgni hvað talað var um að kvöldi, samanber umræðuna um þróunarsjóð sjávarútvegsins. Vinnubrögðin í því máli eru ekki samboðin ríkisstjórn þjóðar, sem vill láta taka sig alvarlega. Það er kominn tími til að þessi ríkisstjórn segi af sér. Hún hefur glatað dýrmætum tækifærum og efnt til ófriðar í landinu. Kjaftháttur dugar ekki í þeirri baráttu. Atli Magnússon: Hafurkitti og andamefjur Enn gengur blessuð bókahátíð í garð. Þetta eru einmitt þeir dag- ar þegar skáldin, stærri sem smærri, og höfundar aðrir, meiri og minni, sitja með eftirvænt- ingarkökk í hálsinum og bíða eftir ritdóminum. Sumir sitja og róa fram í gráðið meðan þeir bíða og andvarpa í óþreyjukvöl, en aðrir eru gæddir því skaplyndi sem hvorki bregður við sár né bana. Þeir virðast reiðubúnir að taka hverju sem að höndum ber, eins og Lee hershöfðingi sem aldrei lét skapbrigði á sér sjá, hvort sem orrustan vannst eða tapaðist. Þeim er ljóst að það, sem er varanlegt og mikilsháttar, verður ekki dæmt hér og nú og að gildi þess muni hugsanlega ekki opinberast fyrr en lengst frammi á ókomnum dögum. í lundunum En einnig þau hjörtu, sem slá undir brjósthlíf brynju slíks hetjuskapar, munu kenna stings þegar rustar á rosabullum, sem blekgusurnar vella upp úr, launa boðið í helgilund skáldsýnanna með því að traðka þar í beðum og velta um blómapottum. Þeir slíta upp viðkvæmar rósir sem þeir bryðja áður en þeir hrækja þeim í skarnið. Þeir ýlfra upp í silfrað mánaskin ljóðmálsins eins og úlfar og míga í myrkar og leynd- ardómsfullar tjarnir þess, svo draumfiskarnir fljóta upp afvelta og steindauðir. Því eru varla tak- mörk sett hvaða svívirðu og blöskran þeir geta framið. Þá getur þurft óvenjumikið sálar- þrek til þess að trúa jafn staðfast- lega á þetta sanna og eilífa og áð- ur. Blómin, sem sýndust svo ynd- isleg allt frá því er fyrsti sprotinn gægðist upp af lauknum og hlúð var að eftir öllujii-kúnstarinnar kokkabókurfíT wrða skyndilega sölnuð og skorpin. Þá getur grip- ið um sig tómleika- og örvænt- ingartilfinning, sem ekki linnir fyrr en mönnum verður ljóst að á leyndum stað hefur vandölunum sést yfír dálftinn sprota, sem enn ber fagran lit og þægilegan ilm. Oftast vex áræði og dugur til að reyna að koma þessum við- kvæma gróðri til og senn stend- ur lundurinn í sumarskrúða aft- ur og freistingin að bjóða ókunn- ugum að njóta hans með sér verður ómótstæðileg. En hitt gerist einnig að ekki tekst að láta sársaukann svía og lundurinn verður harðlokaður ævinlega síðan. En hann kann að fyllast af rósum, pílviði og pelagóníum fyrir það og þar reikar garðyrkju- maðurinn óáreittur án þess að neinn verði til að gára tjarnimar þar sem silfurmánamir spegla sig og rósirnar anga svo höfugt. Hafurkitti og andameíjur Ritdómaramir á íslandi em að stærstum hluta árstíðabundið fyrirbrigði, eins og svo margt í náttúrunni. Hagstæð ytri skil- yrði þurfa að vera fyrir hendi svo þeir birtist og kjörskilyrði skap- ast um jólaleytið, eins og allir vita. Þá drífur þá að og þeir taka að svamla aftur og fram í jóla- bókatorfunni, eins og hvalfiskar í síldartorfu. Þarna eru bæði búr- hvalir og hafurkitti, háhyrningar og andarnefjur. Sumir eru æva- gamlir og bera utan á sér ryðg- aða skutulodda eins og Moby Dick. Þeir hafa komið upp undir miðjum kili á mörgum seglprúð- um knörr um dagana og hefur þá ekki þurft að spyrja að afdrifum þeirrar útgerðar. En þeir hafa það þó sér til gildis að nú eru þeir farnir að safna hrúðurkörl- um og orðnir latir við meirihátt- ar sporðaköst. Því fínnst mörgu síli að það sé öruggara nær þeim en fjær. Nokkur synda meira að segja niðri í maganum á þeim og vita ekki betur en að þau séu stödd í stafalogni úti á Kyrrahafi. Öðru máli gegnir um ungu haf- urkittin. Enginn getur treyst á upp á hverjum skollanum þau taka. Þau gleyma sér öldungis í mergðinni í torfunni og vegna þess að þau eru hrifnæm eru þau á stökki hátt yfir haffletinum eða á fjörutíu faðma dýpi undir hon- um á víxl. Þau hafa þannig prins- íp að þau eru andvíg öllu miðj- umoði. Svo er þarna stöku há- hymingur líka. Þetta er tann- hvalur og hann er hvorki væm- kær og latur né of áhrifagjarn. Hann er ekki kominn í torfuna í neinum tilgangi öðmm en þeim að troða sig út. Hann hefur hug- arfar böðuls, sem mælir út með augunum hve langt þurfi að vera í reipinu og sker sér svo metra lengra. Skæðari eru samt rauð- kembingarnir. Þetta em fulltrú- ar þeirra sem hafa verið í skól- um, en lært of vel það sem þeim var kennt. Ekki síst em þeir hættulegir þegar þeir vilja vera góðir við bók. Þá skrifa þeir svo undarlega og þvoglulega að eng- um dettur annað í hug en að bókin sú arna hljóti að vera lýj- andi og fáir þora til við hana fýr- ir vikið. Það er gaman að lifa En það er gaman að lifa þessa daga, því það er nógur afli í boði og ærsl hvalfiskanna sýna hvar oss ber að kasta nótinni. Vilja menn halda þangað sem þeir gömlu með ryðguðu skutulodd- ana lóna? Oft er það gott sem gamlir kveða. Eða viljum við þangað sem ungviðið ærslast? Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd... o.s.frv. Kannske væri gaman að renna á bráðina með háhymingnum? Eins dauði er annars brauð, segir þar. Þá getur verið spennandi fýrir suma að kasta þar sem rauðkembingur- inn er, þótt vísast sé að nótin komi öíl upp í flækju. Hér er eitt- hvað fýrir alla og enginn þarf að fara í jólaköttinn. Það er meira að segja nóg síld handa honum líka... Svo hættir síldin að vaða, torfan leysist upp og sér ekki stað nema í plöggum Sfldarútvegsnefndar. Hafurkittin og höfrungarnir hoppa og skoppa áfram um hríð, en verður svo ljóst að ekkert er lengur að elta. Moby Dick og aðr- ir þeir lýsismestu og tígulegustu halda síðastir brott af miðunum og hverfa við dagsbrún í roða- glóð rísandi nýárssólar. Það ríkir mikil og næstum langþráð kyrrð á miðunum, helst að háhyrn- ingnum sjáist bregða fýrir af og til. Hann er sennilega tekið að svengja aftur og er í leit að eftir- hreytum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.